Heilsa og Spa

Heilsa og Spa Heilsa & Spa er núna Yoga&Heilsa og við bjóðum uppá opna jógatíma og námskeið í Síðumúla 15.

06/09/2021
Alþjóðlegi jógadagurinn og þá hefjum við smá leik
21/06/2021

Alþjóðlegi jógadagurinn og þá hefjum við smá leik

Okkur langar til að bjóða ykkur í leik þar sem við æfum okkur í að huga að okkur sjálfum án áreitis. Kyrrum flöktið sem er það sem Yoga stendur fyrir. Við ætlum að setja okkur þann ásetning að á hverjum degi ætlum við að loka á áreiti í x mínútur og hverfa inn á við í 21 dag samfellt. Með því að mæta í jógatíma ertu að sjálfsögðu að uppfylla ásetninginn 😊 en þegar þú kemst ekki í tíma ætlarðu að finna þína leið og þinn tíma til að vera með sjálfri/sjálfum/sjálfu þér og útiloka annað. Þetta má td gera með stuttri hugleiðslu, garðvinnu eða síma- og snjallúralausum göngutúr.

Við létum útbúa armbönd fyrir Yoga&Heilsu og ef þið viljið styðjast við armböndin í leiknum þá endilega látið okkur vita og þið fáið armbandið afhent í næsta jógatíma. Fyrstur kemur, fyrstur fær!

Leikurinn er þannig að við byrjum með armbandið td á vinstri hönd og þá daga sem við hverfum inn í kúluna okkar færum við armbandið yfir á hina höndina og þannig gengur þetta í 21 dag. Ef við gleymum einum degi þá má byrja aftur upp á nýtt að telja, frá 1.

Þeir sem vilja geta fengið hvatningu og hugmyndir inni í Facebook-hópnum: "Yoga&Heilsa 21 kyrrum hugann" og kvittað daglega með “hægri2”, “vinstri3”, “kvitt14” eða hvaðannað sem ykkur dettur í hug.

Ekki skemmir að armböndin eru sumarleg og sæt og geta vakið skemmtilega umræðu 🙏💕😃

Yoga&Heilsa, yogastúdíóið okkar í Ármúla 9, býður frábært tilboð á áskrift í yoga. Aðeins 11.900 kr á mánuði fyrir fullt...
26/04/2021

Yoga&Heilsa, yogastúdíóið okkar í Ármúla 9, býður frábært tilboð á áskrift í yoga. Aðeins 11.900 kr á mánuði fyrir fullt af dásamlegu yoga ásamt aðgang að spainu og tækjasalnum 🙏

Yoga í áskrift, 11.900 kr á mánuði Við bjóðum uppá yogatíma alla daga vikunnar í hlýlegu umhverfi þar sem allir eru velkomnir. Við kennum í litlum hópum og leggjum áherslu á persónulega og faglega …

17/03/2021

Á Facebook síðu Yoga&Heilsu getið þið fengið allar upplýsingar um yogatímana sem eru í boði í Ármúla 9. Endilega setið "like" á síðuna þeirra svo að þið missið ekki af öllu því frábæra yoga sem er þær bjóða uppá 🙏
https://www.facebook.com/yogaheilsa

Yoga & Heilsa er hlýlegt og vinalegt yogastúdíó í Faxafeni 10. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af yogatímum, persónulega kennslu og leggjum mikla áherslu á að hver og einn geti fundið yoga við sitt hæfi.

Address

Síðumúla 15
Reykjavík
108

Opening Hours

Monday 11:40 - 20:00
Tuesday 11:40 - 20:00
Wednesday 11:40 - 20:00
Thursday 04:30 - 20:00
Friday 11:40 - 20:00
Saturday 10:15 - 12:00
Sunday 10:15 - 13:00

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Heilsa og Spa posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Minn griðastaður

Heilsa og Spa býður upp á fyrsta flokks þjónustu er varðar heilsu þína og vellíðan.

Við þjónum heilsunni í gegnum dásamlega jógatíma og hin ýmsu jóganámskeið, vel útbúinn og hljóðlátan tækjasal, sjúkraþjálfun frá Gáska og snyrtistofuna Fegurð og Spa sem býður upp á einstakt úrval snyrtimeðferða fyrir alla ásamt lífrænum snyrtivörum.

Í Spa-inu er fyrsta flokks heilsulind með sauna, heitum potti, köldum potti og æfingalaug þar sem hægt er að gera æfingar eða fljóta undir dansandi norðurljósasýningu. Þá bjóðum við upp á heilnudd, partanudd, meðgöngunudd og Thai nudd hvort sem er fyrir einstakling eða pör og allir gestir fá handklæði.

Heilsa og Spa stendur einnig fyrir ýmsum fræðslufyrirlestrum og tekur á móti hópum í Spa-ið bæði innan og utan opnunartíma.