Tónskáldafélag Íslands

Tónskáldafélag Íslands Tilgangur félagsins er m.a. að vera málsvari félagsmanna gagnvart almenningi og hinu opinbera. E

11/12/2025

Félag tónskálda og textahöfunda og Tónskáldafélag Íslands sendu í gær eftirfarandi bréf á stjórnendur RUV:

Stjórnir Félags tónskálda og textahöfunda og Tónskáldafélags Íslands vilja koma eftirfarandi á framfæri við stjórnendur RÚV.
Við lýsum yfir vonbrigðum með að leitað hafi verið út fyrir hóp íslenskra tónhöfunda þegar nýtt einkennisstef frétta var samið fyrir RÚV.

Þar með er brotin áratuga hefð, þar sem íslensku tónskáldi er falið að semja stef fyrir ríkisútvarp og sjónvarp. Stef sem lifir með þjóðinni og gefur einum fréttatímanum vægi og aukna vigt.
Það að erlent fyrirtæki sérhæfi sig í hljóðmynd útvarps- og sjónvarpsstöðva eru ekki rök fyrir því að sniðganga íslenska höfunda. Fjölmargir framúrskarandi tónlistarmenn á Íslandi sérhæfa sig einmitt í þessu og hafa starfað við góðan orðstír út um allan heim.

Ríkisútvarp hefur skyldum að gegna gagnvart íslenskum listamönnum, á í nánu samstarfi við þá á ótal sviðum — og á að sjá sóma sinn í að leita til þeirra þegar samin eru verk fyrir stofnunina.

Við skorum á RÚV að endurskoða þessa misráðnu ákvörðun sem allra fyrst.

F.h. stjórna FTT og TÍ:
Bragi Valdimar Skúlason, form. FTT
Páll Ragnar Pálsson, form. TÍ

Stjórn Tónskáldafélags Íslands sendir fjölskyldu og vinum Jóns Ásgeirssonar samúðarkveðjur, en hann var útnefndur heiður...
24/11/2025

Stjórn Tónskáldafélags Íslands sendir fjölskyldu og vinum Jóns Ásgeirssonar samúðarkveðjur, en hann var útnefndur heiðursfélagi TÍ árið 2019.

Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn. Hann á langan og farsælan feril að baki og samdi þjóðþekkt lög líkt og Maístjörnuna og Augun mín og augun þín.

04/09/2025

MYRKIR MÚSÍKDAGAR
BORGARHÁTÍÐ REYKJAVÍKUR 2026-2028

Myrkir músíkdagar hafa verið útnefndir Borgarhátíð Reykjavíkur 2026-2028 ásamt Iceland Airwaves, Hönnunarmars, Reykjavík Dance Festival, Iceland Noir–Reykjavík og Hinsegin dögum.

„Myrkir músíkdagar [eru] framsækin tónlistarhátíð sem styrkir stöðu íslenskra tónskálda og eykur fjölbreytni í menningardagatali borgarinnar.“

Þetta er sannkölluð lyftistöng fyrir hátíðina og þökkum við kærlega fyrir styrkinn, heiðurinn og nafnbótina. Við hlökkum til að efla hátíðina enn frekar – og menningarlíf Reykjavíkurborgar þar með.

Nánar má lesa um borgarhátíðir í Reykjavík 2026-2028 á heimasíðu Reykjavíkurborgar: https://reykjavik.is/frettir/2025/borgarhatidir-i-reykjavik-2026-2028

26/01/2025
26/01/2025

RÚV heimsótti Hljóðbaðið í Hörpu í dag, ræddi við baðgesti og gerði því skil í kvöldfréttatímanum. Umfjöllunin hefst á mín. 20:18 (tengill í athugasemd hér fyrir neðan).

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre

Sigrún Hardardóttir

Stjórn Tónskáldafélags Íslands sendir aðstandendum Jóns Nordals innilegar samúðaróskir.
06/12/2024

Stjórn Tónskáldafélags Íslands sendir aðstandendum Jóns Nordals innilegar samúðaróskir.

Jón Nordal, tónskáld og fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík, lést í gær, 5. desember, á 99. aldursári. Jón var meðal ástsælustu tónskálda þjóðarinnar og einn helsti forystumaður í uppbyggingu tónlistarlífs á Íslandi síðastliðna öld

Address

Laufásvegur 40
Reykjavík

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Tónskáldafélag Íslands posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram