Samhjálp Félagasamtök

Samhjálp Félagasamtök Samhjálp félagasamtök hafa starfað að góðgerðarmálum og hjálparstarfi í rúmlega hálfa öld. Við bjóðum morgunkaffi, meðlæti og heita máltíð í hádeginu.

Starfsemi Samhjálpar

Markmið Samhjálpar er að veita bjargir til þeirra einstaklinga sem finna sig á jaðri samfélagsins vegna sjúkdóma, fátæktar eða annarra samfélagslegra áskorana. Samhjálp á sér yfir 50 ára sögu og hefur kjarni starfseminnar falist í því að standa vörð um þá sem minna mega sín eða glíma við áfengis- og vímaefnavanda. Höfuðstöðvar Samhjálpar eru í Skútuvogi 1g, 104 Rvk. Þar eru skrifstofur, útgáfa Samhjálparblaðsins og miðstöð fjáröflunar. Kaffistofa Samhjálpar skiptist í tvo þjónustuhluta, eldhúsið þar er maturinn eldaður fyrir kaffistofuna og er staðsett í Lynghalsi 3 og matsalurinn er tímabundið í Hátún 2, en flytur í lok árs á Grensásveg 46. Þar er opið alla daga ársins frá kl. 10-14. Kaffistofan er ætluð þeim sem eru í neyð og hafa ekki tök á að sjá sér fyrir mat sjálfir. Kaffistofan er eingöngu fyrir fullorðna yfir 18 ára aldri og ekki viðeigandi að börn komi þangað inn. Við gefum allt að 250 máltíðir á dag og hundrað þúsund máltíðir àrlega. Samhjálp rekur elsta meðferðarheimili landsins, Hlaðgerðakot í Mosfellsdal. Þar eru um 30 einstaklingar í meðferð á hverjum tíma og að jafnaði um 100 manns á biðlista eftir meðferð. Einnig höfum við umsjón með áfanga- og stuðningsheimilinunum að M18 í Reykjavík og D27 í Kópavogi. Samhjálparsamkomur eru alla fimmtudaga kl. 20 - en byrjum á mat og samfélagi kl. 19 þar sem matur er seldur á kostnaðaverði. Samkomur er haldnar í húsi Fíladelfíu, Hátúni 2- samkoan er í aðalsal og maturinn í kaffisal kirkjunnar. Allir eru hjartanlega velkomnir á þessar stundir. Nánari upplýsingar um starfsemi Samhjálpar á www.samhjalp.is

Um þessi jól tókst okkur að gleðja 350 manns með góðri bókagjöf.  Allir fangar, vistmenn í Hlaðgerðarkoti, íbúar á áfang...
31/12/2025

Um þessi jól tókst okkur að gleðja 350 manns með góðri bókagjöf. Allir fangar, vistmenn í Hlaðgerðarkoti, íbúar á áfangaheimilum okkar og margir fleiri njóta gjafmildi Samhjálpar um jólin en við gætum ekkert gefið án stuðnings fyrirtækja og að þessu sinni voru það bókaútgáfurnar Sögur og Benedikt sem gerðu okkur það kleift að færa fólki áhugavert lesefni.

Árlega hefur Samhjálp verið meðal öflugustu gefenda jólagjafa á landinu en allir er sitja í fangelsi um jól fá glaðning frá Samhjálp, vistmenn í Hlaðgerðarkoti, íbúar á áfangaheimilum okkar og allir þeir sem koma við á Kaffistofunni fá eitthvað með sér. Nú þegar allir ha...

Góðar fréttir voru að berast. Sjúkratryggingar og SÁÁ hafa undirritað nýjan heildarsamning um meðferð við fíknisjúkdómum...
19/12/2025

Góðar fréttir voru að berast. Sjúkratryggingar og SÁÁ hafa undirritað nýjan heildarsamning um meðferð við fíknisjúkdómum. Þessi samningur felur í sér mikilvæga viðurkenning á fíknisjúkdómum sem alvarlegum heilsfarsvanda og er skref í átt betri meðferðarúrræðum: https://wix.to/gP3wDAB

Sjúkratryggingar og SÁÁ hafa undirritað nýjan heildarsamning um meðferð við fíknsjúkdómi. Samningurinn markar tímamót í íslenskri heilbrigðisþjónustu og felur í sér mikilvæga viðurkenningu á fíknsjúkdómi sem alvarlegum og langvinnum heilbrigðisvanda sem krefst samfelldrar ...

Oddfellow-stúkan Hallveig ákvað að styrkja Samhjálp um 500.000 kr. fyrir þessi jól. Við erum einstaklega þakklát stúkubr...
15/12/2025

Oddfellow-stúkan Hallveig ákvað að styrkja Samhjálp um 500.000 kr. fyrir þessi jól. Við erum einstaklega þakklát stúkubræðrum í Hallveigu og öllum meðlimum Oddfellow-reglunnar sem sýnt hefur Samhjálp ómetanlegan stuðning í gegnum tíðina: https://wix.to/1gDyzNb

Desember er skemmtilegur tími á skrifstofu Samhjálpar. Hingað kemur fjöldinn allur af riddurum kærleikans boðnir og búnir til að hjálpa okkur að hjálpa öðrum. Í þeirra hópi eru meðlimir Oddfellow-stúkunnar Hallveigar en þeir ákváðu að styrkja Samhjálp um 500.000 kr. nú í d...

Hópur starfsfólks frá stoðtækjafyrirtækinu Össuri  kom og lagði okkur lið við að pakka inn jólagjöfum. Það munar sannarl...
15/12/2025

Hópur starfsfólks frá stoðtækjafyrirtækinu Össuri kom og lagði okkur lið við að pakka inn jólagjöfum. Það munar sannarlega um svona hjálp. Við hjá Samhjálp þökkum Össuri innilega fyrir samveruna og dugnaðinn: https://wix.to/0w3WWqd

Á skrifstofu Samhjálpar ríkir hrein jólagleði þessa dagana. Við höldum áfram að pakka hundruðum jólagjafa og njótum hjálpar ótal sjálfboðaliða sem vilja leggja okkur lið. Nýlega kom hópur frá stoðtækjafyrirtækinu Össuri og vann af slíku öryggi og natni við að bæta í g...

ASÍ veitir Samhjálp rausnarlegan styrk núna fyrir jólin. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók við styrknum úr hendi Finnbjör...
12/12/2025

ASÍ veitir Samhjálp rausnarlegan styrk núna fyrir jólin. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók við styrknum úr hendi Finnbjörns A. Hermannssonar forseta ASÍ: https://wix.to/YHuxtOn

Þær ánægjulegu fréttir bárust nýlega til skrifstofu Samhjálpar að ASÍ hafi ákveðið að styrkja mikilvægt starf Samhjálpar í aðdraganda jólanna um 800.000 kr. Í dag kom svo Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ færandi hendi inn í Skútuvog og afhenti Guðrúnu Ágústu Guðmund...

Við þurfum aðstoð við að prófa próf.Á hverju ári sameinast Íslendingar um að taka þátt í starfi Kaffistofu Samhjálpar me...
12/12/2025

Við þurfum aðstoð við að prófa próf.

Á hverju ári sameinast Íslendingar um að taka þátt í starfi Kaffistofu Samhjálpar með því að styrkja sem nemur einni eða fleiri hátíðarmáltíðum. Kaffistofan gefur 250-300 máltíðir á dag og við erum þakklát fyrir stuðninginn.

Til að vekja athygli á söfnuninni langar okkur að spyrja Íslendinga um algeng atriði sem við sameinumst ekki endilega um 😊 Það getur verið hvort þú myndir velja rauða molann eða gula molann, Home Alone eða Grinch og svo framvegis.

Okkur langar að biðja ykkur, fylgjendur á Facebook, að taka prófið til að fá fyrstu niðurstöðurnar. Smellið hérna fyrir neðan og vonandi fáum við loksins botn í það hvort Íslendingar vilji frekar gular eða grænar baunir með sinni jólamáltíð.

Sýndu okkur hvað þú vilt helst og við segjum þér hvað jólavalkostir eru vinsælastir hjá þjóðinni í ár.

Sannur jólaandi ríkir á skrifstofu Samhjálpar um þessar mundir þökk sé Nóa Síríus og fleiri styrktaraðilum sem gera okku...
10/12/2025

Sannur jólaandi ríkir á skrifstofu Samhjálpar um þessar mundir þökk sé Nóa Síríus og fleiri styrktaraðilum sem gera okkur kleift að gefa um það bil 350 jólagjafir í ár: https://wix.to/87uw1ev

Á hverju ári gefur Samhjálp um það bil 350 jólagjafir til þeirra er sitja í fangelsum landsins og skjólstæðinga samtakanna. Hér á skrifstofunni er ævinlega líf og fjör þegar sjálfboðaliðar frá fyrirtækjum og stofnunum koma til að hjálpa okkur að pakka. Við gætum hins vegar...

Elín Theodóra Jóhannesdóttir var svo heppin að vera dregin út í kaffibollaleik Samhjálpar. Hún kom við á skrifstofunni o...
08/12/2025

Elín Theodóra Jóhannesdóttir var svo heppin að vera dregin út í kaffibollaleik Samhjálpar. Hún kom við á skrifstofunni og fékk vinninginn afhentan. : https://wix.to/IzT8TAK

Í tilefni kaffibollasöfnunar okkar var skellt í laufléttan kaffibollaleik fyrir þá sem vildu styrkja okkur. Fólk tók háþróað persónuleikapróf til að komast að því hvort það væri flippaður karamellufrappó eða áreiðanlegur uppáhelltur. Einn úr hópi þeirra sem kaus að auk...

08/12/2025

Nýlega var haldin ráðstefna hér á landi um þjónandi forystu og þann ávinning sem hafa má af að tileinka sér þá hugmyndafræði sem hún byggir á. Flestir Íslendingar muna að Georg Bjarnfreðarson var sjálfskipaður stjórnandi bensínstöðvarinnar í Næturvaktarþáttunum og stj....

Address

Skútuvogur 1g
Reykjavík
201

Opening Hours

Monday 10:00 - 15:00
Tuesday 10:00 - 15:00
Wednesday 10:00 - 15:00
Thursday 10:00 - 15:00
Friday 10:00 - 15:00

Telephone

5611000

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Samhjálp Félagasamtök posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Samhjálp Félagasamtök:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Our Story

Starfsemi Samhjálpar Markmið Samhjálpar er að veita bjargir til þeirra einstaklinga sem halloka hafa farið í lífinu, vegna sjúkdóma, fátæktar eða annarra samfélagslegra vandamála og með því stuðla að velferð og sjálfsbjörg þeirra. Hjálparstarf Samhjálpar á sér 45 ára sögu og allan þann tíma hafa samtökin staðið vaktina fyrir þá sem minna mega sín eða glíma við áfengis- og vímaefnavanda.

Samhjálp

Samhjálp rekur meðferðarheimili fyrir 30 einstaklinga. Fjögur áfangahús og kaffistofu fyrir þá sem minna mega sín, og nytjamarkað. Að staðaldri eru 90 manns í langtímaúrræði á vegum Samhjálpar á hverjum degi.

Eftirtalin úrræði eru á vegum Samhjálpar. Meðferðaheimilið Hlaðgerðarkot; Áfangahúsið Brú; Áfangahúsið Spor; Áfanga- og stuðningsbýlið M18 og Nýbýlavegi 30; Kaffistofan Borgartúni og Nytjamarkaður í Ármúla.