08/12/2025
Hefur þú tekið eftir því hvernig sum af þeim mest pirrandi mynstrum í lífinu virðast endurtaka sig, í kringum ólíkt fólk, ólíkar aðstæður, en að lokum eru alltaf sömu tilfinningarnar sem þú finnur fyrir?
Þetta birtast í samböndum sem byrja með von en enda í vonbrigðum. Í tækifærum sem virðast innan seilingar en renna svo hljóðlega úr greipum þér. Í augnablikum þar sem allt virðist loksins stöðugt… og eitthvað innra með þér dregur þig til baka akkúrat þegar allt er öruggt og það virðist tímabært að stíga næsta skref.
Það sem flestir átta sig ekki á er að þessi mynstur eru sjaldnast þau sem þú velur meðvitað. Þau mótast af ómeðvituðum gömlum skoðunum sem festust í sessi í gegnum gamla reynslu og það gerist oftast löngu áður en við höfðum vitneskju eða orð til að efast um þær.
Hugurinn lærir hvað honum finnst kunnuglegt. Taugakerfið lærir hvað því finnst öruggt miðað við kunnugleika. Og út frá því leitum við ósjálfrátt í það sem samsvarar þessum innri stillingum… jafnvel þegar við þráum eitthvað allt annað.
Svona virkar sjálfs skemmandi hegðun á dýpri sviðum. Ekki sem veikleiki eða skortur á viljastyrk, heldur sem trúfesti við gamlar stillingar hugans á tilfinningum sem eitt sinn höfðu tilgang.
Það jákvæða við þetta er þessi sannleikur: þegar skoðanir breytast, breytist hegðunin af sjálfu sér. Þegar taugakerfið lærir að öryggi, stöðugleiki og stuðningur séu ekki lengur tímabundin, hættum við að endurskapa aðstæður sem einu sinni töldust „eðlilegar“ en þú heldur enn ómeðvitað í.
Þú endurtekur ekki mynstur vegna þess að eitthvað er að þér. Þú endurtekur þau vegna þess að undirmeðvitundin lærði hegðunar/ viðbragðs-mynstur sem hefur einfaldlega aldrei verið uppfært, eitthvað sem virkaði fyrir mig sem barn og var ekki gert fyrir fullorðna.
Ef þetta á við þig er mikilvægt að vita: þú ert ekki ein(n), og þú ert ekki föst/fastur. Að vera meðvituð/aður er fyrsta skrefið. Og raunveruleg breyting hefst þegar trúin sem býr undir þessu gamla mynstri byrjar að breytast .
Ef þú ert tilbúin(n) að breyta undirliggjandi skoðunum þessara endurteknu hringrása hugar þíns, þá vinnur dáleiðsla beint með undirmeðvitundinni þar sem ný mynstur verða til. Hafðu samband.