Hrafnista

Hrafnista Opinber síða Hrafnistuheimilanna sem eru 8 talsins í 5 sveitarfélögum. Starfsmenn Hrafnistu eru tæplega 1.700 talsins.
(1)

Hrafnista er dótturfélag Sjómannadagsráðs og rekur 8 hjúkrunarheimili í 5 sveitarfélögum - 6 heimili á höfuðborgarsvæðinu, í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi og Garðabæ ásamt 2 heimilum í Reykjanesbæ.

Íbúar Hrafnistu eru um 800 talsins og um 500 aðrir nýta sér þjónustu Hrafnistu daglega. Hrafnista starfrækir:
- 4 dagdvalir
- Dagendurhæfingardeild
- Dagdeild fyrir einstaklinga með heilabilun

Naustavör, dótturfélag Sjómannadagsráðs, á og rekur 260 leiguíbúðir fyrir 60 ára og eldri í 3 sveitarfélögum. Íbúðirnar eru tengdar við lífsgæðakjarna Hrafnistuheimilanna.

Rannsóknarsjóður Hrafnistu veitir tvo styrkiRannsóknarsjóður Hrafnistu veitti nýverið tvo styrki til verkefna en hlutver...
29/12/2025

Rannsóknarsjóður Hrafnistu veitir tvo styrki

Rannsóknarsjóður Hrafnistu veitti nýverið tvo styrki til verkefna en hlutverk sjóðsins er að styrkja rannsóknir og verkefni sem efla málaflokk aldraðra hér á landi með það að markmiði að stuðla að nýjungum og þróun í málefnum sem tengjast öldruðum.

Luis Gísli Rabelo hlaut styrk að upphæð 600.000 króna vegna doktorsrannsóknar sinnar Mat á hrumleika hjá íslenskum skurðsjúklingum og útkomur þeirra eftir aðgerð. Markmið rannsóknarinnar er að meta algengi aukinnar hættu á hrumleika meðal sjúklinga 70 ára og eldri sem fara í valkvæðar skurðaðgerðir og nota til þess ákveðin skimunarpróf. Með því er hægt að varpa ljósi á tengsl áhættu á fylgikvillum eftir skurðaðgerðir hjá sjúklingum sem skimast hrumir. Þannig væri hægt að bera kennsl á ákjósanlegan hóp einstaklinga sem gæti haft gagn af frekara mati öldrunarlæknis og/eða forhæfingu fyrir aðgerð og leggja mat á umfang þeirrar þjónustu sem hrumir einstaklingar hafi gagn af í aðdraganda aðgerðarinnar.

Bjarney Gunnarsdóttir hlaut styrk að upphæð 400.000 króna vegna verkefnis síns Sameinum kynslóðir - valáfangi á unglingastigi. Verkefnið snýst um að útbúa námsefni og kennsluleiðbeiningar fyrir valáfanga á unglingastigi grunnskóla. Hann er hugsaður sem samstarfsverkefni á milli grunnskóla og hjúkrunarheimila þar sem nemendur í 9. og 10.bekk mæti í reglulegar heimsóknir til íbúa á hjúkrunarheimilum. Markmiðið með verkefninu er að kynna ungmennum fyrir lífi og starfi hjúkrunarheimila, að stuðla að andlegri vellíðan, samskiptum þvert á kynslóðir og að auka hreyfingu og virkni hjá eldra fólki sem býr á hjúkrunarheimilum. Með reglulegum heimsóknum ungmenna til eldra fólks á hjúkrunarheimilum er hægt að búa til samfélagslegt verkefni sem gefur ungum sem öldnum aukinn tilgang og þá tilfinningu að tilheyra samfélaginu sínu.

Rannsóknarsjóður Hrafnistu óskar styrkþegum innilega til hamingju.

Um Rannsóknarsjóð Hrafnistu
Rannsóknarsjóður Hrafnistu er í eigu Sjómannadagsráðs.
Rannsóknarsjóðurinn veitir styrki til verkefna tengdum öldrunarmálum og til þeirra sem stunda rannsóknir, formlegt nám eða hvað annað sem mun efla þennan málaflokk hér á landi. Bæði einstaklingar og fyrirtæki geta sótt um í sjóðinn.

Nýtt Hrafnistubréf komið útÍ þessu nýja tölublaði er stiklað á stóru yfir það helsta sem drifið hefur á daga okkar sem l...
22/12/2025

Nýtt Hrafnistubréf komið út

Í þessu nýja tölublaði er stiklað á stóru yfir það helsta sem drifið hefur á daga okkar sem lifum og störfum á Hrafnistu frá því að síðasta Hrafnistubréf var gefið út, í desember 2024. Blaðið hefur verið gefið út tvisvar sinnum á ári, að vori og að hausti, en nú hefur verið gerð breyting á og mun það verða gefið út í desember ár hvert.

Í blaðinu má finna skemmtileg viðtöl, greinar og fleira, ásamt skemmtilegum myndum úr starfinu.

Forsíðumyndin að þessu sinni er frá vígslu nýs hjúkrunarheimilis Hrafnistu í Boðaþingi Kópavogi sem fram fór 2. september sl. Nýja hjúkrunarheimilið er með 64 hjúkrunarrými en fyrir voru 44 rými og eru hjúkrunarrýmin því alls orðin 108 talsins.

Hér fyrir neðan má finna link á vefútgáfu blaðsins

https://hrafnista.is/wp-content/uploads/2025/12/HB_web-jol25.pdf

❤️🎄
22/12/2025

❤️🎄

Jólakórinn söng fyrir íbúa og gesti á Hrafnistu Sléttuvegi í vikunni 🎄✨
19/12/2025

Jólakórinn söng fyrir íbúa og gesti á Hrafnistu Sléttuvegi í vikunni 🎄✨

Barnakór Laugarneskirkju söng fyrir íbúa á Hrafnistu Laugarási í vikunni ❤️
19/12/2025

Barnakór Laugarneskirkju söng fyrir íbúa á Hrafnistu Laugarási í vikunni ❤️

Aríel Pétursson formaður Sjómannadagsráðs og fjölskylda héldu tónleika í gær fyrir íbúa á Hrafnistu Laugarási við mikinn...
19/12/2025

Aríel Pétursson formaður Sjómannadagsráðs og fjölskylda héldu tónleika í gær fyrir íbúa á Hrafnistu Laugarási við mikinn fögnuð viðstaddra ❤️✨

Viðburðarík vika á Hrafnistu Hraunvangi 🎄❤️
19/12/2025

Viðburðarík vika á Hrafnistu Hraunvangi 🎄❤️

Hrafnista óskar þér og þínum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári 🎄
10/12/2025

Hrafnista óskar þér og þínum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári 🎄

„Hvers kyns samvera í leik og starfi hjálpar til við að styrkja sjálfsmynd fólks, dregur úr kvíða og skapar tilgang í lí...
02/12/2025

„Hvers kyns samvera í leik og starfi hjálpar til við að styrkja sjálfsmynd fólks, dregur úr kvíða og skapar tilgang í lífinu. Samvera er því ekki bara skemmtun heldur raunveruleg heilbrigðisforvörn sem styrkir einstaklinginn - og þar með samfélagið í heild,“ skrifar Þröstur V. Söring, framkvæmdastjóri eignasviðs Sjómannadagsráðs, í greininni Samvera er heilsuefling sem birtist á visir.is í gær.
„Lífsgæðakjarnar Sjómannadagsráðs, Hrafnistu og DAS íbúða eru hannaðir með það að markmiði að byggja upp samfélag þar sem félagsleg tengsl geta myndast og blómstrað.“

Einmanaleiki er flókið fyrirbæri sem á sér mismunandi orsakir. Stundum læðist hann að okkur smám saman, eins og skuggi sem fylgir fallandi sól, en getur líka komið skyndilega og sprottið af aðstæðum sem einstaklingur hefur litla stjórn á.

Lionsklúbburinn Eik heimsótti íbúa á Hrafnistu Ísafold í dag 💜
28/11/2025

Lionsklúbburinn Eik heimsótti íbúa á Hrafnistu Ísafold í dag 💜

88 ára afmæli Sjómannadagsráðs – kótilettu veisla á HrafnistuSjómannadagsráð, móðurfélag Hrafnistu, DAS-íbúða og Happdræ...
28/11/2025

88 ára afmæli Sjómannadagsráðs – kótilettu veisla á Hrafnistu

Sjómannadagsráð, móðurfélag Hrafnistu, DAS-íbúða og Happdrættis DAS, fagnar nú 88 ára afmæli sínu. Af þessu tilefni bauð Sjómannadagsráð öllum íbúum og starfsfólki Hrafnistuheimilanna í kótilettu veislu í hádeginu í gær, fimmtudaginn 27. nóvember.

Aríel Pétursson, formaður Sjómannadagsráðs sagði í tilkynningu til starfsmanna að „Sjómannadagsráð hefur allt frá stofnun árið 1937 verið burðarstoð í velferð aldraðra og jafnframt sá grunnur sem Hrafnista hefur byggt starfsemi sína á allt frá opnun fyrsta heimilisins árið 1957. Afmælisdagurinn er því bæði tímamót og tilefni til að fagna okkar góða samfélagi.“

Ýmislegt var um að vera á Hrafnistuheimilunum í gær í tilefni af afmælinu. Á Hrafnistu í Laugarási héldu þeir Kristján Jóhannsson, Geir Ólafsson og Þórir Baldursson m.a. tónleika fyrir fullum sal af fólki sem naut þess að hlýða á ljúfan söng. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna.

Address

Brúnavegur 13
Reykjavík
104

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Hrafnista posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Hrafnista:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Category