03/10/2025
Hefur þú tekið eftir að þær leiðir sem áður virkuðu duga ekki lengur?
Kannski hefurðu alltaf getað haldið bara áfram – sama hvað. Haldið áfram, klárað verkefnin, þraukað í gegn um þreytuna, staðið þig.
En nú vaknarðu þreytt, átt erfitt með að einbeita þér og ert lengi að ná þér eftir álag.
Það sem áður var sjálfsagt er orðið erfitt.
🌸 Þú gætir verið að hugsa:
„Af hverju er ég svona orkulaus?“
„Af hverju get ég ekki sofið eins og áður?“
„Er þetta það sem ég þarf að sætta mig við?“
Svarið er: Nei. Þú þarft ekki að sætta þig við þetta.
Það sem gerist á breytingaskeiði er að líkaminn breytist – hormónin, taugakerfið og jafnvægið sem áður hélt. Þess vegna duga gömlu aðferðirnar ekki lengur. En það eru til nýjar leiðir sem virka.
Ég heiti Guðrún og hef í yfir 30 ár kennt jóga, öndun og heildræna heilsu. Ég veit af eigin raun hvernig það er að glíma við þreytu og ofvirkan huga – og hvernig hægt að finna aftur jafnvægi.
👉 Ég býð þér að vera með á fríu 3 daga netnámskeiði: Bætt líðan á breytingaskeiði – Finndu þinn takt.
Dagana 7.–9. október kl. 17:30 á Zoom.
Þú lærir að:
🌿 Skilja hvað er að gerast í líkamanum og sjá einkennin í nýju ljósi.
🌿 Kynnast einföldum daglegum venjum sem róa hugann og gefa líkamanum öryggi.
🌿 Taka fyrstu skrefin í átt að meiri ró, orku og jafnvægi í daglegu lífi.
✨ Skráðu þig hér – og finndu takt sem styður þig í þessum nýja kafla lífsins. https://nam.andartak.is/baett-lidan