10/11/2025
Í dag fór fram á Kjarvalsstöðum úthlutun úr Styrktarsjóði geðheilbrigðis. Þetta var í fimmta sinn sem sjóðurinn úthlutar til verkefna tengdum geðheilbrigðismálum. Í ár bárust sjóðnum metfjöldi umsókna eða 84 að samtals yfir 250 m.kr.
Tilgangur sjóðsins er að stuðla að framförum í geðheilbrigðismálum með því að veita styrki til verkefna sem geta bætt geðheilbrigði íbúa Íslands og/eða skilning þar á. Sjóðurinn hefur úthlutað 86 m.kr. til 85 verkefna á sl. fimm árum.
Sérstök áhersla var lögð á geðheilbrigði barna- og ungmenni þetta árið og það sést vel á þeim verkefnum sem sjóðurinn styrkir. Sjóðnum barst rausnarleg gjöf í apríl sl. en þá færði Skúli Helgason sjóðnum 3,4 m.kr. sem eyrnamerktar voru verkefnum tengdum börnum. Skúli varð sextugur í ár og hélt sérstaka styrktartónleika fyrir sjóðinn af því tilefni.
Fimm manna fagráð, skipað þeim Helgu Sif Friðjónsdóttur, en hún er formaður, Hrannari Jónssyni, Salbjörgu Bjarnadóttur, Páli Biering og Þórði Jónínusyni og Júlíusi Blómkvist Friðrikssyni, fór yfir umsóknirnar og lagði til við stjórn að 19 verkefni hlytu styrk í ár. Stjórn sjóðsins skipa þau: Svava Arnardóttir, formaður, Héðinn Unnsteinsson og Haraldur Flosi Tryggvason.
Stjórn samþykkti tillögur fagráðs og 19 verkefni hlutu styrk að þessu sinni og námu styrkupphæðirnar frá 250.000 kr. til 3.500.000 kr. Hér er listi yfir öll verkefnin sem hlutu styrk að þessu sinni:
Námskeið fyrir börn – Okkar heimur 3.500.000 kr.
Styrkur fyrir námskeið fyrir börn á aldrinum 10 til 15 ára sem eiga foreldra sem glíma við geðræn veikindi. Áherslan er á að skapa öruggt og hlýtt rými þar sem börn geta hitt jafningja í svipaðri stöðu, fræðst um geðheilsu og tilfinningar, og byggt uppsjálfsstyrk með skapandi nálgunum, hugleiðslu og samveru. Námskeiðin eru að kostnaðarlausu og leiðbeinendur eru fagfólk með sérþekkingu á starfi með börnum og fjölskyldum. Markmiðið er að efla seiglu barna, rjúfa einangrun og styrkja þau í að takast á viðdaglegt líf.
Foreldrastuðningur – Áróra Huld Bjarnadóttir 3.000.000 kr.
10 vikna námskeið fyrir foreldra með geðrænar áskoranir í samtarfi i við Okkar heim og Landspítala. Markmiðið að mæta foreldrum þar sem þau eru stödd og gefa þeim rými til að takast á við foreldrahlutverkið í aðstæðum sem geta verið afar krefjandi. Einnig að veita foreldrum stuðning við að endurheimta sjálfsmynd sína í foreldrahlutverkinu og mynda tengslanet við aðra í svipuðum sporum. Þýðing og aðlögun RDPED efnis að íslenskum aðstæðum. Hópnámskeið og einstaklingssviðtöl.
Mana fræðslu- og velsældarsíða – Framfarahugur 2.500.000 kr.
MANA er fræðslu-og velsældarvefsíða sem styður börn og ungmenni af erlendum uppruna, einkum flóttabörn. Vefsíðan gefur börnum og ungmennum á aldrinum 9–18 ára hagnýt verkfæri til að skilja réttindi sín, hlúa að geðheilsu, rækta sjálfsumönnun og efla félagsfærni. Efnið er sjónrænt, nærgætið og sniðið að aldri og þroska, með það að markmiði að styrkja seiglu, bæta líðan og draga úr félagslegri einangrun. Megintungumál efnis verður á arabísku.
IPS námsskrá – Traustur kjarni 2.500.000 kr.
Verkefnið miðar að því að þróa og samþætta Intentional Peer Support (IPS) í framhalds-og fullorðinsfræðslu með viðurkenndri námsskrá sem festir jafningjastarf í sessi sem formlega náms-og starfsleið. Með þessu er IPS þjálfun tengd íslenskum og evrópskum hæfniramma og skapað tækifæri til sjálfbærrar fjármögnunar, sérstaklega á landsbyggðinni (Símey og Fræðslumiðstöð Vestfjarða eru samstarfsaðilar).
Með tengsl við tauminn – Andrea Diljá Ólafsdóttir 2.000.000 kr.
Valdeflandi úrræði sem býður börnum með félagslegar, tilfinningalegar eða námslegar áskoranir tækifæri til að styrkja geðheilsu sína í öruggu og náttúrutengdu umhverfi með hestinum í lykilhlutverki. Verkefnið byggirá grunni þroska kenninga og Equine-Assisted Learning (EAL), þar sem áhersla er lögð á traust, sjálfsmynd, samskipti og ábyrgð. Með samvinnu heimilis, skóla og samfélags styður verkefnið við börn sem standa höllum fæti í hefðbundnu skólakerfinu með það að markmiði að efla vellíðan, þátttöku og trú á eigin getu.
KRAP – Valdís Björk Guðmundsdóttir 2.000.000 kr.
KRAP (kognitiv,Ressourcefokuseret og Anerkendende Pædagogik) er hagnýt og fagleg aðferðafræði sem hjálpar notendum velferðarþjónustu að ná markmiðum sínum, bæta líðan, og öðlast aukið sjálfstæði með aðstoð fagfólks sem nýtir skýr og einföld verkfæri. Innleiðing á þessari aðferðfræði mun skipta sköpun fyrir fjölmörg börn og ungmenni í framtíðinni. Sótt er um 1. fasa verkefnisins sem m.a. snýr að þýðingu tveggja bóka KRAP temaer og KRAP skemaer. Námskeið í kjölfarið. Markhópur: Ungmenni með félagslegar og námslegar áskoranir, einstaklingar með geðrænan vanda, fötlun eða langvarandi vanvirkni og einstaklinga sem vilja ná betri stjórn á eigin lífi.
Strákar spjalla saman – Barnaheill 1.500.000 kr.
Verkefnið byggir á valdeflingu unglingsstráka í gegnum einlægt samtal við aðra stráka. Tíu pláss eru í hverjum hópi og allir skuldbinda sig til að mæta og taka þátt af heilum hug gegnum allt ferlið. Hópurinn hittist 1x í viku 6 vikur í senn. Tveir hópstjórar stjórna samtalinu en í hverri viku er fyrirfram ákveðið viðfangsefni tekið fyrir s.s. geðheilsa og vanlíðan, kynlíf og klám, sjálfsmyndin, kynferðisofbeldi o.fl. Verkefnið er þjálfun í samskiptum, að rýna inn á við, taka afstöðu og æfa sig í að setja orð á tilfinningar í öruggu rými.
Geðveik list – Fyrirbæri 1.500.000 kr.
Samsýningin Geðveik list! í sýningarými Fyrirbæris er tileinkuð geðheilbrigði og miðar að því að skapa rými og áheyrn fyrir geðheilbrigðismál á Íslandi. Listamenn sem hafa tekist á við ýmsar geðrænar áskoranir á lífsleið sinni sýna verk sín og mynda þverfaglegt samtal um geðheilsu. Heimildarmynd og bókaútgáfa fylgja sýningunni og stuðla að aukinni vitund og umræðu um geðheilbrigði á Íslandi.
Handan hindrana – Sigurveig Jóhannsdóttir og Ingólfur Snær 1.200.000 kr.
Verkefni þar sem veitt verður einstaklingsmiðaðri þjónustu til barna og ungmenna á aldrinum 13-25 ára, sem glíma við fíkni- og fjölþættan vanda, og hafa leiðst út í afbrot. Nálgunin er byggð á jafningjagrunni þar sem leiðbeinendur eru bæði með neyslubakgrunn. Handan hindrana er hugmynd sem varð til í tengslum við LET(s) Lead verkefnið.
Koffortið hennar Korku – Heiðrún Helga Bjarnadóttir Back 1.000.000 kr.
Um er að ræða kennsluefni fyrir elstu börn leikskóla og yngstu börn grunnskóla um sorg og tilfinningar henni tengdri. Efnið var gefið út í Danmörku árið 2021, í samvinnu við Dönsku sorgarmiðstöðina og hefur notið mikilla vinsælda þar í landi. Sótt er um styrk til þess að þýða efnið, gefa út og dreifa til íslenskra leikskóla. Kennsluefnið kemur í vandaðri tösku sem inniheldur kennslubækur, verkefnahefti, tilfinninga-og samræðuspjöld og fleira sem hjálpar foreldrum og fagaðilum að ræða um dauðann við yngstu börnin.
Educational seminars on psychology – Olga Khodos 1.000.000 kr.
Fræðslunámskeið um sálfræði sem bjargráð fyrir fólk sem hefur orðið fyrir áföllum vegna stríðs, ofbeldis og flótta. Röð námskeiða um sálfræði og hagnýtar aðferðir fyrir Úkraínumenn á Íslandi sem flestir hafa gengið í gegnum miklar hremmingar sl. misseri. Námskeiðin eru kennd af Olgu Khodos, stofnanda verkefnis um geðheilbrigðisstuðning fyrir úkraínska flóttamenn á Íslandi.
Stuðningsfundir fyrir aðstandendur fólks með tvígreiningar – Það er von 1.000.000 kr.
Það er von mun bjóða upp á stuðningsfundi fyrir aðstandendur fólks með tvígreiningar (fíkn og aðrar geðraskanir). Boðið verður upp á faglega og hlýja umgjörð þar sem þátttakendur fá fræðslu, jafningjastuðning og hagnýtar leiðir til að takast á við flókna fjölskyldustöðu. Fundirnir byggja á tólf skipulögðum lotum með þemum á borð við meðvirkni, mörk, sjálfsstyrkingu og að lifa með óvissu. Lögð er áhersla á að aðstandendur fái tækifæri til að vinna í eiginbata, efliþrautseigju sína og finni von og samhengi í erfiðri lífsreynslu. Fundirnir eru leiddir af fagaðilum með sérþekkingu á fíkn og fjölskylduvanda.
Fræðsla um átraskanir fyrir fagfólk og almenning á landsbyggðinni – Elín Vigdís Guðmundsdóttir 1.000.000 kr.
Um er að ræða fræðsluferð um landsbyggðina með fundum fyrir fagfólk og almenning sem miða að því að fræða og styðja við samfélagið. Verkefnið er unnið í samstarfi við átröskunarteymi Landspítala og heilbrigðisstofnanir og fagaðila á hverjum stað. Verkefnið fer fram á Ísafirði, Akranesi, Akureyri, Egilsstöðum og í Vestmannaeyjum, og er unnið í nánu samstarfi við heilbrigðisstofnanir og fagfólk á hverjum stað. Munu fagaðilar frá átröskunarteymi Landspítala koma að gerð og yfirlestri fræðsluefnis, ásamt því aðkoma með í a.m.k. eina af ferðunum.
Stuðning við verðandi mæður af erlendum uppruna og fyrsta árið eftir barnsburð - Paulina Kołtan-Janowska 600.000 kr.
Stuðning við verðandi mæður af erlendum uppruna og fyrsta árið eftir barnsburð. Verkefninu er ætlað að bjóða upp á menningarnæma, ókeypis stuðningshópa sem sniðnir eru að þörfum erlendra mæðra á Íslandi og veita öruggt, óformlegt rými til jafningjatengsla og tilfinningalegs stuðnings. Með því að minnka félagslega einangrun og styrkja mæður stuðlar verkefnið ekki aðeins að betra geðheilbrigði mæðra, heldur einnig að seiglu fjölskyldna og jákvæðum þroska barna.
Leiðin að ljósinu – Guðmundur Magnússon 250.000 kr.
Heimildarmynd í vinnslu eftir Guðmund Magnússon, kvikmyndagerðarmann og ljóðskáld. Hún byggir á táknrænum gjörningi hans: daglegumgöngum að Garðskagavita í heilt ár, til stuðnings geðheilbrigði og Píeta-samtökunum. Myndin fangar eitt sjónarhorn á hverjum degi og fléttar saman náttúru, hljóð, sögu Guðmundar og raddir þeirra sem glíma við andleg veikindi, þar á meðal börn og ungmenni. Verkefnið stuðlar að vitundarvakningu, samtali og von.
Ferðafélagið Víðsýn – 250.000 kr.
Ferðafélagið Víðsýn er sjálfstætt starfandi félag, rekið innan Vinjar Dagseturs. Stjórn þess er skipuð starfsfólki og gestum Vinjar. Allar ferðir eru farnar með leiðsögn og stuðningi starfsfólks og sjálfboðaliða Vinjar. Markmið er að draga úr félagslegri einangrun, auka víðsýni og virkni auk þess að efla sjálfstæði og sjálfsmynd þátttakenda.
FC Sækó – 250.000 kr.
Knattspyrnufélagið Sækó hefur haldið úti fótboltaæfingum til að efla og auka virkninotendahóp fólks með geðraskanir og gefa þeim tækifæri til að iðka knattspyrnu sem og að draga úr fordómum. Meirihluti þátttakenda Sækó tengjast geð-eða velferðarsviði og/eða úrræðum því tengdu en frá upphafi hafa allir verið velkomnir að æfa og/eða spila með félaginu. Styrkur til að niðurgreiða æfingatíma yfir veturinn.
Skák í anda fólks með geðraskanir – Vinaskákfélagið 250.000 kr.
Vinaskákfélagið hlúir að skáklífinu í Vin, jafnframt því að efna til viðburða í þágu fólks með geðraskanir, í samvinnu við athvörf, búsetukjarna, geðdeildir, félagasamtök og einstaklinga. Tilgangi sínum hyggst Vinaskákfélagið ná með skákæfingum, skákmótum, fræðslu og viðburðum.
HLJÓMAFL – Þórður Kári Steinþórsson 250.000 kr.
HLJÓMAFL er nýstárlegt virkniúrræði fyrir ungt fólk með geðrofssjúkdóma á meðferðargeðdeild Landspítalans. Með þátttöku í Hljómafli fá þátttakendur jöfn tækifæri til að nýta listsköpun sem hluta af meðferð sinni og styrkja þannig eigin stöðu og rödd. Verkefnið hefur opnað nýjar leiðir í endurhæfingu geðheilbrigðisþjónustu hér á landi og fært inn ferska nálgun sem byggir á sköpun, samvinnu og valdeflingu. Styrkurinn er til endurnýjunar hljóðfæra og tækjabúnaðar.
Myndir: Mummi Lú