Gló Æfingastöð

Gló Æfingastöð Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra á og rekur Æfingastöðina.

Æfingastöðin er miðstöð þjónustu og þekkingar í endurhæfingu fyrir börn og ungmenni. Þar fer fram umfangsmesta sjúkra- og iðjuþjálfun barna og ungmenna á landinu. Æfingastöðin er miðstöð þjónustu og þekkingar í hæfingu og endurhæfingu fyrir börn og ungt fólk með frávik í hreyfingum og þroska. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra á og rekur Æfingastöðina.

Æfingastöðin á Pinterest (hugmyndar af verkefnum og æfingum): http://www.pinterest.com/aefingastodin/

10/11/2025
10/11/2025
10/11/2025

Það var frábær stemmning á Allir með leikunum í ár eins og áður. Þetta er afar mikilvægt verkefni sem hefur nú þegar skilað árangri með auknum tækifærum fyrir börn til íþróttaþátttöku. Gló Æfingastöð tók þátt í viðburðinum eins og áður enda markmið okkar að vera með í að skapa tækifæri fyrir öll börn til að tilheyri og taka þátt

Guðbjörg Eggertsdóttir sjúkraþjálfari á Gló Æfingastöð hlaut tilnefningu til Míuverðlaunanna 2025 sem afhent voru í októ...
07/11/2025

Guðbjörg Eggertsdóttir sjúkraþjálfari á Gló Æfingastöð hlaut tilnefningu til Míuverðlaunanna 2025 sem afhent voru í október síðastliðinn. Verðlaunin eru veitt árlega af góðgerðarfélaginu Mia Magic til að heiðra fólk sem hefur unnið ómetanlegt starf fyrir langveik börn og fjölskyldur þeirra.
Þar sem Guðbjörg komst ekki á verðlaunaafhendinguna í október mætti Þórunn Eva stofnandi Mia Magic á Gló Æfingastöð í gær og afhenti Guðbjörgu viðurkenningarskjal fyrir tilnefninguna.

Til hamingju elsku Gugga - það eru forréttindi að hafa þig í Gló Æfingastöðvar teyminu ✨

06/11/2025
04/11/2025

Dagskrá Allir með leikana er komin!
Sjáumst hress á laugardaginn í Laugardalnum

Frétt í fyrstu athugasemd

Í dag er alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar og er yfirskrift dagsins „iðjuþjálfun í verki.“ Á Æfingastöðinni er iðjuþjálfun...
27/10/2025

Í dag er alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar og er yfirskrift dagsins „iðjuþjálfun í verki.“

Á Æfingastöðinni er iðjuþjálfun miðuð við þörf hvers og eins og unnin í nánu samstarfi við börnin og fjölskyldur þeirra. Markmiðið er að auka færni barnsins til þess að það eigi auðveldara með þáttöku í leik og daglegum viðfangsefnum sem hafa þýðingu fyrir það.

Þjónusta iðjuþjálfa getur verið ýmiss konar, allt frá því að aðstoða barnið við að bæta færni sína í eigin umsjá, svo sem að klæða sig, snyrta og matast, yfir í að þjálfa fínhreyfifærni, svo sem grip, handbeitingu og vinnulag.

Á Bleika deginum berum við Bleika slaufan og lýsum skammdegið upp í bleikum ljóma 🩷 🎀 Við minnum á mikilvægi þess að kon...
22/10/2025

Á Bleika deginum berum við Bleika slaufan og lýsum skammdegið upp í bleikum ljóma 🩷 🎀 Við minnum á mikilvægi þess að konur og kvár fari í reglubundna skimun fyrir brjóstakrabbameini og leghálskrabbameini.

👉 Fögnum nýju nafni og nýrri ásýnd! 🩷

21/10/2025

Námskeið í hjólastólafærni fyrir notendur handknúinna hjólastóla verður laugardagana 25. október, 1. og 8. nóvember kl. 12.10-13.30
Markmið námskeiðsins er að einstaklingar verði sjálfstæðari og öruggari að takast á við hindranir í hversdeginum og hafi betri stjórn á hjólastólnum sínum.
Meðal þess sem verður farið í:
✅ Að ýta sér í hjólastól á sem auðveldastan hátt.
✅ Að komast yfir kanta, upp rampa og yfir gróft undirlag.
✅ Að færa sig milli stóla og frá gólfi upp í hjólastól.
✅ Viðhald á hjólastólum.
📅 Hvenær: [Laugardag 25. október, 1. nóvember og 8. nóvember kl.12:10 - 13:30]
📍 Hvar: Íþróttahús Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík, Hátúni 14, 105 Reykjavík]
👩‍🏫 Kennari: [Hákon Atli Bjarkason, hjólastólatækniþjálfari frá RG í Svíþjóð]
💪 Fyrir hverja: [Alla sem nota handknúinn hjólastól, hvort sem er til skemmri eða lengri tíma]
Ekki þarf að greiða fyrir námskeiðið en skráning er nauðsynleg.
📩 Skráningarhlekk má finna hér:
https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSfIRZudB3SRSSS_OxnU4nqSaFrRz4uVPqyJL2kx62g4gyf4Lw/viewform

Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við Örnu Sigríði, arna@sjalfsbjorg.is.

Föstudaginn 24. október 2025 fer fram Kvennaverkfall um land allt. Í ár minnumst við að 50 ár eru liðin frá kvennafrídeg...
21/10/2025

Föstudaginn 24. október 2025 fer fram Kvennaverkfall um land allt.

Í ár minnumst við að 50 ár eru liðin frá kvennafrídeginum árið 1975, þegar 90% kvenna á Íslandi lögðu niður störf til að undirstrika mikilvægi vinnuframlags kvenna og krefjast raunverulegs jafnréttis. Þrátt fyrir áfangasigra er baráttunni langt í frá lokið.

Konur og kvár eru hvött til að leggja niður bæði launuð og ólaunuð störf og sýna samstöðu með kröfum Kvennaárs. Vegna þessa má búsast við röskun á öllu samfélaginu þennan dag og á það einnig við hjá okkur á Æfingastöðinni.

Við styðjum jafnréttisbaráttu kvenna og kvár með hvatningu til þátttöku í kvennaverkfallinu. Það er ljóst að án þeirra verður ekki unnt að halda uppi starfsemi á Æfingastöðinni föstudaginn 24. október.

Þar sem um er að ræða mikilvæga jafnréttisbaráttu vonum við að öll sýni þessu skilning.

Address

Háaleitisbraut 13
Reykjavík
108

Opening Hours

Monday 08:00 - 16:00
Tuesday 08:00 - 16:00
Wednesday 08:00 - 16:00
Thursday 08:00 - 16:00
Friday 08:00 - 16:00

Telephone

+3545350900

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Gló Æfingastöð posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Gló Æfingastöð:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram