30/12/2025
Afhverju er góð hugmynd að leggja höfuðið í bleyti?
Sú góða slökun sem næst í floti ferjar okkur yfir á dýpri heilabylgjusvið sem gefur aðgang að óvenjulegum sköpunarkrafti, ímyndunarafli, sjónrænni hugsun og lausn vandamála.
Nasa hefur rannsakað áhrif þyngdarleysis á fólk. Þær rannsóknir eru afar áhugaverðar og sýna hversu hröð umskipti verða á heilastarfsemi þess sem flýtur, hvernig við ferðumst tiltölulega hratt úr vökuástandi Beta heilabylgjusviðsins yfir á hið ómótstæðilega Theta heilabylgjusvið, en það er hið notalega ástand sem skapast rétt áður en við svífum inn í svefninn, þegar alger ró færist yfir okkur. Við getum líka þekkt þessa tilfinningu milli svefns og vöku á því að stundum kippist fólk við sem stafar að öllum líkindum af því að ákveðinn spennuþröskuldur rofnar. Theta heilabylgjur merkja samkvæmt mælingum að lítil rafvirkni er í heila. Það sem er þó öllu forvitnilegra er að Theta heilabylgjur mælast gjarnan í vökuástandi munka sem eiga margra ára hugleiðsluþjálfun að baki. Í Theta ástandi er líkt og við öðlumst skýra mynd af ölllu í kringum okkur og áreynslulaus skipulagsvinna getur átt sér stað.
Það er þess vegna líka sem oft er talað um flot sem frábæra leið til að virkja sköpunarkraftinn og vinna að lausn vandamála. Það vill nefnilega oft verða svo að í þessu djúpa ástandi þar sem að við komumst í snertingu við undirmeðvitundina okkar að þá vitrast okkur gjarnan lausnir og nýjar nálganir í að vinna með áskoranir í lífinu.
//
Why the brain benefits from a good soak?
Some scientists explain the positive effects of floating is due to altered brain waves. While floating we move into theta state, similar to what we experience prior to sleep - free association, sudden realisations and subconscious organisation and processing.
Floating thereby improves creativity, problem – solving and can speed up information reception and processing.