12/11/2025
Þekking kennara á lesblindu skoðuð
Ný rannsókn, sem er afrakstur samstarfs Dublin City University (DCU) og Dyslexia Ireland, leiðir í ljós alvarlegt þekkingarbil. Það birtist í því að aðeins 12% grunnskólakennara náðu að sýna fram á „mikla þekkingu“ þegar afstaða til lesblindu var flokkuð. Margir kennarar reyndust trúa enn á algengar goðsagnir eins og virkni litaðra linsa eða tiltekinna leturgerða.
Mikilvægt er fyrir lesblinda og samtök þeirra að breyta þessu. Sem svar við þessum niðurstöðum hafa lesblindussamtökin írsku unnið með Dr. Paula Lehane (DCU) að því að búa til nýtt, ókeypis rafrænt námskeið í fagnámi fyrir grunnskólakennara.
Kennarar gegna lykilhlutverki í velgengni hvers nemanda, þannig að það er mikilvægt að þeir skilji fjölbreyttar námsþarfir í kennslustofum sínum, þar á meðal þarfir lesblindra nemenda. Til að styðja þessa nemendur á áhrifaríkan hátt þurfa kennarar að hafa skýran skilning á lesblindu og hvernig eigi að beita nýjustu rannsóknum og kenningum í kennslu sinni.
Rannsóknarskýrslan „Frá goðsögn til meistaranáms: Það sem írskir kennarar vita raunverulega um lesblindu“ og nýja netnámskeiðið voru kynnt í DCU í gærkvöldi. Hér er hægt að sækja alla rannsóknarskýrsluna.