Landssamtökin Geðhjálp

Landssamtökin Geðhjálp Samtök þeirra sem láta sig geðheilbrigðismál varða. Gildi Geðhjálpar eru hugrekki, mannvirðing og samhygð

Geðhjálp eru samtök notenda, aðstandenda, fagfólks og áhugafólks um bættan hag fólks með geðraskanir og geðfötlun í samfélaginu. Samtökin vinna að því að bæta þjónustu, verja réttindi og vinna gegn fordómum með hagsmunagæslu, ráðgjöf, upplýsinga og þekkingarmiðlun.

Sannkallaður gleðidagur! Í dag skrifuðu félags- og húsnæðisráðherra og heilbrigðisráðherra undir samstarfssamning við la...
29/12/2025

Sannkallaður gleðidagur!

Í dag skrifuðu félags- og húsnæðisráðherra og heilbrigðisráðherra undir samstarfssamning við landssamtökin Geðhjálp um stofnun skjólshúss fyrir fólk í tilfinningalegri krísu vegna andlegra áskoranna. Um er að ræða tilraunaverkefni til þriggja ára þar sem ráðuneytin tvö leggja til samtals 122 m.kr. á móti 150-180 m.kr. framlagi Geðhjálpar. Stefnt er að því að opna skjólshúsið á fyrri hluta næsta árs (2026).

Um er að ræða nýtt úrræði þar sem boðið verður upp á skammtímadvöl í allt að tvær vikur, einstaklingum að kostnaðarlausu. Í húsinu geta allt að fimm einstaklingar dvalið á hverjum tíma. Öll starfsemi skjólshússins fer fram á jafningja grundvelli þar sem allt starfsfólk og stjórn hússins er í höndum einstaklinga með persónulega reynslu af andlegum áskorunum.

Svava Arnardóttir: „Við hjá Geðhjálp erum í skýjunum með að þessi draumur okkar margra sé loksins að verða að veruleika. Við erum afar þakklát stjórnvöldum að hafa lagt verkefninu lið með jafn myndarlegum hætti og raun ber vitni. Þetta sannkallaður gleðidagur fyrir okkur öll.“

Á myndunum má m.a. sjá Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, Ölmu Möller, heilbrigðisráðherra, og Svövu Arnardóttur formann Geðhjálpar skrifa undir samninginn.

Skrifstofa Geðhjálpar verður lokuð frá 23. desember til 2. janúar. Við sendum þér og þínum okkar bestu óskir um frið og ...
22/12/2025

Skrifstofa Geðhjálpar verður lokuð frá 23. desember til 2. janúar. Við sendum þér og þínum okkar bestu óskir um frið og gleði yfir hátíðarnar og farsæld á komandi ári.

Árið 2025 var kraftmikið og oft krefjandi í geðheilbrigðismálum á Íslandi. Fjölmargir leituðu eftir ráðgjöf til Geðhjálpar á árinu. Einnig var boðið upp á fjarfundarsamtöl og margir nýttu sér þann möguleika.

Hér stiklum við á stóru yfir nokkur af stærri verkefnum ársins 2025.

Á þorranum héldum við sem fyrr geðræktarátakið G-vítamín sem hefur fest sig í sessi. Verkefnið miðar að því að setja geðrækt á oddinn með því að styrkja geðheilsu landsmanna og vekja okkur til umhugsunar um lítil aðgengileg skref til að auka þrautseigju og vellíðan okkar. Við fórum aftur til upprunans og buðum til sölu borðdagatöl með skemmtilegum ábendingunum byggðum á Geðorðunum 10 og 14 Lífsorðum Héðins Unnsteinssonar og Þórdísar Rúnarsdóttur.

Geðlestin ferðaðist um landið í gulum september og í ár var sérstök áhersla lögð á ungt fólk og mikilvægi þess að geta rætt geðheilsu á öruggum og stuðningsríkum vettvangi. Við hittum sveitarstjórnir, skólayfirvöld, ungmennaráð og almenning, ræddum um forvarnir, jukum meðvitund og hlustuðum eftir reynslu fólks í hinum ýmsu landshlutum. Stemningin var kraftmikil og samtölin dýrmæt.

Við fjármögnuðum viðamikla rannsókn vísindafólks innan Háskóla Íslands til að leggja mat á fordóma í garð fólks með andlegar áskoranir. Þetta er endurtekning og útvíkkun á fyrri rannsókn frá árinu 2022 og gerir okkur kleift að greina þróun samfélagsumræðunnar. Fyrstu niðurstöður voru kynntar á Þjóðarspeglinum í haust en jafnframt verður sérstök viðburðaröð vorið 2026 sem fjallar nánar um ólík atriði á borð við fíkn, afbrot og þróunina á milli ára.

Í ár fór úthlutun úr Styrktarsjóði geðheilbrigðis fram í fimmta sinn. Sérstök áhersla var lögð á geðheilbrigði barna og ungmenna í ár og sjóðurinn styrkti 19 verkefni um samtals 25,5 milljónir víðs vegar um landið til nýsköpunar og þróunar í geðrækt, forvörnum og stuðningsúrræðum. Fjöldi umsókna heldur áfram að vaxa, sem sýnir bæði þörfina og eldmóðinn sem býr í samfélaginu.

Árið 2025 lögðum við fram ýmsar ábendingar og tillögur til ráðherra, stjórnvalda og stofnana, meðal annars um þjónustu barna og ungmenna, réttindi fatlaðs fólks, nauðsynlegar úrbætur í bráðaþjónustu og mikilvægi þess að fólk með geðraskanir hafi sjálfstæða rödd í allri stefnumótun. Þetta er kjarninn í okkar starfi og við höldum ótrauð áfram.

Í þessu öllu, og enn fleiri verkefnum, átt þú og styrktarsamfélagið sem stendur með okkur í hverjum mánuði, stóran þátt. Stuðningur þinn gerir okkur kleift að standa vörð um og rækta geðheilsu Íslendinga. Það er ómetanlegt.

Megi nýtt ár færa þér gleði, styrk og góðar stundir. Við hlökkum til að halda þessari mikilvægu vegferð áfram með þér árið 2026!

Með bestu kveðju,
stjórn og starfsfólk Geðhjálpar

Við viljum vekja athygli á fjögurra pistla seríu Hildigunnar Sverrisdóttur, arkitekts og fyrrum deildarforseta arkitektú...
21/12/2025

Við viljum vekja athygli á fjögurra pistla seríu Hildigunnar Sverrisdóttur, arkitekts og fyrrum deildarforseta arkitektúrs við Listaháskólann, í Víðsjá þar sem hún veltir fyrir sér samhengi geðheilbrigðis og arkitektúrs. Hér er fyrsta pistilinn að finna en hlekkir á hina pistlana þrjá eru í athugasemd við þessa færslu.

Úlfar Þormóðsson kemur til okkar með nýja bók. Bókina sendi hann frá sér fyrir stuttu en til þess þurfti hann að leita til annars forlags en því sem vanalega hefur verið með hans bækur á sínum snærum. Í bókinni fjallar Úlfar um endurkomu stóra málverkafölsunarmálsins inn ...

Bréfið sem aldrei var skrifaðÍ tilefni bréfs Félags bráðalækna, sem undirritaður tekur heilshugar undir, er hér bréfið s...
18/12/2025

Bréfið sem aldrei var skrifað

Í tilefni bréfs Félags bráðalækna, sem undirritaður tekur heilshugar undir, er hér bréfið sem aldrei var skrifað.

Opinbert bréf geðlækna vegna alvarlegra brota á mannréttindum sjúklinga í þjónustu

Geðlæknar á geðsviði Landspítalans telja nauðsynlegt að upplýsa stjórnvöld og almenning um það grafalvarlega ástand sem ríkir í geðþjónustu á Íslandi. Sú staða sem upp er komin felur í sér kerfisbundin brot á mannréttindum sjúklinga, réttindum þeirra til mannlegrar reisnar, persónuverndar og næðis.

Það er orðið dagleg viðfangsefni í starfi okkar á geðdeildum að glíma við öryggisógnir í tengslum við alvarlegt plássleysi og skort á starfsfólki. Þrátt fyrir það er mikilvægt að undirstrika með skýrum hætti að slíkar aðstæður geta aldrei talist eðlilegar á neinn hátt og eru alltaf óréttlætanleg brot á grundvallarréttindum sjúklinga.

Vegna skorts á viðeigandi meðferðarrýmum og starfsfólki hefur það gerst að sjúklingar eru vistaðir í herbergjum, sem standast varla staðla fortíðar – hvað þá nútíðar, jafnvel svo dögum og vikum skiptir. Sú staðreynd er grafalvarleg og ber vott um neyðarástand í heilbrigðiskerfinu. Einungis er að þakka frumkvæði og aðlögunarhæfni yfirmanna og starfsfólks geðsviðs að hægt hefur verið að sinna áfram bráðveikum sjúklingum en alls ekki öllum þeim sem til geðsviðsins leita. Staðan á geðdeildum landsins er nú sú að aðstæður stríða gegn grundvallarreglum um trúnað og rétt sjúklinga til einkalífs, eins og kveðið er um í íslenskum lögum og alþjóðlegum mannréttindasamningum sem Ísland er aðili að.

Geðlæknar á geðsviði líta ekki á núverandi ástand sem einstaka frávik á tímum hraða og álags heldur langvarandi kerfisbundinn vanda sem stjórnvöld verða að axla ábyrgð á. Aðstæður eru orðnar þannig að hvorki er möguleiki á að tryggja öryggi sjúklinga né tryggja virðingu og reisn þeirra sem leita sér bráðrar geðheilbrigðisþjónustu.

Geðlæknar á geðsviði vilja enn fremur taka skýrt fram að bráðamóttaka geðsviðs er öryggisventill geðheilbrigðiskerfisins og álagstoppar afhjúpa í raun mun stærra vandamál heilbrigðiskerfisins á Íslandi. Umfjöllun í fjölmiðlum er því miður oft einskorðuð við birtingarmyndina í stað þess að líta á heildarmyndina. Það er kominn tími til að horfast í augu við vandamálið, það er ekki vandi geðsviðs, það er ekki vandi Landspítala, þetta er vandamál heilbrigðiskerfis sem er því miður komið að fótum fram og hefur ekki einu sinni svigrúm til að takast á við árstíðabundnar sveiflur.

Við hvetjum stjórnvöld til að bregðast tafarlaust við og tryggja að geðþjónusta á Íslandi uppfylli í hið minnsta lágmarksviðmið um mannréttindi, persónuvernd, öryggi og mannlega reisn. Þetta er ekki bara spurning um skipulag eða fjármögnun heldur um grundvallargildi samfélagsins og hvernig við komum fram við fólk í neyð.

Geðlæknar á geðsviði Landspítalans

Höfundur: Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar

Geðhjálp eru á meðal þeirra tuga aðila sem koma að Exit verkefninu, nýju samstarfsverkefni lögreglu, Fangelsismálayfirva...
11/12/2025

Geðhjálp eru á meðal þeirra tuga aðila sem koma að Exit verkefninu, nýju samstarfsverkefni lögreglu, Fangelsismálayfirvalda, félagasamtaka og sveitarfélaga hvað varðar stuðning við fanga að lokinni afplánun.

Vrkefnið var kynnt nýlega í fangelsinu á Hólmsheiði en frekari upplýsingar um verkefnið er að finna í athugasemd við þessa færslu 👇

Mynd: mbl.is

Dagurinn í dag, 10. desember, er Alþjóðlegi mannréttindadagurinn. Af því tilefni mun Geðhjálp standa fyrir opnu samtali ...
10/12/2025

Dagurinn í dag, 10. desember, er Alþjóðlegi mannréttindadagurinn. Af því tilefni mun Geðhjálp standa fyrir opnu samtali á Facebook síðu samtakanna þar sem Oddur Ástráðsson lögmaður mun svara spurningum er snúa að mannréttindum í geðheilbrigðisþjónustu.

Viðburðinum verður streymt á Facebook síðu Geðhjálpar og stendur öllum til boða að senda inn spurningar tengdar efninu á netfangið gedhjalp@gedhjalp.is eða í gegnum Facebook-síðuna (Messenger eða sem athugasemd við streymið).

Réttindi þín – mannréttindi í geðheilbrigðisþjónustuÁ morgun 10. desember er Alþjóðlegi mannréttindadagurinn. Af því til...
09/12/2025

Réttindi þín – mannréttindi í geðheilbrigðisþjónustu

Á morgun 10. desember er Alþjóðlegi mannréttindadagurinn. Af því tilefni mun Geðhjálp standa fyrir opnu samtali á Facebook síðu samtakanna þar sem Oddur Ástráðsson lögmaður mun svara spurningum er snúa að mannréttindum í geðheilbrigðisþjónustu.

Viðburðinum verður streymt á Facebook síðu Geðhjálpar og stendur öllum til boða að senda inn spurningar tengdar efninu á netfangið gedhjalp@gedhjalp.is eða í gegnum Facebook-síðuna (Messenger eða sem athugasemd við streymið).

Góður fundur með hópi fólks sem brennur fyrir bættum hag og mannréttindum barna frá víðu sjónarhorni.
05/12/2025

Góður fundur með hópi fólks sem brennur fyrir bættum hag og mannréttindum barna frá víðu sjónarhorni.

Við viljum benda á þetta áhugaverða námskeið sem er aðgengilegt á vef Rótarinnar og öllum opið án endurgjalds 👇Námskeiði...
26/11/2025

Við viljum benda á þetta áhugaverða námskeið sem er aðgengilegt á vef Rótarinnar og öllum opið án endurgjalds 👇

Námskeiðið felur í sér s*x fyrirlestra um mannréttindi og skaðaminnkun, áfalla- og kynjamiðaða nálgun, kynjaðar hliðar heimilisleysis, berskjöldun, vald, ógn merking-líkanið og þjónandi leiðsögn ásamt spurningum til íhugunar fyrir þáttakendur.

Velkomin á námskeiðið Mannréttindamiðuð nálgun í vinnu með konum. Þau sem starfa með konum með flóknar þjónustuþarfir, s.s. heimilislausum konum, ættu að hafa gagn af efninu.Á námskeiðinu er horft til þeirrar mannréttindamiðuðu þekkingar og hugmyndafræði sem Rótin hefur...

Address

Guðrúnartún 1
Reykjavík
105

Opening Hours

Monday 09:00 - 15:00
Tuesday 09:00 - 15:00
Wednesday 09:00 - 15:00
Thursday 09:00 - 15:00
Friday 09:00 - 12:00

Telephone

+3545701700

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Landssamtökin Geðhjálp posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Landssamtökin Geðhjálp:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram