Rótin

Rótin Rótin
The Root Rótin er félag áhugakvenna og því eru allar konur með áhuga á málefninu velkomnar í félagið. Sendu okkur póst á rotin@rotin.is. Kristín I.

Pálsdóttir sér að mestu um síðu félagsins á Facebook og svarar fyrirspurnum. Við fögnum athugasemdum og umræðum á síðunni en við ætlumst til þess að hún sé málefnaleg. Við áskiljum okkur rétt til að eyða ómálefnalegum og dónalegum athugasemdum.

Áfallameðferð í hópi fyrir konur hentar konum og þar með talið konum með sögu um vímuefnavanda. Markmiðið er að styðja k...
29/12/2025

Áfallameðferð í hópi fyrir konur hentar konum og þar með talið konum með sögu um vímuefnavanda. Markmiðið er að styðja konur í að skilja betur áhrif áfalla og erfiðrar reynslu á daglegt líf og byggja upp tilfinningalegan stöðugleika og jafnvægi.
Hópurinn hittist 10 sinnum, á þriđjudögum kl. 15.30-16.45, og hefst næsta námskeiđ 20. janúar og lýkur 24. mars.
Skráning og nánari upplýsingar á síðu Rótarinnar.

Áfallameðferð í hópi fyrir konur. Meðferðin hentar konum með áfallasögu og þar með talið konum með sögu um vímuefnavanda. Markmiðið er að styðja konur í að skilja betur áhrif áfalla og erfiðrar reynslu á daglegt líf og byggja upp innri stöðugleika og jafnvægi.

23/12/2025
Ilmur er ein af stofnendum Rótarinnar og nafn félagsins er komið úr hennar hugmyndabrunni. Nú styður hún félagið, ásamt ...
16/12/2025

Ilmur er ein af stofnendum Rótarinnar og nafn félagsins er komið úr hennar hugmyndabrunni. Nú styður hún félagið, ásamt samstarfssystrum sínum í leikarastétt, ár hvert með því að vekja athygli á kertastjakanum Glóð sem seldur er til stuðnings Konukotskonum.
„Ilmur Kristjánsdóttir leikkona er á meðal þeirra sem standa fyrir átaki hver jól þar sem kertastjakinn Glóð er seldur til styrktar Rótinni og Konukoti, en Ilmur er einn af stofnendum Rótarinnar. Kertastjakinn er hönnun og smíði Erlings Jóhannessonar gullsmiðs. Hún var gestur Felix Bergssonar í Fram og til baka á Rás 2 þar sem hún rifjaði upp fimm af sínum eftirlætisjólalögum og sagði frá sjálfri sér og jólahefðum."
Takk Ilmur og gleðileg jól 🎄❤

„Það hefur ekki breyst en það er mikið frelsi að þurfa ekki áfengi,“ segir Ilmur Kristjánsdóttir leikkona og einn af stofnendum Rótarinnar. Hún er um þessar mundir að kynna þriðja kertastjakann sem er seldur til styrktar Konukoti.

Þær Unnur og Halldóra skrifa framlag Rótarinnar til 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Þemað í ár er rafrænt ofbeldi.
10/12/2025

Þær Unnur og Halldóra skrifa framlag Rótarinnar til 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Þemað í ár er rafrænt ofbeldi.

Í stafrænum heimi nútímans er netið ekki öruggt athvarf. Fyrir konur sem glíma við heimilisleysi, fátækt eða vímuefnavanda getur tæknin orðið nýr vettvangur ofbeldis og stjórnunar.

06/12/2025

Svokölluð stjórnsýsluopnun var í nýju húsnæði Konukots í Ármúla í dag. Ekki er enn vitað hvenær húsnæðið verður tekið í notkun.

Í dag var haldið upp á nýtt húsnæði fyrir Konukot og að Reykjavíkurborg opnar einnig nýtt tímabundið húsnæði þar sem s*x...
05/12/2025

Í dag var haldið upp á nýtt húsnæði fyrir Konukot og að Reykjavíkurborg opnar einnig nýtt tímabundið húsnæði þar sem s*x konur munu dvelja og er það opið allan sólarhringinn. Þetta eru mikilvæg tímamót sem beðið hefur verið eftir.
Aðstaðan í nýju húsnæði Konukots er mikil bragarbót og þar verður einnig betri aðstaða fyrir heilbrigðisþjónustu fyrir gesti okkar.
Rótin þakkar gjafmildu velgjörðafólki fyrir stuðninginn sem hefur orðið til þess að hægt var að kaupa nýtt innbú í Konukot.
Starfsfólk Konukots hefur líka staðið í ströngu við undirbúning, ásamt starfsfólki Reykjavíkurborgar, og viljum við þakka þeim Halldóru, forstöðukonu, og Helgu Lind, teymisstjóra, fyrir að halda vel og örugglega á spöðunum við undirbúninginn.
Athugið að enn á eftir að binda síðustu hnútana til að hægt sé að taka á móti gestum og munum við auglýsa opnun þegar ljóst er hvenær sá dagur rennur upp. Þess verður ekki langt að bíða.
https://www.facebook.com/Reykjavik/posts/pfbid02HFPt6VrSfpMb4ZHYMy5BfMhYBwf6FSDJZ5huiVWpWosZz9ipf4cZU7kA2pJvf4a9l

Erindi Dr. Julie Schamp um áfallamiðaða nálgun og konur verður í hádeginu í dag, mánudag, í fyrirlestrasal Þjóðminjasafn...
01/12/2025

Erindi Dr. Julie Schamp um áfallamiðaða nálgun og konur verður í hádeginu í dag, mánudag, í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands kl. 12:00-14:00.
Áföll heyra ekki til undantekninga í lífi kvenna en samt eru þau oft ósýnileg og birtast sem „erfið hegðun“, vanvirkni eða krísa, ósjaldan misskilin. Fyrirlesturinn fjallar um hvað raunverulega gerist í heilanum þegar áföll hafa áhrif á upplifun kvenna af öryggi, valfrelsi og tengslum. Fjallað verður um þá taugafræðilegu ferla sem tengjast bjargráðum, minni og streitu og hvernig hægt er að yfirfæra og hagnýta þessa þekkingu í áfallamiðaðri nálgun.
Fyrirlesturinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir en óskað er eftir skráningu!

Dr. Julie Schamp heldur erindi um áfallamiðaða nálgun og konur hinn 1. desember í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands kl. 12:00-14:00. Fyrirlesturinn er í boði Evrópuverkefnisins INTERACT, sem RIKK og Rótin eru þátttakendur í, og í samstarfi Heilbrigðisvísindasvið/Sálfræðide...

Dr. Julie Schamp heldur erindi um áfallamiðaða nálgun og konur hinn 1. desember í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands ...
27/11/2025

Dr. Julie Schamp heldur erindi um áfallamiðaða nálgun og konur hinn 1. desember í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands kl. 12:00-14:00. Fyrirlesturinn er í boði Evrópuverkefnisins Interact Project – sem RIKK og Rótin eru þátttakendur í og í samstarfi Heilbrigðisvísindasvið/Félagsráðgjafardeild HÍ, Félagsvísindasvið/Félagsráðgjafardeild HÍ, Félagsráðgjafafélag Íslands og Sálfræðingafélag Íslands.
Fyrirlesturinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir!

Dr. Julie Schamp heldur erindi um áfallamiðaða nálgun og konur hinn 1. desember í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands kl. 12:00-14:00. Fyrirlesturinn er í boði Evrópuverkefnisins INTERACT- sem RIKK og Rótin eru þátttakendur í og í samstarfi Heilbrigðisvísindasvið/Félagsráðgj...

Áfallameðferð í hópi fyrir konur er nú boðin í þriðja sinn í samstarfi Rótarinnar og Grænuhlíðar. Meðferðin hentar konum...
24/11/2025

Áfallameðferð í hópi fyrir konur er nú boðin í þriðja sinn í samstarfi Rótarinnar og Grænuhlíðar. Meðferðin hentar konum með áfallasögu og þar með talið konum með sögu um vímuefnavanda. Markmiðið er að styðja konur í að skilja betur áhrif áfalla og erfiðrar reynslu á daglegt líf og byggja upp tilfinningalegan stöðugleika og jafnvægi.
Næsta námskeiđ hefst 20. janúar og lýkur 24. mars og verđur haldiđ á þriđjudögum kl. 15.30-16.45.
Skráning og nánari upplýsingar á síðu Rótarinnar.

Áfallameðferð í hópi fyrir konur. Meðferðin hentar konum með áfallasögu og þar með talið konum með sögu um vímuefnavanda. Markmiðið er að styðja konur í að skilja betur áhrif áfalla og erfiðrar reynslu á daglegt líf og byggja upp innri stöðugleika og jafnvægi.

Námskeiðið Mannréttindamiðuð nálgun í vinnu með konum er nú aðgengilegt á vef Rótarinnar og öllum opið án endurgjalds. U...
20/11/2025

Námskeiðið Mannréttindamiðuð nálgun í vinnu með konum er nú aðgengilegt á vef Rótarinnar og öllum opið án endurgjalds.
Um er að ræða s*x fyrirlestra um mannréttindi og skaðaminnkun, áfalla- og kynjamiðaða nálgun, kynjaðar hliðar heimilisleysis, berskjöldun, vald, ógn merking-líkanið og þjónandi leiðsögn ásamt spurningum til íhugunar fyrir þáttakendur.
Á námskeiðinu er horft til þeirrar þekkingar og hugmyndakerfa sem liggja að baki þeirri mannréttindamiðuðu nálgun sem Rótin byggir starf sitt á.
Efnið er gagnlegt fyrir þau sem starfa með konum með flóknar þjónustuþarfir, s.s. heimilislausum konum og öllum sem hafa áhuga.
Efnið var tekið upp í upphafi árs.

Velkomin á námskeiðið Mannréttindamiðuð nálgun í vinnu með konum. Þau sem starfa með konum með flóknar þjónustuþarfir, s.s. heimilislausum konum, ættu að hafa gagn af efninu.Á námskeiðinu er horft til þeirrar mannréttindamiðuðu þekkingar og hugmyndafræði sem Rótin hefur...

Rótin er aðili að FEANTSA - Evrópusamtökunum félagasamtaka sem vinna með heimilislausu fólki og Kristín I. Pálsdóttir si...
19/11/2025

Rótin er aðili að FEANTSA - Evrópusamtökunum félagasamtaka sem vinna með heimilislausu fólki og Kristín I. Pálsdóttir situr í stjórn samtakanna. Í síðustu viku var stjórnarfundur haldinn í Berlín og það er alltaf jafn gefandi, bæði faglega og persónulega, að hitta þennan fjölbreytta hóp en í stjórninni eru fulltrúar frá 23 Evrópulöndum. Rætt var m.a. um erfiða stöðu í húsnæðismálum í Evrópu og aðgerðir Evrópustofnana í þeim málaflokki. Staða heimilislausra í Bandaríkjunum var líka rædd en stjórnvöld þar hafa tekið þann pól í hæðina að glæpavæða heimilileysi með tilheyrandi mannréttindabrotum og skaða fyrir fólk og samfélag.

Address

Túngata 14
Reykjavík
101

Website

https://www.styrkja.is/rotin

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Rótin posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram