Mörkin, íbúðir 60+

Mörkin, íbúðir 60+ Íbúðir fyrir 60 ára og eldri við Suðurlandsbraut 58-62 & 68-70

Ekki er langt síðan konukvöld var haldið í Kaffi Mörk en nú var komið að herrunum að gera sér glaðan dag. Stundvíslega k...
03/11/2025

Ekki er langt síðan konukvöld var haldið í Kaffi Mörk en nú var komið að herrunum að gera sér glaðan dag. Stundvíslega klukkan 17. 30 voru rúmlega 20 herrar sem búa hjá Íbúðum 60+ mættir í Kaffi Mörk, tilbúnir að njóta stundarinnar í góðra vina hópi.

Stefán Pálsson sagnfræðingur og bjóráhugamaður kom og sagði frá tilurð bjórs og öls, það er víst munur á þessu tvennu. Hann lagði til kaup á fimm bjórtegundum, einum bjór frá Tékklandi, einum frá Belgíu, einum frá Bretlandi, einum frá Þýskalandi og einum frá Íslandi sem við buðum gestum upp á. Þetta voru fimm mismunandi bjórtegundir, allt frá „venjulegum“ bjór til dökks porters og yfir í „mysukenndan“ bjór. 🍺
Stefán fylgdi hverri tegund úr hlaði með fræðslu og skemmtilegheitum, eins og honum einum er lagið. Sumir gestanna skoluðu svo niður smakkbjórnum með sterkum Bola.

Mikil ánægja var með kvöldið meðal gesta og ekki örgrannt um að flestir þeirra hlakki til næsta karlabjórkvölds sem verður haldið seinni hluta októbermánaðar á næsta ári. 🥰
Það er næsta víst, eins og Bjarni Fel heitinn hefði orðað það, að þá verður Stefán Pálsson beðinn um að koma aftur til okkar og fræða okkur enn frekar um framandi slóðir áfengs öls.

Það voru prúðbúnar konur sem mættu á Kaffi Mörk í síðustu viku þegar blásið var til konukvölds hjá Íbúðum 60+. Bleik lýs...
21/10/2025

Það voru prúðbúnar konur sem mættu á Kaffi Mörk í síðustu viku þegar blásið var til konukvölds hjá Íbúðum 60+.

Bleik lýsing, bleikt í glasi, ljúfir tónar og ostabakkar biðu þeirra á kaffihúsinu og dagskrá kvöldsins var skemmtileg. Það var Fanney Björg sem sá um að kynna dagskrána og hún hófst með tískusýningu. Fyrirsæturnar Lilja, Súsanna, Fanney Lára og Weronika gengu um og sýndu danskan tískufatnað sem hentar skvísum á öllum aldri.
Stöllurnar Solla, Elva og Erla frá hársnyrtistofunni og fótaaðgerðar-og snyrtistofunni hér í Mörk kynntu vörur sínar og svo var happdrætti þar sem vinningarnir voru gjafabréf frá Heilsulind Markar, hársnyrtistofunni sem og frá fótaaðgerðar og snyrtistofu Markarinnar. Að sjálfsögðu voru þær mættar líka Laila frá Heilsulindinni og Alda frá Íbúðum 60+ sem gengu úr skugga um að allt væri eins og það á að vera á svona dásamlegu kvöldi.

Kjóll úr kaffipokum

Rúsínan í pysluendanum var tískusýningin hennar Unu Stefaníu sem er íbúi hjá Íbúðum 60+. Stefanía rak saumastofu í mörg ár, gerði gjarnan við leðurflíkur. Hún lærði hattasaum af vinkonu sinni og saumaði í mörg ár búninga t.d. fyrir dimmisjónir og síðar vann hún einnig á saumastofu sjónvarpsins. Tískusýningin hennar Stefaníu var með öðruvísi sniði því hún sýndi okkur hvernig hægt er að nýta plastpoka, kaffipoka og jafnvel gardínur í fatasaum. Þegar peningar voru af skornum skammti dóu konur ekki ráðalausar og þá var hægt að nýta það sem hendi var næst. Stórkostlegar flíkur úr þessum efnum sem vöktu mikla athygli á konukvöldinu.

Það ríkti kátína á verðlaunaafhendingu haustpúttmótaraðarinnar í Mörkinni. Alls voru s*x umferðir spilaðar og þrjár best...
25/09/2025

Það ríkti kátína á verðlaunaafhendingu haustpúttmótaraðarinnar í Mörkinni. Alls voru s*x umferðir spilaðar og þrjár bestu umferðirnar töldu þegar komið var að verðlaunaafhendingu. 🏆🥇

Mótsstjóri var Júlíus Rafnsson og íbúarnir Edda Svavarsdóttir og Birgir Hólm Björgvinsson sáu um að afhenda verðlaunin.

Það var naumt hjá konunum sem spiluðu um fyrsta og annað sæti. Í fyrsta sæti var Herdís, í öðru sæti Edda og Margrét í því þriðja. Hjá herrunum varð Sturlaugur í fyrsta sæti, Guðmundur í öðru sæti og Sigurður vermdi þriðja sætið.

Þó haustmótaröðinni sé lokið þá halda íbúar áfram að pútta í vetur en meira um tímasetningar og fyrirkomulag síðar.🏌️‍♀️

Hér koma svo nokkrar myndir sem voru teknar á verðlaunaafhendingunni.

Í síðustu viku var réttardagur í Mörkinni. Íbúar komu saman í hádeginu þar sem íslensku sauðkindinni var hampað, snæddu ...
21/09/2025

Í síðustu viku var réttardagur í Mörkinni. Íbúar komu saman í hádeginu þar sem íslensku sauðkindinni var hampað, snæddu kjöt og kjötsúpu og fengu sér snafs með.
Ekki spillti fyrir að í heimsókn komu Eyjabræður og sungu. Þetta eru félagarnir Þorbjörn Geir Ólafsson og Daði Heiðar Sigurþórsson en þeir eru báðir ættaðir frá Flatey á Breiðafirði og þræl vanir bæði söng og spila á gítar.

Guðni Ágústsson gladdi íbúa með skemmtilegri frásögn um ágæti íslensku sauðkindarinnar sem hefur haldið okkur Íslendingum á lífi mann fram af manni. Hann komst skemmtilega að orði eins og jafnan og er vel að sér þegar kemur að réttum. Honum var tíðrætt um Skeiðarréttir og sagði frá því þegar Höskuldur bruggari færði þeim réttarvinið Höskuld en svo hét landinn og bætti við að eitt haustð hefðu komið 18 börn undir, slíkt var fjörið.

Hann var sannfærandi þegar hann sagðist hafa verið besti landbúnaðarráðherra á Íslandi og í Evrópu og þó víðar væri leitað og fór svo með vísu sem Jóhannes á Gunnarsstöðum kvað:

Allt sem vinum okkar brást
Allt sem mátti klaga.
Allt sem Drottni yfirsást
Ætlar Guðni að laga.

Það er alltaf vel mætt í sundleikfimina hjá honum Daða Reyni sjúkraþjálfara.Daði býður upp á sundleikfimi í heilsulind M...
11/08/2025

Það er alltaf vel mætt í sundleikfimina hjá honum Daða Reyni sjúkraþjálfara.
Daði býður upp á sundleikfimi í heilsulind Markar á mánudögum og föstudögum klukkan tíu og tímarnir standa yfir í hálftíma.

Ekki að undra að íbúar fjölmenni í sundleikfimina því Daði er frábær kennari.

Aflinn, félag qi gong iðkenda færði samfélaginu hér í Mörk peningagjöf að upphæð ein milljón króna. Félagið hefur um ára...
08/08/2025

Aflinn, félag qi gong iðkenda færði samfélaginu hér í Mörk peningagjöf að upphæð ein milljón króna. Félagið hefur um árabil boðið upp á qi gong æfingar í Kaffi Mörk sem félagsmenn hafa nýtt sér sem og nokkrir íbúar hjá Íbúðum 60+.
Vonandi verður æfingafyrirkomulagið með svipuðum hætti um ókomin ár.

Fjármunirnir verða nýttir á einhvern hátt sem kemur íbúum íbúðanna og heimilismönnum hjúkrunarheimilisins sem best.

Er Aflanum innilega þakkað fyrir þessa rausnarlegu gjöf.

Á myndinni er Gísli Páll Pálsson, stjórnarformaður Grundarheimilanna, að taka við þessari rausnarlegu gjöf frá forsvarsmönnum félagsins Birni Bjarnasyni og Viðari H. Eiríkssyni.

Address

Suðurlandsbraut 58-62
Reykjavík
108

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Mörkin, íbúðir 60+ posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram