18/11/2025
Næsta 5 vikna námskeið Með mýkt og mildi fer af stað fimmtudaginn 20.nóvember og er kl. 20.00-21.00 í Yoga & Heilsa
Á námskeiðinu vinnum við með streitu, verki og þreytu í gegnum slökunarjóga (yin og restorative) og djúpslökun eða yoga nidra, sem er í raun liggjandi leidd hugleiðsla.
Að iðka slökunarjóga getur:
🌸Losað um streitu í taugakerfinu
🌸Losað spennu í bandvef líkamans
🌸Eflt varnir okkar gagnvart álagi
Allar stöðurnar eru gerðar með stuðningsáhöldum eins og kubbum, teppum og púðum. Þannig náum við að liggja lengur í stöðunum og slaka vel á líkamanum.
Markmið námskeiðsins er að skapa aukið rými í lífinu fyrir þakklæti, mýkt og mildi í eigin garð og hlúa að huga og líkama. Ásamt því að tengjast líkamanum og efla líkamsvitund okkar, hægja á, njóta líðandi stundar og auðvelda okkur að takast á við álag og áreiti sem við verðum fyrir dagsdaglega.
Hægt er að skoða umsagnir um námskeiðið frá fyrrum þátttakendum hér fyrir neðan 🌸