Contact information, map and directions, contact form, opening hours, services, ratings, photos, videos and announcements from Núvitundarleiðsögn í boði SÁÁ, Health & Wellness Website, Efstaleiti 7, Reykjavík.
Address
Efstaleiti 7
Reykjavík
103
Telephone
Website
Alerts
Be the first to know and let us send you an email when Núvitundarleiðsögn í boði SÁÁ posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.
Contact The Practice
Send a message to Núvitundarleiðsögn í boði SÁÁ:
Category
Meiri hugarró, vellíðan og hamingja
SÁÁ býður Íslendingum núvitundarleiðsögn með Ásdísi Olsen í hádeginu á föstudögum í Efstaleiti 7, Reykjavík. Tímarnir eru ókeypis og öllum opnir og henta bæði þeim sem vilja forvitnast eða eru að stíga sín fyrstu skref og eins þeim sem ástunda núvitund markvisst.
Núvitundarþjálfun er í raun heilaþjálfun (Brain Training). Við erum að læra að stýra athyglinni sem hefur tilhneygingu til að elta hugsanir okkar út og suður. Með leiðsögn tekst okkur að stýra athyglinni frá huganum, að okkar innra lífi, að upplifun okkar á líðandi stund. Við lærum að finna hvernig okkur líður, hvað við hugsum, lærum á innsæið, tengjum við hugmyndaflugið, flæði, skynju, skilaboð líkamans, finnum meiri kærleika, samkenns og vellíðan. Með þessari þjálfun erum við í raun að styrkja “hamingjusvæðin” í heilanum. Við fáum einnig tækifæri til að endurskoða hugarfar okkar og afstöðu, áttum okkur á hugsanaskekkjum og óskynsamlegum hugsunum, hvernig hugarheimur okkar er mótaður af uppeldi, viðhorfum og félagsmótun sem samræmast ekki gildum okkar eða þörfum.
Í hverjum tíma er eitt megin megin viðfangsefni til viðbótar við hefðbundna núvitundarþjálfun sem miðar að því að tengja við sjálfan sig og fá smá hugarró eða fjarlægð á hugsanir. Því til viðbótar er t.d. unnið með líkamsskynjun, tilfinningagreind, meðvitund á hærra plani (Metacocnition), lausn frá streðinu sem felst í því að forðast, bæla eða breytast, unnið er með hugarfar og viðhorf (Mindset) og leitast við að skapa sátt og vinsemd í eign garð og annarra, leitast er við að hlú að jákvæðum tilfinningum og að efla afstöðu þakklætis og sáttar o.s.frv.
Í könnun sem við gerðum á meðal þeirra sem hafa tekið þátt í núvitundartímunum sögðu: