14/11/2025
Guð snertir hjarta þitt í kyrrðinni & hvíslar til þín í þögninni 🌿
Í Biblíunni eru fjölmörg vers um mikilvægi þess að hugleiða og hvernig hugleiðsla er lykillinn að velgengni, heilbrigði og að heyra frá Guði.
Hér má finna stutta kennslu og bæn um hugleiðslu, hvað er hugleiðsla og hvernig við hugleiðum eins og Guð kennir okkur í orði sínu. Hvernig hugleiðsla er lykillinn að heilbrigði og hjálpar okkur að umbreyta hugarfarinu í heilbrigt og bjart hugarfar og losna við neikvæðar og óheilbrigðar hugsanir:
https://spotifycreators-web.app.link/e/GJNBaBm7fYb
Frelsiskirkjan leggur mikla áherslu á hugleiðslu og bæn í sínu starfi. Allar hugleiðslubænir eru aðgengilegar á spotify og youtube og í þeim er lögð áhersla á að hugleiða orðið, hlusta á rödd Guðs, fyrirgefa fortíðinni og endurnýja hugarfarið.
Að hlusta daglega færir létti, dýpri nærveru við Guð, lækningu Guðs og vellíðan! Prófaðu að hlusta 1-2 á dag alla daga og finndu muninn!
Allar hugleiðslubænir aðgengilegar á spotify hér:
https://open.spotify.com/show/67U8Eddp7jr9RX0IOwn6Dp?si=snm5ftaCSbuCxqQ5aV3Cyg
Sálmur 1:
Sæll er sá sem eigi fer að ráðum óguðlegra,
eigi gengur götur syndara
og eigi situr meðal háðgjarnra
2heldur hefur yndi af leiðsögn Drottins
og hugleiðir lögmál hans dag og nótt.
3Hann er sem tré gróðursett hjá lindum,
það ber ávöxt sinn á réttum tíma
og blöð þess visna ekki.
Allt, sem hann gerir, lánast honum.
Jósúabók 1:8
8 Þessi lögbók skal ekki víkja úr munni þínum. Þú skalt hugleiða efni hennar dag og nótt svo að þú getir gætt þess að fylgja nákvæmlega því sem þar er skráð, til þess að ná settu marki og þér farnist vel.