24/08/2023
Jæja góða fólk, nú er komið að tímamótum hjá mér og Kírópraktorstöð Reykjavíkur. Stofan er að loka um mánaðarmótin og samkvæmt tölvupósti sem var sendur á ykkur öll nýlega er ég á leiðinni í kópavoginn. EN það er ekki raunin… Það gleður mig miklu fremur að tilkynna að ég og kollegi minn og góðvinur, Guðmundur Freyr Palsson sem starfað hefur sem kírópraktor í Sporthúsinu, erum að taka við húsnæði Kírópraktorstöð Reykjavíkur 1. September fyrir nýja stofu með fjölbreyttari og betri þjónustu🤩
ÞREK Heilsuklíník býður ykkur velkomin í Faxafen 14 um miðjan September þar sem í boði verður að sækja úrlausn stoðkerfisvandamála, verkja eða annarra skerðinga frá frábæru teymi sjúkraþjálfara, kírópraktora og sálfræðinga🪢
Hugmyndafræðin á bakvið ÞREK snýr að því að samþætta þekkingu þeirra fagaðila sem eiga hvað mest við verki, hverjar sem orsakir þeirra kunni að vera. Við erum stolt af því að sameina líkamlega og andlega þætti í greiningu og meðferðum einstaklinga til að byggja upp bæði líkamlegt og andlegt þrek. Að því sögðu, þá á það að sjálfsögðu ekki við alla skjólstæðinga okkar og ykkur er að sjálfsögðu velkomið að nýta ykkur aðeins einn arm teymisins eins og þið eruð vön👌
Ég hlakka til að segja ykkur meira og bjóða ykkur velkomin á klíníkina okkar í september😁