Sálfræðistofa Reykjavíkur: Fjölskyldu- og sálfræðiþjónusta

Sálfræðistofa Reykjavíkur: Fjölskyldu- og sálfræðiþjónusta Sálfræðistofa Reykjavíkur sérhæfir sig í sálfræðimeðferð fullorðinna og fjölskyldumeðferð og kemur til móts við fólk með einstaklingsmiðaðri meðferð.

Við bjóðum Árnýju velkomna til starfa hjá okkur. Hún vinnur einkum með kvíðaraskanir og sjálfsmyndarvanda, en einnig str...
01/11/2025

Við bjóðum Árnýju velkomna til starfa hjá okkur. Hún vinnur einkum með kvíðaraskanir og sjálfsmyndarvanda, en einnig streitu og depurð. Nánari upplýsingar um Árnýju má sjá á heimasíðu okkar, en þar er einnig hægt að panta tíma hjá henni.

Árný sinnir meðferð fullorðinna og beitir hugrænni atferlismeðferð og samkenndarnálgun eftir þörfum skjólstæðinga sinna.

Við bjóðum Völu Thorsteinsson velkomna til starfa hjá okkur á Sálfræðistofu Reykjavíkur. Vala sinnir meðferð barna og un...
17/11/2024

Við bjóðum Völu Thorsteinsson velkomna til starfa hjá okkur á Sálfræðistofu Reykjavíkur.
Vala sinnir meðferð barna og ungs fólks. Hún sérhæfir sig í vinnu með áfallastreituröskun og sorg auk þess að sinna meðferð kvíðaraskana, þunglyndis og lágs sjálfsmats.
Frekari upplýsingar um Völu eru á heimasíðu okkar:

Vala Thorsteinsson sinnir meðferð barna og ungs fólks. Hún sérhæfir sig í vinnu með áfallastreituröskun og sorg auk þess að sinna meðferð kvíðaraskana, þunglyndis og lágs sjálfsmats.

Við tökum heilshugar undir þessi orð. Það eiga ekki að vera forréttindi að getað leitað sér hjálpar
25/09/2024

Við tökum heilshugar undir þessi orð. Það eiga ekki að vera forréttindi að getað leitað sér hjálpar

Það skortir ekki sálfræðinga - það þarf að semja um niðurgreiðslu á þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga.

Sálfræðistofa Reykjavíkur er stolt að kynna þetta nýja samstarf við Íþróttabandalag Akraness í snemmtækri íhlutun og for...
23/02/2024

Sálfræðistofa Reykjavíkur er stolt að kynna þetta nýja samstarf við Íþróttabandalag Akraness í snemmtækri íhlutun og forvörn. ÍA tekur andlega þátt sinna iðkenda og þjálfara alvarlega og sýna það í verki. Flott starf og til fyrirmyndar.

Íþróttabandalag Akraness (ÍA) og Sálfræðistofa Reykjavíkur (SR) skriðfuðu þann 12. febrúar undir samning þess efnis að SR muni veita íþróttafólki og þjálfurum aðildafélaga ÍA sálfræðiþjónustu sem verður að fullu greidd af ÍA.

Mikilvægt innlegg hjá Sóleyju kollega okkar í ADHD umræðuna.
26/09/2023

Mikilvægt innlegg hjá Sóleyju kollega okkar í ADHD umræðuna.

ADHD er taugaþroskaröskun sem má að langstærstum hluta rekja til erfða. Greinileg frávik má finna á heilastarfi sem veldur umtalsverðum einkennum á sviði einbeitingar, virkni og hvatastjórnunar. Í meirihluta tilfella halda einkennin velli fram á fullorðinsár og koma niður á flestu...

31/12/2022

Sálfræðistofa Reykjavíkur þakkar fyrir samstarfið á árinu sem er að líða og óskar ykkur velfarnaðar á komandi ári!

06/10/2020

Við vekjum athygli á því að skylda er að bera andlitsgrímu þegar komið er til okkar skv. sóttvarnarreglum heilbrigðisráðherra.

Við bjóðum Karl Jónas Smárason velkominn til starfa hjá okkur á Sálfræðistofu Reykjavíkur. Karl sinnir meðferð við kvíða...
21/07/2020

Við bjóðum Karl Jónas Smárason velkominn til starfa hjá okkur á Sálfræðistofu Reykjavíkur.
Karl sinnir meðferð við kvíða, þunglyndi, streitu, þráhyggju, líkamsímynd og sjálfsmyndarvanda. Karl styðst við hugræna atferlismeðferð og sníðir meðferðina að þörfum hvers og eins.
Hægt er að lesa nánar um reynslu og menntun Karls á heimasíðu okkar: https://salrvk.is/starfsfolk/karl-jonas-smarason -portfolio

Við vekjum athygli á því að hluti meðferðaraðila hjá Sálfræðistofu Reykjavíkur býður upp á fjarviðtöl fyrir þá sem þess ...
26/03/2020

Við vekjum athygli á því að hluti meðferðaraðila hjá Sálfræðistofu Reykjavíkur býður upp á fjarviðtöl fyrir þá sem þess óska. Viðtölin fara í gegnum fjarfundabúnað Kara Connect. Fólk fær þá sendan hlekk í tölvupósti sem vísar á fjarfundabúnaðinn, sem virkar í öllum venjulegum netvöfrum. Hægt er að óska eftir slíku viðtali hjá ritara í síma 546 0444 eða hafa samband við sinn meðferðaraðila í tölvupósti.

Þess má einnig geta að Margrét sálfræðingur hjá okkur ræddi um breytt starfsumhverfi sálfræðinga á þessum undarlegu tímum í Mannlega þættinum á Rás 1 í dag.

Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir, sem er með Streituskólann, kom í þáttinn í síðustu viku og gaf góð ráð hvað varða streitu á þessum tímum og bara almennt. Við báðum hlustendur um að senda okkur spurningar eða hugleiðingar sem þau vildu fá Ólaf til þess að svara eða t...

15/03/2020

Starfsemin hjá Sálfræðistofu Reykjavíkur mun halda áfram að svo stöddu. Við beinum þó þeim tilmælum til fólks að finni það fyrir kvefi eða inflúensueinkennum eða hafi verið á skilgreindum áhættusvæðum COVID-19 veirunnar breyti það tíma sínum. Hægt er að hafa samband við ritara okkar í síma 546 0444.
Í samræmi við opinber tilmæli biðjum við fólk að gæta þess að hafa 2 m á milli manna á biðstofu og höfum handspritt til reiðu. Einnig er rétt að benda fólki á að taka með eigin drykkjarföng þar sem við bjóðum ekki upp á slíkt að svo stöddu vegna smitvarna.

Address

Borgartún 31
Reykjavík
105

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Sálfræðistofa Reykjavíkur: Fjölskyldu- og sálfræðiþjónusta posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Sálfræðistofa Reykjavíkur: Fjölskyldu- og sálfræðiþjónusta:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram