13/08/2025
Óla Björk hefur störf hjá okkur í september. Hún sinnir almennri sálfræðimeðferð og ráðgjöf fyrir fullorðna og unglinga ásamt pararáðgjöf. Óla Björk hefur víðtæka reynslu af því að vinna með kvíða, depurð, lágt sjálfsmat, áföll, samskiptavanda, reiðivanda, annan tilfinningavanda en einnig mæðrum sem glíma við tengslavanda og meðgöngu- og fæðingaþunglyndi. Helstu meðferðaleiðir hugræn atferlismeðferð, samkenndarmeðferðar, ACT meðferðar og núvitundar.