Rótin

Rótin Rótin
The Root Rótin er félag áhugakvenna og því eru allar konur með áhuga á málefninu velkomnar í félagið. Sendu okkur póst á rotin@rotin.is. Kristín I.

Pálsdóttir sér að mestu um síðu félagsins á Facebook og svarar fyrirspurnum. Við fögnum athugasemdum og umræðum á síðunni en við ætlumst til þess að hún sé málefnaleg. Við áskiljum okkur rétt til að eyða ómálefnalegum og dónalegum athugasemdum.

Glóðin 2025 er svona líka frísklegur og glaður piparkökudrengur. Glóð er kertastjaki sem seldur er til styrktar Konukoti...
10/11/2025

Glóðin 2025 er svona líka frísklegur og glaður piparkökudrengur. Glóð er kertastjaki sem seldur er til styrktar Konukoti og heimilislausum konum sem hannaður er af Erlingi Jóhannessyni gullsmið í Smiðsbúð. Þetta er þriðja árið sem Glóðin er seld og alltaf er nýr stjaki kynntur til sögunnar. https://glodjol.is/

Þær Kristín I. Pálsdóttir, frá Rótinni, og Kristín Hjálmarsdóttir, frá RIKK, mættu hjá þeim Ástrós Signýjardóttur og Pét...
06/11/2025

Þær Kristín I. Pálsdóttir, frá Rótinni, og Kristín Hjálmarsdóttir, frá RIKK, mættu hjá þeim Ástrós Signýjardóttur og Pétri Magnússyni í Samfélagið á Rás 1 í dag til að að segja frá Interact-verkefninu, um heimilislausar konur, og nýútkominni Landsskýrslu verkefnisins.
Kristín I. Pálsdóttir, from Rótin, and Kristín Hjálmarsdóttir, from RIKK, visited Ástrós Signýjardóttir and Pétur Magnússon in the programme Samfélagið on RÚV today to talk about the Interact Project, on women's homelessness, and the project's newly released National Report.

Nýlega voru birt fyrstu áfangagögn verkefnisins, Landsskýrsla INTERACT. Hún veitir innsýn í það hvernig s*x Evrópuríki, Þýskaland, Grikkland, Ítalía, Portúgal og Rúmenía, auk Íslands, nálgast málefni heimilislausra kvenna. Niðurstöðurnar sýna að víða skortir á samþætti...

29/10/2025

Stígamót, Kvennaathvarfið. Vitund – Samtök gegn kynbundnu ofbeldi, Rótin, Aflið, Líf án ofbeldis og kvenfélagasamband Íslands sameinuðust um umsögn um tillögu um umbætur náms og starfsumhverfis leikskóla í Reykjjavík:
"Breytingar á gjaldskrá og kröfur um skráningu viðveru þarf að skoðast í ljósi félagslegra aðstæðna og jafnréttis kynjanna. Þá ber að hafa sérstaklega í huga að kynbundið ofbeldi geisar sem faraldur í íslensku samfélagi og tölur um konur og börn sem flýja þurfa heimili sín sökum heimilisofbeldis fara hækkandi. Konur bera meiri ábyrgð á umönnun barna og allri almennri skipulagningu í kringum fjölskylduna, svokallaðri þriðju vakt. Uppbygging heilsdagsleikskóla var ein mesta bylting í lífi kvenna hin síðari ár, þar sem mæður gátu að fullu tekið þátt á vinnumarkaðnum í stað þess að vera í hlutastörfum og brúa umönnunarbilið. Hallað hefur undan fæti hin síðari ár með erfiðleikum að koma börnum á leikskóla og ítrekuðum lokunum vegna undirmönnunar eða skerðingum á vistunartíma. Það eru fyrst og fremst konur sem hlaupa til þegar í harðbakkann slær. Þessum vandræðum á nú að mæta með auknum álögum á foreldra til að skipuleggja langt fram í tímann og draga úr vistun barna á leikskóla ellegar hækka leikskólagjöld. Leiða má líkum að því að þetta auki umönnun mæðra á kostnað þátttöku þeirra á vinnumarkaði og þarf að hugsa allar takmarkanir á þjónustu leikskóla út frá því.
Við sem vinnum með konum sem hafa orðið fyrir ofbeldi eða eru að reyna að brjótast út úr ofbeldi vitum að því fylgir oft missir baklands og einangrun. Ungar mæður og mæður af erlendum uppruna eru oft í afar erfiðri stöðu þegar þær eru einstæðar og án baklands. Þær eru í stórhættu á að falla út af vinnumarkaði eða jafnvel komast ekki inn á vinnumarkað. Þá skiptir hin félagsleg umgjörð sveitarfélagsins öllu máli og leikskólar spila þar eitt stærsta hlutverkið. Þessar tillögur setja þennan hóp í töluvert verri stöðu, fjárhagslega og félagslega og eru þannig til þess fallnar að gera konum erfiðara fyrir að stíga útúr ofbeldissamböndum.
Við förum fram á að breytingar á leikskólaumhverfi taki mið af ólíkri stöðu og ábyrgð kynjanna, að leikskólarnir þjóni þeim tilgangi að vera lóð á vogaskálar kvenfrelsis og hluti af félagslegum lausnum en haldi ekki konum og börnum föstum inná ofbeldisheimilum né takmarki frelsi kvenna til þátttöku í samfélaginu."

Stundin er runnin upp! Rótin hvetur konur og kvár til að taka þátt í Kvennaverkfallinu og mæta á viðburði! Saman erum vi...
24/10/2025

Stundin er runnin upp! Rótin hvetur konur og kvár til að taka þátt í Kvennaverkfallinu og mæta á viðburði! Saman erum við sterkari.

"Einn vandi meðferðarstarfs á Íslandi er að ekki er í boði góð menntun fyrir fólk sem vinnur við fagið. Þetta segir Kris...
21/10/2025

"Einn vandi meðferðarstarfs á Íslandi er að ekki er í boði góð menntun fyrir fólk sem vinnur við fagið. Þetta segir Kristín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Rótarinnar.
Í Dagmálum segir Kristín m.a. frá því að erlendur sérfræðingur hafi verið fenginn til að gera úttekt á íslenska meðferðarkerfinu."
Klippa úr viðtali við Kristínu talskonu Rótarinnar í Dagmálum.

Einn vandi meðferðarstarfs á Íslandi er að ekki er í boði góð menntun fyrir fólk sem vinnur við fagið. Þetta segir Kristín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Rótarinnar.

Nú eru 7 dagar í kvennaverkfallið og Rótin, sem er aðili að undirbúningi og þáttakandi í Kvennaársstarfinu, hvetur allar...
17/10/2025

Nú eru 7 dagar í kvennaverkfallið og Rótin, sem er aðili að undirbúningi og þáttakandi í Kvennaársstarfinu, hvetur allar konur og kvár sem veettlingi geta valdið að taka þátt!

7 DAGAR
Kröfur Kvennaárs voru afhentar fulltrúum allra flokka fyrir ári síðan og lítið hefur gerst. Kröfurnar snúa að því að uppræta kynbundið ofbeldi, leiðrétta vanmat á kvennastörfum og brúa umönnunarbilið. Þær eru einfaldar og þær þarf að uppfylla. Krafan er komin í innheimtu og gjalddaginn er fallinn. STUNDIN ER RUNNIN UPP!

"160 millj­óna króna fram­lag Fé­lags­mála­sjóðs Evr­ópu renn­ur til Rót­ar­inn­ar og Rann­sókn­ar­stofn­un­ar í jafn­ré...
16/10/2025

"160 millj­óna króna fram­lag Fé­lags­mála­sjóðs Evr­ópu renn­ur til Rót­ar­inn­ar og Rann­sókn­ar­stofn­un­ar í jafn­rétt­is­fræðum við Há­skóla Íslands, full­trúa Íslands í Evr­ópu­verk­efn­inu - IN­TERACT eða In­ter­secti­onal App­roach to Combat­ing Homeless­ness for Women. Krist­ín Páls­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Rót­ar­inn­ar, ræðir í Dag­mál­um um verk­efnið sem snýr að samþætt­ingu í þjón­ustu við heim­il­is­laus­ar kon­ur. Þá ræðir hún starf­semi Rót­ar­inn­ar og rekst­ur Konu­kots, sem flyt­ur von bráðar í Ármúl­ann."
Athugið að Dagmál eru einungis opin áskrifendum Mbl.is.
https://www.mbl.is/mogginn/dagmal/thjodmalin/261555/

Rótin fagnar því að búið sé að útskurða í málinu og þá er hægt að halda áfram með með langþráðan flutning Konukots í nýt...
03/10/2025

Rótin fagnar því að búið sé að útskurða í málinu og þá er hægt að halda áfram með með langþráðan flutning Konukots í nýtt húsnæði.
"Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði kæru Sameindar sem vildi að byggingarleyfi vegna innréttingar Konukots í Ármúla í Reykjavík yrði felld úr gildi."

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði kæru Sameindar sem vildi að byggingarleyfi vegna innréttingar Konukots í Ármúla í Reykjavík yrði felld úr gildi.

Í þættinum Þetta helst á Rás 1 var fjallað um "flutning Konukots í fasteign í Ármúla og andstöðu heilbrigðisfyrirtækisin...
25/09/2025

Í þættinum Þetta helst á Rás 1 var fjallað um "flutning Konukots í fasteign í Ármúla og andstöðu heilbrigðisfyrirtækisins Sameindar við hann.
Konukot á að vera í næsta húsi við Sameind. Heilbrigðisfyrirtækið vill meina að vegna brunavarna gangi ekki að hafa Konukot í húsinu. Sameind hefur kært flutning Konukots í húsið.
Rætt er við Kristínu Pálsdóttur hjá Konukoti og Rannveigu Einarsdóttur hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Sturla Arinbjarnarson, eigandi Sameindar, vill ekki koma í viðtal um málið á meðan kæra fyrirtækisins er til meðferðar hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála."

Útvarp

Halldóra R. Guðmundsdóttir, forstöðukona Konukots, og Bjartey Ingibergsdóttir, hjúkrunarfræðingur á göngudeild smitsjúkd...
17/09/2025

Halldóra R. Guðmundsdóttir, forstöðukona Konukots, og Bjartey Ingibergsdóttir, hjúkrunarfræðingur á göngudeild smitsjúkdóma á Landspítala, voru í Mannlega þættinum í dag og ræddu starfsemi Konukots, hvort raunverulega stafi hætta af heimilislausum konum eða hvort þetta séu fordómar og vanþekking á þessum viðkvæma jaðarsetta hópi.
Halldóra talaði líka við Maríu Lilju í Rauða borðinu í gær: https://www.youtube.com/watch?v=S74z4X4-HVc og var í síðdegisútvarpinu á Rás 2 í gær: https://www.ruv.is/utvarp/spila/siddegisutvarpid/23825/b7qiur
https://www.ruv.is/utvarp/spila/mannlegi-thatturinn/23616/b70ujk

Hvar eiga heimilislausar konur að vera ef þær eru óvelkomnar alls staðar? Við ræddum stöðu þeirra hér í dag í tilefni af grein sem birt var fyrir skömmu á Vísi um yfirstandandi ósætti um að Konukot, neyðarskýli fyrir heimilislausar konur, flytji tímabundið í nýtt húsnæði ...

Sigmar Guðmundsson tók upp mál Konukots í umræðu um störf þingsins á Alþingi í dag og mæltist honum vel:"Frú forseti. Þa...
16/09/2025

Sigmar Guðmundsson tók upp mál Konukots í umræðu um störf þingsins á Alþingi í dag og mæltist honum vel:
"Frú forseti. Það er ár síðan Reykjavíkurborg auglýsti eftir nýju húsnæði fyrir Konukot sem er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur. Húsnæðið var sprungið fyrir mörgum árum og nýtt húsnæði fannst í Ármúlanum. Þjónustan sem Konukot hefur veitt konum í hrikalega viðkvæmri stöðu í Hlíðunum undanfarin ár er bæði góð og nauðsynleg. Litlar fréttir hafa borist af því að konurnar jaðarsettu séu fólki til ama í nágrenni við skóla og leikskóla. Ég bý sjálfur í þessu hverfi og mér finnst gott til þess að vita að þessar heimilislausu konur hafi átt þar samastað. Einhvers staðar þarf jú að veita þessa þjónustu. Væntanlegir nágrannar Konukots í Ármúlanum reyna nú að koma í veg fyrir að starfsemin flytji í húsnæðið. Það er því miður kunnuglegt stef. Það virðist vera ríkt í okkur að vilja öfluga aðstoð fyrir jaðarsetta en bara alls ekki nálægt okkur sjálfum. Rökin sem nú eru notuð eru hætta á berklum og almennt fyrirsjáanlegt ónæði. Ef berklarökin eru gild gætu þessar konur hvergi verið, varla á heilsugæslu, bráðamóttöku, í Bónus eða Krónunni. Það er ekki gæfulegt að útiloka sjálfkrafa hóp kvenna frá stöðum án þess að neitt sé vitað um það hvort einhver í þeirra hópi sé með berkla. Og hvað varðar ónæðið er það oftar en ekki svo með heimilislaust fólk sem sumt er með fíknisjúkdóm að það forðast samneyti við aðra. Þessar konur þekkja nefnilega skömm og fordóma betur en aðrir.
Er þetta þróunin sem við viljum sjá í okkar samfélagi, að þeir sem eigi um sárt að binda eigi bara að fá þjónustu sem er okkur falin, sem er ekki í okkar nærumhverfi? Þessar konur eiga á hættu á að verða fyrir miklu ofbeldi. Þær glíma sumar við fíkn og útskúfun. Ef við sendum þau skilaboð að þær séu ekki velkomnir í umhverfi okkar þá jaðarsetjum við þær enn frekar og veikjum vonina um betra líf. Þá endar þetta með því að enginn staður verður eftir fyrir þau sem minna mega sín nema kannski úti í óbyggðum, og viljum við það?"

Skrifstofa Alþingis - Hafa samband, 101 Reykjavík, Sjá á korti , Kt. 420169-3889 ,[email protected] Sími 563 0500, Skiptiborðið er opið kl. 9–16 mánudaga til föstudaga. Persónuverndarstefna

Talskona Rótarinnar ræddi við þá Kristófer og Svala á Bylgjunni síðdegis um stöðu heimilislausra kvenna og andstöðu sem ...
15/09/2025

Talskona Rótarinnar ræddi við þá Kristófer og Svala á Bylgjunni síðdegis um stöðu heimilislausra kvenna og andstöðu sem flutningur Konukots í Ármúla hefur mætt.

Kristín I. Pálsdóttir hjá Konukoti. Sameind vill ekki hafa heimilislausar konur sem nágranna í Ármúla

Address

Túngata 14
Reykjavík
101

Website

https://www.styrkja.is/rotin

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Rótin posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram