14/11/2025
Það var spenna í loftinu þegar Kári í iðjuþjálfun sýndi verðlauna heimildamyndina Heimaleikinn í gær, þar sem hann ásamt öðrum eru í aðalhlutverki. „Heimaleikurinn er gamansöm íþróttaheimildarmynd um tilraun manns til að uppfylla draum föður síns um að safna í lið heimamanna á Hellissandi og spila langþráðan vígsluleik á fótboltavelli sem pabbinn lét reisa 25 árum áður.“ (kvikmyndir.is)⚽
Stórkostleg heimildarmynd hér á ferð og íbúar og starfsfólk sátu límd við skjáinn👏
Kári er alveg frábær viðbót við starfsmannahópinn hér á Sóltúni og ekki skemmir fyrir að honum fylgir hann Kanill sem viðheldur þeirri hefð að í iðjuþjálfun starfi hundur, íbúum til mikillar ánægju!