02/10/2025
LÍFIÐ EFTIR MAKAMISSI
Við hjá Attentus höfum fylgst á hliðarlínunni með útgáfu https://makamissir.is/ hjá okkar góðu vinkonum, Guðfinnu Eydal og Önnu Ingólfsdóttur. Þær hafa báðar persónulega reynslu af makamissi og umhyggjan og natnin gagnvart þeim sem syrgja einkennir alla framsetningu á námskeiðinu.
Við viljum hvetja fyrirtæki til að kaupa aðgang að rafrænu námskeiði fyrir sitt starfsfólk sem hefur lent í makamissi og styðja þannig við þau á erfiðum tímum. Námskeiðið er hannað fyrir fólk sem hefur misst maka sinn. Námskeiðið er vandaður leiðarvísir fyrir syrgjendur sem heldur í senn til haga vísindalegri þekkingu um sorgina, dæmisögum um sorgarúrvinnslu, en um leið óendanlegu litrófi þessa flókna ferlis. Að hafa námskeiðið rafrænt gefur þátttakanda kost á því að fara aftur og aftur í gegnum efni námskeiðsins, á sínum forsendum og á sínum tíma. Námskeiðið er byggt á vísindalegri þekkingu, reynslu úr meðferðarstarfi og persónulegri reynslu og inniheldur fræðsluefni, sérstakar hugleiðslur, öndunaræfingu og jóga nidra djúpslökun.
Við óskum Önnu og Guðfinnu innilega til hamingju með útgáfuna
Rafrænt námskeið fyrir þá sem hafa misst maka sinn. Fagleg fræðsla, stuðningur og verkfæri til að takast á við sorgina.