19/12/2025
Halla Tómasdóttir á hrós skilið að opna sig um erfiða reynslu í æsku ❤️ Nauðsynlegt er að staðið verði miklu betur að málefnum barna á Íslandi, bæði hvað varðar öflugar forvarnir og fyrirbyggja ofbeldi gegn börnum sem og grípa börnin og fjölskyldur þeirra strax og haldið sé vel utan um þau, áfallameðferð og stuðningur. Úrræðin eru til í einkageiranum sem samanstendur af bæði reynslumiklum sérfræðingum sem búa jafnframt yfir víðtækri þekkingu.
Bóndi sem Halla Tómasdóttir forseti Íslands var send í sveit til í æsku braut á henni kynferðislega. Halla opnaði sig ekki um brotin fyrr en hún var 23 ára. Hún veltir fyrir sér hvort sáttamiðlun væri betur til þess fallin að gera upp kynferðisbrotamál en réttarkerfið.