Hrafnista

Hrafnista Opinber síða Hrafnistuheimilanna sem eru 8 talsins í 5 sveitarfélögum. Starfsmenn Hrafnistu eru tæplega 1.700 talsins.
(1)

Hrafnista er dótturfélag Sjómannadagsráðs og rekur 8 hjúkrunarheimili í 5 sveitarfélögum - 6 heimili á höfuðborgarsvæðinu, í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi og Garðabæ ásamt 2 heimilum í Reykjanesbæ.

Íbúar Hrafnistu eru um 800 talsins og um 500 aðrir nýta sér þjónustu Hrafnistu daglega. Hrafnista starfrækir:
- 4 dagdvalir
- Dagendurhæfingardeild
- Dagdeild fyrir einstaklinga með heilabilun

Naustavör, dótturfélag Sjómannadagsráðs, á og rekur 260 leiguíbúðir fyrir 60 ára og eldri í 3 sveitarfélögum. Íbúðirnar eru tengdar við lífsgæðakjarna Hrafnistuheimilanna.

Viðtal við Maríu Fjólu Harðardóttur, forstjóra Hrafnistu í kvöldfréttum Sýnar i gær, vegna brunans á Sléttuvegi.
20/11/2025

Viðtal við Maríu Fjólu Harðardóttur, forstjóra Hrafnistu í kvöldfréttum Sýnar i gær, vegna brunans á Sléttuvegi.

Það tók innan við fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í öruggt skjól þegar eldur kom upp á hjúkrunarheimilinu við Sléttuveg í gær. Heimilisfólkinu var nokkuð brugðið og býðst áfallahjálp eftir atvikið, en ríflega tuttugu íbúar dvelja nú í tímabundnum úrræðum á meðan unnið er að því að koma deildinni aftur í horf.

Eldur kom upp í rafmagnstöflu á 1. hæð hjúkrunarheimilis Hrafnistu við Sléttuveg upp úr kl. 10:30 í morgun. Töluverður r...
18/11/2025

Eldur kom upp í rafmagnstöflu á 1. hæð hjúkrunarheimilis Hrafnistu við Sléttuveg upp úr kl. 10:30 í morgun. Töluverður reykur myndaðist sem varð þess valdandi að flytja þurfti 22 íbúa af 1. hæð og 11 íbúa af jarðhæð hússins þar sem reykur og vatn hafði borist þangað niður. Slökkvilið, lögregla og starfsfólk Hrafnistu brást skjótt við, mjög vel gekk að ráða niðurlögum eldsins og rýmingin gekk hratt fyrir sig. Engan sakaði, en verið er að vinna að því að finna tímabundin pláss fyrir 22 íbúa á meðan verið er að reykræsta húsnæðið. Óvíst er hvenær því lýkur og til að byrja með verður dagdvölin við Sléttuveg lokuð af þeim sökum.

Fulltrúar Hrafnistu hafa þegar haft samband við aðstandendur íbúa og munu halda áfram að upplýsa þá um gang mála.

Sjómannadagsráð og fulltrúar Hrafnistu vilja nota tækifærið og þakka slökkviliði, lögreglu og starfsfólki Hrafnistu fyrir snör og markviss vinnubrögð við þessar krefjandi aðstæður.

Árshátíð heimilisfólks á Hrafnistu Laugarási fór fram með pompi og prakt í síðustu viku. Á árshátíðinni vígði Aríel Pétu...
07/11/2025

Árshátíð heimilisfólks á Hrafnistu Laugarási fór fram með pompi og prakt í síðustu viku.
Á árshátíðinni vígði Aríel Pétursson formaður Sjómannadagsráðs nýtt píanó en píanóið er gjöf frá Óskari Magnússyni stjórnarformanni Eimskipafélags Íslands. Hrafnista þakkar Óskari kærlega fyrir höfðinglega gjöf sem á eftir að gleðja íbúa og aðra gesti á Hrafnistu Laugarási um ókomna tíð. Meðfylgjandi myndir voru teknar á árshátíðinni 🧡🥂

Kristrún Benediktsdóttir, forstöðumaður á Hrafnistu Boðaþingi í Kópavogi, var nýlega í viðtali við vefmiðilinn Lifðu nún...
04/11/2025

Kristrún Benediktsdóttir, forstöðumaður á Hrafnistu Boðaþingi í Kópavogi, var nýlega í viðtali við vefmiðilinn Lifðu núna um breytingar og uppbyggingu í Boðaþinginu. Samhliða stækkun í Boðaþingi tók Hrafnista við rekstri á þjónustumiðstöðinni Boðanum í haust sem Kópavogsbær rak áður. Farið var í ýmsar breytingar til að gera umhverfið heimilislegra, aðgengilegra og notalegra fyrir íbúa, gesti og starfsfólk. Byggingarnar eru orðnar mun meiri heild og skapa sannkallaðan lífsgæðakjarna fyrir eldra fólk.

Kristrún Benediktsdóttir er forstöðumaður á Hrafnistu Boðaþingi í Kópavogi. Staðurinn er í senn hjúkrunarheimili, dagdvöl og félagsmiðstöðin Boðinn. Samhliða stækkun í Boðaþingi tók Hrafnista við rekstri á þjónustumiðstöðinni Boðanum sem Kópavogsbær rak áður. Þa...

01/11/2025

Sjúkraliðar gegna lykilhlutverki á Hrafnistu og eru oft burðarás í daglegu starfi þar sem velferð og lífsgæði íbúa eru í fyrirrúmi. Þeir starfa í nánu samstarfi við hjúkrunarfræðinga, lækna, sjúkraþjálfara og annað starfsfólk til að tryggja faglega umönnun ❤️

27/10/2025
Árshátíð Sléttunnar á Hrafnistu Sléttuvegi var haldin með pomp og prakt fimmtudaginn 23. október sl. 🤩🥂✨
27/10/2025

Árshátíð Sléttunnar á Hrafnistu Sléttuvegi var haldin með pomp og prakt fimmtudaginn 23. október sl. 🤩🥂✨

Kvennafrídagurinn 2025Í tilefni af Kvennafrídeginum í dag vill Hrafnista beina sjónum sínum að mikilvægi jafnréttis í sa...
24/10/2025

Kvennafrídagurinn 2025

Í tilefni af Kvennafrídeginum í dag vill Hrafnista beina sjónum sínum að mikilvægi jafnréttis í samfélaginu og hvetja starfsfólk, íbúa og landsmenn alla til að sýna samstöðu í baráttunni fyrir jöfnum tækifærum.

Hrafnista er einn stærsti kvennavinnustaður á Íslandi og daglega sjáum við hversu mikilvægt framlag kvenna og kvára er í allri okkar starfsemi í umönnun, þjónustu og leiðtogahlutverkum. Á Kvennafrídeginum minnumst við þessarar sögu og framtíðar og þess að jafnrétti þarf stöðugt að rækta með virðingu, sanngirni og samvinnu.

Við hvetjum konur og kvár, sem geta, til að taka þátt í deginum en minnum jafnframt á hversu mikilvægum störfum konur og kvár sinna í samfélaginu þar sem þau geta ekki öll lagt niður störf. Við munum því bæði fagna deginum á Arnarhóli en ekki síður á vinnustaðnum þar sem við gerum okkur glaðan dag og hugsum til okkar fyrrum baráttukvenna sem hófu þessa vegferð.

Við öll á Hrafnistu höfum hlutverki að gegna í að skapa samfélag þar sem jafnræði og mannúð eru í fyrirrúmi – alla daga ársins.

María Fjóla Harðardóttir
Forstjóri Hrafnistu

Í tilefni af Kvennafrídeginum í dag vill Hrafnista beina sjónum sínum að mikilvægi jafnréttis í samfélaginu og hvetja starfsfólk, íbúa og landsmenn alla til ...

Bleiki dagurinn á Hrafnistuheimilunum Bleiki dagurinn er árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins tileink...
24/10/2025

Bleiki dagurinn á Hrafnistuheimilunum

Bleiki dagurinn er árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Á Bleika deginum eru landsmenn hvattir til að bera Bleiku slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo að allar konur sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra finni stuðning okkar og samstöðu.

Bleiki dagurinn var haldinn á öllum Hrafnistuheimilunum þar sem margir klæddust einhverju bleiku í tilefni dagsins og bleiki liturinn var í hávegum hafður eins og meðfylgjandi myndir sýna 🩷

Nemendur á fyrsta ári í Verslunarskóla Íslands komu til okkar í heimsókn á Hrafnistuheimilin 8. og 9. október og héldu s...
10/10/2025

Nemendur á fyrsta ári í Verslunarskóla Íslands komu til okkar í heimsókn á Hrafnistuheimilin 8. og 9. október og héldu skemmtilega viðburði í tengslum við þróunarverkefnið Samkennd og sjálfstæði. Markmið verkefnisins er að nemendur láti gott af sér leiða víða í samfélaginu.

Nemendur heimsóttu öll Hrafnistuheimilin á höfuðborgarsvæðinu og héldu ýmis konar viðburði eins og hópefli, leiki og bocciakeppni. Boðið var upp á söngstund og komið á fót kaffihúsastemningu þar sem nemendur buðu upp á kaffi og bakkelsi. Einnig var haldið bingó þar sem nemendur sáu um að útvega veglega vinninga.

Við á Hrafnistu þökkum nemendum úr Verslunarskólanum hjartanlega fyrir komuna. Aldeilis frábært framtak 👏
Það var sannarlega ánægjulegt að fá þau í heimsókn. Takk fyrir okkur 💜

Líf og fjör á Hrafnistu Laugarási í september 🍁🥨🍻
08/10/2025

Líf og fjör á Hrafnistu Laugarási í september 🍁🥨🍻

Address

Brúnavegur 13
Reykjavík
104

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Hrafnista posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Hrafnista:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Category