24/10/2025
Bleikur ljómi var yfir öllum starfsstöðvum Sóltúns á Bleika deginum að venju til að sýna samstöðu með þeim konum sem hafa þurft að glíma við brjóstakrabbamein. Starfsfólk og íbúar klæddust bleiku, það var skreytt hátt og lágt með bleiku og Sóltún bauð upp á gómsætar tertur🩷
Kaffi Sól var opið á Sóltúni hjúkrunarheimili þar sem snillingarnir í eldhúsinu töfruðu fram einhverjar glæsilegustu brauðtertur sem sést hafa á heimilinu😋
Starfsfólk notaði bleika hanska við sín störf þessa viku, en hluti af ágóða af sölu þeirra rennur til Krabbameinsfélagsins. Þeir voru reyndar líka notaðir sem blöðrur víðs vegar😊