Spoex, samtök psoriasis- og exemsjúklinga

Spoex, samtök psoriasis- og exemsjúklinga Spoex var stofnað 1972 og starfrækir göngudeild fyrir fólk með húðsjúkdóma í Bolholti 6. Spoex eru félagasamtök og standa meðal annars að fræðslu.

SPOEX er líknarfélag og var stofnað þann 15. nóvember 1972. Það starfrækir í dag skrifstofu og göngudeild fyrir fólk með húðsjúkdóma í eigin húsnæði að Bolholti 6 í Reykjavik. Á göngudeildinni, sem starfar undir eftitliti sérfræðings í húðsjúkdómum, er boðið upp á UVB ljósameðferð samkvæmt tilvísun frá húðsjúkdómalæknum. 2 skápar, 1 handa- og fótaljós og 3 ljósagreiður eru á göngudeildinni. Hlutverk félagasamtakanna er að standa vörð um hagsmuna tengsl félagsmanna, standa að reglubundinni fræðslu og miðla málefnum til félagsmanna. Félagsmenn Spoex eru um 1.200. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra, eru psoriasissjúklingar. Nokkrir félagsmenn eru velunnarar og styrktarfélagar. Markmið Spoex er fyrst og fremst að gæta réttar sjúklinganna og stuðla að betra og ríkara lífi þeirra með fræðslustarfsemi og kynningu á sjúkdómunum. Stjórn félagsins skipa 7 manns, þar af eru 2 varamenn og er öll vinna stjórnar unnin í sjálfboðavinnu. Jafnframt hafa margir félagsmenn og velunnarar vítt og breitt um landið lagt félaginu lið í gegnum tíðina. Hjá félaginu starfa þrír sjúkraliðar og einn skrifstofustjóri, með aðsetur í Bolholti.

Þorsteinn Þorsteinsson skrifstofustjóri
Eygló Héðinsdóttir sjúkraliði
Steinunn Oddsdóttir sjúkraliði

Á landsbyggðinni eru 16 SPOEX deildir: Á Akureyri, Blönduósi, Borgarnesi, Egilsstöðum, Patreksfirði, Húsavík, Höfn, Ísafirði, Keflavík, Sauðárkróki, Selfossi, Seyðisfirði, Siglufirði, Stykkishólmi, Vestmannaeyjum og Vík í Mýrdal.

Flotti lip balm frá Decubal er kominn í lit 😍 fæst hjá okkur í Spoex í Bolholti 6, Rvk. Flott í jólapakka fyrir vinkonu,...
17/11/2025

Flotti lip balm frá Decubal er kominn í lit 😍 fæst hjá okkur í Spoex í Bolholti 6, Rvk. Flott í jólapakka fyrir vinkonu, systur, mömmu eða ömmu.💕

Nokkar myndir frá fræðslukvöldi á alþjóðadegi psoriasis þar sem við rýndum í það nýjasta sem hefur komið fram á húðlækna...
06/11/2025

Nokkar myndir frá fræðslukvöldi á alþjóðadegi psoriasis þar sem við rýndum í það nýjasta sem hefur komið fram á húðlæknaráðstefnum á þessu ári, og fengum innsýn í bæði húð- og hárheilbrigði – ásamt nýjustu þekkingu á psoriasis gigt. Takk fyrir komuna!

Erum með þessa 2 pakka sem eru snilld í jólagjöf! ⛄🎅🏼Kérastaste - frábært gegn hárlos, veikt hár og styrkir hárið.Maria ...
05/11/2025

Erum með þessa 2 pakka sem eru snilld í jólagjöf! ⛄🎅🏼

Kérastaste - frábært gegn hárlos, veikt hár og styrkir hárið.
Maria Nila - Vegan vörur, kemur í veg fyrir flösu myndum, hindrar hárlos og róar hársvörð.

Bæði fyrir konur og karla 😁

Í dag sameinast alþjóðasamfélagið og fagnar alþjóðadegi psoriasis. Í ár einbeitum við okkur að þeim sannleika að psorias...
29/10/2025

Í dag sameinast alþjóðasamfélagið og fagnar alþjóðadegi psoriasis. Í ár einbeitum við okkur að þeim sannleika að psoriasis er ekki bara húðsjúkdómur, hann er langvinnur kerfisbundinn sjúkdómur og honum geta fylgt fylgisjúkdómar. Þeir sem eru með psoriasis eiga í meiru hættu með að fá hjarta- og æðasjúkdóma, efnaskiptavandamál, sykursýki 2, þunglyndi og kvíða og bólgusjúkdóma í meltingarvegi. Við tölum því um domino áhrifin. Með fræðslu, skilningi og réttum stuðningi getum við dregið úr þessum áhrifum og bætt lífsgæði fólks sem lifir með psoriasis 💜

28/10/2025

Lokað verður í SPOEX Reykjavík í dag þar sem appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út á höfuðborgarsvæðinu vegna mikillar snjókomu.

25/10/2025

Í þessu stutta myndbandi segir Ingvar Ágúst Ingvarsson, forseti IFPA og formaður SPOEX, frá viðburði sem skipulagður var til að koma saman virtum hópi leiðtoga í heilbrigðismálum um allan heim, tilgangi fundarins og þeim áhrifum sem vonast er til að ná.

Minnum á opnunartíma á morgun 24.10.25 föstudag er styttri opnunartími kl 10 -14
23/10/2025

Minnum á opnunartíma á morgun 24.10.25 föstudag er styttri opnunartími kl 10 -14

Við í Spoex styðjum kvennaverkfallið! Lokum á föstudaginn 24.10.25 kl 14:00
20/10/2025

Við í Spoex styðjum kvennaverkfallið!
Lokum á föstudaginn 24.10.25 kl 14:00

14/10/2025

Alþjóðadagur psoriasis - Takið daginn frá

📅 Dagsetning: 29. október
🕓 Tími: 17:00 – 19:00
📍 Staðsetning: ÖBÍ - Mannréttindahúsið, Sigtúni 42, 105 Reykjavík

Ertu með tilvísun fyrir ljósameðferð ?
08/10/2025

Ertu með tilvísun fyrir ljósameðferð ?

Address

Bolholt 6
Reykjavík
105

Opening Hours

Monday 10:00 - 18:00
Tuesday 16:00 - 19:00
Wednesday 10:00 - 18:00
Thursday 16:00 - 19:00
Friday 10:00 - 17:00

Telephone

+3545889620

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Spoex, samtök psoriasis- og exemsjúklinga posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Spoex, samtök psoriasis- og exemsjúklinga:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram