Óliver Kírópraktor

Óliver Kírópraktor Kírópraktor og eigandi á Þrek Heilsuklíník - Meðhöndla ungmenni, fullorðna, íþróttafólk og ungabörn😁
M.Chiro, BSc Sálfræði.

Taktu þátt og gefðu okkur á Þrek Heilsuklíník þína umsögn🥳https://g.page/r/CZnnwBVRisJSEBM/review
14/03/2024

Taktu þátt og gefðu okkur á Þrek Heilsuklíník þína umsögn🥳

https://g.page/r/CZnnwBVRisJSEBM/review

Páskaleikurinn okkar er einfaldur🐣

Setjið inn umsögn á google með því að smella á linkinn hér að neðan og þið eruð komin í pottinn🪺

https://g.page/r/CZnnwBVRisJSEBM/review

Glæsilegir vinningar í boði🎁

Drögum út daginn fyrir Skírdag🥳

05/12/2023

Kírópraktík - Sálfræði - Sjúkraþjálfun

26/11/2023

Óliver er menntaður kírópraktor og hefur unnið hérlendis sem slíkur frá 2019. Óliver lærði kírópraktík í AECC, Englandi og er nú á þriðja ári sálfræðináms við Háskólann á Akureyri. Í námi sínu úti lagði Óliver upp með að tileinka sér mikla hæfni í hnykkingum með auka námskeiðum samhliða námi og leiðbeindi samnemendum sínum á útskriftarári sínu. Þá lærði Óliver meðhöndlun ungabarna frá forsprökkum þeirra fræða og sá um kírópraktorstöð barna hérlendis á árunum 2021-2023. Hann hefur mikla reynslu úr íþróttum, heilsurækt og Crossfit og innleiðir mikið æfingar og hreyfingu inn í meðferð skjólstæðinga sinna. Óliver leggur áherslu á góða greiningu, heildrænar lausnir og brennur fyrir því að skjólstæðingar sýnir nái árangri, hann notast við Gonstead tækni hnykkinga en notast þó við frekari meðferðarúrræði í nálgun sinni. Óliver hefur sérstakan áhuga á samspili líkamlegra og andlegra þátta í heilsufari, virkri fyrirbyggjandi meðferð og langvarandi verkjum.

Óliver er annar eigandi Þrek Heilsuklíník og hægt er að bóka tíma hjá honum hér https://noona.is/threk ✴️

Einnig er hægt að bóka tíma og senda fyrirspurnir á Noona appinu📲
Facebook og instagram Óliver Kírópraktor
oliver@threk.is📧
í síma 571-9110📞

20/11/2023

Guðmundur Freyr Pálsson útskrifaðist sem kíropraktor eftir fimm ára nám við AECC, Englandi árið 2017. Samhliða náminu var hann formaður Gonsted klúbbsins við skólann og kenndi samnemendum sínum þá aðferðafræði og tækni hnykkinga. Meðan klíníska námi stóð þáði hann boð um starfsnám hjá Formúlu 1 liði Redbull, þar sem hann starfaði við hreyfigreiningu og veitti liðsmönnum klíníska meðhöndlun. Auk þess kláraði Guðmundur grunnnám í íþróttatengdri læknisfræði í Bandaríkjunum árið 2011 og sótti ýmis námskeið í öðrum meðferðaúrræðum. Þessi breiði grunnur sem og langur íþróttaferill Guðmundar gerir honum kleift að greina skjólstæðinga sína útfrá fjölþátta nálgun og sérþörfum einstaklingsins og leiðbeina þeim í átt að bættri heilsu📈

Guðmundur Freyr er annar eigandi Þrek Heilsuklíník og hægt er að bóka tíma hjá honum hér: https://noona.is/threk ✴️

Einnig er hægt að bóka tíma og senda fyrirspurnir á
Noona appinu📲
gudmundur@threk.is📧
í síma 571-9110📞

30/10/2023

Hjálmtýr Alfreðsson hefur störf hjá okkur 1. Nóvember og er byrjaður að taka við bókunum á https://noona.is/threk 🥳

Hjálmtýr er klínískur sálfræðingur með góða reynslu frá Reykjalundi þar sem hann vann sem hluti af verkjateymi við miklar mætur frá kollegum sínum og skjólstæðingum. Hjálmtýr hefur þar að auki mikla reynslu á að vinna með kvíða, þunglyndi, OCD, lágt sjálfsmat, sértæka fælni, sorg, áföll og íþróttafólki🏃‍♂️

Eins og sjá má verður Hjálmtýr mikilvægur hlekkur í okkar teymi og við erum spennt fyrir hans framgangi hjá Þrek✴️

Einnig er hægt að bóka tíma og senda fyrirspurnir á
Noona appinu📲
threk@threk.is📧
í síma 571-9110📞

Ellert sjúkraþjálfari er frábær viðbót við teymið okkar á Þrek Heilsuklíník og bókanir hjá honum eru opnar á https://noo...
08/10/2023

Ellert sjúkraþjálfari er frábær viðbót við teymið okkar á Þrek Heilsuklíník og bókanir hjá honum eru opnar á https://noona.is/threk
Athuga! Enginn Biðlisti😁

Sendu þetta á einhvern sem vantar góðann sjúkraþjálfara👋

Ellert sjúkraþjálfari er byrjaður að taka á móti bókunum á https://noona.is/threk og er því fyrsti sjúkraþjálfarinn á Noona! Athugið! Enginn biðlisti🥳

Ellert Ingi er menntaður sjúkraþjálfari. Hann lauk grunnnámi í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands árið 2021 og í framhaldi af því lauk hann framhaldsnámi í sjúkraþjálfun árið 2023 við sama skóla. Lokaverkefni Ellerts í framhaldsnáminu bar heitið „Hentugar hreyfingar til að finna áhættuþætti fyrir meiðslum á fremra krossbandi í hné“. Samhliða námi starfaði Ellert Ingi sem sjúkraþjálfari fyrir knattspyrnufélagið Hauka og eru hans helstu áhugasvið íþróttameiðsli, stoðkerfisverkir og almenn sjúkraþjálfun.

Ellert er frábær viðauki við teymi okkar á Þrek Heilsuklíník þar sem samstarf heilbrigðisstétta bæði líkamlegra og andlegra skerðinga er í forrými.

Einnig er hægt að bóka tíma og senda fyrirspurnir á
Noona appinu, threk@threk.is eða í síma 571-9110😊

Ef þið eruð ekki þegar búin að merkja Þrek Heilsuklíník í uppáhalds á Noona appinu, væri ég afar þakklátur ef þið gætuð ...
27/09/2023

Ef þið eruð ekki þegar búin að merkja Þrek Heilsuklíník í uppáhalds á Noona appinu, væri ég afar þakklátur ef þið gætuð tekið ykkur 10 sek og græjað það fyrir mig❤

Við viljum biðla til allra þeirra er njóta góðs af þjónustu okkar að merkja Þrek í uppáhalds á Noona appinu❤️
https://noona.is/threk

Jæja góða fólk, nú er komið að tímamótum hjá mér og Kírópraktorstöð Reykjavíkur. Stofan er að loka um mánaðarmótin og sa...
24/08/2023

Jæja góða fólk, nú er komið að tímamótum hjá mér og Kírópraktorstöð Reykjavíkur. Stofan er að loka um mánaðarmótin og samkvæmt tölvupósti sem var sendur á ykkur öll nýlega er ég á leiðinni í kópavoginn. EN það er ekki raunin… Það gleður mig miklu fremur að tilkynna að ég og kollegi minn og góðvinur, Guðmundur Freyr Palsson sem starfað hefur sem kírópraktor í Sporthúsinu, erum að taka við húsnæði Kírópraktorstöð Reykjavíkur 1. September fyrir nýja stofu með fjölbreyttari og betri þjónustu🤩

ÞREK Heilsuklíník býður ykkur velkomin í Faxafen 14 um miðjan September þar sem í boði verður að sækja úrlausn stoðkerfisvandamála, verkja eða annarra skerðinga frá frábæru teymi sjúkraþjálfara, kírópraktora og sálfræðinga🪢

Hugmyndafræðin á bakvið ÞREK snýr að því að samþætta þekkingu þeirra fagaðila sem eiga hvað mest við verki, hverjar sem orsakir þeirra kunni að vera. Við erum stolt af því að sameina líkamlega og andlega þætti í greiningu og meðferðum einstaklinga til að byggja upp bæði líkamlegt og andlegt þrek. Að því sögðu, þá á það að sjálfsögðu ekki við alla skjólstæðinga okkar og ykkur er að sjálfsögðu velkomið að nýta ykkur aðeins einn arm teymisins eins og þið eruð vön👌

Ég hlakka til að segja ykkur meira og bjóða ykkur velkomin á klíníkina okkar í september😁

Því mýkri sem hryggurinn þinn er því meira kemst þú upp með án þess að lenda í veseni☁️Best er auðvitað að ná að hreyfa ...
27/06/2023

Því mýkri sem hryggurinn þinn er því meira kemst þú upp með án þess að lenda í veseni☁️

Best er auðvitað að ná að hreyfa sig sjálf(ur) en stundum er það ekki að ganga upp vegna verkja, stífleika eða andlegrar vanlíðan🌚

Í þeim tilfellum erum við kírópraktorar einn besti valkosturinn til að koma fólki af stað í áttina að betri lifnaðarháttum🏃

Vöðvar eða Bein❓Ég er reglulega spurður að því hvort tiltekið vandamál sé sökum vöðva eða beins🙋‍♂️Eins mikið að fólk el...
22/06/2023

Vöðvar eða Bein❓

Ég er reglulega spurður að því hvort tiltekið vandamál sé sökum vöðva eða beins🙋‍♂️

Eins mikið að fólk elskar að flokka hluti og draga línur þeirra á milli þá eru verkir og stoðkerfisvandamál því miður öllu flóknari📏

Bein mynda lið þar sem þau mætast sem er svo stýrt af umlykjandi vöðvum, svo að flestir verkir eru að miklu leiti margþátta🧮

Algengt er að fólk telji okkur kírópraktora vinna með “beinin” og að sjúkraþjálfarar eiga við vöðvana💪

Þessi skilgreining er ekki góð þar sem báðir aðilar vinna að verkjastillingu og virkjun einstaklingsins þó þeir beiti kannski mismunandi aðferðum og hafi sín sérsvið🤝

Address

Faxafeni 14
Reykjavík
108

Opening Hours

Monday 09:00 - 17:00
Tuesday 09:00 - 17:00
Wednesday 09:00 - 17:00
Thursday 09:00 - 17:00
Friday 09:00 - 15:00

Telephone

+3545719110

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Óliver Kírópraktor posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Óliver Kírópraktor:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Category