Grund, hjúkrunarheimili

Grund, hjúkrunarheimili Grund, dvalar- og hjúkrunarheimili er elsta starfandi heimilið fyrir aldraða hér á landi. Stofnað 29. október árið1922.

Sigríður Ásta og Margrét Björk komu til okkar  í vikulegu morgunstundina með dásamlega tóna og svo var verið að skreyta ...
18/12/2025

Sigríður Ásta og Margrét Björk komu til okkar í vikulegu morgunstundina með dásamlega tóna og svo var verið að skreyta jólatréð og aðeins dansað. Virkilega notalegir morgnar á miðvikudögum hér á Grund 🥰

Það var ljúf heimsóknin sem við fengum á Litlu og Minni Grund í dag þegar Skólahljómsveit vesturbæjar-, og miðbæjar kom ...
15/12/2025

Það var ljúf heimsóknin sem við fengum á Litlu og Minni Grund í dag þegar Skólahljómsveit vesturbæjar-, og miðbæjar kom og gladdi okkur með tónleikum.🎷🎺

Heimilisfólk naut þess að hlsuta á þessa ungu og efnilegu tónlistarmenn sem spiluðu jólalögin af innlifun.🥰

Takk fyrir komuna 😍

Alltaf gaman þegar Baddi kemur í hús með gítarinn. Í morgun voru sungin jólalög. Á  myndinni er Guðbjörg, sem starfar á ...
15/12/2025

Alltaf gaman þegar Baddi kemur í hús með gítarinn. Í morgun voru sungin jólalög.
Á myndinni er Guðbjörg, sem starfar á vinnustofu iðjuþjálfunar, að hvetja fólk til að taka þátt og hreyfa sig með þegar verið var að syngja Í skóginum stóð kofi einn. 🥰

DAGSKRÁ VIKUNNARÞessa vikuna fá aðstandendur ekki tölvupóst eins og venjulega með þvi sem er framundan í vikunni heldur ...
15/12/2025

DAGSKRÁ VIKUNNAR

Þessa vikuna fá aðstandendur ekki tölvupóst eins og venjulega með þvi sem er framundan í vikunni heldur birtum við dagskrána hér. Að venju skal ítrekað að aðstandendur eru hjartanlega velkomnir á alla viðburðina.

Þriðjudagur 16. desember
Jólabingó í hátíðasal kl. 13:30. Það væri dásamlegt ef aðstandendur kæmu og væru sínu fólki til halds og trausts.

Miðvikudagur 17. desember
1.
Tvær heimsóknir verða í morgunstund fyrir hádegi.
Árni Vilhjálmsson fjöllistamaður.
Í lok morgunstundar koma Margrét Björg og Sigríður Ásta í heimsókn með Harmonikkujól
2.
Jólatónleikar Grundarkórsins í hátíðasal kl. 14:00.

Fimmtudagur 18. desember
Sýnd verður jólabíómynd inni á setustofum heimilisins kl. 13.30.

Laugardagur 20. desember
Laufáskórinn býður upp á jólatónleika í hátíðasal klukkan 15.30.
Mynd af kórnum fylgir fyrir athygli 😍

Heimiliskonan Auður Gísladóttir fagnar aldarafmæli í dag. Það er hátíð í bæ hér á Grund og við óskum henni innilega til ...
10/12/2025

Heimiliskonan Auður Gísladóttir fagnar aldarafmæli í dag. Það er hátíð í bæ hér á Grund og við óskum henni innilega til hamingju með þennan stóra afmælisdag. 🎂

Með henni á myndinni er heimiliskonan Halla Eyrún .🇮🇸

Takmarkað netaðgengi er á Grundarheimilunum í varúðarskyni vegna tölvuárásar sem uppgötvaðist síðdegis í gær. Áhrifa þes...
10/12/2025

Takmarkað netaðgengi er á Grundarheimilunum í varúðarskyni vegna tölvuárásar sem uppgötvaðist síðdegis í gær. Áhrifa þessa gætir einnig á símkerfi og tölvupóst. Unnið er að því með færustu sérfræðingum að leita að uppruna árásarinnar og koma kerfunum upp að nýju í forgangsröð út frá mikilvægi. Reikna má með að áhrifin verði a.m.k. einhver næstu daga. Þá er unnið að því að tilkynna málið til opinberra aðila, s.s. Persónuverndar, Cert-IS og Embætti landlæknis.

Við höfum sent aðstandendum upplýsingar með sms (alveg óhætt að opna, engin hætta af því) eins og við höfum getað, það kann að vera að einhverjir hafi fengið skilaboð sem að ekki eru lengur aðstandendur hjá okkur. Við biðjumst velvirðingar á því.

Við munum halda aðstandendum upplýstum eftir því sem málið þróast.

Á föstudögum fer Jón um húsið með nikkuna sína og býður upp á söngstundir.  Á aðventunni eru það jólalögin sem óma hér á...
06/12/2025

Á föstudögum fer Jón um húsið með nikkuna sína og býður upp á söngstundir. Á aðventunni eru það jólalögin sem óma hér á Grund. Virkilega notalegar stundir og allir syngja með sem vettlingi geta valdið. 🥰

Það er notalegt á aðventunni að koma inn í anddyrið hér á Grund,  fallegt jólatré sem blasir við og kyrrð á morgnana. Þe...
06/12/2025

Það er notalegt á aðventunni að koma inn í anddyrið hér á Grund, fallegt jólatré sem blasir við og kyrrð á morgnana.

Þetta er að minnsta kosti það sem kisa sækist í, læðist inn um dyrnar þegar færi gefst og lætur fara vel um sig.

Góða helgi 🐈‍⬛

Sumarið 1954 var tekin í notkun sundlaug á fyrstu hæðinni í vesturhúsi Grundar og enn er hún í notkun. Hún er ekki stór ...
27/11/2025

Sumarið 1954 var tekin í notkun sundlaug á fyrstu hæðinni í vesturhúsi Grundar og enn er hún í notkun. Hún er ekki stór en hún er heit og notaleg. Það er dásamlegt að gera æfingar í sundlauginni sem opin er tvisvar í viku.
Áhugasamir heimilismenn eða þeirra aðstandendur geta haft samband við sjúkraþjálfunina eða í gegnum deildarstjóra til að fá tíma í lauginni. Það er lyfta ofan í laugina fyrir þá sem þurfa

Íslenskuáfanga þrjú lauk nýlega hér á Grund en það eru þrír áfangar í boði  fyrir starfsfólk Grundarheimilanna ár hvert,...
25/11/2025

Íslenskuáfanga þrjú lauk nýlega hér á Grund en það eru þrír áfangar í boði fyrir starfsfólk Grundarheimilanna ár hvert, áfangi 1,2 og 3.

Það verður að segjast að nemendur eru fróðleiksfúsir og gaman að fylgjast með og upplifa hvernig erlenda starfsfólkinu okkar fer fram í málinu.

Á næsta ári byrjum við aftur á áfanga eitt og svo koll af kolli. Grundarheimilin leggja áherslu á að allir erlendir starfsmenn sæki alla íslenskuáfangana þrjá sem boðið er upp á.
Það er Mímir sem stendur að baki náminu en Hrefna Clausen sem skipuleggur og kennir áfangana.

Í tilefni af degi mannréttinda barna þann 20. nóvember voru nemendur í Álfhólsskóla með  góðgerðarviku núna 17.-21.nóvem...
20/11/2025

Í tilefni af degi mannréttinda barna þann 20. nóvember voru nemendur í Álfhólsskóla með góðgerðarviku núna 17.-21.nóvember.

Og við nutum góðs af því hér á Grund því hingað komu fjallhressir strákar úr 10. bekk stormandi með fimm sortir af nýbökuðum smákökum sem þeir höfðu bakað. Allar nema piparkökurnar sögðu þeir.

Heimilismenn voru himinlifandi með þessa skemmtilegu heimsókn og gerðu kökunum góð skil.

Takk strákar fyrir frábæra heimsókn. 🥰

Það var þétt setinn bekkurinn á Litlu Grund nýlega þegar starfsfólk vinnustofunnar á Grund bauð upp á dagskrá um bræðurn...
20/11/2025

Það var þétt setinn bekkurinn á Litlu Grund nýlega þegar starfsfólk vinnustofunnar á Grund bauð upp á dagskrá um bræðurna Jón Múla og Jónas Árnasyni.
Jónas samdi texta við mörg af þekktum lögum bróður síns og svo sömdu þeir leikritin saman.

Address

Hringbraut 50
Reykjavík
101

Telephone

+3545306100

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Grund, hjúkrunarheimili posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Category