04/11/2025
Tryggingastofnun og Hæfi hafa gert með sér samning með það að markmiði að tryggja og formfesta samstarf.
Markmið samstarfsins er að tryggja gæði og faglega framkvæmd með heildrænni og þverfaglegri meðferð í endurhæfingu.
Til þess að meðferðar- eða endurhæfingaraðili geti haft umsjón með heildrænni og þverfaglegri meðferð skal starfa hjá viðkomandi þverfaglegt teymi heilbrigðismenntaðra starfsmanna sem hafa þekkingu og reynslu til að veita slíka þjónustu.
Fögnum þessu samstarfi og þeim tækifærum sem það skapar.