23/02/2021
Talandi um leiðtoga!
Hér er glænýtt hlaðvarp - viðtal við Dr. Helgu Sif, hjúkrunarfræðing, verkefnastjóra og svo ótal margt annnað
"Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir er gestur Mörtu Jóns Hjördísardóttur í hlaðvarpssyrpunni "Brautryðjendur í hjúkrun" að þessu sinni. Helga Sif er geðhjúkrunarfræðingur og deildarstjóri hjá Landspítala. Hún var meðal þeirra fjórtán Íslendinga, sem forseti Íslands sæmdi heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á nýársdag. Helga Sif hlaut riddarakross fyrir brautryðjandastörf á vettvangi skaðaminnkunar fyrir fíkniefnaneytendur og aðra jaðarsetta hópa. Helga Sif hefur sérfræðingsleyfi í geðhjúkrun með áherslu á fíknisjúkdóma. Hún hefur frá árinu 2009 verið faglegur bakhjarl Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða Kross höfuðborgarsvæðisins, í sjálfboðavinnu".
Hvet ykkur öll eindregið til að hlusta!
HLAÐVARP LANDSPÍTALA // BRAUTRYÐJENDUR Í HJÚKRUN: HELGA SIF FRIÐJÓNSDÓTTIR
https://landspitalihladvarp.simplecast.fm/braut-04
Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir er gestur Mörtu Jóns Hjördísardóttur í hlaðvarpssyrpunni "Brautryðjendur í hjúkrun" að þessu sinni. Helga Sif er geðhjúkrunarfræðingur og deildarstjóri hjá Landspítala. Hún var meðal þeirra fjórtán Íslendinga, sem forseti Íslands sæmdi heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á nýársdag. Helga Sif hlaut riddarakross fyrir brautryðjandastörf á vettvangi skaðaminnkunar fyrir fíkniefnaneytendur og aðra jaðarsetta hópa. Helga Sif hefur sérfræðingsleyfi í geðhjúkrun með áherslu á fíknisjúkdóma. Hún hefur frá árinu 2009 verið faglegur bakhjarl Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða Kross höfuðborgarsvæðisins, í sjálfboðavinnu.
"Brautryðjendur í hjúkrun" er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnandi syrpunnar er hjúkrunarfræðingurinn Marta Jóns Hjördísardóttir, sem starfar í dag annars vegar á hjartagátt og hins vegar í starfsmannahjúkrun hjá skrifstofu mannauðsmála. Marta var áður formaður hjúkrunarráðs Landspítala.
Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Stjórnandi hlaðvarps Landspítala er Stefán Hrafn Hagalín, en stjórnandi upptöku er Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala.
SIMPLECAST
https://landspitalihladvarp.simplecast.fm/braut-04