MatRáð

MatRáð Ráðgjöf og þjálfun vegna
kyngingar- og fæðuinntökuvanda

Á heimasíðunni okkar, www.matrad.is, má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar. M.a. að hún Björg Einarsdóttir, talmeinafræði...
11/09/2025

Á heimasíðunni okkar, www.matrad.is, má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar. M.a. að hún Björg Einarsdóttir, talmeinafræðingur, hefur bæst í hópinn og vinnur hjá okkur einn dag í viku. Velkomin, Björg 💛 Einnig minnum við á að skráning á lista hjá okkur fer fram hér: www.matrad.is/skraning. Við verðum svo í sambandi þegar líður að því að bjóða fyrsta tímann 🙂

Kæru fylgjendur! Stofan okkar er flutt að Lágmúla 5, 5. hæð! Gengið inn um þennan inngang sem þið sjáið á myndinni. Við ...
01/10/2023

Kæru fylgjendur! Stofan okkar er flutt að Lágmúla 5, 5. hæð! Gengið inn um þennan inngang sem þið sjáið á myndinni. Við deilum núna starfsstöð með talþjálfunarstofunni Talsetrinu og hlökkum virkilega til að taka á móti ykkur á nýjum stað 😀

Dear followers!
Our office has moved to Lágmúli 5, 5th floor! You enter through the door you see in the picture. We now share offices with Talsetrið, speech therapy clinic, and are really excited to welcome you to our new location! 😀

Sóttum fróðlega tveggja daga norræna ráðstefnu um fæðinntökuvanda og sjaldgæfa sjúkdóma í Osló - komum margs vísari heim...
23/05/2023

Sóttum fróðlega tveggja daga norræna ráðstefnu um fæðinntökuvanda og sjaldgæfa sjúkdóma í Osló - komum margs vísari heim.

Tíminn líður og í dag er stofan okkar 2 ára 🎈🎈Við erum þakklátar fyrir góðar móttökur og hlökkum til áframhaldandi samst...
15/02/2023

Tíminn líður og í dag er stofan okkar 2 ára 🎈🎈Við erum þakklátar fyrir góðar móttökur og hlökkum til áframhaldandi samstarfs 🙂

Við sendum okkar bestu jólakveðjur með þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða 🎄Hlökkum til áframhaldandi samstar...
22/12/2022

Við sendum okkar bestu jólakveðjur með þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða 🎄Hlökkum til áframhaldandi samstarfs á nýju ári 🎉 Jólakveðjur, Brynja og Heiða

Góð samantekt hér á ferð á ýmsum birtingarmyndum  fæðuinntökuvanda barna
04/05/2022

Góð samantekt hér á ferð á ýmsum birtingarmyndum fæðuinntökuvanda barna

Gott og gagnlegt námskeið um einhverfurófið
10/03/2022

Gott og gagnlegt námskeið um einhverfurófið

Námskeiðið Einhverfurófið – grunnnámskeið verður kennt í fjarfundi þann 24. mars nk. Námskeiðið er eitt hið vinsælasta á vegum Ráðgjafar- og

Í dag er eitt ár síðan við tókum á móti fyrstu skjólstæðingunum okkar hjá MatRáð og fögnum við því eins árs afmæli í dag...
15/02/2022

Í dag er eitt ár síðan við tókum á móti fyrstu skjólstæðingunum okkar hjá MatRáð og fögnum við því eins árs afmæli í dag! 🎂🎉
Árið hefur verið mjög lærdómsríkt og gefandi og stofan heldur áfram að vaxa og dafna.
Framundan eru frekari fræðslukvöld þar sem boðið verður upp á stutta fyrirlestra um ýmislegt sem viðkemur fæðuinntöku barna á öllum aldri.
Takk fyrir samstarfið þetta fyrsta ár! Við hlökkum til að vinna með ykkur áfram 🥰

01/02/2022

Í þessum þætti er viðtal við Sigrúnu Þorsteinsdóttur sálfræðing en hún hefur, ásamt Önnu Sigríði Ólafsdóttur næringarfræðingi unnið að doktorsrannsókn um matvendni barna og leiðir til að hjálpa börnum að öðlast öryggi í kringum mat og geta notið þess að borða sem fjölbreyttast. Viðtalið byrjar á 37:20. Mjög mikilvægir punktar sem koma þarna fram. Við hvetjum ykkur til að hlusta :)

Um leið og við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi árs viljum við vekja athygli á mikilvægi þess að leyfa bör...
27/12/2021

Um leið og við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi árs viljum við vekja athygli á mikilvægi þess að leyfa börnum að hjálpa til í eldhúsinu. Desember býður upp á ýmis tækifæri til að njóta samveru í eldhúsinu. Með því að fá að taka þátt í að undirbúa máltíðir sjá börnin hvað er í matinn og þar gæti dregið úr líkum á að útlitið á matnum komi þeim úr jafnvægi og aukið líkurnar á að þau vilji smakka. Það gerir líka blandaða rétti (t.d. súpur, lasagne, hakkrétti, kássur, salat o.fl.) minna ógnvekjandi af því þau vita hvað er í matnum og hafa tekið þátt í undirbúningi. Góð tækifæri gefast til að spjalla um matinn, snerta hann, finna lykt og jafnvel smakka.
Sjáumst á nýju ári! Kv. Brynja og Heiða.

Fróðleiksmoli nóvembermánaðar sleppur inn á síðasta degi mánaðarins! Betra er seint en aldrei 🙂Ein leið til að auka líku...
30/11/2021

Fróðleiksmoli nóvembermánaðar sleppur inn á síðasta degi mánaðarins! Betra er seint en aldrei 🙂
Ein leið til að auka líkurnar á að barnið þitt verði viljugt að smakka mat og borða fjölbreytta fæðu er að hafa í huga að kaupa ekki alltaf sömu tegund af matnum. Sem dæmi, keyptu stundum skrúfupasta, stundum slaufupasta, stundum heilhveitipasta og ekki alltaf frá sama framleiðanda. Eða, stundum heimilisbrauð, stundum lífskorn, stundum rúnstykki. Mismunandi gerðir af jógúrt, skyri, mismunandi eplategundir. Þið skiljið.
Prófið líka að skera matinn ekki alltaf eins, t.d. stundum gúrku í sneiðum, stundum í strimlum, stundum í bitum. Skerið brauðið stundum í bita, stundum í þríhyrninga, stundum bara í tvennt.
Hafið enn fremur umbúðir sýnilegar þegar þið eldið matinn svo barnið sjái að það er ekki alltaf eins og að það er allt í lagi.
Athugið, það er auðvitað mikilvægt að taka tillit til þess hvar í fæðuinntökuþroskanum barnið er statt, þ.e.a.s. hvort barnið ræður við bita. Einnig er mikilvægt að fyrir sum börn með þroskafrávik eða aðrar greiningar á þetta ekki við. En almennt séð er þetta góð regla.

Fræðslan heldur áfram :) Á dögunum héldum við í MatRáð fræðslu um fæðuinntöku- og kyngingarvanda fyrir fjölmennan hóp fa...
29/11/2021

Fræðslan heldur áfram :) Á dögunum héldum við í MatRáð fræðslu um fæðuinntöku- og kyngingarvanda fyrir fjölmennan hóp fagfólks og stuðningsfulltrúa 1. - 10. bekkjar Klettaskóla. Takk fyrir gott samtal og ljúffengar veitingar Klettaskóli :)

Address

Lágmúla 5
Reykjavík
108

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when MatRáð posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram