Samhjálp Félagasamtök

Samhjálp Félagasamtök Samhjálp félagasamtök hafa starfað að góðgerðarmálum og hjálparstarfi í rúmlega hálfa öld. Við bjóðum morgunkaffi, meðlæti og heita máltíð í hádeginu.

Starfsemi Samhjálpar

Markmið Samhjálpar er að veita bjargir til þeirra einstaklinga sem finna sig á jaðri samfélagsins vegna sjúkdóma, fátæktar eða annarra samfélagslegra áskorana. Samhjálp á sér yfir 50 ára sögu og hefur kjarni starfseminnar falist í því að standa vörð um þá sem minna mega sín eða glíma við áfengis- og vímaefnavanda. Höfuðstöðvar Samhjálpar eru í Skútuvogi 1g, 104 Rvk. Þar eru skrifstofur, útgáfa Samhjálparblaðsins og miðstöð fjáröflunar. Kaffistofa Samhjálpar skiptist í tvo þjónustuhluta, eldhúsið þar er maturinn eldaður fyrir kaffistofuna og er staðsett í Lynghalsi 3 og matsalurinn er tímabundið í Hátún 2, en flytur í lok árs á Grensásveg 46. Þar er opið alla daga ársins frá kl. 10-14. Kaffistofan er ætluð þeim sem eru í neyð og hafa ekki tök á að sjá sér fyrir mat sjálfir. Kaffistofan er eingöngu fyrir fullorðna yfir 18 ára aldri og ekki viðeigandi að börn komi þangað inn. Við gefum allt að 250 máltíðir á dag og hundrað þúsund máltíðir àrlega. Samhjálp rekur elsta meðferðarheimili landsins, Hlaðgerðakot í Mosfellsdal. Þar eru um 30 einstaklingar í meðferð á hverjum tíma og að jafnaði um 100 manns á biðlista eftir meðferð. Einnig höfum við umsjón með áfanga- og stuðningsheimilinunum að M18 í Reykjavík og D27 í Kópavogi. Samhjálparsamkomur eru alla fimmtudaga kl. 20 - en byrjum á mat og samfélagi kl. 19 þar sem matur er seldur á kostnaðaverði. Samkomur er haldnar í húsi Fíladelfíu, Hátúni 2- samkoan er í aðalsal og maturinn í kaffisal kirkjunnar. Allir eru hjartanlega velkomnir á þessar stundir. Nánari upplýsingar um starfsemi Samhjálpar á www.samhjalp.is

Góðar fréttir frá heilbrigðisráðuneytinu. Ákveðið hefur verið að veita 10 milljóna króna styrk til undirbúnings náms í á...
10/11/2025

Góðar fréttir frá heilbrigðisráðuneytinu. Ákveðið hefur verið að veita 10 milljóna króna styrk til undirbúnings náms í áfengis og vímuefnaráðgjöf við Háskólann á Akureyri. Stefnt er að því að um verði að ræða þriggja ára nám til BA-gráðu og að hægt verði að taka inn fyrstu nemendur næsta haust.

Á vef stjórnarráðssins kemur fram að heilbrigðisráðuneytið hefur gert samning við Háskólann á Akureyri um tíu milljóna króna styrk vegna undirbúnings námsbrautar í áfengis- og vímuefnaráðgjöf við skólann. Námið verður þriggja ára nám til BS-prófs (180 ECTS eininga n....

Starfsfólk Samhjálpar kveður Bjarna Geir Alfreðsson matreiðslumeistara og minnist af mikilli hlýju óþreytandi eljusemi h...
04/11/2025

Starfsfólk Samhjálpar kveður Bjarna Geir Alfreðsson matreiðslumeistara og minnist af mikilli hlýju óþreytandi eljusemi hans í starfi fyrir Kaffistofu Samhjálpar. https://wix.to/PqHppUT

Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður lést þann 27. október síðastliðinn. Hann var einn þeirra er unnu ómetanlegt starf á Kaffistofunni og starfsfólk Samhjálpar minnist hans með mikilli hlýju. Bjarni var 74 ára fæddur í Reykjavík þann 30. maí árið 1951. Hann lauk prófi sem ...

Kaffistofan hefur fengið nýtt húsnæði að Grensásvegi 46 - Nú vantar okkur sjálfboðaliða til að taka þátt í að standsetja...
30/10/2025

Kaffistofan hefur fengið nýtt húsnæði að Grensásvegi 46 -
Nú vantar okkur sjálfboðaliða til að taka þátt í að standsetja það húsnæði, svo það verði til í tæka tíð í desember:

Það er búið að hanna og skipuleggja en nú þurfum við rífa af parket og þrífa, svo vantar málara og smiði og duglegar hendur.

Verkefni:
-taka parket
-smíða
-þrífa
-mála, sparsla

Átt þú lausan tíma til að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni?
Þá máttu endilega hafa samband í síma 561-1000 eða senda okkur tölvupóst á samhjalp@samhjalp.is.

Kokkalandsliðið hefur ævinlega séð um að elda kótiletturnar fyrir Kótilettukvöld Samhjálpar og að þessu sinni var það lá...
23/10/2025

Kokkalandsliðið hefur ævinlega séð um að elda kótiletturnar fyrir Kótilettukvöld Samhjálpar og að þessu sinni var það lávarðadeildin sem sá um að maturinn væri óaðfinnanlegur.

Kokkalandsliðið hefur í mörg ár séð um að elda matinn fyrir Kótilettukvöld Samhjálpar og í ár var það lávarðadeildin sem mætti og sá til þess að kótiletturnar og meðlætið væru óaðfinnanleg. Lávarðarnir og lafðirnar eru þeir kokkar landsliðsins sem eru komnir á virð...

Stórkostlegu Kótilettukvöldi Samhjálpar er lokið. Um leið og við þökkum öllum þeim fjölmörgu sem komu og glöddust með ok...
20/10/2025

Stórkostlegu Kótilettukvöldi Samhjálpar er lokið. Um leið og við þökkum öllum þeim fjölmörgu sem komu og glöddust með okkur viljum við minna á að þið hafið hjálpað okkur til að hjálpa öðrum og saman getum við breytt miklu:

Árlegt Kótilettukvöld Samhjálpar var haldið miðvikudaginn 15. október og óhætt að segja að gleðin hafi verið ríkjandi meðal þátttakenda. Hver einasti miði seldist og fullt út úr dyrum af frábæru fólki sem kom til að gleðjast með starfsfólki Samhjálpar og hjálpa okkur að...

Takk fyrir dásamlegt Kótilettukvöld! 💙 Kvöldið var fullt af góðum mat, hlátri og hlýjum félagsskap. Allur ágóði af miðas...
17/10/2025

Takk fyrir dásamlegt Kótilettukvöld! 💙 Kvöldið var fullt af góðum mat, hlátri og hlýjum félagsskap. Allur ágóði af miðasölunni rennur beint til Samhjálpar. Við hlökkum til næsta árs – sjáumst þá!

Stórkostlegt Kótilettukvöld Samhjálpar er að baki og okkur er þakklæti efst í huga. Stemningin í salnum og gleðin var ná...
16/10/2025

Stórkostlegt Kótilettukvöld Samhjálpar er að baki og okkur er þakklæti efst í huga. Stemningin í salnum og gleðin var nánast áþreifanleg þegar frábært tónlistarfólk gladdi okkur með söng og tónum og einlægni þeirra er deildu sögu sinni frá fíkn til frelsis snerti alla. Takk allir fyrir að gera kvöldið ógleymanlegt.

Troðfullt var út úr dyrum á Kótilettukvöldi Samhjálpar í gær. Stemmningin í salnum var ótrúleg og gleðin skein af hverjum manni. Við, starfsfólk Samhjálpar, erum innilega þakklát öllum þeim sem lögðu hönd á plóg, Kokkalandsliðið okkar stórkostlega, sjálfboðliðarnir sem...

☕ Kaffibollinn sem skiptir máli!Þú getur gefið bolla sem breytir degi einhvers. Það tekur aðeins örfáar sekúndur, en hlý...
15/10/2025

☕ Kaffibollinn sem skiptir máli!
Þú getur gefið bolla sem breytir degi einhvers. Það tekur aðeins örfáar sekúndur, en hlýjan sem hann veitir varir lengi. 💛

👉 Gefðu bolla á https://sofnun.samhjalp.is/

Veist þú hvernig fátækt leikur manneskjur eða hvað felst í því að vera fátækur? Hér er tækifæri til að láta reyna á þekk...
15/10/2025

Veist þú hvernig fátækt leikur manneskjur eða hvað felst í því að vera fátækur? Hér er tækifæri til að láta reyna á þekkingu sína.

HlustaEAPN á Íslandi og kjarahópur ÖBÍ réttindasamtaka standa að fræðsluprófi um fátækt fyrir almenning í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi gegn fátækt, 17. október. Prófið er aðgengilegt neðar á þessari síðu...

Kótilettukvöld Samhjálpar verður haldið annað kvöld á Hilton Hótel Nordica. Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér...
14/10/2025

Kótilettukvöld Samhjálpar verður haldið annað kvöld á Hilton Hótel Nordica. Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða. Við hvetjum alla til að fara inn á tix.is tryggja sér sæti því miðarnir hverfa hratt. https://wix.to/I5dF4Rm.

Við minnum á að Kótilettukvöld Samhjálpar verður haldið annað kvöld, 15. október á Hilton Hótel Nordica. Enn eru einhverjir miðar eftir en þeim fækkar óðum svo nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér aðgang að þessu skemmtilegasta partíi ársins. Miðarnir eru seldi...

Address

Skútuvogur 1g
Reykjavík
201

Opening Hours

Monday 10:00 - 15:00
Tuesday 10:00 - 15:00
Wednesday 10:00 - 15:00
Thursday 10:00 - 15:00
Friday 10:00 - 15:00

Telephone

5611000

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Samhjálp Félagasamtök posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Samhjálp Félagasamtök:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Our Story

Starfsemi Samhjálpar Markmið Samhjálpar er að veita bjargir til þeirra einstaklinga sem halloka hafa farið í lífinu, vegna sjúkdóma, fátæktar eða annarra samfélagslegra vandamála og með því stuðla að velferð og sjálfsbjörg þeirra. Hjálparstarf Samhjálpar á sér 45 ára sögu og allan þann tíma hafa samtökin staðið vaktina fyrir þá sem minna mega sín eða glíma við áfengis- og vímaefnavanda.

Samhjálp

Samhjálp rekur meðferðarheimili fyrir 30 einstaklinga. Fjögur áfangahús og kaffistofu fyrir þá sem minna mega sín, og nytjamarkað. Að staðaldri eru 90 manns í langtímaúrræði á vegum Samhjálpar á hverjum degi.

Eftirtalin úrræði eru á vegum Samhjálpar. Meðferðaheimilið Hlaðgerðarkot; Áfangahúsið Brú; Áfangahúsið Spor; Áfanga- og stuðningsbýlið M18 og Nýbýlavegi 30; Kaffistofan Borgartúni og Nytjamarkaður í Ármúla.