Landssamtökin Geðhjálp

Landssamtökin Geðhjálp Samtök þeirra sem láta sig geðheilbrigðismál varða. Gildi Geðhjálpar eru hugrekki, mannvirðing og samhygð

Geðhjálp eru samtök notenda, aðstandenda, fagfólks og áhugafólks um bættan hag fólks með geðraskanir og geðfötlun í samfélaginu. Samtökin vinna að því að bæta þjónustu, verja réttindi og vinna gegn fordómum með hagsmunagæslu, ráðgjöf, upplýsinga og þekkingarmiðlun.

Á föstudaginn síðasta tók Geðhjálp þátt í að veita nýjum talsmönnum fatlaðs fólks á Alþingi fræðslu um samning Sameinuðu...
17/11/2025

Á föstudaginn síðasta tók Geðhjálp þátt í að veita nýjum talsmönnum fatlaðs fólks á Alþingi fræðslu um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en talsmennirnir fengu einnig að heyra reynslusögur fatlaðs fólk og að kynnast reynsluheimi þeirra.

Elín Ebba Ásmundsdóttir, varaformaður Geðhjálpar, stýrði fundinum en um fræðsluna sáu Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka, Sigurborg Sveinsdóttir, ritari Geðhjálpar, Fabiana Morais, talskona fatlaðs fólks hjá Landssamtökunum Þroskahjálp, og Ásta Kristín Benediktsdóttir, sérfræðingur í félags- og húsnæðismálaráðuneytinu.

Hlutverk talsmannanna er að gæta hagsmuna fatlaðs fólks á þinginu og tryggja farveg fyrir sjónarmið fatlaðra en þetta er í fyrsta sinn sem þingflokkar á Alþingi tilnefna talsmenn fatlaðs fólks. Skipan talsmannanna er hluti af Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks sem Alþingi samþykkti í fyrra – og þáttur í innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem Ísland lögfesti í síðustu viku.

Sam­fé­lag þar sem börn mæta af­gangiÍ fréttum Sýnar þann 13. nóvember var fjallað um mál barns sem varð fyrir ofbeldi s...
14/11/2025

Sam­fé­lag þar sem börn mæta af­gangi

Í fréttum Sýnar þann 13. nóvember var fjallað um mál barns sem varð fyrir ofbeldi starfsmanns á meðferðarheimilinu Stuðlum. Í fréttinni birti fréttamaðurinn Tómas Arnar Þorláksson svar Barna- og fjölskyldustofu við fyrirspurn hans:

„Við getum ekki rætt um þetta tiltekna mál en almennt er það þannig að alvarlega óvænt atvik eru tilkynnt til GEV [Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála]. Á hinn bóginn á það ekki við þegar kemur til þvingana inn á meðferðarheimili. Í slíkum tilvikum er gerð skýrsla um atvikið [og] í kjölfarið er sérstaklega farið yfir hvernig skuli bregðast við.“

1. Hvað er „þvingun“ og hvað er „alvarlegt óvænt tilvik“? Hver er skilgreiningin og hver ákveður síðan í rauntíma hvert tilvik fyrir sig?

2. Hvað urðu mörg börn á heimilum rekin af hinu opinbera og einkaaðilum fyrir þvingunum á síðasta ári og það sem af er þessu ári?

3. Hvað urðu mörg alvarleg óvænt tilvik á sama tímabili?

Því miður eru litlar sem engar líkur á því að hægt sé að svara ofangreindum spurningum svo vel sé. Það er í raun ekkert eftirlit með heimilum og stofnunum þar sem börn dvelja til lengri eða skemmri tíma. Það er staðan.

Heimsóknir umboðsmanns Alþingis á neyðarvistun Stuðla

Umboðsmaður Alþingis ítrekaði fjölmörg alvarleg atriði sem þyrfti að bæta úr í heimsóknarskýrslu sinni á neyðarvistun Stuðla í desember 2024. Þar sagði m.a.:

„Um réttindi barns og beitingu þvingunar á heimilum og stofnunum sem eru á ábyrgð ríkisins er fjallað í 82. gr. barnaverndarlaga. […] Eftir fyrri áfanga heildarendurskoðunar barnaverndarlaga hafa ekki orðið neinar breytingar á þeim heimildum sem hér um ræðir og því eru ábendingar og tilmæli úr fyrri skýrslu ítrekuð.“

Þar sagði enn fremur: „Á neyðarvistun Stuðla geta komið upp aðstæður þar sem börn eru beitt líkamlegri þvingun. Í skýrslunni kemur fram að 15 slík atvik hafi verið skráð á tveggja ára tímabili.“ Þessar tölur, og svo svör Barna- og fjölskyldustofu við fyrirspurn fréttamannsins, benda til þess að ekki sé hægt að treysta skráningu á atvikum sem tengjast börnum á meðferðarheimilum. Hvernig skilgreinir stofnununin líkamlega þvingun? Að 15 atvik á tveggja ára tímabili í neyðarvistun, þar sem börn eru vistuð í mjög mismunandi ástandi, bendir til þess að aðeins alvarlegri atvik séu skráð og þá aðeins sem þvingun í meðferðarskyni en ekki tilkynnt til GEV. Þetta skekkir alla skráningu og þar með yfirsýn þeirra sem eiga að fara með eftirlitið.

Heimsókn í Klettabæ

Í heimsóknarskýrslu umboðsmanns á Klettabæ, einkareknu búsetuúrræði fyrir börn, sumarið 2023 eru margar alvarlegar athugasemdir. Þar sagði m.a. sagði m.a.

„Í skýrslunni er þeim tilmælum beint til mennta- og barnamálaráðherra að hafa frumkvæði að því að tryggja að þvingunarráðstöfunum gagnvart börnum á heimilum og stofnunum á ábyrgð ríkis og sveitarfélaga sé búin viðhlítandi umgjörð í lögum, að því gefnu að það sé vilji stjórnvalda og Alþingis að heimild standi til þeirra.“

„Í skýrslunni er þeim tilmælum beint til Klettabæjar að haga starfsemi sinni í samræmi við þá réttarstöðu að þegar ekki er um neyðartilvik að ræða eru ekki fyrir hendi heimildir til að beita þá þjónustunotendur nauðung sem vegna fötlunar sinnar falla undir ákvæði laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk, nema fyrir liggi undanþága frá banni við beitingu nauðungar.“

„Í skýrslunni er þeim tilmælum beint til Klettabæjar að ganga úr skugga um að óvænt atvik séu tilkynnt til Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála, lögum samkvæmt, og forsjáraðilum tilkynnt um alvarleg atvik á borð við sjálfsskaða og valdbeitingu. Þá þurfi að tryggja úrvinnslu með börnunum í kjölfar alvarlegra atvika og gæta að skráningu, þ. á m. þannig að fram komi hver framkvæmir valdbeitingu svo og athugasemdir barnsins.“

„Í þessu sambandi er þeim tilmælum beint til Klettabæjar að leita leiða til að tryggja aðkomu faglærðra starfsmanna að umönnun barnanna, a.m.k. hluta úr degi á vökutíma, og að veita starfsfólki viðhlítandi fræðslu um réttindi barnanna. Ábendingu er jafnframt komið á framfæri við Klettabæ um að huga að aukinni fjölbreytni í starfsliði.“

„Því er jafnframt beint til sveitarfélaganna að viðhafa viðhlítandi innra eftirlit með vistun barna í Klettabæ og þeim tilmælum beint til mennta- og barnamálaráðherra að setja reglugerð um innra eftirlit barnaverndarþjónustna í samræmi við ákvæði laga þar um.“

Heimsókn í Vinakot

Í heimsóknarskýrslu umboðsmanns í Vinakot, einkarekið búsetuúrræði fyrir börn, sumarið 2024 eru sambærilegar athugasemdir gerðar og við starfsemi Klettabæjar. Þar sagði m.a.

„Í skýrslunni er þeim tilmælum beint til Vinakots að ganga úr skugga um að óvænt atvik séu tilkynnt til Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála, lögum samkvæmt.“

„Í heimsókn umboðsmanns kom fram að ekki sé ávallt haft samband við lækni í kjölfar valdbeitingar. Með vísan til þess er þeim tilmælum beint til Vinakots að bjóða börnunum kerfisbundið að hafa samband við eða hitta lækni í kjölfar valdbeitingar. Tilmælum er einnig beint til Vinakots varðandi fyrirkomulag við lyfjagjafir og fræðslu starfsfólks þar um.“

„Samkvæmt viðtölum og fyrirliggjandi gögnum hafa meðferðaraðilar og annað fagfólk takmarkaða aðkomu að umönnun barnanna frá degi til dags. Í því sambandi er þeim tilmælum beint til sveitarfélaga og hlutaðeigandi ráðherra að taka til skoðunar og meta hvort börn sem vistast í Vinakoti fái þá sérhæfðu og þverfaglegu þjónustu sem þau eiga rétt á og bæta úr ef þörf er talin á.“

„Barn sem stjórnvöld hafa falið öðrum til umönnunar, verndar eða meðferðar á rétt á að meðferð þess og allar aðrar aðstæður sæti athugun og eftirliti reglulega. Því er jafnframt beint til sveitarfélaganna að viðhafa viðhlítandi innra eftirlit með vistun barna í Vinakoti og þeim tilmælum beint til mennta- og barnamálaráðherra að setja reglugerð um innra eftirlit barnaverndarþjónustna í samræmi við ákvæði laga þar um.“

Eftirlit ekkert

Fréttin í gær, ítrekaðar heimsóknarskýrslur umboðsmanns og fjölmörg mál sem hafa ratað á borð starfsfólks Geðhjálpar og annarra félagasamtaka benda því miður í eina átt: Það er ekkert raunverulegt innra eða ytra eftirlit með búsetu og/eða meðferðarúrræðum þar sem börn dvelja í lengri eða skemmri tíma. Það er auðvitað forkastanlegt og grafalvarlegt í einu ríkasta samfélagi veraldar. Ráðherrar barna-, félags-, og heilbrigðismála ættu að leggja allt til hliðar þangað til þeir fá svar við spurningunum þremur:

1. Hvað er þvingun og hvað er alvarlegt óvænt tilvik? Hver er skilgreiningin og hver ákveður síðan í rauntíma hvert tilvik fyrir sig?

2. Hvað urðu mörg börn á heimilum rekin af hinu opinbera og einkaaðilum fyrir þvingunum á síðasta ári og það sem af er þessu ári?

3. Hvað urðu mörg alvarleg óvænt tilvik á sama tímabili?

Höfundur: Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar

Við mælum með að hlusta á Mannlega þáttinn frá því á miðvikudaginn síðasta en þar var bæði rætt við Grím Atlason, framkv...
14/11/2025

Við mælum með að hlusta á Mannlega þáttinn frá því á miðvikudaginn síðasta en þar var bæði rætt við Grím Atlason, framkvæmdastjóra Geðhjálpar og Elínu Ebbu Ásmundsdóttur, varaformann Geðhjálpar.

Grímur sagði þar frá Styrktarsjóð geðheilbrigðis sem úthlutaði í vikunni í fimmta sinn samtals tuttugu og fimm og hálfri milljón til nítján verkefna á meðan Elín Ebba ræddi mikilvægi jafningjastarfs.

Jafningjastuðningur innan geðheilbrigðiskerfisins hefur færst í aukana og nú starfa jafningjar á mörgum stofnunum og deildum fyrir fólk í geðrænni krísu. Í september útskrifuðust 15 nemendur búsettir á Íslandi úr námi við Yale, alþjóðlegu leiðtogaþjálfunarnámi sem boði....

Frábærar fréttir!
13/11/2025

Frábærar fréttir!

Ísland hefur lögfest samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Frumvarp Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, um lögfestinguna var samþykkt á Alþingi rétt í þessu. Samningnum er ætlað að tryggja að fatlað fólk njóti mannréttinda sinna og koma í ve...

85.270 bensínlítrar fram á veginnÍ gær fór fram fimmta úthlutun úr Styrktarsjóði geðheilbrigðis. Þetta árið fengu 19 ver...
11/11/2025

85.270 bensínlítrar fram á veginn

Í gær fór fram fimmta úthlutun úr Styrktarsjóði geðheilbrigðis. Þetta árið fengu 19 verkefni styrk sem nemur alls 25.550.000 kr. Slík upphæð myndi duga fyrir rúmlega 85.000 lítrum af bensíni! Hvert getum við komist fyrir tilstuðlan slíkrar innspýtingar - hvernig getur slík fjárhæð stutt við nýsköpunarverkefni og hugmyndir sem stuðla að betri geðheilsu landsmanna?

Landssamtökin Geðhjálp stofnuðu Styrktarsjóð geðheilbrigðis í maí 2021. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að framförum í geðheilbrigðismálum með því að veita styrki til verkefna og rannsókna sem geta bætt geðheilbrigði landsmanna og skilning á málaflokknum. Þriggja manna stjórn stýrir sjóðnum og fimm manna fagráð fjallar um umsóknir.

Stofnframlag sjóðsins kom í kjölfar sölu húsnæðis Geðhjálpar. Stjórn Geðhjálpar hefur síðan veitt frekari framlög í sjóðinn fyrir tilstilli stuðnings almennings. Það er okkar trú að með því að setja fjármuni, sem Geðhjálp þarf ekki að nota til rekstrar, í sjóðinn gerum við mest gagn fyrir heildina – okkur öll.

Síðastliðinn apríl hélt Skúli Helgason söfnunartónleikana Geggjað þar sem fram komu listamennirnir Mugison, GDRN, Ragga Gísla ásamt hljómsveit, Emmsjé Gauti, Inspector Spacetime og Ra:tio. Allur ágóði af tónleikahaldinu rann í Styrktarsjóð geðheilbrigðis auk þess sem safnað var framlögum frá bakhjörlum og fyrirtækjum.

3,4 milljónir söfnuðust og runnu beint í úthlutun þessa árs. Við erum þakklát fyrir stuðninginn sem hefur gert okkur kleift að styrkja enn fleiri verkefni einstaklinga, frjálsra félagasamtaka og stofnana sem tengjast eflingu geðheilbrigðis barna og ungmenna á Íslandi þetta árið.

Okkur bárust langtum fleiri styrktarumsóknir en kostur var að styrkja. Alls bárust 84 umsóknir til sjóðsins, samtals að upphæð rúmlega 250 m.kr., og hafa aldrei verið fleiri. Í ár var ákveðið að leggja sérstaka áherslu á verkefni, sem sneru að geðheilsu ungs fólks, og úthlutun ársins ber þess glöggt merki. Einnig var lagt mat á að hversu miklu leyti hugmyndin er sprottin út frá, og unnin af fólki með persónulega reynslu af andlegum áskorunum, og sama gildir um aðkomu aðstandenda.

Við teljum það heillavænlegast að nýsköpun í þessum málaflokki sé sprottin frá þeim sem lifa og hrærast í aðstæðunum dagsdaglega. Þannig séum við líklegri til að vinna út frá raunverulegum þörfum hópsins og vinna með rót vandans. Einnig er hugað að því hversu mikil nýsköpun felist í hugmyndinni, listrænu, vísindalegu, samfélagslegu og siðrænu gildi auk kynja- og jafnréttissjónarmiða, svo fátt eitt sé nefnt.

Þörfin fyrir nýsköpun í geðheilbrigðisgeiranum, og velferðarþjónustu almennt, er ljós. Sífellt fleira fólk leitar sér aðstoðar og lýsir sárri vanlíðan. Líkt og kemur fram í skýrslu Alþjóða heilbrigðismálastofnunar frá 2022; þá er geðheilbrigðisvandinn skýr en viðbrögð kerfisins eru ófullnægjandi.

Það að fjárfesta í geðheilsu er fjármunum vel varið, og stuðlar að betra lífi og framtíð fyrir okkur öll. Við þurfum umbreytingu í hvernig við nálgumst og vinnum að geðheilsu. Við þurfum aukna áherslu á heilsueflingu og forvarnir. Umbreytt geðheilbrigðisnálgun snýst í auknum mæli um samfélagsbundna þjónustu og stuðning fyrir öll sem þurfa á slíku að halda (WHO, 2022).

Í leiðbeinandi riti Alþjóða heilbrigðismálastofnunar, sem kom út fyrr á árinu, er kallað eftir geðheilbrigðisþjónustu sem styður við lögræði, felur ekki í sér þvingun heldur virkri þátttöku og hlutdeild í samfélaginu. Þörf sé á að vinna með félagslega og kerfisbundna þætti á borð við fátækt, ótryggt húsnæði, atvinnuleysi og mismunun - til að stuðla að bættri geðheilsu okkar allra (WHO, 2025).

Við vonumst til að verkefnin sem hlutu styrk frá Styrktarsjóði geðheilbrigðis verði liður í þessari breyttu nálgun. Sjóðurinn er okkar framlag til að stuðla að aukinni nýsköpun og framþróun innan geðheilbrigðismála og vitundarvakningu meðal almennings. Erindið hefur aldrei verið brýnna.

Svava Arnardóttir
Formaður Geðhjálpar
Formaður Styrktarsjóðs geðheilbrigðis

Í dag fór fram á Kjarvalsstöðum úthlutun úr Styrktarsjóði geðheilbrigðis. Þetta var í fimmta sinn sem sjóðurinn úthlutar...
10/11/2025

Í dag fór fram á Kjarvalsstöðum úthlutun úr Styrktarsjóði geðheilbrigðis. Þetta var í fimmta sinn sem sjóðurinn úthlutar til verkefna tengdum geðheilbrigðismálum. Í ár bárust sjóðnum metfjöldi umsókna eða 84 að samtals yfir 250 m.kr.

Tilgangur sjóðsins er að stuðla að framförum í geðheilbrigðismálum með því að veita styrki til verkefna sem geta bætt geðheilbrigði íbúa Íslands og/eða skilning þar á. Sjóðurinn hefur úthlutað 86 m.kr. til 85 verkefna á sl. fimm árum.

Sérstök áhersla var lögð á geðheilbrigði barna- og ungmenni þetta árið og það sést vel á þeim verkefnum sem sjóðurinn styrkir. Sjóðnum barst rausnarleg gjöf í apríl sl. en þá færði Skúli Helgason sjóðnum 3,4 m.kr. sem eyrnamerktar voru verkefnum tengdum börnum. Skúli varð sextugur í ár og hélt sérstaka styrktartónleika fyrir sjóðinn af því tilefni.

Fimm manna fagráð, skipað þeim Helgu Sif Friðjónsdóttur, en hún er formaður, Hrannari Jónssyni, Salbjörgu Bjarnadóttur, Páli Biering og Þórði Jónínusyni og Júlíusi Blómkvist Friðrikssyni, fór yfir umsóknirnar og lagði til við stjórn að 19 verkefni hlytu styrk í ár. Stjórn sjóðsins skipa þau: Svava Arnardóttir, formaður, Héðinn Unnsteinsson og Haraldur Flosi Tryggvason.

Stjórn samþykkti tillögur fagráðs og 19 verkefni hlutu styrk að þessu sinni og námu styrkupphæðirnar frá 250.000 kr. til 3.500.000 kr. Hér er listi yfir öll verkefnin sem hlutu styrk að þessu sinni:

Námskeið fyrir börn – Okkar heimur 3.500.000 kr.

Styrkur fyrir námskeið fyrir börn á aldrinum 10 til 15 ára sem eiga foreldra sem glíma við geðræn veikindi. Áherslan er á að skapa öruggt og hlýtt rými þar sem börn geta hitt jafningja í svipaðri stöðu, fræðst um geðheilsu og tilfinningar, og byggt uppsjálfsstyrk með skapandi nálgunum, hugleiðslu og samveru. Námskeiðin eru að kostnaðarlausu og leiðbeinendur eru fagfólk með sérþekkingu á starfi með börnum og fjölskyldum. Markmiðið er að efla seiglu barna, rjúfa einangrun og styrkja þau í að takast á viðdaglegt líf.

Foreldrastuðningur – Áróra Huld Bjarnadóttir 3.000.000 kr.

10 vikna námskeið fyrir foreldra með geðrænar áskoranir í samtarfi i við Okkar heim og Landspítala. Markmiðið að mæta foreldrum þar sem þau eru stödd og gefa þeim rými til að takast á við foreldrahlutverkið í aðstæðum sem geta verið afar krefjandi. Einnig að veita foreldrum stuðning við að endurheimta sjálfsmynd sína í foreldrahlutverkinu og mynda tengslanet við aðra í svipuðum sporum. Þýðing og aðlögun RDPED efnis að íslenskum aðstæðum. Hópnámskeið og einstaklingssviðtöl.

Mana fræðslu- og velsældarsíða – Framfarahugur 2.500.000 kr.

MANA er fræðslu-og velsældarvefsíða sem styður börn og ungmenni af erlendum uppruna, einkum flóttabörn. Vefsíðan gefur börnum og ungmennum á aldrinum 9–18 ára hagnýt verkfæri til að skilja réttindi sín, hlúa að geðheilsu, rækta sjálfsumönnun og efla félagsfærni. Efnið er sjónrænt, nærgætið og sniðið að aldri og þroska, með það að markmiði að styrkja seiglu, bæta líðan og draga úr félagslegri einangrun. Megintungumál efnis verður á arabísku.

IPS námsskrá – Traustur kjarni 2.500.000 kr.

Verkefnið miðar að því að þróa og samþætta Intentional Peer Support (IPS) í framhalds-og fullorðinsfræðslu með viðurkenndri námsskrá sem festir jafningjastarf í sessi sem formlega náms-og starfsleið. Með þessu er IPS þjálfun tengd íslenskum og evrópskum hæfniramma og skapað tækifæri til sjálfbærrar fjármögnunar, sérstaklega á landsbyggðinni (Símey og Fræðslumiðstöð Vestfjarða eru samstarfsaðilar).

Með tengsl við tauminn – Andrea Diljá Ólafsdóttir 2.000.000 kr.

Valdeflandi úrræði sem býður börnum með félagslegar, tilfinningalegar eða námslegar áskoranir tækifæri til að styrkja geðheilsu sína í öruggu og náttúrutengdu umhverfi með hestinum í lykilhlutverki. Verkefnið byggirá grunni þroska kenninga og Equine-Assisted Learning (EAL), þar sem áhersla er lögð á traust, sjálfsmynd, samskipti og ábyrgð. Með samvinnu heimilis, skóla og samfélags styður verkefnið við börn sem standa höllum fæti í hefðbundnu skólakerfinu með það að markmiði að efla vellíðan, þátttöku og trú á eigin getu.

KRAP – Valdís Björk Guðmundsdóttir 2.000.000 kr.

KRAP (kognitiv,Ressourcefokuseret og Anerkendende Pædagogik) er hagnýt og fagleg aðferðafræði sem hjálpar notendum velferðarþjónustu að ná markmiðum sínum, bæta líðan, og öðlast aukið sjálfstæði með aðstoð fagfólks sem nýtir skýr og einföld verkfæri. Innleiðing á þessari aðferðfræði mun skipta sköpun fyrir fjölmörg börn og ungmenni í framtíðinni. Sótt er um 1. fasa verkefnisins sem m.a. snýr að þýðingu tveggja bóka KRAP temaer og KRAP skemaer. Námskeið í kjölfarið. Markhópur: Ungmenni með félagslegar og námslegar áskoranir, einstaklingar með geðrænan vanda, fötlun eða langvarandi vanvirkni og einstaklinga sem vilja ná betri stjórn á eigin lífi.

Strákar spjalla saman – Barnaheill 1.500.000 kr.

Verkefnið byggir á valdeflingu unglingsstráka í gegnum einlægt samtal við aðra stráka. Tíu pláss eru í hverjum hópi og allir skuldbinda sig til að mæta og taka þátt af heilum hug gegnum allt ferlið. Hópurinn hittist 1x í viku 6 vikur í senn. Tveir hópstjórar stjórna samtalinu en í hverri viku er fyrirfram ákveðið viðfangsefni tekið fyrir s.s. geðheilsa og vanlíðan, kynlíf og klám, sjálfsmyndin, kynferðisofbeldi o.fl. Verkefnið er þjálfun í samskiptum, að rýna inn á við, taka afstöðu og æfa sig í að setja orð á tilfinningar í öruggu rými.

Geðveik list – Fyrirbæri 1.500.000 kr.

Samsýningin Geðveik list! í sýningarými Fyrirbæris er tileinkuð geðheilbrigði og miðar að því að skapa rými og áheyrn fyrir geðheilbrigðismál á Íslandi. Listamenn sem hafa tekist á við ýmsar geðrænar áskoranir á lífsleið sinni sýna verk sín og mynda þverfaglegt samtal um geðheilsu. Heimildarmynd og bókaútgáfa fylgja sýningunni og stuðla að aukinni vitund og umræðu um geðheilbrigði á Íslandi.

Handan hindrana – Sigurveig Jóhannsdóttir og Ingólfur Snær 1.200.000 kr.

Verkefni þar sem veitt verður einstaklingsmiðaðri þjónustu til barna og ungmenna á aldrinum 13-25 ára, sem glíma við fíkni- og fjölþættan vanda, og hafa leiðst út í afbrot. Nálgunin er byggð á jafningjagrunni þar sem leiðbeinendur eru bæði með neyslubakgrunn. Handan hindrana er hugmynd sem varð til í tengslum við LET(s) Lead verkefnið.

Koffortið hennar Korku – Heiðrún Helga Bjarnadóttir Back 1.000.000 kr.

Um er að ræða kennsluefni fyrir elstu börn leikskóla og yngstu börn grunnskóla um sorg og tilfinningar henni tengdri. Efnið var gefið út í Danmörku árið 2021, í samvinnu við Dönsku sorgarmiðstöðina og hefur notið mikilla vinsælda þar í landi. Sótt er um styrk til þess að þýða efnið, gefa út og dreifa til íslenskra leikskóla. Kennsluefnið kemur í vandaðri tösku sem inniheldur kennslubækur, verkefnahefti, tilfinninga-og samræðuspjöld og fleira sem hjálpar foreldrum og fagaðilum að ræða um dauðann við yngstu börnin.

Educational seminars on psychology – Olga Khodos 1.000.000 kr.

Fræðslunámskeið um sálfræði sem bjargráð fyrir fólk sem hefur orðið fyrir áföllum vegna stríðs, ofbeldis og flótta. Röð námskeiða um sálfræði og hagnýtar aðferðir fyrir Úkraínumenn á Íslandi sem flestir hafa gengið í gegnum miklar hremmingar sl. misseri. Námskeiðin eru kennd af Olgu Khodos, stofnanda verkefnis um geðheilbrigðisstuðning fyrir úkraínska flóttamenn á Íslandi.

Stuðningsfundir fyrir aðstandendur fólks með tvígreiningar – Það er von 1.000.000 kr.

Það er von mun bjóða upp á stuðningsfundi fyrir aðstandendur fólks með tvígreiningar (fíkn og aðrar geðraskanir). Boðið verður upp á faglega og hlýja umgjörð þar sem þátttakendur fá fræðslu, jafningjastuðning og hagnýtar leiðir til að takast á við flókna fjölskyldustöðu. Fundirnir byggja á tólf skipulögðum lotum með þemum á borð við meðvirkni, mörk, sjálfsstyrkingu og að lifa með óvissu. Lögð er áhersla á að aðstandendur fái tækifæri til að vinna í eiginbata, efliþrautseigju sína og finni von og samhengi í erfiðri lífsreynslu. Fundirnir eru leiddir af fagaðilum með sérþekkingu á fíkn og fjölskylduvanda.

Fræðsla um átraskanir fyrir fagfólk og almenning á landsbyggðinni – Elín Vigdís Guðmundsdóttir 1.000.000 kr.

Um er að ræða fræðsluferð um landsbyggðina með fundum fyrir fagfólk og almenning sem miða að því að fræða og styðja við samfélagið. Verkefnið er unnið í samstarfi við átröskunarteymi Landspítala og heilbrigðisstofnanir og fagaðila á hverjum stað. Verkefnið fer fram á Ísafirði, Akranesi, Akureyri, Egilsstöðum og í Vestmannaeyjum, og er unnið í nánu samstarfi við heilbrigðisstofnanir og fagfólk á hverjum stað. Munu fagaðilar frá átröskunarteymi Landspítala koma að gerð og yfirlestri fræðsluefnis, ásamt því aðkoma með í a.m.k. eina af ferðunum.

Stuðning við verðandi mæður af erlendum uppruna og fyrsta árið eftir barnsburð - Paulina Kołtan-Janowska 600.000 kr.

Stuðning við verðandi mæður af erlendum uppruna og fyrsta árið eftir barnsburð. Verkefninu er ætlað að bjóða upp á menningarnæma, ókeypis stuðningshópa sem sniðnir eru að þörfum erlendra mæðra á Íslandi og veita öruggt, óformlegt rými til jafningjatengsla og tilfinningalegs stuðnings. Með því að minnka félagslega einangrun og styrkja mæður stuðlar verkefnið ekki aðeins að betra geðheilbrigði mæðra, heldur einnig að seiglu fjölskyldna og jákvæðum þroska barna.

Leiðin að ljósinu – Guðmundur Magnússon 250.000 kr.

Heimildarmynd í vinnslu eftir Guðmund Magnússon, kvikmyndagerðarmann og ljóðskáld. Hún byggir á táknrænum gjörningi hans: daglegumgöngum að Garðskagavita í heilt ár, til stuðnings geðheilbrigði og Píeta-samtökunum. Myndin fangar eitt sjónarhorn á hverjum degi og fléttar saman náttúru, hljóð, sögu Guðmundar og raddir þeirra sem glíma við andleg veikindi, þar á meðal börn og ungmenni. Verkefnið stuðlar að vitundarvakningu, samtali og von.

Ferðafélagið Víðsýn – 250.000 kr.

Ferðafélagið Víðsýn er sjálfstætt starfandi félag, rekið innan Vinjar Dagseturs. Stjórn þess er skipuð starfsfólki og gestum Vinjar. Allar ferðir eru farnar með leiðsögn og stuðningi starfsfólks og sjálfboðaliða Vinjar. Markmið er að draga úr félagslegri einangrun, auka víðsýni og virkni auk þess að efla sjálfstæði og sjálfsmynd þátttakenda.

FC Sækó – 250.000 kr.

Knattspyrnufélagið Sækó hefur haldið úti fótboltaæfingum til að efla og auka virkninotendahóp fólks með geðraskanir og gefa þeim tækifæri til að iðka knattspyrnu sem og að draga úr fordómum. Meirihluti þátttakenda Sækó tengjast geð-eða velferðarsviði og/eða úrræðum því tengdu en frá upphafi hafa allir verið velkomnir að æfa og/eða spila með félaginu. Styrkur til að niðurgreiða æfingatíma yfir veturinn.

Skák í anda fólks með geðraskanir – Vinaskákfélagið 250.000 kr.

Vinaskákfélagið hlúir að skáklífinu í Vin, jafnframt því að efna til viðburða í þágu fólks með geðraskanir, í samvinnu við athvörf, búsetukjarna, geðdeildir, félagasamtök og einstaklinga. Tilgangi sínum hyggst Vinaskákfélagið ná með skákæfingum, skákmótum, fræðslu og viðburðum.

HLJÓMAFL – Þórður Kári Steinþórsson 250.000 kr.

HLJÓMAFL er nýstárlegt virkniúrræði fyrir ungt fólk með geðrofssjúkdóma á meðferðargeðdeild Landspítalans. Með þátttöku í Hljómafli fá þátttakendur jöfn tækifæri til að nýta listsköpun sem hluta af meðferð sinni og styrkja þannig eigin stöðu og rödd. Verkefnið hefur opnað nýjar leiðir í endurhæfingu geðheilbrigðisþjónustu hér á landi og fært inn ferska nálgun sem byggir á sköpun, samvinnu og valdeflingu. Styrkurinn er til endurnýjunar hljóðfæra og tækjabúnaðar.

Myndir: Mummi Lú

"Þrátt fyrir fyrirheit borgaryfirvalda hefur engin rannsóknarskýrsla verið birt. Engin niðurstaða fengist, hvað þá afsök...
07/11/2025

"Þrátt fyrir fyrirheit borgaryfirvalda hefur engin rannsóknarskýrsla verið birt. Engin niðurstaða fengist, hvað þá afsökunarbeiðni eða viðurkenning á því sem fór úrskeiðis." Mikilvæg áminning frá Gunnari Salvarssyni.

En það er ekki aðeins borgin sem hefur dregið lappirnar í þessu máli - Alþingi var falið af forsætisráðherra fyrir rúmum þremur árum að hefja sjálfstæða rannsókn á aðbúnaði og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda. Átti rannsóknin annars vegar að beinast að tímabilinu fyrir 2010 og hins vegar tímabilinu eftir þann tíma (nútímanum). Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir Geðhjálpar og Þroskahjálp - Landssamtökin Þroskahjálp hefur engu verið svarað og ekkert verið gert.

Við spyrjum því Alþingi og borgarstjórn: Er ætlunin að ljúka þessum málum eða halda áfram að svíkja þá einstaklingana sem samfélagið brást og er enn að bregðast?

Stöku sinnum koma upp alvarleg mál sem skekja þjóðina um stund. Fjölmiðlar fara mikinn og yfirvöld heita því að fara ofan í sauma á málinu. Síðan líður og bíður.

Málstofan Fordómar og smán, sem fór fram síðastliðinn föstudag á Þjóðarspeglinum í Odda 101 var vel sótt, en þar voru ky...
04/11/2025

Málstofan Fordómar og smán, sem fór fram síðastliðinn föstudag á Þjóðarspeglinum í Odda 101 var vel sótt, en þar voru kynntar niðurstöður úr fordómakönnun sem Geðhjálp stendur fyrir úr gögnum sem lögð voru fyrir vorið 2025.

Málstofunni var stýrt af Svövu Arnardóttur, formanni Geðhjálpar, en niðurstöðurnar voru kynntar af Sigrúnu Ólafsdóttur, Kára Kristinssyni og Jóni Gunnari Bernburg prófessorum.

Grétar Björnsson félagsfræðingur og fræðslu- og stuðningfulltrúi kynnti auk þess meistaraverkefnið sitt "Ég heyri raddir", sem fjallar um upplifun einstaklinga sem heyra raddir af smán og fordómum í íslensku samfélagi.

Þjóðarspegillinn, sem er árleg ráðstefna Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, mun fara fram 30. og 31. október nk. en ges...
30/10/2025

Þjóðarspegillinn, sem er árleg ráðstefna Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, mun fara fram 30. og 31. október nk. en gestir geta valið úr 126 fyrirlestrum um það sem er efst á baugi í rannsóknum á sviði félagsvísinda. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis.

Geðhjálp vekur sérstaka athygli á eftirfarandi erindum í Odda 101 þann 31. október þar sem meðal annars verður farið yfir glænýjar niðurstöður úr rannsókn á vegum Geðhjálpar:

Viðhorf Íslendinga til geðsjúkdóma: Félagsleg fjarlægð og stimplun gagnvart þunglyndi og geðklofa 2006–2025

Prófessor Kári Kristinsson Ph.D (Háskóli Íslands, Viðskiptafræðideild), Prófessor Sigrún Ólafsdóttir Ph.D (Háskóli Íslands, Félagsfræði), Prófessor Jón Gunnar Bernburg Ph.D (Háskóli Íslands, Félagsfræði)

Afbrotastimplun, innflytjendastaða og smán: Er samskörun?

Prófessor Jón Gunnar Bernburg PhD (Háskóli Íslands, Félagsfræði), Prófessor Sigrún Ólafsdóttir (Háskóli Íslands, Félagsfræði), Prófessor Kári Kristinsson PhD (Háskóli Íslands, Viðskiptafræðideild)

Minnkar bati fordóma?

Prófessor Sigrún Ólafsdottír ph.d (Háskóli Íslands, félagsfræði, mannfræði og þjóðfræðideild), prófessor Kári Kristinsson PHD (Háskóli Íslands, Viðskiptafræðideild), Prófessor Jón Gunnar Bernburg PHD3 (Háskóli Íslands, félagsfræði mannfræði og þjóðfræðideild)

"Ég heyri raddir" Upplifun einstaklinga sem heyra raddir af smán og fordómum í íslensku samfélagi.

Fræðslu og stuðningfulltrúi / félagsfræðingur Grétar Björnsson MA (Hugarafl. Háskóli Íslands, Félags og mannvísindadeild)

29/10/2025

Minnkar bati fordóma?

Við hvetjum áhugasama til þess að mæta á málþingið Fordómar og smán sem fram fer þann 31. október kl. 9:05-10:30 í Odda 101, þar sem meðal annars verður farið yfir glænýjar niðurstöður úr rannsókn á vegum Geðhjálpar.

Umsögn Landssamtakanna Geðhjálpar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi sjúklinga (takmörk á beitingu na...
27/10/2025

Umsögn Landssamtakanna Geðhjálpar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi sjúklinga (takmörk á beitingu nauðungar)[1]

Hversu oft á árinu 2025 hafa einstaklingar, sem dvelja á heilbrigðisstofnunum á vegum íslenska ríkisins, verið beittir nauðung? Hversu oft voru einstaklingar, sem dvöldu á heilbrigðisstofnunum á vegum ríkisins, beittir nauðung ár árunum 2020 til 2024? Skilgreining á því hvað er nauðung má finna í 27. gr. c. í frumvarpsdrögunum:

• Líkamlegu valdi er beitt, t.d. í því skyni að koma í veg fyrir að sjúklingur skaði sig eða aðra eða valdi stórfelldu eignatjóni.
• Sjúklingi er haldið kyrrum og gefið lyf í þeim tilgangi að draga úr ofbeldisfullri hegðun.
• Sjúklingi er gefið lyf gegn vilja hans í meðferðartilgangi, svo sem til að hafa áhrif á hegðun hans.
• Sjúklingi er neitað um umgengni við aðra.
• Húsnæði eða herbergi sem tilheyrir sjúklingi er læst.
• Sjúklingur er læstur inni eða ferðafrelsi hans skert með öðrum hætti.
• Sjúklingur er fluttur milli staða gegn vilja sínum.
• Aðgangur sjúklings að eigum sínum er takmarkaður eða þær fjarlægðar gegn vilja hans.
• Valdi eða þvingun er beitt við athafnir daglegs lífs.
• Leit er gerð á sjúklingi eða í herbergi hans, eftir að hann hefur verið innritaður í legu.
• Eftirlit er haft með póst- eða bréfasendingum sjúklings.
• Aðgangur sjúklings að tölvu eða síma er takmarkaður eða háður eftirliti starfsmanns.

Svör við þessum sjálfsögðu spurningum hefur ekki verið hægt að svara sl. áratugi í íslenska heilbrigðiskerfinu. Getur heilbrigðisráðuneytið svarað þessum spurningum nú þegar það leggur til að heimila starfsfólki stofnanna á þess vegum að beita sjúklinga nauðung?

Við OPCAT eftirlit umboðsmanns Alþingis á sl. árum hefur komið fram að lagaheimildir skorti til þess að beita þeim þvingandi aðgerðum gagnvart inniliggjandi sjúklingum á geðdeildum landsins. Þrátt fyrir þessar ítrekuðu ábendingar umboðsmanns hefur þvingun og nauðung verið beitt á þessum stofnunum án þess að fyrir því séu heimildir í lögum. Eftirlit með starfsemi geðdeilda og stofnanna, þar sem fólk með geðrænar áskoranir er vistað til lengri eða skemmri tíma, er því miður í skötulíki. Það kemur svo skýrt í ljós þegar reynt er að fá svar við spurningunni um það hversu margir hafa verið beittir nauðung á einhverju tilteknu tímabili. Það er til miðlægar skrár yfir það hve margir bílar keyra Miklubrautina á hverjum degi, hvað margir horfa á Vikuna með Gísla Marteini, hvað margir fara í Vesturbæjarlaugina en það veit enginn hversu margir einstaklingar njóta ekki stjórnarskrárbundinna mannréttinda inni á heilbrigðisstofnunum landsins.

Landssamtökin Geðhjálp geta því með engu móti gefið frumvarpi, þar sem heimild er gefin til að beita fólk nauðung, jákvæða umsögn. Það segir sig sjálft að í núverandi lagaumhverfi er nauðung bönnuð, eins og umboðsmaður Alþingis hefur bent á, en þrátt fyrir það er henni beitt daglega. Það er engin miðlæg skráning til yfir beitingu nauðungar sem er algjör lykil forsenda innra og ytra eftirlits með starfsemi heilbrigðisstofnanna.

Frumvarpið tryggir á engan hátt styrkingu eftirlits með stofnunum og starfsemi þeirra og það býður hættunni heim að heimila beitingu nauðungar í kerfi þar sem eftirlitið er jafn takmarkað.

Fyrir hönd stjórnar Landssamtakanna Geðhjálpar,
Svava Arnardóttir, formaður

[1] Að kalla lög, þar sem er verið að gefa heimild til beitingar nauðungar, „takmörk á beitingu nauðungar“ er algjört öfugmæli.

Address

Guðrúnartún 1
Reykjavík
105

Opening Hours

Monday 09:00 - 15:00
Tuesday 09:00 - 15:00
Wednesday 09:00 - 15:00
Thursday 09:00 - 15:00
Friday 09:00 - 12:00

Telephone

+3545701700

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Landssamtökin Geðhjálp posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Landssamtökin Geðhjálp:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram