Attentus

Attentus Attentus veitir þjónustu og ráðgjöf um allt sem snýr að rekstri út frá áherslum mannauðsstjórnunar. Þjónustan byggir á fagþekkingu, reynslu og metnaði.

Við leggjum áherslu á einfaldar og skilvirkar leiðir sem stuðla að rekstrarárangri og starfsánægju. Við veitum ráðgjöf um alla þætti mannauðsstjórnunar. Meðal þjónustuþátta okkar eru; stefnumótun, innleiðing gilda, vinnuréttur, jafnréttismál, greining á hæfni og fræðsluþörfum, fræðsla og þjálfun, móttaka og þjálfun nýliða, stjórnendaráðgjöf, stjórnendamat, stjórnendaþjálfun, hnitmiðaðar og skilvirkar vinnustaðagreiningar með aðgerðaráætlunum og áreiðanleikakannanir á sviði mannauðsmála. Ráðgjafar Attentus hafa allir unnið við starfsmannastjórnun í fyrirtækjum. Við þekkjum þannig vel bæði fræði og framkvæmd. Við leggjum áherslu á náið samstarf við yfirstjórn fyrirtækis. Við viljum gjarnan nálgast verkefnin með því að vinna greiningu á stöðu, gera í kjölfarið tillögur að aðgerðum og aðstoða við framkvæmd og eftirfylgni þeirra. Þannig hámörkum við árangur verkefnis. Getum við aðstoðað þig? Skoðaðu dæmin um þjónustu og viðfangsefni okkar hér á vefsíðunni okkar www.attentus.is!

Jafnlaunavottun og fyrirhugaðar breytingar á lögumVið hjá Attentus höfum verið að fá fyrirspurnir frá fyrirtækjum og sto...
01/12/2025

Jafnlaunavottun og fyrirhugaðar breytingar á lögum

Við hjá Attentus höfum verið að fá fyrirspurnir frá fyrirtækjum og stofnunum um fyrirkomulag á jafnlaunaúttektum næstu mánuðina, nú þegar dómsmálaráðherra hefur boðað breytingu á jafnlaunavottuninni og frumvarpið er komið inn í þingið.

Ef frumvarpið verður samþykkt fyrir áramótin tekur það gildi 1. júlí 2026. Gert er ráð fyrir að fyrirtæki og stofnanir fari í úttektir eins og venjulega fram til 1. júlí 2026. Eftir það þarf að skila gögnum á 3ja ára fresti til Jafnréttisstofu.

Nákvæmlega hvaða gögnum þarf að skila mun koma í ljós, en við hjá Attentus erum þegar byrjuð að undirbúa okkur til að geta svarað öllum þeim ótal spurningum sem munu vakna.

21/11/2025

Stjórnarlaun Attentus og PwC 2025 komin út.

Við erum að leita að manneskju í okkar frábæra teymi hjá Attentus :
16/10/2025

Við erum að leita að manneskju í okkar frábæra teymi hjá Attentus :

Ef svo er, þá gætir þú vel átt heima í Attentus teyminu. Við erum að leita að liðsfélaga sem hefur jákvæðni að leiðarljósi, hugsar í lausnum og hefur drifkraft til að ná árangri í krefjandi og fjölbreyttum verkefnum í samvinnu við öflugt mannauðsteymi Attentus. Ef þú he...

02/10/2025

LÍFIÐ EFTIR MAKAMISSI

Við hjá Attentus höfum fylgst á hliðarlínunni með útgáfu https://makamissir.is/ hjá okkar góðu vinkonum, Guðfinnu Eydal og Önnu Ingólfsdóttur. Þær hafa báðar persónulega reynslu af makamissi og umhyggjan og natnin gagnvart þeim sem syrgja einkennir alla framsetningu á námskeiðinu.

Við viljum hvetja fyrirtæki til að kaupa aðgang að rafrænu námskeiði fyrir sitt starfsfólk sem hefur lent í makamissi og styðja þannig við þau á erfiðum tímum. Námskeiðið er hannað fyrir fólk sem hefur misst maka sinn. Námskeiðið er vandaður leiðarvísir fyrir syrgjendur sem heldur í senn til haga vísindalegri þekkingu um sorgina, dæmisögum um sorgarúrvinnslu, en um leið óendanlegu litrófi þessa flókna ferlis. Að hafa námskeiðið rafrænt gefur þátttakanda kost á því að fara aftur og aftur í gegnum efni námskeiðsins, á sínum forsendum og á sínum tíma. Námskeiðið er byggt á vísindalegri þekkingu, reynslu úr meðferðarstarfi og persónulegri reynslu og inniheldur fræðsluefni, sérstakar hugleiðslur, öndunaræfingu og jóga nidra djúpslökun.

Við óskum Önnu og Guðfinnu innilega til hamingju með útgáfuna

Rafrænt námskeið fyrir þá sem hafa misst maka sinn. Fagleg fræðsla, stuðningur og verkfæri til að takast á við sorgina.

Góðir endurfundir hjá Hrefnu og Árnýju, en þær unnu saman hjá Eimskip fyrir um 20 árum þegar Hrefna var að klára masters...
13/08/2025

Góðir endurfundir hjá Hrefnu og Árnýju, en þær unnu saman hjá Eimskip fyrir um 20 árum þegar Hrefna var að klára mastersnám frá Danmörku og gerði rannsókn á Starfsþróunarverkefni Eimskips. Alltaf gaman að fá Árnýju í heimsókn🥰

Gurrý okkar í skemmtilegu viðtali á Bylgjunni í gær þar sem hún deilir hagnýtum ráðum um tvö ólík en mjög mikilvæg málef...
16/07/2025

Gurrý okkar í skemmtilegu viðtali á Bylgjunni í gær þar sem hún deilir hagnýtum ráðum um tvö ólík en mjög mikilvæg málefni:
- Hvernig heldurðu fólki við efnið í vinnunni á sólardögum 🌞 ?
- Hvernig gefurðu hrós og leiðréttandi endurgjöf sem raunverulega skilar árangri.

Guðríður Sigurðardóttir, mannauðsráðgjafi hjá Attentus um hvernig á að hvetja starfsfólk í sólinni

Í farvatninu er ekki bara stór samruni á fjármálamarkaði sbr. samrunaviðræður Arion og Kviku, heldur hefur ríkisstjórnin...
10/07/2025

Í farvatninu er ekki bara stór samruni á fjármálamarkaði sbr. samrunaviðræður Arion og Kviku, heldur hefur ríkisstjórnin líka boðað sameiningu stofnana og fyrirhugaðar eru frekari sameiningar sveitarfélaga. Slíkar sameiningar byggja á þeirri hugsun að saman sé hægt að gera betur, fá þannig fram hagræðingu sem skapar rými fyrir betri þjónustu, betri nýtingu mannauðs o.s.frv. En skv. rannsóknum þá mistakast yfir 70% samruna og sameininga og yfirtaka vegna þátta sem má rekja til mistaka í stýringu mannauðsins (Heimild: McKinsey & Company, 2020). Við mælum því með að strax í upphafi sameiningaviðræðna og samruna séu framkvæmdar mannauðstengdar áreiðanleikakannanir. (Due diligence) - sjá nánar hér:

Í farvatninu er ekki bara stór samruni á fjármálamarkaði sbr. samrunaviðræður Arion og Kviku, heldur hefur ríkisstjórnin líka boðað sameiningu stofnana og fyrirhugaðar eru frekari sameiningar sveitarfélaga. Slíkar sameiningar byggja á þeirri hugsun að saman sé hægt að gera bet...

Kennarasamband Íslands leitar að framkvæmdastjóra með þekkingu og farsæla reynslu af rekstri og stjórnun mannauðs.
02/07/2025

Kennarasamband Íslands leitar að framkvæmdastjóra með þekkingu og farsæla reynslu af rekstri og stjórnun mannauðs.

Kennarasamband Íslands auglýsir laust til umsóknar starf framkvæmdastjóra. Leitað er að kraftmiklum leiðtoga sem býr yfir þeim eldmóði sem þarf til að leiða skrifstofu Kennarasambands Íslands áfram inn í framtíðina. Viðkomandi þarf að búa yfir metnaði til að styðja við st...

Héraðsdómur Reykjaness leitar að drífandi lögfræðingi sem öðlast hefur nokkra starfsreynslu og býr yfir færni til að gre...
26/06/2025

Héraðsdómur Reykjaness leitar að drífandi lögfræðingi sem öðlast hefur nokkra starfsreynslu og býr yfir færni til að greina lögfræðileg álitaefni.

Héraðsdómur Reykjaness auglýsir laust til umsóknar starf löglærðs aðstoðarmanns dómara. Aðstoðarmenn heyra undir dómstjóra og fer um kjör þeirra eftir kjarasamningi. Leitað er eftir drífandi lögfræðingi sem öðlast hefur nokkra starfsreynslu og býr yfir færni til að greina ...

Við hjá Attentus viljum þakka Ingunni Tómasdóttur, frábærum starfsnema hjá okkur, innilega fyrir samstarfið síðustu viku...
24/06/2025

Við hjá Attentus viljum þakka Ingunni Tómasdóttur, frábærum starfsnema hjá okkur, innilega fyrir samstarfið síðustu vikurnar. Það hefur verið virkilega ánægjulegt að hafa hana með í teyminu. Við óskum henni velfarnaðar og alls hins besta í framtíðinni💞

Gleðifréttir frá Attentus!  Við höfum ráðið Hrefnu Thoroddsen í starf framkvæmdastjóra félagsins. Hrefna býr yfir yfirgr...
05/06/2025

Gleðifréttir frá Attentus!

Við höfum ráðið Hrefnu Thoroddsen í starf framkvæmdastjóra félagsins. Hrefna býr yfir yfirgripsmikilli reynslu á sviði mannauðsmála og kemur til okkar frá Sidekick Health ehf., þar sem hún gegndi stöðu mannauðsstjóra frá árinu 2021. Áður hafði hún verið mannauðsstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu (2016-2020) og hjá Össuri í nærri níu ár (2008-2016), bæði í mannauðsdeild og sem vörustjóri. Einnig starfaði hún í mannauðsdeild Eimskips eftir nám og með námi.

Hrefna er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum (International Business) frá Copenhagen Business School.

Með þessari ráðningu styrkir Attentus stöðu sína enn frekar sem leiðandi ráðgjafarfyrirtæki í mannauðsmálum, sálfræðiþjónustu og stefnumótun.

Velkomin elsku Hrefna til okkar.

Hrefna Thoroddsen hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fyrirtækisins Attentus - mannauður og ráðgjöf. Hún var ráðin frá Sidekick Health.

Mælum með þessari nýju skýrslu
05/06/2025

Mælum með þessari nýju skýrslu

Lögum samkvæmt eru laun og þóknun til stjórnarmanna ákveðin á aðalfundi segir Drífa Sigurðardóttir, ráðgjafi og einn eigenda Attentus.

Address

Suðurlandsbraut 4, 4. Hæð
Reykjavík
108

Opening Hours

Monday 09:00 - 16:00
Tuesday 09:00 - 16:00
Wednesday 09:00 - 16:00
Thursday 09:00 - 16:00
Friday 09:00 - 16:00

Telephone

+3545197510

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Attentus posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram