Sóltún

Sóltún Sóltún heilbrigðisþjónusta starfar á sviði velferðarþjónustu fyrir aldraða á Íslandi

Það var spenna í loftinu þegar Kári í iðjuþjálfun sýndi verðlauna heimildamyndina Heimaleikinn í gær, þar sem hann ásamt...
14/11/2025

Það var spenna í loftinu þegar Kári í iðjuþjálfun sýndi verðlauna heimildamyndina Heimaleikinn í gær, þar sem hann ásamt öðrum eru í aðalhlutverki. „Heimaleikurinn er gamansöm íþróttaheimildarmynd um tilraun manns til að uppfylla draum föður síns um að safna í lið heimamanna á Hellissandi og spila langþráðan vígsluleik á fótboltavelli sem pabbinn lét reisa 25 árum áður.“ (kvikmyndir.is)⚽

Stórkostleg heimildarmynd hér á ferð og íbúar og starfsfólk sátu límd við skjáinn👏

Kári er alveg frábær viðbót við starfsmannahópinn hér á Sóltúni og ekki skemmir fyrir að honum fylgir hann Kanill sem viðheldur þeirri hefð að í iðjuþjálfun starfi hundur, íbúum til mikillar ánægju!

Hrekkjavakan er í dag sem er alltaf skemmtilegur dagur á Sóltúni🎃👻🦇2.hæðin vann skreytingakeppnina og Sædís í stoðdeildi...
31/10/2025

Hrekkjavakan er í dag sem er alltaf skemmtilegur dagur á Sóltúni🎃👻🦇2.hæðin vann skreytingakeppnina og Sædís í stoðdeildinni fékk verðlaun fyrir besta búninginn🏆Jón Jónsson fékk búningaverðlaun íbúa en hann er yfirleitt öflugur í að klæða sig upp. Síðan fengu auðvitað allir collab til að koma sér í gír fyrir helgina og heilu föturnar af nammi eru út um allt hús🍬🍭 Sérstakar þakkir fær Marlena skreytingarmeistari hússins sem hefur aldeilis staðið í ströngu í október, varla lagt frá sér límbandsrúlluna!💛🧡🩷

Bleikur ljómi var yfir öllum starfsstöðvum Sóltúns á Bleika deginum að venju til að sýna samstöðu með þeim konum sem haf...
24/10/2025

Bleikur ljómi var yfir öllum starfsstöðvum Sóltúns á Bleika deginum að venju til að sýna samstöðu með þeim konum sem hafa þurft að glíma við brjóstakrabbamein. Starfsfólk og íbúar klæddust bleiku, það var skreytt hátt og lágt með bleiku og Sóltún bauð upp á gómsætar tertur🩷

Kaffi Sól var opið á Sóltúni hjúkrunarheimili þar sem snillingarnir í eldhúsinu töfruðu fram einhverjar glæsilegustu brauðtertur sem sést hafa á heimilinu😋

Starfsfólk notaði bleika hanska við sín störf þessa viku, en hluti af ágóða af sölu þeirra rennur til Krabbameinsfélagsins. Þeir voru reyndar líka notaðir sem blöðrur víðs vegar😊

23/10/2025
Við erum Fyrirmyndarfyrirtæki 2025! 🎉Við erum ótrúlega stolt að tilkynna að fyrirtækin okkar sem reka Sóltún Reykjavík o...
21/10/2025

Við erum Fyrirmyndarfyrirtæki 2025! 🎉

Við erum ótrúlega stolt að tilkynna að fyrirtækin okkar sem reka Sóltún Reykjavík og Sóltún Sólvangi hafa hlotið viðurkenningu sem Fyrirmyndarfyrirtæki 2025 frá Viðskiptablaðinu og Keldunni✨

Sóltún Reykjavík (Öldungur hf) fékk síðast viðurkenninguna 2020 og Sóltún Sólvangi (Sóltún öldrunarþjónusta ehf) er að fá þessa viðurkenningu í fyrsta sinn.

Þessi viðurkenning er aðeins veitt 2,6% íslenskra fyrirtækja og er skýr staðfesting á því að við erum á réttri leið sem ábyrgt fyrirtæki sem hefur sjálfbærni og velsæld að leiðarljósi👏✨

Sjúkra- og iðjuþjálfun hélt bleikt dansiball í vikunni í samkomusalnum. Íbúar og starfsfólk klæddust sínum bleikustu flí...
17/10/2025

Sjúkra- og iðjuþjálfun hélt bleikt dansiball í vikunni í samkomusalnum. Íbúar og starfsfólk klæddust sínum bleikustu flíkum og salurinn var skreyttur hátt og lágt, meira að segja fiskarnir fengu bleikt skraut!🐠
Bleiki liturinn er síðan farinn að poppa upp víða um hús og verður hápunktur bleika október í næstu viku á Bleika deginum 22. október þegar Kaffi Sól verður opið í samkomusalnum☕🍰🩷

Í gær var haustfagnaður íbúa haldinn á Sóltúni og húsið skreytt af því tilefni með hlýlegum haustlitum💛🧡🤎 Sumar skreytin...
10/10/2025

Í gær var haustfagnaður íbúa haldinn á Sóltúni og húsið skreytt af því tilefni með hlýlegum haustlitum💛🧡🤎 Sumar skreytingarnar komu beint úr garðinum okkar🍂 Elísabet H. Einarsdóttir, Hannes Baldursson og Hans Þór Jensson héldu uppi stuðinu og fylltu dansgólfið af íbúum og starfsfólki með skemmtilegu lagavali🎶 Eftir gillið í samkomusalnum var boðið upp á kjöt í karrí sem alltaf rennur ljúflega niður hér á bæ 😋💛

Í gær, á Gulum degi, byrjuðum við gula viku hjá Sóltúni. Sú stóra gula lét auðvitað sjá sig í tilefni dagsins🌞 og starfs...
11/09/2025

Í gær, á Gulum degi, byrjuðum við gula viku hjá Sóltúni. Sú stóra gula lét auðvitað sjá sig í tilefni dagsins🌞 og starfsfólk klæddist gulu. Umhverfið var skreytt með gulum skreytingum og svo var auðvitað gul terta með kaffinu💛

Næsta vika er síðan helguð fræðslu og samstöðu með geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum;

Er allt í gulu?

Ef þér finnst lífið stundum ekki þess virði að lifa því, leitaðu þá hjálpar.
Ef þú hefur áhyggjur af ástvini/ vini/ vinnufélaga ræddu það við viðkomandi.
Það hjálpar að deila líðan sinni með öðrum.

Hjálparsími Rauða krossins: 1717
Upplýsingamiðstöð Heilsuveru: 1700
Píeta síminn: 552 2218
Neyðarsíminn: 112

Í dag er Alþjóðadagur sjúkraþjálfara🥳 Hjá Sóltúni búum við svo vel að hafa öfluga sjúkraþjálfara á okkar snærum sem vinn...
08/09/2025

Í dag er Alþjóðadagur sjúkraþjálfara🥳 Hjá Sóltúni búum við svo vel að hafa öfluga sjúkraþjálfara á okkar snærum sem vinna að því alla daga að styrkja og efla líkamlegt atgervi okkar skjólstæðinga, og ekki er aðstoðarfólk þeirra í sjúkraþjálfuninni minna öflugt💪Við óskum öllum sjúkraþjálfurum til hamingju með daginn!

Þessi vika hefur heldur betur verið litrík og skemmtileg á öllum starfsstöðvum Sóltúns, stuð á stuð ofan🏳️‍🌈 Gleðistund ...
09/08/2025

Þessi vika hefur heldur betur verið litrík og skemmtileg á öllum starfsstöðvum Sóltúns, stuð á stuð ofan🏳️‍🌈 Gleðistund með Svenný og Steinunni, Kabarett bingó og dragsýning, bíósýningar, pizzupartý, gay pride kökur og litríkar vöfflur.
Góða skemmtun í gleðigöngunni í dag og til hamingju með ástina öll, hvernig sem hún birtist ykkur!❤️🩷🧡💛💚💙🩵💜🤎🖤🩶🤍


Þessi vika er Gleðivika á öllum starfsstöðvum Sóltúns í tilefni af Hinsegin dögum 5. - 10.ágúst. Boðið er upp á ýmsa við...
07/08/2025

Þessi vika er Gleðivika á öllum starfsstöðvum Sóltúns í tilefni af Hinsegin dögum 5. - 10.ágúst. Boðið er upp á ýmsa viðburði og tilbreytingu og er Sóltún extra litríkt þessa dagana. Í gær buðu dragdrottningarnar Svenný og Dustia Crymore upp á skemmtilegt Kabarett bingó sem mikil ánægja var með. Við þökkum þeim kærlega fyrir heimsóknina!🩷🧡💛💚💙🩵💜🤎🖤🩶🤍

Address

Sóltúni 2
Reykjavík
105

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Sóltún posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Sóltún:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram