Embætti landlæknis

Embætti landlæknis Embættið stuðlar að heilbrigði landsmanna með öruggri heilbrigðisþjónustu, heilsueflingu og forvörnum Sjá einnig www.landlaeknir.is fyrir nánari upplýsingar.

Velkomin á Facebook síðu embættis landlæknis þar sem við miðlum efni af vef embættisins og vekjum athygli á ýmsum verkefnum og viðburðum. Einnig verður öðru efni miðlað sem varpar ljósi á störf embættis landlæknis en fær ekki sérstaka umfjöllun á vef þess. Ef þig vantar leiðbeiningar eða upplýsingar hvetjum við þig til að hafa samband í síma 510 1900 eða í tölvupósti mottaka@landlaeknir.is. Fyrirvari um birtingu efnis á síðunni:

Ábendingum, athugasemdum og fyrirspurnum er ekki svarað á Facebook. Þær skal senda á netfangið mottaka@landlaeknir.is Orðsendingin verður þá send þeim starfsmanni sem best þekkir til efnisins. Persónulegar og viðkvæmar upplýsingar, um þig eða aðra, eiga ekki heima á Facebook. Öllum slíkum upplýsingum verður samstundis eytt af síðunni. Innlegg eða athugasemdir á síðunni sem falla ekki að skilyrðum Facebook (sjá hér: www.facebook.com/terms.php?ref=pf) eða fela í sér meiðandi, niðrandi eða óviðeigandi ummæli um einstaklinga eða hópa verður þegar í stað eytt. Innlegg sem sett eru inn af öðrum aðilum eru sett þar inn á ábyrgð viðkomandi einstaklings eða lögaðila. Embætti landlæknis er einnig með Facebook síður fyrir ákveðna málaflokka og verkefni:

Sóttvarnalæknir-bólusetningar https://www.facebook.com/bolusetningar/
Ráðleggingar um mataræði https://www.facebook.com/radleggingar/
Heilsueflandi samfélag https://www.facebook.com/heilsueflandisamfelag/
Heilsueflandi leikskóli https://www.facebook.com/heilsueflandileikskoli/
Heilsueflandi grunnskóli https://www.facebook.com/heilsueflandigrunnskoli/
Heilsueflandi framhaldsskóli https://www.facebook.com/heilsueflandiframhaldsskoli/

22/12/2025
22/12/2025

📣 Opnunartímar um jól og áramót

🎄 Aðfangadagur - miðvikudagur 24. desember: Lokað
🎄 Jóladagur - fimmtudagur 25. desember: Lokað
🎄 Annar í jólum – föstudagur 26. desember: Lokað

📌 Mánudagur 29. desember: Opið 10-16
📌 Þriðjudagur 30. desember: Opið 10-16

🎄 Gamlárdagur- miðvikudagur 31. desember: Lokað
🎄 Nýársdagur – fimmtudagur 1. janúar: Lokað

📌 Föstudagur 2. janúar: Opið 10-12

SAMAN-hópurinn er með Samveru-dagatal og samveru-gjafaleik, markmiðið er að hvetja foreldra/forsjáraðila til samveru með...
19/12/2025

SAMAN-hópurinn er með Samveru-dagatal og samveru-gjafaleik, markmiðið er að hvetja foreldra/forsjáraðila til samveru með börnum sínum❤️

SAMAN-hópurinn vinnur að forvörnum í þágu barna og ungmenna.

Fjórði og síðastI samveru-gjafaleikurinn fyrir jól!

Viljum minna á að það eru skilyrði að fylgja Saman hópnum á Facebook til að eiga kost á því að vinna spil - markmiðið er að sem flestir sjá forvarna skilaboð hópsins❤️

ÞEIR SEM DEILA Í STORY FARA 2X Í POTTINN🎉

Drögum úr einstaklingum🎅

🔹 Árlegur inflúensufaraldur er í gangi. Svipaður fjöldi tilfella greindist í síðustu viku og í vikunni þar á undan og en...
18/12/2025

🔹 Árlegur inflúensufaraldur er í gangi. Svipaður fjöldi tilfella greindist í síðustu viku og í vikunni þar á undan og ennþá eru margir innlagðir á Landspítala með eða vegna inflúensu.

Árlegur inflúensufaraldur er í gangi. Svipaður fjöldi tilfella greindist í síðustu viku og í vikunni þar á undan og ennþá eru margir innlagðir á Landspítala með eða vegna inflúensu.

❗️Gerðar hafa verið breytingar á lögum um sjúkraskrár👉Markmið breytinganna er að auka skilvirkni í heilbrigðisþjónustu, ...
18/12/2025

❗️Gerðar hafa verið breytingar á lögum um sjúkraskrár
👉Markmið breytinganna er að auka skilvirkni í heilbrigðisþjónustu, styðja við stafræna þróun og bæta öryggi sjúklinga

Öðlast hafa gildi lög nr. 81/2025 um margvíslegar breytingar á lögum um sjúkraskrár, nr. 55/2009. Markmið breytinganna er að auka skilvirkni í heilbrigðisþjónustu, styðja við stafræna þróun og bæta öryggi sjúklinga.

Vísindi eru okkar besti bandamaður „Myndskreytingin mín fjallar um allt vistkerfið sem við þurfum að huga að, líf okkar ...
16/12/2025

Vísindi eru okkar besti bandamaður

„Myndskreytingin mín fjallar um allt vistkerfið sem við þurfum að huga að, líf okkar í borgum og sveitum, nauðsyn þess að vernda og endurheimta náttúruna, ábyrgar fiskveiðar, mikilvægi dýralækna… og vísindarannsóknir og uppgötvanir sem gerðar eru til að vernda okkur öll.“ - Loreta Isac (Rúmenía)

Þegar við treystum vísindalegum rökum og byggjum verk okkar á þeim hjálpum við að byggja upp upplýstara og ábyrgara samfélag.
Stuðningur við rannsóknir, nýsköpun og sameiginleg verkefni á sviði heilsu fólks, dýra og umhverfis er nauðsynlegur til að draga úr sýklalyfjaónæmi.

🖌️🔗 Kynntu þér söguna á bak við : https://eu-jamrai.eu/raise-awareness/campaigns/sketching-antimicrobial-resistance/

🇪🇺

📌 Í Farsóttafréttum að þessu sinni er fjallað um:• Úttekt Sóttvarnastofnunar Evrópu (ECDC) á viðbúnaði Íslands við bráðu...
16/12/2025

📌 Í Farsóttafréttum að þessu sinni er fjallað um:
• Úttekt Sóttvarnastofnunar Evrópu (ECDC) á viðbúnaði Íslands við bráðum lýðheilsuógnum.
• Heimsókn bandarísks sérfræðings í forvörnum kynsjúkdóma til sóttvarnalæknis.
• Tákn átaks gegn sýklalyfjaónæmi.

Í Farsóttafréttum að þessu sinni er fjallað um úttekt Sóttvarnastofnunar Evrópu (ECDC) á viðbúnaði Íslands gagnvart bráðum lýðheilsuógnum.

Heilbrigð uppskera, ábyrg ræktun „Þessi mynd dregur fram muninn á annars vegar einhæfðri ræktun í stórum stíl í iðnvæddu...
15/12/2025

Heilbrigð uppskera, ábyrg ræktun

„Þessi mynd dregur fram muninn á annars vegar einhæfðri ræktun í stórum stíl í iðnvæddum landbúnaði þar sem skordýraeitur er jafnan notað og hins vegar fegurð búskapar á smærri skala þar sem margar tegundir fá að lifa saman.“ - Sara Andreasson (Svíþjóð)

Sveppaeitur, illgresiseyðir og skordýraeitur eru notuð til að sporna við plöntusjúkdómum. Sýklalyf eru að auki notuð sem vaxtarörvandi í sumum löndum. Rannsóknir sýna að slík notkun getur stuðlað að myndun ónæmra örvera. Löggjöf og takmarkanir á notkun þessara efna ásamt góðri tækni við akuryrkju stuðla að verndun umhverfisins og áframhaldandi virkni efnanna.

🖌️🔗 Kynntu þér söguna á bak við : https://eu-jamrai.eu/raise-awareness/campaigns/sketching-antimicrobial-resistance/

🇪🇺

🔶 Í október var sett af stað átak í RSV bólusetningum barna sem fæðst hafa eftir lok síðasta RSV tímabils, eða frá 1. ma...
15/12/2025

🔶 Í október var sett af stað átak í RSV bólusetningum barna sem fæðst hafa eftir lok síðasta RSV tímabils, eða frá 1. maí 2025.

Í október var sett af stað átak í RSV bólusetningum barna sem fæðst hafa eftir lok síðasta RSV tímabils, eða frá 1. maí 2025.

Fargaðu lyfjum á öruggan hátt „‘Sturtaðu bara sýklalyfjunum niður klósettið, EVA!’ ‘Ekki eyða tíma í að fara í apótekið ...
14/12/2025

Fargaðu lyfjum á öruggan hátt

„‘Sturtaðu bara sýklalyfjunum niður klósettið, EVA!’ ‘Ekki eyða tíma í að fara í apótekið – hentu lyfjunum í ruslið, EVA!’ ‘Þessi ofurbaktería skrifast á þig, Jón!!’“

„Þetta er klassísk háðsádeila. Í stað þess að segja hvað ekki á að gera vildi ég sýna hvað gerist þegar það er gert, með venjulegu samtali á milli heimilisfólks, sem er dregið saman í eina setningu.“ - Anders Morgenthaler anders_morgenthaler (Danmörk)

Óviðeigandi förgun sýklalyfja skaðar umhverfið og getur stuðlað að útbreiðslu ónæmis og myndun ofurbaktería. Ekki geyma ónotuð eða útrunnin sýklalyf, ekki henda þeim í ruslið og ekki sturta þeim í klósettið. Farðu með þau í apótekið eða fylgdu leiðbeiningum um örugga förgun.

🖌️🔗 Kynntu þér söguna á bak við : https://eu-jamrai.eu/raise-awareness/campaigns/sketching-antimicrobial-resistance/

🇪🇺

Deildu ekki sýklalyfjum með öðrum„Þessi mynd sýnir hvernig meðferð er ávallt sérsniðin að hverjum einstaklingi. Andlitsm...
14/12/2025

Deildu ekki sýklalyfjum með öðrum

„Þessi mynd sýnir hvernig meðferð er ávallt sérsniðin að hverjum einstaklingi. Andlitsmyndirnar tvær renna saman í eina, en umgjörð þeirra er mjög ólík: ein hefur skrælnaðar trjágreinar sem tákna misnotkun og þann skaða sem hún getur valdið, á meðan hin sýnir útsprungin blóm sem tákna rétta meðferð og þann frið og bata sem hún veitir. Þessar andstæður sýna greinilega að það sem virkar fyrir einn virkar ekki endilega fyrir annan. Lyfjameðferð er einstaklingsbundin og lyfjum má ekki deila með öðrum.“ - Alfie Gatt (Malta)

Taktu aldrei sýklalyf sem hefur verið ávísað fyrir einhvern annan nema þú hafir ráðfært þig við heilbrigðisstarfsmann, og gefðu lyfin þín aldrei gæludýri. Hver lyfseðill er sérsniðinn að ákveðinni sýkingu og einstaklingi. Notkun rangra lyfja getur seinkað bata, valdið aukaverkunum og stuðlað að myndun ónæmra örvera sem erfiðara er að meðhöndla.

🖌️🔗 Kynntu þér söguna á bak við : https://eu-jamrai.eu/raise-awareness/campaigns/sketching-antimicrobial-resistance/

🇪🇺

Smá fjarlægð veitir mikla vernd „Hugsaðu um þá valkosti sem þú hefur þegar þú ert veik/ur: Nota grímu, vera heima, þvo h...
12/12/2025

Smá fjarlægð veitir mikla vernd

„Hugsaðu um þá valkosti sem þú hefur þegar þú ert veik/ur:

Nota grímu, vera heima, þvo hendur… svo þú smitir ekki aðra og minni þörf verði á sýklalyfjum.

Hins vegar geta handabönd og náið samneyti dreift bakteríum og aukið notkun á sýklalyfjum. Í kjölfar þessa eykst hættan á að ónæmar bakteríur myndist og dreifist. Munurinn á þessu tvennu er eins og nótt og dagur.“ - Ana Popescu (Austurríki)

Venjur eins og að nota grímu eða vera heima þegar veikindi standa yfir hjálpa til við að draga úr útbreiðslu sýkinga. Þannig verða færri læknisheimsóknir fyrir ástvini og vinnufélaga, færri ávísanir á sýklalyf og færri tækifæri fyrir ónæmar bakteríur og aðrar ofurbakteríur að þróast.
Þessar varúðarráðstafanir eiga líka við um dýrin sem við umgöngumst því sumar ónæmar örverur geta borist milli fólks og dýra, á báða vegu.

🖌️🔗 Kynntu þér söguna á bak við : https://eu-jamrai.eu/raise-awareness/campaigns/sketching-antimicrobial-resistance/

🇪🇺

Address

Katrínartún 2
Reykjavík
105

Opening Hours

Monday 10:00 - 16:00
Tuesday 10:00 - 16:00
Wednesday 10:00 - 16:00
Thursday 10:00 - 16:00
Friday 10:00 - 12:00

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Embætti landlæknis posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram