Björgunarsveitin Kjölur

Björgunarsveitin Kjölur Björgunarsveitin Kjölur er með aðsetur á Kjalarnesi, Reykjavík. Smellið á About/Um fyrir nánari upplýsingar um sveitina.

Björgunarsveitin Kjölur er með aðsetur á Kjalarnesi og telst fámennasta björgunarsveitin á höfuðborgarsvæðinu. Sveitin heldur engu að síður úti mjög öflugri starfsemi og sinnir útköllum og verkefnum á sjó og landi. Til að mæta þeim verkum, hefur sveitin yfir að ráða nokkrum tækjakosti svo sem; breyttum Ford jeppa, Toyota Landcruser, 2 jetskíðum og 2 fjórhjólum. Sérstaða sveitarinnar er á sviði fyrstuhjálpar þar sem samstarfssamningur hefur verið í gildi við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins síðan 2006. Samningurinn nær til útkalla vegna alvarlega slysa og bráðaveikinda á Kjalarnesi og í Kjós. Unglingadeildin Stormur var virk á árunum 2008 - 2013.

15/11/2025

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa verður haldinn á morgun, sunnudaginn 16. nóvember.
Dagurinn er haldinn til þess að minnast þeirra sem látist hafa í umferðinni, leiða hugann að ábyrgð hvers og eins og þakka starfsstéttum sem sinna björgun og aðhlynningu. Samtals hafa 1632 einstaklingar látist í umferðinni frá því að fyrsta banaslysið var skráð á Íslandi árið 1915. Enn fleiri slasast alvarlega, takast á við áföll, sorgir og eftirsjá af þessum völdum. Dagurinn er einnig tileinkaður forvörnum og í ár er lögð áhersla á notkun öryggisbelta.

Á Kjalarnesi munu björgunarsveitin Kjölur og slökkviliðseiningin minnast látinna og slasaða kl 14 á viktarplaninu við Blikdal, vesturlandsvegi.
Frá kl 14:15-16 verður opið hús og kaffi í bækistöðinni, Þórnýjarbúð. Öll velkomin ❤

Neyðarkall 2025 📢Kjölur verður með neyðarkallinn til sölu í Bónus Hraunbæ og Holtagarða dagana 5. og 6. nóvember. Gengið...
03/11/2025

Neyðarkall 2025 📢
Kjölur verður með neyðarkallinn til sölu í Bónus Hraunbæ og Holtagarða dagana 5. og 6. nóvember. Gengið verður í hús í Grundarhverfi á Kjalarnesi miðvikudagskvöldið 5. nóvember.
Lyklakippan kostar 3.500 kr og rennur allur ágóði beint í innra starf sveitarinnar, endurnýjun búnaðar, námskeið, æfingar ofl.

Þessa dagana eru umhleypingar og mikilvægt að fylgjast með upplýsingum um veður og færð. Á það jafnt við, hvort sem menn...
30/10/2025

Þessa dagana eru umhleypingar og mikilvægt að fylgjast með upplýsingum um veður og færð. Á það jafnt við, hvort sem menn eru akandi, hjólandi eða gangandi. Nauðsynlegt að vera nægjanlega vel "skóaður" miðað við aðstæður og einnig sem best sýnilegur í skammdeginu.
Október mánuður hefur annars verið vel nýttur til æfinga og fræðslu, aðallega í fyrstu hjálp innan sveitar og með öðrum. Landsæfing björgunarsveita var haldin í Hvalfirði á dögunum, meðferð skot- og stunguáverka æfð og fyrsta hjálp í óbyggðum rifjuð upp.

Um síðustu helgi fóru nokkrir Kjalarfélagar í æfingaferð um Fjallabak og uppsveitir Gnúpverjahrepps og Biskupstungur.Til...
20/09/2025

Um síðustu helgi fóru nokkrir Kjalarfélagar í æfingaferð um Fjallabak og uppsveitir Gnúpverjahrepps og Biskupstungur.
Tilgangur ferðarinnar var að prufukeyra ný fjórhjól af gerðinni Can Am Outlander Max XT-P og kanna betur hálendisslóðir.
Kjölur hefur átt fjórhjól af gerðinni Can Am sem útkallstæki í 17 ár og hafa þau reynst afar vel í útköllum og verkefnum innan sveitarinnar.
Gist var í Kirkjulækjarkoti fyrri nóttina og ekið á tveimur fjórhjólum og jeppa um Króksleið, Heklubraut og Dyngjuleið í Landmannalaugar á laugardeginum, þar sem gist var í bækistöð hálendisvaktar.
Veðrið bauð upp á rigningu með köflum en falleg fjallasýn var á milli skúra. Enn er töluvert af ferðamönnum á Fjallabaki og þurfti að bregðast við einu útkalli, þegar ferðamenn festu sig í Kirkjufellsósi.
Á sunnudeginum var haldið heim á Kjalarnes um Sigölduleið, línuveg við Stóru-Laxá og Skjaldbreið.
Nú taka við síðustu endurbætur á fjarskiptabúnaði og öðrum búnaði á fjórhjólunum sem munu eins og forverarnir bera kallmerkin: Kjölur 11 og 12.

Fimm Kjalarfélagar og næstum því jafn mörg tæki, mönnuðu hálendisvaktina að Fjallabaki í síðustu viku. Þetta sumar eru b...
06/08/2025

Fimm Kjalarfélagar og næstum því jafn mörg tæki, mönnuðu hálendisvaktina að Fjallabaki í síðustu viku. Þetta sumar eru björgunarsveitir til taks á svæðinu norðan Vatnajökuls ásamt Fjallabaki og verkefnin að venju fjölbreytt. Bregðast þarf við stórum og smáum óhöppum og sinna upplýsingagjöf til ferðamanna.
Skin og skúrir skiptust á þessa viku og ein gul vindaviðvörun stakk sér niður og þótt á köflum hafi verið í nægu að snúast, voru engin alvarleg útköll.
Eins og hin árin styrktu Myllan, Mjólkursamsalan, Matfugl, Stjörnugrís og Esja gæðafæði okkur með næringu fyrir vaktina.
Hafi þeir bestu þakkir fyrir ❤

Address

Grundarholt
Reykjavík
116

Telephone

+3546168493

Website

https://kjolur.123.is/pictures/

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Björgunarsveitin Kjölur posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram