Andartak jóga- og heilsustöð

Andartak jóga- og heilsustöð Guðrún Arnalds stofnaði Andartak árið 2010. Andartak býður upp á fjölbreytta möguleika og starf okkar snýst um hvatningu til að grípa augnablikið og njóta þess.

Ég heiti Guðrún og hef starfað við heildræna heilsuráðgjöf í um 30 ár auk þess að kenna jóga og leiðir til að styrkja tengslin milli hugar og líkama.
Ég trúi því að likami okkar kunni þá list að sigla í gegn um breytingar betur en við getum ímyndað okkur. Heimasíðan okkar: www.andartak.is

Andartak er rekið af Guðrúnu Arnalds.

Ég býð upp á námskeið fyrir konur á breytingaskeiði, námskeið í jóga, einkatíma í heildrænni heilsuráðgjöf, markþjálfun og fókusing. Andartak leggur áherslu á andrými og að njóta andartaksins. Í Andartaki kennum við meðal annars Kundalini jóga sem er mjög fljótvirkt, eflandi og umbreytandi form af jóga og hentar sérstaklega vel til að vinna gegn streitu og álagi. Kundalini jóga kemur jafnvægi á innkirtlakerfi, taugakerfi og ónæmiskerfi auk þess að styrkja hugann og líkama og kenna okkur að eiga nærandi samband við okkar innri mann og sálina okkar. Við virkjum andrými okkur og gerum lífið í senn innihaldsríkara og skemmtilegra. Í leiðinni styrkjum líkamann og aukum vellíðan.

Viska vetrarins og nýtt upphafNýtt ár gefur tilfinningu fyrir nýju upphafi. Hreinum snjó sem við getum þrammað út í og m...
03/01/2026

Viska vetrarins og nýtt upphaf

Nýtt ár gefur tilfinningu fyrir nýju upphafi. Hreinum snjó sem við getum þrammað út í og markað ný spor. Við setjum okkur markmið um að verða betri en á síðasta ári. Að skrifa nýja sögu á þetta auða blað sem nýtt ár færir okkur.

Nýtt ár er vissulega nýtt upphaf. En í náttúrunni er þetta nýja sem er að myndast enn undir yfirborðinu. Núna þegar sólin byrjar að hækka á lofti er náttúran að undirbúa sig að hefja nýtt líf að vori. Við búum okkur undir að vaxa, en vöxturinn er ennþá ósýnilegur.

Nýtt ár gefur tilfinningu fyrir nýju upphafi. Hreinum snjó sem við getum þrammað út í og markað ný spor. Við setjum okkur markmið um að verða betri en á síðasta ári. Að skrifa nýja sögu á þetta auða blað sem nýtt ár færir okkur. Nýársheit eiga það stundum til að sn....

07/12/2025

Svefntruflanir eru eitt algengasta og vanmetnasta einkenni BREYTINGASKEIÐSINS.

Flestar konur sofa verr – en tengja það ekki endilega við hormónabreytingar.

Svefnleysi hefur áhrif á allt:
🌿 orku
🌿 líðan
🌿 skapsveiflur
🌿 hitakóf
🌿 heilaþoku

Á þessu fría örnámskeiði færð þú
✨ yfirsýn yfir algengustu orsakir svefntruflana
✨ hvernig hormón, lífsstíll og blóðsykur trufla svefninn
✨ leiðir til að róa hormónakerfið og sofa betur
✨ skýringu á muninum á hitakófi og nætursvita – og hvað þú getur gert

ÉG HEITI GUÐRÚN

Ég styð konur í að hlusta á líkama sinn, styrkja innri visku og finna nýjan takt á breytingaskeiðinu.

Í yfir 30 ár hef ég starfað á sviði heildrænnar heilsu og leiðbeint konum í gegnum umbreytingar – með líkamsvitund, náttúrulegum aðferðum og djúpri virkri hlustun.

Þegar þú skilur hvað er að gerast í líkamanum, verður auðveldara að finna lausnir.

Skráðu þig hér og fáðu aðgang strax.
https://nam.andartak.is/shk

07/12/2025

SVEFNTRUFLANIR eru eitt algengasta og vanmetnasta einkenni breytingaskeiðsins

Flestar konur sofa verr – en tengja það ekki endilega við hormónabreytingar.

Svefnleysi hefur áhrif á allt:
🌿 orku
🌿 líðan
🌿 skapsveiflur
🌿 hitakóf
🌿 heilaþoku

Á þessu fría örnámskeiði færð þú
✨ yfirsýn yfir algengustu orsakir svefntruflana
✨ hvernig hormón, lífsstíll og blóðsykur trufla svefninn
✨ leiðir til að róa hormónakerfið og sofa betur
✨ skýringu á muninum á hitakófi og nætursvita – og hvað þú getur gert

ÉG HEITI GUÐRÚN

Ég styð konur í að hlusta á líkama sinn, styrkja innri visku og finna nýjan takt á breytingaskeiðinu.

Ég hef starfað í yfir 30 ár á sviði heildrænnar heilsu og leiðbeint konum í gegnum umbreytingar – með líkamsvitund, náttúrulegum aðferðum og djúpri virkri hlustun.

Þegar þú skilur hvað er að gerast í líkamanum, verður auðveldara að finna lausnir.

Skráðu þig hér og fáðu aðgang strax.
https://nam.andartak.is/shk

03/10/2025

Hefur þú tekið eftir að þær leiðir sem áður virkuðu duga ekki lengur?

Kannski hefurðu alltaf getað haldið bara áfram – sama hvað. Haldið áfram, klárað verkefnin, þraukað í gegn um þreytuna, staðið þig.

En nú vaknarðu þreytt, átt erfitt með að einbeita þér og ert lengi að ná þér eftir álag.

Það sem áður var sjálfsagt er orðið erfitt.

🌸 Þú gætir verið að hugsa:
„Af hverju er ég svona orkulaus?“
„Af hverju get ég ekki sofið eins og áður?“
„Er þetta það sem ég þarf að sætta mig við?“
Svarið er: Nei. Þú þarft ekki að sætta þig við þetta.

Það sem gerist á breytingaskeiði er að líkaminn breytist – hormónin, taugakerfið og jafnvægið sem áður hélt. Þess vegna duga gömlu aðferðirnar ekki lengur. En það eru til nýjar leiðir sem virka.

Ég heiti Guðrún og hef í yfir 30 ár kennt jóga, öndun og heildræna heilsu. Ég veit af eigin raun hvernig það er að glíma við þreytu og ofvirkan huga – og hvernig hægt að finna aftur jafnvægi.

👉 Ég býð þér að vera með á fríu 3 daga netnámskeiði: Bætt líðan á breytingaskeiði – Finndu þinn takt.
Dagana 7.–9. október kl. 17:30 á Zoom.

Þú lærir að:
🌿 Skilja hvað er að gerast í líkamanum og sjá einkennin í nýju ljósi.
🌿 Kynnast einföldum daglegum venjum sem róa hugann og gefa líkamanum öryggi.
🌿 Taka fyrstu skrefin í átt að meiri ró, orku og jafnvægi í daglegu lífi.

✨ Skráðu þig hér – og finndu takt sem styður þig í þessum nýja kafla lífsins. https://nam.andartak.is/baett-lidan

Hefur þú tekið eftir að þær leiðir sem áður virkuðu duga ekki lengur? Breytingaskeiðið færir okkur ekki bara erfið einke...
30/09/2025

Hefur þú tekið eftir að þær leiðir sem áður virkuðu duga ekki lengur? Breytingaskeiðið færir okkur ekki bara erfið einkenni heldur líka möguleikann á að gera hlutina á nýjan hátt og finna leið til að lifa lífinu í betri tengingu við okkur sjálfar.

3 dagar: Náttúrulegar lausnir fyrir nýtt upphaf á breytingaskeiði

✨ Þreytan sem bara hverfur ekki.✨ Svefninn sem truflast – þó þú sért uppgefin.✨ Hugurinn sem verður eins og í þoku.✨ Hit...
29/09/2025

✨ Þreytan sem bara hverfur ekki.
✨ Svefninn sem truflast – þó þú sért uppgefin.
✨ Hugurinn sem verður eins og í þoku.
✨ Hitakóf eða kvíði sem læðast aftan að þér.

Margar konur sem nálgast breytingaskeiðið kannast við þessi einkenni. Stundum tengjum við þau ekki við breytingaskeiðið, eða rekjum þau eingöngu til hormónabreytinga. En það er ekki öll sagan.

Við lifum í menningu þar sem við höfum tilhneigingu til að skauta framhjá líkamanum og þörfum hans. Við hlustum ekki á merkin fyrr en þau fara að æpa á okkur. En á þessum tíma er líkami okkar líka að ganga í gegnum miklar breytingar.

Ef við ætlum að snúa þessu við er mikilvægt að skilja hvað er að gerast í líkamanum og hvað hann er að kalla á

Þegar við lærum að hlusta á líkamann og finna hvað hann þarf þá opnast dyr að meiri orku, friði og jafnvægi. Breytingaskeiðið getur þannig orðið tækifæri til umbreytingar – ekki bara fyrir líkamann, heldur líka fyrir það hvernig við nálgumst okkur sjálfar og lífið.

💛 Í næstu viku verð ég með frítt 3 daga netnámskeið: Bætt líðan á breytingaskeiði – Finndu þinn takt (7.–9. október kl. 17:30). Þar skoðum við hvað er að gerast í líkamanum og einföld skref til að skapa meiri ró og jafnvægi.

👉 Þú getur skráð þig hér: https://nam.andartak.is/baett-lidan

MEÐ SAND MILLI FINGRANNA OG FRIÐ Í HJARTAHugleiðingar við sandkastalasmíði með barnabörnunum mínum...Lesa pistilinn hér:...
20/09/2025

MEÐ SAND MILLI FINGRANNA OG FRIÐ Í HJARTA

Hugleiðingar við sandkastalasmíði með barnabörnunum mínum...
Lesa pistilinn hér: https://andartak.is/med-sand-milli-fingranna/

Þegar við gefum okkur rými til að hlusta, ekki bara á hugsanir okkar, heldur líka á líkamann, skynfærin, andardráttinn og hjartsláttinn – þá finnum við okkar eigin takt. Takt lífsins.

Konur hafa tilhneigingu til að samsama sig hlutverkum sínum. Þess vegna skynjum við breytingar oft djúpt – ekki bara í líkamanum heldur líka í sjálfsmynd og daglegum takti.

Tækifæri á tímum breytinga
Breytingaskeiðið getur tekið okkur úr takti og skapað rótleysi innra með okkur. Þetta er tími umbreytinga í líkamanum – og líka tími þar sem samband okkar við okkur sjálfar og lífið í kringum okkur er að breytast.

En einmitt þess vegna er þessi tími líka tækifæri – til að finna taktinn að nýju. Til að tengja aftur við kjarnann í okkur sjálfum.

Ég býð þér að vera með mér á fríu netnámskeiði í október:
Bætt líðan á breytingaskeiði – finndu þinn takt.

Við skoðum hvað gerist í líkamanum á breytingaskeiði, hvernig við getum unnið með honum í stað þess að vinna gegn honum – og hvernig við getum skapað meiri ró og orku í daglegu lífi. Um leið verður þetta tækifæri til að heyra í öðrum konum á sömu vegferð.

NÁNARI UPPLÝSIGNAR OG SKRÁNING HÉR: https://nam.andartak.is/baett-lidan

Ég nýkomin úr ferðalagi til Nice með dóttur minni og barnabörnunum. Það eru svo dásamleg forréttindi að fá að ferðast með sínum nánustu og njóta sælu og samveru. Ég nýt þess alveg sérstaklega að gleyma mér í leik með barnabörnunum mínum. Við áttum eina mjög nærandi ...

Þegar þú finnur bragðið af lífinu... ..þá veistu að þú ert hér. Um núvitund, skynjun og hvernig líkaminn hjálpar okkur a...
14/08/2025

Þegar þú finnur bragðið af lífinu... ..þá veistu að þú ert hér. Um núvitund, skynjun og hvernig líkaminn hjálpar okkur að mæta því sem er.

Í starfi mínu og í daglegu lífi hef ég lært að meta hversu dýrmætt það er að eiga stundir þar sem ég tengist líkamanum beint. Að finna það sem er hér og nú. Ekki það sem ég hugsa um það sem ég upplifi, heldur það sem ég skynja. Þetta er eitt það einfaldasta – og [.....

Ég var lengi ómeðvituð um gagnrýnisröddina innra með mér — þar til ég fór að taka eftir því hvernig hún hafði áhrif á mi...
21/05/2025

Ég var lengi ómeðvituð um gagnrýnisröddina innra með mér — þar til ég fór að taka eftir því hvernig hún hafði áhrif á mig í gegnum líkamann og streituviðbrögð.

Í mörg ár áttaði ég mig ekki á þessari rödd.
Ég heyrði hana ekki.
Ég bara fann afleiðingarnar.
Óljós efi um sjálfa mig.
Vantrú á eigin hæfni til að takast á við álag og breytingar eða skapa í nýjum aðstæðum.

Þegar ég fór að átta mig á þessari rödd og hvað hún var að segja þá varð mun auðveldara að setja henni mörk og leyfa henni ekki bara að taka yfir.
Ég fór að hlusta meira meðvitað á sjálfa mig.
Ég tók eftir að þessi rödd verður háværari þegar álagið er mikið. Þegar ég missi tenginguna við líkamann og jörðina.

Í dag á ég skýrara samband við þessa gagnrýnisrödd
Hún er ekki horfin – en hún hefur ekki sama vald og áður.
Ég trúi henni ekki eins auðveldlega.

Þegar hún verður hávær þá veit ég að ég þarf að staldra við
Að gefa sjálfri mér rými og næra sjálfa mig. Fara út í náttúruna. Finna aftur taktinn.

Ég minni mig líka á að ég er ekki ein.
Flest okkar finna fyrir óöryggi í nýjum aðstæðum.
Og það er allt í lagi.

Um leið og við umbreytum sambandinu við okkur sjálf þá förum við að sjá heiminn í gegnum ný gleraugu. Framandleiki getur líka verið spennandi og forvitnilegur

Breytingar geta sett okkur út af laginu. Við þurfum að finna aftur jörðina.
En þær bjóða okkur líka að kynnast okkur sjálfum upp á nýtt.
Það verður mun ánægjulegra ef við gerum það meðvitað. Ef við hlustum aðeins undir yfirborðið.
Ég er forvitin að heyra frá þér. Hvernig er þitt samband við innri gagnrýni? Hvað gerirðu til að takast á við hana?

Flestar konur átta sig ekki á því að svefnvandi, tilfinningalegt álag eða stöðugt áreiti í taugakerfinu getur tengst því...
14/05/2025

Flestar konur átta sig ekki á því að svefnvandi, tilfinningalegt álag eða stöðugt áreiti í taugakerfinu getur tengst því að treysta ekki líkamanum sínum.
Þetta vantraust á líkamanum á sér djúpar rætur – og er oft svo lúmskt að við sjáum það ekki einu sinni.

Ég hef oft reynt að hugsa mig inn í slökun.
Að strauja framhjá því sem ég fann – því það var ekki tími fyrir það.
Að gera eitthvað – hvað sem er – þegar ég fann fyrir kvíða, bara til að dreifa huganum.
Að rökræða við tilfinningar.
Að halda áfram að keyra mig áfram – því það var bara of mikið að gera til að hlusta.

Eins og svo margar konur, lærði ég að skauta framhjá líkamanum.
Að stjórna honum. Að ýta mér áfram. Að gera það sem mér fannst vera ætlast til af mér.
En ekki… að hlusta.

Þessi fjarlægð við líkamann getur sprottið upp úr ýmis konar jarðvegi:
Áföllum. Streitu. Þeirri venju í að hunsa hungur og þreytu.
Skilaboðum frá umhverfinu um hvernig við eigum að líta út eða haga okkur.
Megrunarkúrum. Eirðarleysi sem fær okkur til að borða fyrir hugann en ekki líkamann.

Þegar ég fór að gefa líkamanum mínum meira rými –
sá ég að ég var búin að deyfa niður þessa rödd innra með mér
Ég var orðin svo vön að ýta líkamanum til hliðar
…að ég tók ekki eftir skilaboðum hans.

Við lærum að líta á líkamann sem eitthvað sem þarf að laga:
Hann er of þreyttur, of tilfinningaríkur, of viðkvæmur, of þungur. Ekki eins og hann á að vera.
En þegar við förum að hlusta fram hjá þessum skilaboðum, fer eitthvað að opnast.

Því þetta vantraust hefur sínar afleiðingar:
við festumst í spennu, óöryggi, einangrun…
og förum að upplifa að við séum alltaf einhvers staðar fyrir utan okkur sjálfar.

En líkaminn er ekki vandamálið.
Hann er leiðbeinandinn.
Hvað ef þessi næmni sem þú finnur eða stöðug spenna í líkamanum er ekki veikleiki –
heldur vegvísir?

Hefur þú einhvern tíma upplifað að líkaminn þinn sé fyrir. Að hann sé óútreiknanlegur – eða að þú eigir erfitt með að treysta honum?

Ég er forvitin að heyra hvernig þetta birtist hjá þér.

Þú gerir þér kannski ekki einu sinni grein fyrir að þetta viðhorf sé að halda aftur af þér...Viðhorf geta verið svo lúms...
08/04/2025

Þú gerir þér kannski ekki einu sinni grein fyrir að þetta viðhorf sé að halda aftur af þér...Viðhorf geta verið svo lúmsk.
Þessi hugmynd að líkaminn sé á einhvern hátt “bilaður” og þarfnist “viðgerðar”
Að ef þú gætir bara borðað betur, hreyft þig meira, haft meiri sjálfsaga — þá myndi þér loksins líða vel.
Eða að þú þurfir bara að taka hormón og þá lagist allt.
Við búum í menningu sem kennir okkur að skauta framhjá líkamanum.
Við hunsum þreytuna, óþægindin, merkin sem hann gefur — og lítum á einkenni eins og þau séu óvinir.
Og þegar það virkar ekki, kennum við líkamanum um. Eða okkur sjálfum.
Við festumst í vítahring og förum að spyrja:
„Af hverju virkar ekkert sem ég reyni?“

En líkami þinn er ekki bilaður eða gallaður. Hann er ekki að bregðast þér.
Hann er að tala til þín.
Breytingaskeiðið er ekki sjúkdómur - heldur umbreyting.
Umbreyting krefst ekki ekki viðgerða. Heldur nýrra leiða. Líkaminn er að biðja okkur um að hlusta.
Þegar þú hættir að reyna að stýra líkamanum og ferð að hlusta á hann fær hann rými til að finna sinn farveg.
Þú ferð að skilja hvað þú þarft. Þú ferð að treysta þér.
Þú finnur kyrrð. Orku. Þig sjálfa – á nýjan og ferskan hátt.

Hvað myndi gerast ef þú hættir að berjast við líkamann…
og spyrðir í staðinn:
„Hvað er líkami minn að reyna að segja mér?“ ❤️

28/02/2025

BÆTT LÍÐAN Á BREYTINGASKEIÐI

3 dagar: FRÍTT netnámskeið
Náttúrulegar lausnir fyrir nýtt upphaf á breytingaskeiði

18. 19. og 20. mars kl 17.30

Þetta námskeið er fyrir þig ef...

Þú ert að glíma við breytingaskeiðseinkenni eins og hitakóf, þyngdaraukningu, kvíða, heilaþoku eða truflaðan svefn og vilt kynnast áhrifaríkum náttúrulegum leiðum til að höndla betur einkennin þín.

Þú ert ekki byrjuð á breytingaskeiði en vilt fræðast um þennan tíma sem framundan er. Og eins ef þú hefur lokið tíðahvörfum en finnur enn fyrir einhverjum einkennum.

Þú ert þreytt og orkulaus og ert að leita að leiðum sem virka til að endurheimta lífsorkuna

Þú ert tilbúin að nálgast breytingaskeiðið sem tíma vaxtar og valdeflingar en ekki sem hnignun. Og vilt búa til áætlun til að leiðbeina þér í gegn um þennan tíma í lífinu.

https://nam.andartak.is/baett-lidan

Þú ert forvitin að kynnast náttúrulegum og heildrænum leiðum til að takast á við breytingaskeiðið en veist ekki hvar þú átt að byrja.

Address

Ránargötu 18
Reykjavík
101

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Andartak jóga- og heilsustöð posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Category

Our Story

Heimasíðan okkar: www.andartak.is

Andartak er hlýleg jóga- og heilsustöð með áherslu á andrými og að njóta andartaksins. Í Andartaki bjóðum við upp á fjölbreytta tíma í jóga og einkatíma í hómópatíu, jógaþerapíu, heilun og markþjálfun. Við bjóðum líka upp á jógakennaranám í Kundalini jóga, annað hvert ár.

Við leggjum sérstaka áherslu á að kenna Kundalini jóga sem er mjög fljótvirkt, eflandi og umbreytandi form af jóga og hentar sérstaklega vel til að vinna gegn streitu og álagi. Kundalini jóga kemur jafnvægi á innkirtlakerfi, taugakerfi og ónæmiskerfi auk þess að styrkja hugann og líkama og kenna okkur að eiga nærandi samband við okkar innri mann og sálina okkar.

Guðrún Darshan er eigandi Andartaks. Hún býr yfir mikilli reynslu á sínu sviði og er hafsjór af fróðleik sem hún nýtur þess að miðla áfram. Hún kennir kundalini jóga og leiðir tíma í slökun. Hún kennir kennurum í kennaranámi í kundalini jóga auk þess að halda ýmis námskeið. Þess utan býður hún upp á einkatíma fyrir þá sem vilja fara dýpra, ferðast inn á við og vinna úr fortíðinni, horfa til framtíðar eða fá stuðning við að opna fyrir líðandi stund og finna jafnvægi.