21/03/2025
Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að fara út að borða og njóta í góðum félagsskap.
Ég hef alltaf ætlað að tjá mig og eða skrifa um þá staði sem ég heimsæki, ástæðan er að ég hef skoðun á þjónustu, matseðli, gæði matararins og umgjörð. Að njóta kvöldstundar í góðum félagsskap og fá framúrskarandi þjónustu er mikilvæg næring fyrir félagslega heilsu og bragðlaukana og bónustinn er að fá frábæra þjónustu.
Mér finnst mikilvægt að þegar maður dettur inn á staði og þeir uppfylla þessar kröfur mína að þá bara verð ég að leyfa öðrum að njóta með eða allavegana segja frá.
Í janúar var ég svo heppin að rekast inn á Pottinn og Pönnuna, þeim gamla og góða stað, sem er núna eins og nýr staður, en fær að halda sinni sögu sem er svo fallegt.
Ég hvet ykkur að lesa matarbloggið hér fyrir neðan, og ekki bíða heldur panta borð eða droppa við í kokteil eða annan fordrykk.
Mig langar að skrifa að staðurinn eigi það skilið að vera heimsóttur, líklega er það á hinn veginn, þig verðið heppin/n að fara á þennan stað og eigið það vonandi skilið.
Hlakka til að heyra frá ykkar upplifun (-;
https://betareynis.is/blogs/matur/potturinn-og-pannan-rotgroinn-veitingarstadur?
Nýlega heimsótti ég rótgróinn veitingarstað sem verið hefur til húsa á nákvæmlega sama stað í heil 40 ár. Potturinn og Pannan er fjölskylduvænn veitingastaðir sem notið hefur óslitinna vinsælda og er rómaður fyrir þægilega þjónustu, notalegt umhverfi og ekki síst ljúffeng...