09/11/2025
Hugvekjan Hátíðar(v)andi? sló í gegn í aðdraganda jólanna á síðasta ári og í ár mætum við aftur til leiks með erindið.
Heilsueflandi hugvekja um hátíðarhöldin og hvernig fjölskylduboðin, þvottakarfan og frændfólkið með lélegu brandarana geta haft áhrif á okkur sjálf, samstarfsfólk og vinnustaði.
Markmiðið er að auka vitund og skilning á þeim álags- og streituþáttum sem geta fylgt hátíðunum. Með því að vera meðvituð um margvíslega fylgifiska getum við lágmarkað neikvæð áhrif á eigin líðan og störf.
Kíktu í athugasemdir til að tryggja þínum vinnustað hugvekjuna áður en streitan og álagið fer að hafa skaðleg áhrif á starfsfólk og vinnustaðinn.