Sóltún Heima

Sóltún Heima Sóltún Heima býður upp á alhliða heimaþjónustu fyrir þau sem á þurfa að halda vegna heilsubrests.

Bleikur ljómi var yfir öllum starfsstöðvum Sóltúns á Bleika deginum að venju til að sýna samstöðu með þeim konum sem haf...
24/10/2025

Bleikur ljómi var yfir öllum starfsstöðvum Sóltúns á Bleika deginum að venju til að sýna samstöðu með þeim konum sem hafa þurft að glíma við brjóstakrabbamein. Starfsfólk og íbúar klæddust bleiku, það var skreytt hátt og lágt með bleiku og Sóltún bauð upp á gómsætar tertur🩷

Kaffi Sól var opið á Sóltúni hjúkrunarheimili þar sem snillingarnir í eldhúsinu töfruðu fram einhverjar glæsilegustu brauðtertur sem sést hafa á heimilinu😋

Starfsfólk notaði bleika hanska við sín störf þessa viku, en hluti af ágóða af sölu þeirra rennur til Krabbameinsfélagsins. Þeir voru reyndar líka notaðir sem blöðrur víðs vegar😊

23/10/2025
Við erum Fyrirmyndarfyrirtæki 2025! 🎉Við erum ótrúlega stolt að tilkynna að fyrirtækin okkar sem reka Sóltún Reykjavík o...
21/10/2025

Við erum Fyrirmyndarfyrirtæki 2025! 🎉

Við erum ótrúlega stolt að tilkynna að fyrirtækin okkar sem reka Sóltún Reykjavík og Sóltún Sólvangi hafa hlotið viðurkenningu sem Fyrirmyndarfyrirtæki 2025 frá Viðskiptablaðinu og Keldunni✨

Sóltún Reykjavík (Öldungur hf) fékk síðast viðurkenninguna 2020 og Sóltún Sólvangi (Sóltún öldrunarþjónusta ehf) er að fá þessa viðurkenningu í fyrsta sinn.

Þessi viðurkenning er aðeins veitt 2,6% íslenskra fyrirtækja og er skýr staðfesting á því að við erum á réttri leið sem ábyrgt fyrirtæki sem hefur sjálfbærni og velsæld að leiðarljósi👏✨

Í gær, á Gulum degi, byrjuðum við gula viku hjá Sóltúni. Sú stóra gula lét auðvitað sjá sig í tilefni dagsins🌞 og starfs...
11/09/2025

Í gær, á Gulum degi, byrjuðum við gula viku hjá Sóltúni. Sú stóra gula lét auðvitað sjá sig í tilefni dagsins🌞 og starfsfólk klæddist gulu. Umhverfið var skreytt með gulum skreytingum og svo var auðvitað gul terta með kaffinu💛

Næsta vika er síðan helguð fræðslu og samstöðu með geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum;

Er allt í gulu?
Ef þér finnst lífið stundum ekki þess virði að lifa því, leitaðu þá hjálpar.
Ef þú hefur áhyggjur af ástvini/ vini/ vinnufélaga ræddu það við viðkomandi.
Það hjálpar að deila líðan sinni með öðrum.

Hjálparsími Rauða krossins: 1717
Upplýsingamiðstöð Heilsuveru: 1700
Píeta síminn: 552 2218
Neyðarsíminn: 112

Í dag er Alþjóðadagur sjúkraþjálfara🥳 Hjá Sóltúni búum við svo vel að hafa öfluga sjúkraþjálfara á okkar snærum sem vinn...
08/09/2025

Í dag er Alþjóðadagur sjúkraþjálfara🥳 Hjá Sóltúni búum við svo vel að hafa öfluga sjúkraþjálfara á okkar snærum sem vinna að því alla daga að styrkja og efla líkamlegt atgervi okkar skjólstæðinga, og ekki er aðstoðarfólk þeirra í sjúkraþjálfuninni minna öflugt💪Við óskum öllum sjúkraþjálfurum til hamingju með daginn!

Þessi vika hefur heldur betur verið litrík og skemmtileg á öllum starfsstöðvum Sóltúns, stuð á stuð ofan🏳️‍🌈 Gleðistund ...
09/08/2025

Þessi vika hefur heldur betur verið litrík og skemmtileg á öllum starfsstöðvum Sóltúns, stuð á stuð ofan🏳️‍🌈 Gleðistund með Svenný og Steinunni, Kabarett bingó og dragsýning, bíósýningar, pizzupartý, gay pride kökur og litríkar vöfflur.
Góða skemmtun í gleðigöngunni í dag og til hamingju með ástina öll, hvernig sem hún birtist ykkur!❤️🩷🧡💛💚💙🩵💜🤎🖤🩶🤍


Thelma Hafþórsdóttir Byrd, sérfræðingur í vinnuvernd og iðjuþjálfi, og Svenný Kristinsdóttir, aðstoðarkvár iðjuþjálfa, b...
05/08/2025

Thelma Hafþórsdóttir Byrd, sérfræðingur í vinnuvernd og iðjuþjálfi, og Svenný Kristinsdóttir, aðstoðarkvár iðjuþjálfa, báðar starfsmenn á Sóltúni Heilsusetri, skrifuðu frábæra grein um hinseginfræðslu fyrir eldra fólk í endurhæfingu á Sóltúni Heilsusetri. Í fræðslunni er m.a. farið yfir hugtök á borð við kvár, kynvitund, trans, intersex og kyntjáningu og hefur þessari fræðslu verið einstaklega vel tekið enda mjög fróðleg, sérstaklega fyrir eldri kynslóðir.

Endilega kíkið á þessa skemmtilegu grein❤️🩷🧡💛💚💙🩵💜🤎🖤🩶🤍

https://www.soltun.is/frettir/hvad-er-svona-merkilegt-vid-thad-ad-vera-hinsegin


Address

Sólvangsvegi 2
Reykjavík
220

Opening Hours

Monday 08:00 - 16:00
Tuesday 08:00 - 16:00
Wednesday 08:00 - 16:00
Thursday 08:00 - 16:00
Friday 08:00 - 16:00

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Sóltún Heima posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Sóltún Heima:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Styrkja, efla og styðja

Lífsgæði eru fólgin í því að lifa heilbrigðu og sjálfstæðu lífi á eigin heimili eins lengi og kostur er. Þegar við eða aðstandendur okkar lenda í heilsubresti, þá þurfum við stundum aðstoð. Sóltún Heima getur létt undir á heimilinu við athafnir daglegs lífs.