30/10/2020
Nú eru vægast sagt furðulegir tímar og heldur betur sögulegir tímar!!
En allir erfiðleikar eru hreinlega tækifæri til þess að þroskast og styrkjast.
Bölvun er oftast blessun í dulargervi.
Mannstu þegar lífið var "venjulegt".. áður en við kynntumst þessum vírus, og mörg okkar vorum á ysi og þysi hálf sofandi og ómeðvituð, alltaf á sama prógramminu, alltaf með sömu hugsanirnar og að gera sömu hlutina.
Leyfðu þér að tengjast þér upp á nýtt.
Leyfðu þér að kynnast þér upp á nýtt.
Leyfðu þér að breytast og þróast.
Leyfðu þér að brjóta mynstrið.
Reynum að iðka kærleikann á nyju stigi, hækkum í botn!! Prófum að elska fólkið okkar og okkur sjálf svo mikið að það verður vandræðanlegt!!
Sýnum kærleika, í orðum og gjörðum.
Og munum jafnvægið:
Hreyfum okkur og hvílum okkur.
Hvílum okkur og hreyfum okkur.
Labbaðu, hoppaðu, dansaðu!
Teygðu úr þér!
Andaðu!! Hægt, hratt, djúpt, innilega!
Tengjumst andardrættinum aftur.
Lesum bækur, tökum námskeið, horfum á fyrirlestra, lærum eitthvað nýtt, rifjum upp eitthvað gamalt...
Prjónum, heklum, smíðum, tálgum.
Teiknum, málum, skrifum, pússlum...
Og tölum!
Talaðu við fólkið þitt!
Hvernig líður okkur? Hvað dreymir okkur? Hvað viljum við rækta? Hvað viljum við kveðja? Hvaða góðu minningar eigum við? Hvað upplifanir viljum við? Hvað hræðumst við? Hvað elskum við?
Tengjumst.
Hringjum í fólk, hittumst á zoom, spilum borðspil, spilum við internet vini.
Það er svo margt sem við getum gert á þessum furðulegu tímum...
Og það besta sem við getum gert er að vera jákvæð, elska mikið og muna að við deyjum öll einhverntiman og þess vegna er eina vitið að elska lífið á meðan það gefst.