Yoga & Heilsa

Yoga & Heilsa Yoga & Heilsa er hlýlegt og vinalegt yogastúdíó í Faxafeni 10.

Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af yogatímum, persónulega kennslu og leggjum mikla áherslu á að hver og einn geti fundið yoga við sitt hæfi.

✨Ókeypis jóga í hádeginu á þriðjudögum í nóvember í boði indverska sendiráðsins. Vandana sér um kennsluna og býr hún yfi...
17/11/2025

✨Ókeypis jóga í hádeginu á þriðjudögum í nóvember í boði indverska sendiráðsins. Vandana sér um kennsluna og býr hún yfir 10 ára reynslu af jógakennslu jógaþerapíu. Endilega kíktu við hjá okkur á morgun.

Ljúfur yin jógatími sunnudaginn 16.nóvember kl. 10.30-12.00. Fullkominn endir á helginni og frábært tækifæri til þess að...
13/11/2025

Ljúfur yin jógatími sunnudaginn 16.nóvember kl. 10.30-12.00. Fullkominn endir á helginni og frábært tækifæri til þess að hlaða batteríin fyrir komandi viku 🌸

12/11/2025

KYRRÐ OG RÓ FYRIR HUGANN YFIR HÁTÍÐARNAR
Á þessu námskeiði ætlum við að kyrra hugann, róa taugakerfið, mýkja líkamann og auka andlega vellíðan. Markmið námskeiðsins er að hlúa að okkur sjálfum í mýkt, að auka vellíðan með því að hreyfa líkamann með mjúkum teygjum og hreyfingum, að kyrra hugann með öndunaræfingum, að endurnæra líkamann og taugakerfið með yoga nidra hugleiðslu og djúpslökun og að taka skref í átt að betri heilsu.

Skoða betur námskeið og skráning í linknum hér að neðan

https://yogaogheilsa.is/hugarro-i-att-ad-betri-heilsu/

HAMINGJUSTUND & ÓKEYPIS HÁDEGISTÍMARFyrsta hamingjustundin í nýju húsnæði verður haldin föstudaginn 7. nóvember.Leyfðu þ...
04/11/2025

HAMINGJUSTUND & ÓKEYPIS HÁDEGISTÍMAR
Fyrsta hamingjustundin í nýju húsnæði verður haldin föstudaginn 7. nóvember.

Leyfðu þér að stíga út úr amstri dagsins og inn í róandi og endurnærandi stund þar sem þú færð að næra líkama, huga og sál. Hamingjustundin sameinar slökunarjóga, leidda djúpslökun og gong tónbað í flæði sem styður við innri frið og vellíðan. Takmarkaður fjöldi í boði! Verð 3,300 kr.

Ókeypis jóga í hádeginu á þriðjudögum í nóvember í boði indverska sendiráðsins.
Kennarinn heitir Vandana og hún er með yfir 10 ára reynslu í að kenna jóga og jógaþerapíu. Fyrsti tíminn er 4. nóvember.

04/11/2025

MÝKT OG MILDI HEFST 20. NÓVEMBER
Á námskeiðinu vinnum við með streitu, verki og þreytu í gegnum slökunarjóga (yin og restorative) og djúpslökun eða yoga nidra, sem er í raun liggjandi leidd hugleiðsla. Allar stöðurnar eru gerðar með stuðningsáhöldum eins og kubbum, teppum og púðum. Þannig náum við að liggja lengur í stöðunum og slaka vel á líkamanum.

17/10/2025
KÍKTU TIL OKKAR Í OPIÐ HÚS Á LAUGARDAGINNOpið hús laugardaginn 4. október kl 11.30-13.30. 🍂Tækifæri fyrir öll að kíkja á...
01/10/2025

KÍKTU TIL OKKAR Í OPIÐ HÚS Á LAUGARDAGINN
Opið hús laugardaginn 4. október kl 11.30-13.30. 🍂
Tækifæri fyrir öll að kíkja á salinn okkar, spjalla við kennara og leggjast svo á dýnuna og slaka á undir handleiðslu Níllu. 🍁

Við bjóðum upp á te og eitthvað gott að nasla. Allir velkomnir! Hlökkum til að sjá ykkur. 🤎 Nánar um viðburð í hlekknum hér að neðan.

Nýi salurinn okkar er á 2. hæð í Faxafeni 10. Inngangurinn á aðra hæð snýr í áttina að Erninum hjóla- og golfverslun. Á ...
09/09/2025

Nýi salurinn okkar er á 2. hæð í Faxafeni 10. Inngangurinn á aðra hæð snýr í áttina að Erninum hjóla- og golfverslun.
Á hæðinni okkar er fjölbreytt fyrirtækjaflóra og mörg skilti en þið finnið okkur örugglega samt 💕🙏💕.
Stúdíóið okkar snýr í átt að Erninum og er við hliðina á Myrk Store. Myndin úr stúdíóinu sýnir vel rauða lítinn á húsinu við hliðina þar sem Örninn er til húsa.

Við munum merkja okkur betur fljótlega en allt hefur sinn tíma.

VIÐ OPNUM Í NÆSTU VIKUHér má sjá stundatöfluna okkar fyrir haustið. Opnu tímarnir fylgja með öllum námskeiðum. Það eru a...
04/09/2025

VIÐ OPNUM Í NÆSTU VIKU
Hér má sjá stundatöfluna okkar fyrir haustið. Opnu tímarnir fylgja með öllum námskeiðum. Það eru alltaf tímar á laugardögum og svo annan hvern sunnudag.
Hlökkum til að sjá ykkur 🧘✨
Frekari upplýsingar um námskeiðin má finna á heimasíðunni okkar:
https://yogaogheilsa.is/namskeid/

Nýja heimilisfangið okkar er Faxafen 10, 2. hæð.Á 1. hæð er verslunin Módern og beint á móti innganginum okkar á 2. hæð ...
04/08/2025

Nýja heimilisfangið okkar er Faxafen 10, 2. hæð.
Á 1. hæð er verslunin Módern og beint á móti innganginum okkar á 2. hæð er Golfverslunin Örninn.

Við erum þarna á Faxatorgi í góðum félagsskap nokkurra fyrirtækja og það eru tveir inngangar fyrir efri hæðina. Salurinn okkar er nær inngangi A á myndinni sem er nær Miklubrautinni.

Námskeiðin okkar byrja 9. september og eru bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Að stunda jóga hefur sýnt sig að það st...
29/07/2025

Námskeiðin okkar byrja 9. september og eru bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Að stunda jóga hefur sýnt sig að það styrkir og liðkar líkamann og skerpir hugann. Aldagömul hefð en með nýjum kennsluaðferðum og meiri áherslu á að hver einstaklingur finni sinn takt, takmörk og markmið.

Yoga & Heilsa er rúmlega 6 ára gamalt jógastúdíó en var að flytja í nýtt húsnæði að Faxafeni 10, 2. hæð.

Address

Faxafen 10, 2. Hæð
Reykjavík
108

Opening Hours

Monday 07:00 - 21:00
Tuesday 07:00 - 21:00
Wednesday 07:00 - 21:00
Thursday 07:00 - 21:00
Friday 07:00 - 21:00
Saturday 10:00 - 13:00

Telephone

+3547702226

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Yoga & Heilsa posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Yoga & Heilsa:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Category

Yoga fyrir alla

Við hjá Yoga&Heilsa elskum að kenna yoga og leggjum mikinn metnað í kennsluna okkar. Við viljum sjá nemendur okkar vaxa og dafna á sinni yogavegferð og leggjum metnað í að veita sem besta kennslu svo yoganemandinn sjái sjálfan sig stöðugt vera öðlast andlegan og líkamlegan styrk. Við erum með fullkominn yogabúnað til þess að kenna yoga fyrir alla á öllum getustigum. Við vitum að það þarf að huga að mörgum þáttum þegar kemur að því að hugsa vel um heilsuna og við erum því ákaflega stolt að geta boðið uppá dásamlega búningsaðstöðu, sturtur, sauna, heitan og kaldan pott ásamt flotlaug. Allt til að gera þína upplifun sem besta.

Namaste