Hjúkrunarráð Landspítala

Hjúkrunarráð Landspítala Markmið síðunnar er að vekja athygli á hjúkrunaarráði, vera vettvangur fyrir faglega umræðu og tækifæ

Dæmi um málefni hjúkrunarráðs

Mönnun hjúkrunar
Fagleg þróun hjúkrunar
Nýliðun og löðun hjúkrunarfræðinga
Stefnumörkun hjúkrunar á Landspítala
Réttindi og skyldur hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra í krefjandi starfsumhverfi
Yfirinnlagnir og flæði sjúklinga
Öryggi sjúklinga og starfsmanna
Sí- og endurmenntun hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra
Nýbyggingar við Landspítala
Viðbrögð við alvarlegum atvikum á Landspítala
Skipurit Landspítala
Starfsþróunarkerfi hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra
Umsagnir um reglugerðir og lagafrumvörp

08/12/2021

Það er mikilvægt að efla vísindavirkni hjúkrunarfræðinga. Til þess að það sé hægt er m.a. nauðsynlegt að hafa góðar fyrirmyndir.
Hér er ein frábær fyrirmynd.

23/11/2021

SAMANTEKT // VIKA BRÁÐAHJÚKRUNAR Á LANDSPÍTALA 2021
Vika bráðahjúkrunar 2021 er nýafstaðin á Landspítala, en hún fór að mestu fram með rafrænum hætti. Til að vekja athygli á þessum viðburði framleiddum við sjö myndskeið og eitt myndaalbúm, sem við birtum vítt og breitt á samfélagsmiðlum, en þar er Facebook fyrirferðarmest hjá spítalanum þótt Twitter og Instagram séu að koma sterk inn núna á haustdögum. Vonandi er bæði starfsfólk spítalans og almenningur allur einhverju nær um viðfangsefni í bráðahjúkrun og hefur haft bæði gagn og gaman af því að kynnast fólkinu á bráðamóttöku Landspítala. Hérna meðfylgjandi er smávegis samantekt á myndskeiðunum og myndaalbúmunum.

Vika bráðahjúkrunar á Landspítala 2021: Elín Tryggvadóttir
https://www.facebook.com/Landspitali/videos/328064815318636

Fjölbreytt störf sjúkraliða á bráðamóttöku: Jenný Ágústa Abrahamsen
https://www.facebook.com/Landspitali/videos/3007998306080609

Kennsla og þjálfun á bráðamóttöku: Ian Glenn Munoz
https://www.facebook.com/Landspitali/videos/1273104476450876

Bráðahjúkrunarfræðingur sem gengur í öll störf: Ardís Henriksdóttir
https://www.facebook.com/Landspitali/videos/1234882570365971

Forgangsflokkun sjúklinga: Sigrún Guðný Pétursdóttir
https://www.facebook.com/Landspitali/videos/428648855524961/

Stöðug endurmenntun á bráðamóttöku: Lilja Rut Jónsdóttir
https://www.facebook.com/Landspitali/videos/260979889331363/

Fjölbreytt störf bráðahjúkrunarfræðinga: Kristín Erla Sigurðardóttir
https://www.facebook.com/Landspitali/posts/4714137461983296

Heimsókn á bráðamóttöku Landspítala í Viku bráðahjúkrunar (myndaalbúm)
https://www.facebook.com/Landspitali/posts/4727189037344805

Landspítali á FACEBOOK
https://facebook.com/Landspitali

Landspítali á INSTAGRAM
https://instagram.com/Landspitali

Landspítali á TWITTER
https://twitter.com/Landspitali

Skemmtilegt og fróðlegt viðtal við rakningateymi Landspítala - rakningateymið samanstendur af fjórum hjúkrunarfræðingum ...
17/05/2021

Skemmtilegt og fróðlegt viðtal við rakningateymi Landspítala - rakningateymið samanstendur af fjórum hjúkrunarfræðingum og einni ljósmóður

Á árs­fundi Land­spítalans 7. maí voru tólf starfs­menn heiðraðir fyrir störf sín. Þar á meðal var rakningar­teymi Land­spítala, sem í rúmt ár hefur rakið öll Co­vid-19 smit innan spítalans.

Áhugavert nýtt hlaðvarp! Frábært að fá að heyra frá erlendum hjúkrunarfræðingum og örugglega fleiri fagstéttum síðar ❤
23/03/2021

Áhugavert nýtt hlaðvarp! Frábært að fá að heyra frá erlendum hjúkrunarfræðingum og örugglega fleiri fagstéttum síðar ❤

Að þessu sinni fetar hlaðvarp Landspítala ótroðna slóð og ræsir nýja þáttasyrpu á ensku undir heitinu "How Do You Like Iceland?" Það er gestastjórnandinn og hjúkrunarfræðingurinn Holly Gumz sem leiðir syrpuna og henni til halds og trausts eru Stefán Hrafn Hagalín og Ásvaldur K...

02/03/2021

Áhugaverð umfjöllun um meistaranám í gjörgæslunhjúkrun.
Hér er rætt við 3 hjúkrunarfræðinga sem eru í náminu, þær segja m.a. að námið hafai víkkað sjóndeildarhringinn, hjálpað þeim að þróast í starfi og dýpktað þekkingu þeirra.
Einnig er hér talað við Rannveigu Jónu Jónasdóttur doktor í hjúkrunarfræði.

Kristín Lára er sérfræðingur í hjúkrun og er í líknarráðgjafateymi Landspítala. Líknarráðgjafateymið er sérhæfð líknarþj...
26/02/2021

Kristín Lára er sérfræðingur í hjúkrun og er í líknarráðgjafateymi Landspítala. Líknarráðgjafateymið er sérhæfð líknarþjónusta og sinnir ráðgjöf innan og utan Landspítala en það er augljóst mál að það greinast með lífsógnandi sjúkdóm hefur gríðarleg áhrif á allt lif sjúklings.
Kristín Lára segir hér frá starfi teymisins og gerir það á skýran og faglegan hátt. Til dæmis segir hún frá því að þau veiti mjög sérhæfða þjónustu og veiti meðferð við flóknum einkennum
Þetta er mjög fróðlegt viðtal þar sem m.a. kemur fram að líknarmeðferð gagnast oft mun fyrr í ferlinu heldur en fólk hefur talið og að líknarmfeðferð styður fólk í að lifa sem eðlilegustu lífi miðað við ástandið.
Kristin Lára fær hér líka ýmsar flóknar spurningar og svarar þeim öllum skýrt og greinilega.
Takk kærlega fyrir að mæta í þetta viðtal og veita okkur hinum innsýn í störf líknarráðgjafateymis Landspítala.

Kristín Lára Ólafsdóttir sérfræðingur í líknarhjúkrun segir heilbrigðisstarfsmenn alltaf eiga að varðveita líf.

Talandi um leiðtoga! Hér er glænýtt hlaðvarp - viðtal við Dr. Helgu Sif, hjúkrunarfræðing, verkefnastjóra og svo ótal ma...
23/02/2021

Talandi um leiðtoga!
Hér er glænýtt hlaðvarp - viðtal við Dr. Helgu Sif, hjúkrunarfræðing, verkefnastjóra og svo ótal margt annnað

"Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir er gestur Mörtu Jóns Hjördísardóttur í hlaðvarpssyrpunni "Brautryðjendur í hjúkrun" að þessu sinni. Helga Sif er geðhjúkrunarfræðingur og deildarstjóri hjá Landspítala. Hún var meðal þeirra fjórtán Íslendinga, sem forseti Íslands sæmdi heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á nýársdag. Helga Sif hlaut riddarakross fyrir brautryðjandastörf á vettvangi skaðaminnkunar fyrir fíkniefnaneytendur og aðra jaðarsetta hópa. Helga Sif hefur sérfræðingsleyfi í geðhjúkrun með áherslu á fíknisjúkdóma. Hún hefur frá árinu 2009 verið faglegur bakhjarl Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða Kross höfuðborgarsvæðisins, í sjálfboðavinnu".

Hvet ykkur öll eindregið til að hlusta!

HLAÐVARP LANDSPÍTALA // BRAUTRYÐJENDUR Í HJÚKRUN: HELGA SIF FRIÐJÓNSDÓTTIR
https://landspitalihladvarp.simplecast.fm/braut-04

Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir er gestur Mörtu Jóns Hjördísardóttur í hlaðvarpssyrpunni "Brautryðjendur í hjúkrun" að þessu sinni. Helga Sif er geðhjúkrunarfræðingur og deildarstjóri hjá Landspítala. Hún var meðal þeirra fjórtán Íslendinga, sem forseti Íslands sæmdi heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á nýársdag. Helga Sif hlaut riddarakross fyrir brautryðjandastörf á vettvangi skaðaminnkunar fyrir fíkniefnaneytendur og aðra jaðarsetta hópa. Helga Sif hefur sérfræðingsleyfi í geðhjúkrun með áherslu á fíknisjúkdóma. Hún hefur frá árinu 2009 verið faglegur bakhjarl Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða Kross höfuðborgarsvæðisins, í sjálfboðavinnu.

"Brautryðjendur í hjúkrun" er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnandi syrpunnar er hjúkrunarfræðingurinn Marta Jóns Hjördísardóttir, sem starfar í dag annars vegar á hjartagátt og hins vegar í starfsmannahjúkrun hjá skrifstofu mannauðsmála. Marta var áður formaður hjúkrunarráðs Landspítala.

Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Stjórnandi hlaðvarps Landspítala er Stefán Hrafn Hagalín, en stjórnandi upptöku er Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala.

SIMPLECAST
https://landspitalihladvarp.simplecast.fm/braut-04

Talandi um leiðtoga...Hér er flott umfjöllun og viðtal við Sigríði Zoega, sérfræðing í hjúkrun og dósent við Háskóla Ísl...
22/02/2021

Talandi um leiðtoga...
Hér er flott umfjöllun og viðtal við Sigríði Zoega, sérfræðing í hjúkrun og dósent við Háskóla Íslands, en hún heldur utan um rannsókn um eftirköst covid-19 á Íslandi.

Tæp sjötíu prósent þeirra sem greindust með covid-19 í fyrstu bylgju faraldursins hér á landi segjast hafa fundið fyrir þreytu og um helmingur hefur fundið fyrir verkjum og mæði, eftir að hafa jafnað sig af sjúkdómnum sjálfum. Langvarandi áhrif covid-19 fari þó minnkandi með t...

Hvað einkennir góða leiðtoga? Hér koma ýmis svör, t.d. að leiðtogi þurfi að vera skilningsrík, skapa gott vinnuumhverfi,...
20/02/2021

Hvað einkennir góða leiðtoga?
Hér koma ýmis svör, t.d. að leiðtogi þurfi að vera skilningsrík, skapa gott vinnuumhverfi, þekkja starfsfólk, vera ein af hópnum, vera leiðandi og sýna ábyrgð og margt margt fleira eins og sjá má í þessum fjölbreyttu svörum!
Njótið vel með Landspítali

This is "Hvað einkennir góða leiðtoga?" by Landspítali on Vimeo, the home for high quality videos and the people who love them.

Sem betur fer eru margar fagstéttir í heilbrigðiskerfinu sem hver um sig leggur til ómissandi bita í púslið sem kallast ...
20/02/2021

Sem betur fer eru margar fagstéttir í heilbrigðiskerfinu sem hver um sig leggur til ómissandi bita í púslið sem kallast heilbrigðiskerfi.
"Það er okkur í hag sem erum heilbrigðisstarfsfólk að standa saman sem eitt og vinna þverfaglega að markmiðum sem hljóta að vera okkur öllum sameiginleg; að ráða Covid-19 að niðurlögum, byggja upp gott heilbrigðiskerfi sem er aðgengilegt öllum óháð stétt og stöðu og stuðla að ánægjulegu starfsumhverfi".

Nú í febrúar markar ár frá því að Covid-19 veiran skall á Ísland. Faraldurinn hefur tekið sinn toll og markað sín spor á þjóðina sem og heimsbyggðina alla. Eins átakanlegt og árið hefur verið fyrir land og þjóð þá má einnig draga lærdóm af því sem á undan er gengið.

Address

Reykjavík

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Hjúkrunarráð Landspítala posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Hjúkrunarráð Landspítala:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram