Félag sjúkraþjálfara

Félag sjúkraþjálfara Félag sjúkraþjálfara (FS) er fag- og stéttarfélag sjúkraþjálfara á Íslandi Að efla samvinnu og samheldni sjúkraþjálfara innan FS og gæta hagsmuna þeirra.
2.

Félag sjúkraþjálfara (FS) á rætur sínar að rekja til ársins 1940, þegar fyrsta félag sjúkraþjálfara (þá nuddkvenna) var stofnað. Í janúar 2013 sameinuðust Félag íslenskra sjúkraþjálfara, Félag sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara og Stéttarfélag sjúkraþjálfara í eitt sterkt Félag sjúkraþjálfara, sem heldur utan um fagmál og kjaramál sjúkraþjálfara á Íslandi.
1. Að stuðla að aukinni faglegri vitund sjúkraþjálfara.
3. Að auka gæði sjúkraþjálfunar.
4. Að efla samvinnu við sjúkraþjálfara erlendis og aðrar heilbrigðisstéttir innanlands sem
utan.
5. Að stuðla að bættri menntun sjúkraþjálfara.
6. Að kynna starf sjúkraþjálfara.
7. Að vinna að bættri heilsu landsmanna.

Fræðslunefnd Félags sjúkraþjálfara hélt um nýafstaðna helgi námskeiðið "Foundations of Joint Manipulation" með Sue Falso...
17/11/2025

Fræðslunefnd Félags sjúkraþjálfara hélt um nýafstaðna helgi námskeiðið "Foundations of Joint Manipulation" með Sue Falsone og Shawn Robek.

Uppselt var á námskeiðið sem heppnaðist gríðarlega vel.

Fræðslunefnd félagsins vinnur að áframhaldandi fræðsludagskrá með því að fá hingað til lands marga af okkar færustu sérfræðingum til að efla enn frekar þá faglegu vinnu og þekkingu sem sjúkraþjálfarar standa fyrir.

Næsta námskeið nefndarinnar verður "Mat og meðferð taugasjúkdóma með áherslu á raförvun" með Nicki Möller Larsen

Fjöldi sjúkraþjálfara lauk námskeiðinu "The Shoulder: Steps to success" á vegum fræðslunefndar félagsins síðastliðna hel...
12/11/2025

Fjöldi sjúkraþjálfara lauk námskeiðinu "The Shoulder: Steps to success" á vegum fræðslunefndar félagsins síðastliðna helgi.

Fyrirlesari námskeiðsins var Jo Gibson sem hefur starfað sem klíniskur sérfræðingur á sviði kennslu, greininga og meðhöndlunar einkenna frá efri útlimum til fjölda ára.

Fræðslunefnd félagsins sinnir gríðarlega öflugu starfi á sviði endurmenntunar og erum við afar stolt af þeim mikla áhuga og þátttöku sem félagsfólk sýnir til aukinnar þekkingar.

UPPFÆRT :) Við óskum að sjálfssögðu bæði Guðbjörgu Eggertsdóttur sjúkraþjálfara á Gló Æfingastöð og Alexöndru Guttormsdó...
10/11/2025

UPPFÆRT :)

Við óskum að sjálfssögðu bæði Guðbjörgu Eggertsdóttur sjúkraþjálfara á Gló Æfingastöð og Alexöndru Guttormsdóttur sjúkraþjálfara á Afli sjúkraþjálfun innilega til hamingju með að hafa verið tilnefndar báðar til Míuverðlaunanna árið 2025.

Verðlaunin eru veitt árlega af góðgerðarfélaginu Mia Magic til að heiðra fólk sem hefur unnið ómetanlegt starf fyrir langveik börn og fjölskyldur þeirra 👏

Við í Félagi sjúkraþjálfara óskum Gló innilega til hamingju með nýja nafnið og allt það frábæra starf sem þar er unnið a...
07/11/2025

Við í Félagi sjúkraþjálfara óskum Gló innilega til hamingju með nýja nafnið og allt það frábæra starf sem þar er unnið af sjúkraþjálfurum og öðrum öflugum heilbrigðisstéttum 🥳

Gló vinnur að því að efla þátttöku barna og ungmenna í samfélaginu með því að styðja við tækifæri til að eiga aðild að tómstundum og menningu, lifa öruggu og heilbrigðu lífi og rækta sjálfsmynd sína, hæfileika og færni.

Gló stuðningsfélag

Félag sjúkraþjálfara óskar öllum iðjuþjálfum til hamingju með alþjóðlegan dag iðjuþjálfunar - 27.október 👏
27/10/2025

Félag sjúkraþjálfara óskar öllum iðjuþjálfum til hamingju með alþjóðlegan dag iðjuþjálfunar - 27.október 👏

Við minnum á kvennaverkfall á morgun og hvetjum allt félagsfólk til að sýna málstaðnum stuðning í verki. Þennan dag verð...
23/10/2025

Við minnum á kvennaverkfall á morgun og hvetjum allt félagsfólk til að sýna málstaðnum stuðning í verki. Þennan dag verða 50 ár frá fyrsta Kvennaverkfallinu, þegar konur á Íslandi stöðvuðu samfélagið. Ýmislegt hefur áunnist í baráttunni en misrétti þrífst enn.

Dagskrá kvennaverkfallsins má nálgast hér:
https://kvennaar.is/vidburdur/kvennaverkfall-soguganga-og-utifundur/

Formaður Félags sjúkraþjálfara ræðir yfirlýsingu heilbrigðisstétta vegna frumarps til nýrra laga um sjúkratryggingar.  "...
13/10/2025

Formaður Félags sjúkraþjálfara ræðir yfirlýsingu heilbrigðisstétta vegna frumarps til nýrra laga um sjúkratryggingar.

"Það er verið að veita töluvert miklar heimildir til Sjúkratrygginga, bæði til þess að ákveða gjaldskrána þegar ekki er samningur í gildi og samhliða er verið að veita heimild til að ákveða bæði magn þjónustu og heildarendurgjald."

Eru stjórnvöld að ganga á bak orða sinna að þínu mati með þessum áformum?
„Ég held alla vega að það ýti ekki undir traust milli aðila að þegar það er nýbúið að gera samninga þá eigi mögulega að setja lagaákvæði stuttu síðar sem hafi veruleg áhrif á stöðu þessara stétta.“

Sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk hafnar hluta áforma heilbrigðisráðherra um breytingar á lögum um sjúkratryggingar. Áformin séu ólíðandi inngrip í samningsfrelsi heilbrigðisstétta.

12/10/2025

Yfirlýsing

Sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk hafnar ólíðandi inngripum ríkisvaldsins í samningsfrelsi heilbrigðisstétta

Við undirrituð félög heilbrigðisstarfsfólks, sem komum fram fyrir hönd þeirra sem starfa sjálfstætt um land allt: tannlækna, sjúkraþjálfara, sérgreinalækna, sálfræðinga, ljósmæðra og talmeinafræðinga, mótmælum harðlega þeim áformum sem nú liggja fyrir í samráðsgátt stjórnvalda um breytingar á lögum um sjúkratryggingar, einkum hvað varðar 38. gr. núgildandi laga nr. 112/2008, sem fjallar um þátttöku í kostnaði þegar
samningar eru lausir.

Framkvæmd þessara áforma myndi fela í sér óheimilt inngrip í samningsfrelsi og atvinnuréttindi sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólks og yrði fordæmalaust valdaframsal til Sjúkratrygginga.

Með breytingunum er m.a. gert ráð fyrir að Sjúkratryggingar geti einhliða ákveðið greiðslur og skilmála fyrir þjónustu án samninga,
jafnframt því sem þjónustuveitendum yrði bannað að innheimta gjöld af sjúklingum þegar greitt er samkvæmt gjaldskrá stofnunarinnar.

Þessi áform stjórnvalda eru með öllu óásættanleg enda fela þau í sér brot á grundvallarrétti félaga heilbrigðisstarfsfólks til að semja á jafnræðisgrunni fyrir hönd síns félagsfólks við Sjúkratryggingar.

Frumvarpsdrögin bera þess merki að hafa verið unnin án nokkurs samráðs við þau sem hagsmuna eiga að gæta, án skilnings á rekstrarumhverfi sjálfstætt starfandi aðila og án virðingar fyrir sjálfstæði og faglegri sérþekkingu heilbrigðisstétta.

Undirrituð telja að boðaðar takmarkanir á rekstrarformi séu ekki til hagsbóta fyrir almenning og muni auka kostnað hins opinbera.

Að auki fela þau í sér auknar valdheimildir Sjúkratrygginga, þar á meðal um gagnaöflun og vinnslu, sem vekur alvarlegar spurningar um persónuvernd og trúnaðarsamband heilbrigðisstarfsfólks og skjólstæðinga þeirra.

Við krefjumst þess eindregið að þessi hluti áforma um breytingar á lögum um sjúkratryggingar verði strax dregin til baka og að málið verði unnið frá grunni í raunverulegu samráði við fulltrúa þeirra stétta sem í hlut eiga.

Við munum beita öllum lögmætum úrræðum til að vernda rétt sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólks til samningsfrelsis, faglegs sjálfstæðis og eðlilegra starfsskilyrða.

Óvissa ríkir um áhrif þessarar lagasetningar á gildandi samninga.

Fyrir hönd félaga sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólks sem eru með samning við Sjúkratryggingar.

Ragnar Freyr Ingvarsson - Læknafélag Reykjavíkur
Gunnlaugur Már Briem – Félag sjúkraþjálfara
Fríða Bogadóttir – Tannlæknafélag Íslands
Pétur Maack – Sálfræðingafélag Íslands
Unnur Berglind Friðriksdóttir – Ljósmæðrafélag Íslands
Linda Björk Markúsardóttir – formaður kjaradeildar Talmeinafræðinga (Viska)

Í framhaldi af umfjöllun vegna nýs lagafrumvarps um sjúkratryggingar og mögulegra áhrifa þess. "Með þessum samningi náði...
06/10/2025

Í framhaldi af umfjöllun vegna nýs lagafrumvarps um sjúkratryggingar og mögulegra áhrifa þess.

"Með þessum samningi náðist að koma á faglegri umgjörð um þjónustuveitingu, bættu aðgengi og fyrirsjáanleika í rekstri. Teljum við því skjóta skökku við að boðaðar séu lagabreytingar sem breyta vissum forsendum samninga svo stuttu síðar."
og
" Tryggja þarf að traust sé á milli samningsaðila, og að ekki skapist aukinn kostnaður fyrir almenning við að sækja sér þjónustu."

Félag sjúkraþjálfara lýsir yfir áhyggjum af þeim frumvarpsdrögum sem nú liggja fyrir um breytingar á lögum um sjúkratryggingar, eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. 

Félag sjúkraþjálfara vill óska verðandi sjúkraþjálfurum og Háskóla Íslands til hamingju með að verkefni á vegum skólans ...
29/09/2025

Félag sjúkraþjálfara vill óska verðandi sjúkraþjálfurum og Háskóla Íslands til hamingju með að verkefni á vegum skólans hafi hlotið fyrstu verðlaun bæði í flokki BS og MS verkefna á nýafstaðinni ráðstefnur ENPHE (Evrópusamtök háskóla sem kenna sjúkraþjálfun) 👏

Í flokki BS verkefna hlutu Gauti Björn Jónsson, Guðmundur Örn Guðjónsson og Tómas Elí Jafetsson fyrstu verðlaun fyrir „Rehabilitation of a Shoulder Problem from the Perspective of Artificial Intelligence“, sem var unnið undir leiðsögn Atla Ágústssonar og Bjargar Guðjónsdóttur.

Í flokki MS verkefna hlaut Daníel Bjarki Stefánsson fyrstu verðlaun fyrir „Experiences of assistive devices among children and youth with cerebral palsy (CP) at Gross Motor Function Classification System Levels III–V“ sem var unnið undir leiðsögn Bjargar Guðjónsdóttur og Sólveigar Ásu Árnadóttur.

Address

Borgartún 6
Reykjavík
105

Opening Hours

Monday 13:00 - 16:00
Tuesday 09:00 - 12:00
Wednesday 09:00 - 12:00
Thursday 09:00 - 12:00
Friday 09:00 - 12:00

Telephone

+3545955186

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Félag sjúkraþjálfara posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Félag sjúkraþjálfara:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram