Embætti landlæknis

Embætti landlæknis Embættið stuðlar að heilbrigði landsmanna með öruggri heilbrigðisþjónustu, heilsueflingu og forvörnum Sjá einnig www.landlaeknir.is fyrir nánari upplýsingar.

Velkomin á Facebook síðu embættis landlæknis þar sem við miðlum efni af vef embættisins og vekjum athygli á ýmsum verkefnum og viðburðum. Einnig verður öðru efni miðlað sem varpar ljósi á störf embættis landlæknis en fær ekki sérstaka umfjöllun á vef þess. Ef þig vantar leiðbeiningar eða upplýsingar hvetjum við þig til að hafa samband í síma 510 1900 eða í tölvupósti mottaka@landlaeknir.is. Fyrirvari um birtingu efnis á síðunni:

Ábendingum, athugasemdum og fyrirspurnum er ekki svarað á Facebook. Þær skal senda á netfangið mottaka@landlaeknir.is Orðsendingin verður þá send þeim starfsmanni sem best þekkir til efnisins. Persónulegar og viðkvæmar upplýsingar, um þig eða aðra, eiga ekki heima á Facebook. Öllum slíkum upplýsingum verður samstundis eytt af síðunni. Innlegg eða athugasemdir á síðunni sem falla ekki að skilyrðum Facebook (sjá hér: www.facebook.com/terms.php?ref=pf) eða fela í sér meiðandi, niðrandi eða óviðeigandi ummæli um einstaklinga eða hópa verður þegar í stað eytt. Innlegg sem sett eru inn af öðrum aðilum eru sett þar inn á ábyrgð viðkomandi einstaklings eða lögaðila. Embætti landlæknis er einnig með Facebook síður fyrir ákveðna málaflokka og verkefni:

Sóttvarnalæknir-bólusetningar https://www.facebook.com/bolusetningar/
Ráðleggingar um mataræði https://www.facebook.com/radleggingar/
Heilsueflandi samfélag https://www.facebook.com/heilsueflandisamfelag/
Heilsueflandi leikskóli https://www.facebook.com/heilsueflandileikskoli/
Heilsueflandi grunnskóli https://www.facebook.com/heilsueflandigrunnskoli/
Heilsueflandi framhaldsskóli https://www.facebook.com/heilsueflandiframhaldsskoli/

Við hefjum nýja herferð! 🎨 30 teiknarar. 30 lönd. Ein sameiginleg frásögn. 🖌️ Listafólk um alla Evrópu hefur sameinast u...
14/11/2025

Við hefjum nýja herferð! 🎨 30 teiknarar. 30 lönd. Ein sameiginleg frásögn.

🖌️ Listafólk um alla Evrópu hefur sameinast um að breyta vísindum í list og ljá einni stærstu heilbrigðisáskorun samtímans – sýklalyfjaónæmi eða – form, lit og tilfinningu.

🌍 Skissum sýklalyfjaónæmi er evrópsk herferð sem hvetur okkur til að velta fyrir okkur mikilvægi þess að viðhalda jafnvægi örveruheimsins og vernda virkni sýklalyfja.

En hún snýst ekki um að vekja upp ótta.

Heldur snýst hún um umhyggju, tengsl og meðvitund um hvernig heilsa fólks, dýra og umhverfis fléttast saman.

📢 Fylgist með og kynnið ykkur söguna að baki .

🔹 Mælaborð sóttvarnalæknis um öndunarfærasýkingar hefur verið uppfært með gögnum fyrir viku 45.
14/11/2025

🔹 Mælaborð sóttvarnalæknis um öndunarfærasýkingar hefur verið uppfært með gögnum fyrir viku 45.

Mælaborð sóttvarnalæknis um öndunarfærasýkingar hefur verið uppfært með gögnum fyrir viku 45 árið 2025 (3. −9. nóvember 2025).

🔹 Mælaborð sóttvarnalæknis um öndunarfærasýkingar hefur verið uppfært með gögnum fyrir viku 44.
07/11/2025

🔹 Mælaborð sóttvarnalæknis um öndunarfærasýkingar hefur verið uppfært með gögnum fyrir viku 44.

Mælaborð sóttvarnalæknis um öndunarfærasýkingar hefur verið uppfært með gögnum fyrir viku 44 árið 2025 (27. október−2. nóvember 2025).

05/11/2025
🟢 Samkvæmt nýbirtum lýðheilsuvísum kemur fram að yfir 95% ungmenna í 7. -10. bekk upplifa sig örugg á heimilum sínum: ht...
04/11/2025

🟢 Samkvæmt nýbirtum lýðheilsuvísum kemur fram að yfir 95% ungmenna í 7. -10. bekk upplifa sig örugg á heimilum sínum: https://island.is/lydheilsuvisar
🟢 Öryggi í æsku leggur góðan grunn að vellíðan og er ein af grunnþörfum mannsins.

📣 Mælaborð sóttvarnalæknis um öndunarfærasýkingar hefur verið uppfært með gögnum fyrir viku 43 árið 2025
30/10/2025

📣 Mælaborð sóttvarnalæknis um öndunarfærasýkingar hefur verið uppfært með gögnum fyrir viku 43 árið 2025

Mælaborð sóttvarnalæknis um öndunarfærasýkingar hefur verið uppfært með gögnum fyrir viku 43 árið 2025 (20.−26. október 2025).

Á hverri mínútu greinist ein kona með brjóstakrabbamein í Evrópu. Góðu fréttirnar eru þær að brjóstakrabbamein er næstum...
29/10/2025

Á hverri mínútu greinist ein kona með brjóstakrabbamein í Evrópu. Góðu fréttirnar eru þær að brjóstakrabbamein er næstum alltaf læknanlegt ef það greinist á fyrstu stigum og þegar fullnægjandi meðferð er veitt. Ef þú tekur eftir óvenjulegum hnút í brjósti skaltu leita læknisaðstoðar.
Í flestum tilfellum eru slíkir hnútar ekki krabbamein. Ef hnúturinn er krabbamein þá eru meiri líkur á lækningu því fyrr sem hann er greindur.

💛 Samkvæmt nýbirtum lýðheilsuvísum kemur fram að 88% barna í 4.-6. bekk gera eitthvað skemmtilegt með foreldrum sínum a....
29/10/2025

💛 Samkvæmt nýbirtum lýðheilsuvísum kemur fram að 88% barna í 4.-6. bekk gera eitthvað skemmtilegt með foreldrum sínum a.m.k. vikulega: https://island.is/lydheilsuvisar
💛 Samvera foreldra og barna er afar mikilvæg fyrir farsæld þeirra, byggir upp traust, eykur hamingju og er forvörn gegn áhættuhegðun.
💛 Forgangsröðum tíma okkar í þágu barna.

28/10/2025

‼️Móttaka embættis landlæknis lokar kl. 14 í dag vegna veðurs
📍Áfram verður tekið á móti erindum á netfanginu mottaka@landlaeknir.is

🟢 Samkvæmt nýbirtum lýðheilsuvísum kemur fram að 85% ungmenna í 10. bekk hafa aldrei notað nikótínpúða: https://island.i...
27/10/2025

🟢 Samkvæmt nýbirtum lýðheilsuvísum kemur fram að 85% ungmenna í 10. bekk hafa aldrei notað nikótínpúða: https://island.is/lydheilsuvisar
🟢 Óæskilegt er að ungt fólk byrji að nota nikótínpúða þar sem nikótín er ávanabindandi.
🟢 Fræðast má um þætti sem viðhalda og stuðla að góðri heilsu og vellíðan hér: https://island.is/vellidan

Address

Katrínartún 2
Reykjavík
105

Opening Hours

Monday 10:00 - 16:00
Tuesday 10:00 - 16:00
Wednesday 10:00 - 16:00
Thursday 10:00 - 16:00
Friday 10:00 - 12:00

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Embætti landlæknis posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram