06/05/2021
Eitt sinn í litlum bæ í austur evrópu var maður einn sem bar nafnið Jakob.
Líf hans virtist vera fullt af erfiðleikum og sársauka. Til dæmis g*t Jakob og hans frú ekki eignast barn, höfðu lítið fé og sérhver dagur var ekkert nema vinna og aftur vinna til að halda sér á lífi.
Það virtist engin leið vera útúr þessum raunum.
Dag einn ákveður Jakob að leita ráða hjá þekktum Kabbalista sem var þekktur sem Baal Shem Tov, eða Meistari hins góða nafns. Kennarinn hlustaði á raunir Jakobs og eins á ásakanir hans gegn öðru fólki sem hann kenndi um raunir sínar. Eftir að hafa hlustað á allar sólarsöguna gaf Baal Shem Tov Jakobi undarlegt ráð sem var á þennann hátt, Farðu í þennann bæ sem ég mun nefna við þig. Spurðu fyrstu manneskjuna sem verður á vegi þínum að þú sért að leita eftir Jósef og spurðu hvar þú gætir fundið þennann Jósef.
Jakob var undrandi á þessari ráðleggingu og þess frekar þegar Baal Shem Tov sagði honum hvert hann ætti að fara og uppgötvaði að þetta væri mjög lítill bær sem væri langt í burtu. Samt sem áður ákvað hann að fara eftir ráðleggingu kennarans.
Jakob laggði af stað og komst að lokum í bæinn sem hann átti að fara í. Fyrsta manneskjan sem Jakob mætti var járnsmiður sem var að járna hest. Afsakaðu mig sagði Jakob við járnsmiðinn, ég hef verðið sendur í þennann bæ til að finna mann sem heitir Jósef. Veist þú hvort að það sé einhver í bænum sem ber það nafn?
Járn smiðurinn leit á Jakob og hikaði um stund og hristi síðan hausinn,
Fyrir löngu síðan var einn maður sem bar þetta nafn enn hann er dauður núna og enginn af bæjarbúum hefur skýrt barn sitt með þessu nafni síðan. Þessi maður var vond manneskja, þér hefði ekki heldur líkað við hann, við erum öll betur sett eftir að hann fór.
Eftir að hafa heyrt þessar fréttir átti Jakob engra kosta völ enn að snúa aftur til baka. Honum leið núna enn verr enn áður þar sem hann hafði farið alla þessa leið til einskins og lagt mikið á sig til þess.
Eins og venjulega hóf Jakob að finna sökudólg fyrir þeim vonbrigðum og sársauka sem hann upplifði nú. En nú hafði hann engann til að kenna um nema Baal Shem Tov og honum fannst það undarlegt og ekki við hæfi að kenna honum um , kennaranum mikla, enn það var ekkert annað í stöðunni,
Jakob flýtti sér til að hitta kennarann aftur og um leið og hann mætti honum sagði hann reiður, afhverju sendir þú mig í svona langt ferðalag til að finna mann sem hefur verið dauður í mörg ár? Ekki nóg með það hvernig átti þessi Jósef að hjálpa mér annars með mín vandamál, þetta var vondur maður.
Baal Shem Tov svaraði hljóðri röddu, þótt að þú hafir ekki hitt Jósef, þá veit ég að það eitt að heyra um hann mun hjálpa þér að skilja afhverju hlutirnir hafa verið að ganga illa hjá þér, sjáðu til að í fyrra lífi varst þú Jósef.
Þessi saga kemur inná kennslur Kabbalah um endurholgun, þótt að við séu ekki að kafa djúpt núna í endurholgun þá má samt finna sterk skilaboð til okkar í þessari sögu.
Mörg okkar eru eins og Jakob, við erum óánægð með hvaða spil lífðið hefur gefið okkur og síðan horfum við í kringum okkur til að finna einhvern til að kenna um.
Það sem við þurfum að læra er það að við höfum ávallt val um að skapa nýjan og betri heim fyrir okkur.