Kvíðameðferðarstöðin

Kvíðameðferðarstöðin Kvíðameðferðarstöðin er sú fyrsta sinnar tegundar hérlendis. Um er að ræða meðferðarstöð þar sem boðið er upp á hugræna atferlismeðferð við kvíðaröskunum s.s.

Við Kvíðameðferðarstöðina (KMS) starfar fjöldi sálfræðinga sem veita sérhæfða meðferð við kvíðaröskunum eins og félagsfælni, ofsakvíða, víðáttufælni, þráhyggju-árátturröskun, afmarkaðri fælni og áfallastreitu. félagsfælni, áfallastreitu, þráhyggju og áráttu, ofsakvíðaköstum, áhyggjuvanda, fælni af ýmsum toga og kvíðatengdum vandkvæðum fyrir fullorðna. Leitast er við að bjóða upp á einstaklingssniðna og árangursmiðaða meðferð sem fer ýmist fram á formi einstaklings- eða hópmeðferðar eftir því sem við á. Starfsfólk Kvíðameðferðarstöðvarinnar starfar saman í teymi sem samanstendur af sálfræðingum sem hafa sérhæft sig í meðhöndlun á þessu sviði. Árangur þeirrar meðferðar sem fer fram við Kvíðameðferðarstöðina er mældur reglulega til þess að tryggja gæði starfseminnar.

Starfsfólk Kvíðameðferðarstöðvarinnar óskar skjólstæðingum sínum og landsmönnum öllum gleðilegrar og notalegrar hátíðar ...
22/12/2025

Starfsfólk Kvíðameðferðarstöðvarinnar óskar skjólstæðingum sínum og landsmönnum öllum gleðilegrar og notalegrar hátíðar ❤️

Kvíðir þú jólunum? Þegar má sjá ýmis merki þess að jólin séu í vændum og margir fá hnút í magann. Jólin, og undirbúningu...
07/12/2025

Kvíðir þú jólunum?
Þegar má sjá ýmis merki þess að jólin séu í vændum og margir fá hnút í magann. Jólin, og undirbúningur þeirra, eru nefnilega allskonar hjá fólki og sjaldnast tóm sæla. Þó væntum við þess að við séum hamingjan uppmáluð á þessum tímabili. Aðrir virðast líka vera það, ef marka má samfélagsmiðla hið minnsta. Við sálfræðingar þekkjum það hins vegar að ekki er allt sem sýnist í þeim efnum. Í raun erum við enn viðkvæmari í aðdraganda jóla og engu líkara en að við berum taugakerfið utan á okkur. Allar tilfinningarnar magnast upp, góðar sem slæmar, og á okkur sækja minningar um liðin jól. Væntingar okkar um hvernig hlutir eigiað vera, og hvernig okkur eigi að líða á þessum árstíma gera okkur líka erfitt fyrir. Sálfræðingur nokkur kallaði þessar væntingar „harðstjórn ættanna“. Þar átti hann við þær ósveigjanlegu hugmyndir sem við höfum um hvernig hlutir ættuað vera, og verðum fyrir vonbrigðum þegar raunveruleikinn er annar. Líklega erum við sjaldan íhaldsamari en einmitt um jólin, þegar við viljum hafa allt eins og það á að vera. Við höfum líka þær væntingar til lífsins að okkur haldist á hlutum, til dæmis peningum og sér í lagi fólki, og eigum erfitt með að sættast við gang lífsins. Ástvinamissir er eitt af því sem vekur upp vanlíðan í aðdraganda jóla, sem og sambandsslit, einangrun og ágreiningur. Margir kvíða fjárútlátunum enda getur verið erfitt verið að standa undir væntingum annarra til veglegra gjafa. Matarverð hefur aldrei verið hærra og það kostar sitt að halda dýrindis veislur, sem og að taka þátt í því félagslífinu sem vænst er. Það er líka sársaukafullt ef engu slíku er til að dreifa. Veikindi hjá okkur sjálfum eða öðrum setja líka strik í reikninginn, enda á stálslegið fólk fullt í fangi með það að komast yfir allt. Eins geta þeir sem búa við vímuefnaneyslu kviðið þess ástands sem skapast getur yfir hátíðarnar. Svo ber að hafa í huga, að atburðir, sem alla jafna teljast jákvæðir eins og það að gifta sig, ferma eða halda jól, eru streituvaldar engu að síður. Það getur nefnilega orðið fullmikið af því góða í aðdraganda jóla.

En hvað er til ráða ef manni líður ekki sem best á þessu tímabili? Gott er að minna sig á að maður er ekki einn um það. Mörgum líður illa og hafa fyrir góðar ástæður. Lítið er að marka færslur á samfélagsmiðlum. Sjaldnast birtir fólk raunsanna mynd af því sem er í gangi, eins og að allt sé í drasli heima hjá því, undirmannað í vinnunni, bíllyklarnir týndir og kortér í mætingu á tónleika. Líklega mættu færslurnar á samfélagsmiðlum vera einlægari en raun ber vitni. Svo má minna sig á það að jólin þurfa ekkert að vera æðisleg og það er eðlilegt að líða stundum illa. Þetta eru örfáir dagar sem taka fljótt af og hjá flestum koma jól eftir þessi jól. Má ekki bara leggja minna upp úr jólaundirbúningi? Koma verkefnum yfir á aðra og leyfa sér að gera hlutina til hálfs? Leyfa sér að gleyma eða klúðra einhverju og sjá hvað gerist? Það þarf meiri kjark í slíkt, en að reyna í sífellu að standast væntingar sjálfs og annarra. Það þarf ekki svo mikið til að eiga góðar stundir. Fátt er hátíðlegra en að eiga andrými í skammdeginu við kertaljós, lestur eða rólega tónlist. Þegar upp er staðið eru það notalegar samverustundir, sem maður á með sjálfum sér eða öðrum, sem eru eftirminnilegar, en ekki dýrindis gjafir. Þótt ekki megi gera lítið úr því álagi sem peningaleysi skapar. Slökum aðeins á og minnum okkur á það sem máli skiptir. Hugum að þeim sem eru svipað, eða verr, settir en við, hérlendis sem erlendis, og gerum eitthvað fyrir þá, ef við erum aflögufær.
Sóley Dröfn Davíðsdóttir sálfræðingur KMS skrifar.

Nýverið hélt Benedikt Erlingsson leikari og leikstjóri algjörlega frábært erindi fyrir fagfólk Kvíðameðferðarstöðvarinna...
27/11/2025

Nýverið hélt Benedikt Erlingsson leikari og leikstjóri algjörlega frábært erindi fyrir fagfólk Kvíðameðferðarstöðvarinnar um status í mannlegum samskiptum. Í erindinu fjallaði Benedikt um mannleg samskipti út frá einni af frumstæðustu hvötum mannsins, stöðutöku. Með leikrænum tilþrifum útskýrði Benedikt hvernig rödd, líkamsbeiting, staða í rými og orðaval verði að valdatækjum í hinum frumstæða, og oft ómeðvitaða, leik sem við stöndum í daglega. Markmiðið með erindi Benedikts er að gera þátttakendur meðvitaðri um eigin samskiptamynstur og læsari á aðferðir annarra.

21/11/2025
16/11/2025

Okkur langar til að vekja athygli á NÁMSKEIÐI Í REIÐISTJÓRNUN sem er að hefja göngu sína á vegum Elsu Báru Traustadóttur sálfræðings. Við mælum með námskeiðinu (þótt það sé ekki á vegum KMS) enda hefur Elsa áratuga reynslu á sviðinu. Hafa má samband við Elsu í síma 662 8318 eða með tölvupósti á elsabt@simnet.is til að bóka viðtal vegna námskeiðsins eða fá upplýsingar. Vissara er að hafa samband sem fyrst enda fá pláss í boði.

10/11/2025

við uppköst

Viljum vekja athygli á rannsókn á vegum Háskóla Íslands, en þar er boðið upp á fría meðferð við þunglyndi fyrir þá sem t...
04/11/2025

Viljum vekja athygli á rannsókn á vegum Háskóla Íslands, en þar er boðið upp á fría meðferð við þunglyndi fyrir þá sem taka þátt - fyrir frekari upplýsingar má hafa samband í netfangið rannsokn@hi.is

Þessa mynd má finna á KMS, gott ráð fyrir þá sem vilja smám saman draga úr kvíða!
30/10/2025

Þessa mynd má finna á KMS, gott ráð fyrir þá sem vilja smám saman draga úr kvíða!

Hér má sjá ítarlegt viðtal við Kristjönu Þórarinsdóttur sálfræðing á KMS um áföll í starfi
23/10/2025

Hér má sjá ítarlegt viðtal við Kristjönu Þórarinsdóttur sálfræðing á KMS um áföll í starfi

Undanfarið hefur Atvinnulífið fjallað um áföll í vinnu. Til dæmis krabbamein á vinnustöðum eða óvæntar uppsagnir.

Hér má sjá umfjöllun Kastljóss um netmeðfetð við kvíða fyrir börn en þau Þuríður Hallgrímsdóttir sálfræðingur á Kvíðameð...
22/10/2025

Hér má sjá umfjöllun Kastljóss um netmeðfetð við kvíða fyrir börn en þau Þuríður Hallgrímsdóttir sálfræðingur á Kvíðameðferðarstöðinni og doktorsnemi við HR, dr. Brynjar Halldórsson dósent við sálfræðideild HR og Anna Sigríður Islind, prófessor við tölvunarfræðideild HR sitja fyrir svörum. Endilega kynnið ykkur málið 😊

Flerir börn gætu fengið nauðsynlega meðferð við kvíða ef áætlanir um stafræna útgáfu hugrænnar atferlismeðferðar ganga eftir, sem nú eru í þróun hjá Háskólanum í Reykjavík. Brynjar Halldórsson dósent við sálfræðideild HR, Anna Sigríður Islind, prófessor við tölvu...

Address

Suðurlandsbraut 4, 5. Hæð
Reykjavík
108

Opening Hours

Monday 09:00 - 16:30
Tuesday 09:00 - 16:30
Wednesday 08:45 - 16:30
Thursday 08:45 - 16:30
Friday 08:45 - 16:30

Telephone

5340110

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Kvíðameðferðarstöðin posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Kvíðameðferðarstöðin:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram