15/11/2025
Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa verður haldinn á morgun, sunnudaginn 16. nóvember.
Dagurinn er haldinn til þess að minnast þeirra sem látist hafa í umferðinni, leiða hugann að ábyrgð hvers og eins og þakka starfsstéttum sem sinna björgun og aðhlynningu. Samtals hafa 1632 einstaklingar látist í umferðinni frá því að fyrsta banaslysið var skráð á Íslandi árið 1915. Enn fleiri slasast alvarlega, takast á við áföll, sorgir og eftirsjá af þessum völdum. Dagurinn er einnig tileinkaður forvörnum og í ár er lögð áhersla á notkun öryggisbelta.
Á Kjalarnesi munu björgunarsveitin Kjölur og slökkviliðseiningin minnast látinna og slasaða kl 14 á viktarplaninu við Blikdal, vesturlandsvegi.
Frá kl 14:15-16 verður opið hús og kaffi í bækistöðinni, Þórnýjarbúð. Öll velkomin ❤