Draumasetrið

Draumasetrið Draumasetrið er áfangaheimili í Reykjavík. Draumasetrið er áfangaheimili við Héðinsgötu 10 í Reykjavík. Þar eru 40 herbergi og öll aðstaða til fyrimyndar.

Heimilið er rekið af Spörvar Líknarfélag Reykjavík og var opnað í desember 2012
Slagorð okkar er Elskum lífið & Elskum fólk til lífs. Starfið einblínir á fólk sem hefur orðið fyrir einhverskonar niðurbroti og er að endurheimta sig eftir neyslu. Þett er kærleiksríkt samfélag stofnsett til að mæta fólki.

Árangurinn hefur verið mikill og hafa margir einstaklingar náð fótfestu í lífinu og eru sjálfbær, byggt upp fjölskyldu og eða sameinast sýnum nánust. Draumasetrið er heimili þar sem við þráum að styðja og hjálpa einstaklingum til betra lífs. Sem Áfangaheimili er markhópurinn þeir sem hafa átt við
áfengis og vímefnavandmál að stríða. Markmiðið er að aðstoða einstaklinga við að komast aftur út í lífið eftir áfengis og vímuefna meðferð eða annað slíkt. Hjálpin felst meðal annars í áfengis og vímuefnaráðgjöfum, hvatningu til þátttöku í
AA samtökunum með áherslu á 12 sporavinnu með trúnaðarmanni/trúnaðarkonu úr samtökunum. En einnig er unnið að tengja einstaklinga við aðra fagaðila s.s. Stígamótum, Regnbogabörnum og marga fleirri. Þrá okkar er að að sjá drauma og vonir einstaklinga rætast og þá blómstra til betra lífs.

03/10/2025

Þið eruð yndi ❤️

03/10/2025

✨🐾 Safnaðu með okkur fyrir Frans – nýja kettinum fyrir Draumasetrið🐾✨

Draumasetrið er áfangaheimili þar sem fólk er að byggja upp líf sitt á ný, finna stöðugleika og nýtt upphaf. Við trúum því að lækning gerist líka í hlýju heimilisins — og fátt segir „heimili“ eins og köttur. 🏡❤️

Nú viljum við ættleiða köttinn Frans frá Kattholti (29.000 kr. ættleiðingargjald) og veita honum öruggt og ástríkt heimili hér í Draumasetrinu. Frans er tilbúinn að koma heim til okkar, og með ykkar hjálp getum við tekið á móti honum. 🐱✨
Köttur mun gefa félagsskap, huggun og gleði — litlu hlutirnir sem skipta miklu máli fyrir íbúa okkar.

Söfnunin nær yfir:
•⁠ ⁠Ættleiðingu frá Kattholt: 29.000 kr.
•⁠ ⁠Grunn dýralækniskostnað fyrir árið
•⁠ ⁠Fóður, kattasand og nauðsynlegar vörur í eitt ár
•⁠ ⁠Neyðarsjóð fyrir dýralækni
🎯 Markmið: 200.000 kr. til að standa straum af fyrsta árinu.

👉 Styðjið hér:
Reikningsnúmer: 526-14-611212
Kennitala: 411104-2650
(Vinsamlegast merkið greiðslu: „Frans köttur“)
Allt framlag, stórt sem smátt, hjálpar okkur að færa meiri hlýju, kærleika og mjálm inn í Draumasetrið.
Takk fyrir að hjálpa okkur að láta þennan draum rætast! 🐾❤️

16/09/2024

Hvað er að gerast í okkar þjóðfélagi? Siðferðisleg hnignun sem virðist engan endi taka og það er vont að sjá og lifa í kærleikslitlu samfélagi þar sem unga fólkið okkar verður undir með hræðilegum afleiðingum.

Kristinn gildi og kristið siðferði var hrakið úr skólum landsins í nafni frelsis sem hefur vísað sig vera helsi en ekki frelsi.

Nafn þitt þarf að þora að segja,
þegar dimmir í stað þess að þegja ……
Nafnið þitt Jesús ❤️

Þessi meistari verður á samkomu UNITED REYKJAVÍK 101 à mánudags kvöld kl 20:00
01/09/2024

Þessi meistari verður á samkomu UNITED REYKJAVÍK 101 à mánudags kvöld kl 20:00

25/08/2024
25/07/2024

Sjómaður sem er að berjast við sjúkdóminn alkahólisma er fluttur í land vegna ótta skipstjóra um heilsu hans og líf. Þegar í land er komið fer hann beint og leitar aðstoðar í heilbrigðiskerfinu……..
Hann fær sömu hjálp og margir aðrir sem eru í hans stöðu (annarsflokks einstaklingar) lyf sem tekið er inn eftirlitslaust.
Látinn um kvöldið 😢

Heiður að tala á samkomu í Veginum í kvöld❤️
30/06/2024

Heiður að tala á samkomu í Veginum í kvöld❤️

20/06/2024

Hlakka til að tala á Hlaðgerðarkot, Samhjálp samkomu kl 20:00 í kvöld
Láttu sjá þig í kvöld í Fíladelfíu Hátúni 2

03/06/2024

Geggjuð samkoma UNITED REYKJAVÍK 101 kl 20:00 í kvöld. Góðir gestir frá USA þjóna til okkar.
Láttu sjá þig ❤️❤️

Darren Goodman á sérstakan stað í mínu hjarta, hann hvatti mig áfram við stofnun UNITED REYKJAVÍK 101 sem í 13 ár hefur ...
24/04/2024

Darren Goodman á sérstakan stað í mínu hjarta, hann hvatti mig áfram við stofnun UNITED REYKJAVÍK 101 sem í 13 ár hefur haldið úti samkomum, kennslum og ráðstefnum. Þúsundir hafa komið til trúar í gegnum starfið og margir eiga fallegar minningar úr ferðum okkar í Kotið og Ljósafossskóla. Það er því heiður að fá hann og alla fjölskylduna á samkomu United mánudaginn 29 apríl kl 20:00. Ekki missa af þessu tækifæri og láttu sjá þig í samfélagi kærleika og vináttu.
ELSKUM FÓLK TIL LÍFS - ELSKUM LÍFIÐ.

Address

Héðinsgata 10
Reykjavík
105

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Draumasetrið posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Draumasetrið:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Category