26/03/2020
Við vekjum athygli á því að hluti meðferðaraðila hjá Sálfræðistofu Reykjavíkur býður upp á fjarviðtöl fyrir þá sem þess óska. Viðtölin fara í gegnum fjarfundabúnað Kara Connect. Fólk fær þá sendan hlekk í tölvupósti sem vísar á fjarfundabúnaðinn, sem virkar í öllum venjulegum netvöfrum. Hægt er að óska eftir slíku viðtali hjá ritara í síma 546 0444 eða hafa samband við sinn meðferðaraðila í tölvupósti.
Þess má einnig geta að Margrét sálfræðingur hjá okkur ræddi um breytt starfsumhverfi sálfræðinga á þessum undarlegu tímum í Mannlega þættinum á Rás 1 í dag.
Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir, sem er með Streituskólann, kom í þáttinn í síðustu viku og gaf góð ráð hvað varða streitu á þessum tímum og bara almennt. Við báðum hlustendur um að senda okkur spurningar eða hugleiðingar sem þau vildu fá Ólaf til þess að svara eða t...