Jóga og ég
Ég kenni jóga hjá Yoga & Heilsu í Ármúla 9 (Hótel Íslandi). Ég kenni aðallega Hatha jóga (stundum með Vinyasa) og Yin jóga. Annars finnst mér allt jóga áhugavert og les eitthvað nýtt um jóga daglega og fer reglulega í nám og vinnustofur í jóga. Sumum finnst erfitt að átta sig á því að ég geti verið jógakennari en einnig stjórnandi í fyrirtæki, frumkvöðull, hagfræðingur, stjórnarmaður og fleira. Þess vegna ákvað ég að setja upp þessa síðu til að útskýra smám saman í hverju jógalífið mitt felst og hvernig það getur farið saman öllu.