Samkennd Heilsusetur

Samkennd Heilsusetur Fagaðilar Samkenndar hafa góða þekkingu á sínu sviði og bjóða upp á fjölbreytta þjónustu Miðast val á meðferðarformi eftir þörfum og vanda skjólstæðings.

Hjá okkur starfa atferlisfræðingur, faglegur handleiðari, heilari, félagsráðgjafi, fjölskyldu- og pararáðgjafar, markþjálfar, sálfræðingar, sálmeðferðrafræðingur, jógakennarar, heilari, nuddari, prestur ofl. Sú þjónusta sem boðið er upp á er m.a einstaklingsviðtöl, fjölskyldu-, para- og hjónaráðgjöf, hópmeðferðir, námskeið, fyrirlestrar, hugleiðslur, slökun, dáleiðsla, og Yoga námskeið, bandvefslosunartímar, mjúk leikfimi og paranudd námskeið. Undir hatti Samkenndar er fjölbreytt þjónusta vel menntaðra fagaðila og sérfræðinga. Hver fagaðili byggir meðferðir sínar á árangursmiðuðum og gagnreyndum aðferðum út frá sinni fræðigrein. Við sinnum bæði einstaklingum, pörum, fyrirtækjum og hópum. Hægt að sækja þjónustu okkar að Tunguhálsi 19 og í gegnum fjar-þjónustu ef það hentar betur. Hægt er að nálgast meiri upplýsingar í gegnum netfangið samkennd@samkennd.is og inn á vefsíðunni samkennd.is

14/11/2025
12/11/2025

05/11/2025

👉 Ofbeldi getur hent hvern sem er og hvar sem er.

👉 Þekktar aðferðir fólks sem beitir ofbeldi:
- Að byggja upp og misnota traust
- Að beita hótunum
- Að skapa ótta
- Að ala á sektarkennd
- Að vekja skömm
- Krafa um hollustu
- Afbrýðisemi dulbúin sem ást

👉 Fólk sem beitir ofbeldi afsakar og réttlætir gjörðir sínar.

👉 Ofbeldi hefur ekki aðeins alvarlegar afleiðingar fyrir þolendur og fjölskyldur þeirra, heldur allt samfélagið.

👉 Það getur haft jafn alvarlegar afleiðingar fyrir börn að verða vitni af ofbeldi og að vera beitt ofbeldi.

05/11/2025

Viljum vekja athygli á rannsókn á vegum Háskóla Íslands, en þar er boðið upp á fría meðferð við þunglyndi fyrir þá sem taka þátt - fyrir frekari upplýsingar má hafa samband í netfangið rannsokn@hi.is

✨ DesemberKyrrð ✨️ Jóga nidra ferðalag inn á viðÍ aðdraganda jóla, þegar dagskráin fyllist og hugurinn fer á flug, er sv...
04/11/2025

✨ DesemberKyrrð ✨️
Jóga nidra ferðalag inn á við

Í aðdraganda jóla, þegar dagskráin fyllist og hugurinn fer á flug, er svo dýrmætt að staldra aðeins við.
Að anda djúpt, finna jörðina undir sér – og muna að kyrrðin er alltaf til staðar, innra með okkur.

DesemberKyrrð er hlý og nærandi stund þar sem þú færð að skilja allar áhyggjur og hugarangur eftir fyrir utan jógasalinn og hvíla í ró.
Við byrjum á mjúkum æfingum og/eða stuttri fræðslu sem hjálpar líkamanum og huganum að lenda í kyrrðarstundinni.
Síðan tekur við liggjandi leidd jóga nidra djúpslökun sem nærir líkamann, róar taugakerfið og opnar fyrir endurnýjun og endurstillingu.

Þetta er tími fyrir þig ✨️
Tími til að sleppa tökunum, anda og bara vera.

Námskeiðið er þrjú skipti, 3.-17. des og fer fram í Samkennd Heilsusetri
Miðvikud. kl. 18.15 - 19.10
Verð: 11.900,- kr.
Hildur Rut leiðir tímana
Skráning á jogatilthin@gmail.com eða í skilaboðum

✨️✨️✨️✨️✨️

Leyfðu desember að verða mildari og mýkri með því að hlúa að þér og gefa þér færi á að finna betra jafnvægi inn í aðventuna með kyrrðarstundum sem færa þér hlýju í hjartað ♡

Jóga til Þín

Við á Samkennd Heilsusetri erum að taka á móti umsóknum frá þeim sem vilja leigja hjá okkur skrifstofuaðstöðu.Hver fagað...
03/11/2025

Við á Samkennd Heilsusetri erum að taka á móti umsóknum frá þeim sem vilja leigja hjá okkur skrifstofuaðstöðu.

Hver fagaðili undir hatti Samkenndar leigir aðstöðu og til greina kemur að taka herbergi á leigu í fimm daga eða leigja staka daga. Hver og einn starfar sjálfstætt og sér um eigin rekstur en nýtur góðs af því að vera í samfélagi með fjölbreyttum, ástríðufullum og stuðningsríkum hópi fagaðila.

Samkennd er í ný uppgerðu húsnæði og er allt rýmið hannað með það í huga að skjólstæðingum okkar líði sem best í fallegu og umvefjandi umhverfi. Skrifstofunum fylgja húsgögn, aðgengi er að biðstofu, fundarsal sem hægt er að nýta til námskeiðahalds, fyrirlestra og hópmeðferðir, snyrtingu, kaffistofu, hraðri nettengingu og heimasíðu. Snyrtileg aðkoma og næg bílastæði ásamt einstaklega hagstæðu leiguverði.

Við viljum bjóða upp á fjölbreytta þjónustu hjá fagaðilum sem starfa af ástríðu, vilja veita framúrskarandi þjónustu, meðferð og styðja skjólstæðinga okkar í átt að betri heilsu, vellíðan og sátt.

Við tökum vel á móti fyrirspurnum frá þeim sem vilja slást í hópinn. Samkennd er til húsa að Tunguhálsi 19, 2 hæð. Áhugasamir geta haft samband við Önnu Sigurðardóttur eiganda í gegnum netfangið anna@samkennd.is. Jafnframt er hægt að skoða þjónustu okkar inn á samkennd.is

25/10/2025

Veikindi og vanlíðan þín eru EKKI ÞÉR AÐ KENNA!

Þú valdir þetta ekki!

Heldur er hugur og líkami að reyna að verja þig...oft að óþörfu.

Ofurárvökul, fullkomnunarárátta, og þörf fyrir að þóknast er ekki GALLI... heldur sjálfsbjargarviðleitni taugakerfisins.

Þegar taugakerfið er stanslaust í varnarstöðu fer líkaminn að gefa frá sér skilaboð, fyrst hvíslandi svo...ÖSKRANDI!

Það er EKKI hægt að ná bata með sjálfsásökunum og skömm. Heldur þarftu að hafa hugrekki til að hlusta af forvitni á þarfir taugakerfisins og visku til að leiðbeina því.

þegar þú hefur lært leiðir til að veita taugakerfinu það sem það þarf...þá fyrst geturðu fundið ÖRYGGI og RÓ.

Kærleikskveðja, Anna Sigurðardóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði fullorðinna 🌸

23/10/2025
Næstu námskeið í Bandvefslosun hefjast næstkomandi mánudag kl. 18:15 - fullbókaðnæstkomandi þriðjudag 21. október kl. 17...
19/10/2025

Næstu námskeið í Bandvefslosun hefjast næstkomandi mánudag kl. 18:15 - fullbókað
næstkomandi þriðjudag 21. október kl. 17:15 - 3 pláss laus og þriðjudag kl. 18:45 - 2 pláss laus.
Gefðu þér þá dýrmætu gjöf að næra líkama og sál á þessu dásamlega námskeiði þar sem þú lærir að hlusta á boð líkamans, nuddar með mismunandi nuddboltum og róar niður taugakerfið. Hlakka til að taka á móti ykkur öllum ✨✨✨
Hlýjar kveðjur
Hekla

☆ Hádegis Yin&Nidra☆​Gefðu eftir - bráðnaðu inn í hverja upplifun í líkama og huga og finndu orkuna endurnýjastÚr amstri...
15/10/2025

☆ Hádegis Yin&Nidra☆

​Gefðu eftir - bráðnaðu inn í hverja upplifun í líkama og huga og finndu orkuna endurnýjast
Úr amstri dagsins er gott að stíga inn í umvefjandi hlýjuna í jógasalnum í Samkennd.

Gefðu líkamanum og huganum næringu sem skilar sér margfalt til baka.

Í þessum rólega hádegistíma sameinum við yin jóga og jóga nidra, tvær áhrifaríkar leiðir til að losa um spennu, mýkja líkama og huga og koma betra jafnvægi á.

Fyrri hluta tímans hvílum við í yin stöðum, mjúkum teygjum sem við höldum í nokkrar mínútur í senn. Teygjurnar og tíminn vinnur með okkur til að mýkja bandvefskerfið og auka orkufæðið í líkamanum. Hér æfir þú þig í að hlusta á skilaboðin sem líkaminn er að senda þér.
Svo tekur við jóga nidra djúpslökun þar sem þú færð tækifæri til að gefa fullkomlega eftir.
Hér leyfirðu þér að vera, finna, taka á móti og sleppa - algjörlega mæta þér þar sem þú ert.
Hentar öllum sem vilja rólega og endurnærandi hreyfingu sem bæði mýkir líkama og sál.

Næsta námskeið:
6. nóv - 18. des

​Fimmtudaga frá 12.00 til 13.00​
​Verð: 21.900,- kr. - 7 skipti

Hægt er að taka Hádegistvennu og bóka sig bæði á mánudögum í nidra og fimmtudögum í yin&nidra og eru þá þessi tvö námskeið saman á 39.900,- kr.​

Skráning í skilaboðum eða á jogatilthin@gmail.com

Address

Tunguhálsi 19
Reykjavík
110

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Samkennd Heilsusetur posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram