31/12/2025
Með þessari mynd héðan úr Hálsaskógi á síðasta degi ársins 2025 sendi ég ykkur öllum ósk um heilladrjúgt komandi ár, með þökk fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða.
Árið 2025 var gott fyrir mig bæði persónulega og faglega. Ég hélt áfram að bæta við mig þekkingu og færni sem nýtist mér og sjólstæðingunum mínum (vonandi!) í meðferðarvinnunni.
Ég sótti námskeið í Hakomi, sem er áhrifarík núvitundar- og líkamsmiðuð sálmeðferð og svo fór ég líka á námskeið í Áhugahvetjandi Samtali, (MI -Motivational Interview), sem er gagnleg meðferðar- og samtalstækni til að valdefla og vinna að breytingum. Í nóvember byrjaði ég á grunnnámskeiði í EMDR meðferð, það veitir mér vottun til að veita EMDR meðferð í apríl nk. þegar ég klára. Nóg að gera og gaman að þróast og þroskast í leik og starfi, ég er þakklát fyrir þetta alltsaman.
Sjáumst heil á komandi ári.