Andlega Setrið

Andlega Setrið Með hjálp dáleiðslu geturðu hætt að reykja, losnað við streitu og séð betur hvað þú vilt og hvað þú vilt ekki.

Erum einnig með höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð sem er einstaklega góð fyrir stoðkerfið jafnt sem taugakerfið. Hólmfríður Jóhannesdóttir
NLP dáleiðari, Dip, CH, CPTF, STcert,
Usui Reikimeistari, Höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferðaraðili. Sími: 698 7807, hj@daleidari.is
Sérsvið: Hætta að reykja, streita, kvíði, mataræði og hreyfing, innri átök og Vefjagigt.

Í höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð er leitast við að losa um spennu í bandvef og hreyfa við höfuðbeinum og spjaldbein...
03/09/2025

Í höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð er leitast við að losa um spennu í bandvef og hreyfa við höfuðbeinum og spjaldbeini. Þannig losnar um himnurnar sem eiga það til að festast við beinin og við náum að losa um spennu.

Notaður er léttur þrýstingur eða tog til að meðhöndla himnurnar sem umlykja miðtaugakerfið. Meðferðin vinnur með líkamanum í að auka eigin getu til að efla starfsemi miðtaugakerfisins og efla ónæmiskerfið.

Flestir finna mikinn mun eftir fyrsta tíma og töluverðan mun eftir tíma 2.

Gott er að koma í þrjá til fjóra tíma með viku til tveggja vikna millibili til að hámarka árangur. Sumir hafa gert þessa meðferð að lífsstíl og koma á þriggja vikna fresti eftir það og þá er tilvalið að velja styttri tímann.

Tímabókanir hér: https://noona.is/andlegasetrid

Nú er rétti tíminn til að hætta að reykja. Ef þú vilt fá hjálp með dáleiðslu geturðu bókað tíma hjá Hólmfríði hér: https...
03/09/2025

Nú er rétti tíminn til að hætta að reykja.
Ef þú vilt fá hjálp með dáleiðslu geturðu bókað tíma hjá Hólmfríði hér: https://noona.is/andlegasetrid
Til að hætta að reykja þarftu mögulega aðeins einn tíma þar sem um 80% hætta eftir aðeins einn tíma. Það á líka við þá sem hafa reykt pakka á dag í 40 ár.
Ástæða fyrir þessari velgengni má líklega rekja til NLP dáleiðslunnar þar sem við blöndum saman NLP sálfræði við dáleiðslu og gerum hið ómögulega mögulegt. Þegar þessi jákvæða sálfræði mætir dáleiðslunni þar sem farið er í undirvitundina þá gerast góðir hlutir.
Verðlaunaðu sjálfan þig þegar þú hættir að reykja og gerðu eitthvað skemmtilegt. www.daleidari.is

www.daleidari.isMeð hjálp dáleiðslu geturðu losnað við streitu og þá þætti sem streitan hefur skapað. Spenna og eftirvæn...
19/08/2025

www.daleidari.is

Með hjálp dáleiðslu geturðu losnað við streitu og þá þætti sem streitan hefur skapað.

Spenna og eftirvænting getur skapað jákvæða streitu.
Erfiðar aðstæður, skilnaður, óvissa eða einelti getur skapað neikvæða streitu.

Tímabundið álag getur skapað langvarandi streitu og langvarandi streita getur skapað kvíða eða þunglyndi.

Ákveðnar skyldur kalla á streitu.
Velgengni kallar á meiri velgengni svo hraðinn verður meiri. Sá sem þénar vel keppist við að þéna meira og skapar jákvæða streitu.

Ef þú vilt skoða og vinna með streituna þína geturðu bókað tíma í dáleiðslu hjá Hólmfríði hér: https://noona.is/andlegasetrid

Dáleiðsla – kvíði, svefn - ReynslusagaSpennan var jákvæð, hún var ný en ég réð ekki við hana.Rúmlega fertug kona segir f...
19/08/2025

Dáleiðsla – kvíði, svefn - Reynslusaga

Spennan var jákvæð, hún var ný en ég réð ekki við hana.

Rúmlega fertug kona segir frá.

Þegar ég mæti í dáleiðslu til Hólmfríðar var ég búin að berjast við kvíða og svefnleysi í um hálft ár. Ég er vanaföst og hef lengi búið á sama stað og verið í góðu starfi.

Skyndilega lendi ég í því að missa vinnuna en fæ fljótlega nýtt og spennandi starf sem varð til þess að ég flyt. Það var mikið álagi á stuttum tíma og þó ég hafi verið sátt við breytingarnar virtist eitthvað ekki vera í lagi. Hér var ég alls ekki að skilja hvað var að gerast hjá mér en kvíðinn var farinn að stjórna mér og ég svaf illa. Alltaf vöknuð um kl 6 á morgnana eða um klukkutíma fyrr en ég átti að gera. Svaf laust og hugurinn fór að reika um miðja nótt. Ég var komin í að skipuleggja og plana á fullu um miðjar nætur. Ég vissi vel að svona gæti ég ekki haldið áfram enda var þreytan farin að sýna sig í stoðkerfisvanda og ég varð auðveldlega reið.

Ég fór í 2 tíma til Hólmfríðar þar sem við unnum með streitu og kvíða í fyrri tímanum og svo kvíða og svefn í seinni tímanum.

Í dáleiðslunni komst ég að því að ég hafði skapað svo mikla spennu og eftirvæntingu við að flytja og byrja í nýju starfi að spennan varð að streitu og streitan að kvíða og kvíðinn stal svefninum.

Þótt nýja lífið mitt væri mjög áhugavert og spennandi var spennan bara eitthvað svo ný fyrir mér að ég réð ekki við hana. Ég var vön að vera á sama stað, með sama fólki og lifði frekar rólegu lífi. Þegar breytingar fóru af stað var eins og allt væri sett á fullt og ég missti stjórnina. Ég fékk einnig áhyggjur af framtíðinni sem voru ekki áður.

Í dáleiðslunni skoðaði ég öryggið mitt og þægilegt líf fyrir breytingar og svo hvernig lífið breyttist á þessum 6 mánuðum.

Ég fann að spennan og streitan voru í svo stóru hlutverki hjá mér að mér hafði enganvegin tekist að ná stjórn þrátt fyrir að hafa farið í jóga, stundað líkamsrækt og talað við vini. Ég réð ekki við neitt.

Í dáleiðslunni spjallaði ég við streituna og sýndi henni afhverju hún kom og hvort hún væri að gera gagn í dag og hvort ég mætti losna við hana og samt standa mig áfram í starfi og hinu daglega lífi. Ég flakkaði fram og tilbaka á milli minninga frá því mér var sagt upp og hvernig ég tók því og svo ferlið að finna nýja starfið og sætta mig við flutningana.

Dáleiðslan var mjög skemmtileg og alveg frábært að spjalla við streitu, kvíða og svefn. Að spyrja streituna hvað hún væri að gera fyrir mig og hvort hún væri ekki orðin þreytt á hlutverki sínu fanst mér einstakt. Eins spjallaði ég við hina hlutana, kvíða og svefn með góðum árangri.

Í dag er ég róleg og mér líður vel. Ég er örugg og sef jafn vel og áður ef ekki betur.

Tímabókanir í dáleiðslu hjá Hólmfríði hér: https://noona.is/andlegasetrid

Ef þú vilt fá þér tíma í dáleiðslu eða höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð geturðu bókað tíma hér: https://noona.is/andl...
17/08/2025

Ef þú vilt fá þér tíma í dáleiðslu eða höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð geturðu bókað tíma hér: https://noona.is/andlegasetrid

Address

Lágmúli 4, 2. Hæð
Reykjavík
108

Opening Hours

Tuesday 10:30 - 17:00
Wednesday 10:30 - 17:00
Thursday 10:30 - 17:00
Friday 10:30 - 16:00

Telephone

+3546987807

Website

https://noona.is/andlegasetrid

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Andlega Setrið posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Andlega Setrið:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Our Story

Dáleiðsla & heilun

Hólmfríður Jóhannesdóttir NLP dáleiðari, Dip, CH, CPTF, STcert Sérsvið: Hætta að reykja, streita, sjálfstraust, verkir, vefjagigt. Er einnig höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferðaraðili, reikimeistari, söngkona & söngkennari, Hólmfríður Jóhannesdóttir Sími 698 7807, hj@daleidari.is, daleidari.is.

Ólafia Wium heilari, Sími 698 2710 olafiawium@gmail.com