01/12/2025
Jafnlaunavottun og fyrirhugaðar breytingar á lögum
Við hjá Attentus höfum verið að fá fyrirspurnir frá fyrirtækjum og stofnunum um fyrirkomulag á jafnlaunaúttektum næstu mánuðina, nú þegar dómsmálaráðherra hefur boðað breytingu á jafnlaunavottuninni og frumvarpið er komið inn í þingið.
Ef frumvarpið verður samþykkt fyrir áramótin tekur það gildi 1. júlí 2026. Gert er ráð fyrir að fyrirtæki og stofnanir fari í úttektir eins og venjulega fram til 1. júlí 2026. Eftir það þarf að skila gögnum á 3ja ára fresti til Jafnréttisstofu.
Nákvæmlega hvaða gögnum þarf að skila mun koma í ljós, en við hjá Attentus erum þegar byrjuð að undirbúa okkur til að geta svarað öllum þeim ótal spurningum sem munu vakna.