Mörk, hjúkrunarheimili

Mörk, hjúkrunarheimili Hjúkrunarheimilið Mörk var opnað í ágúst árið 2010. Heimilið er fyrir 113 heimilismenn sem

Í vetur höfum við verið að lesa bókina Mávahlátur og í kjölfarið var ákveðið að sýna samnefnda bíómynd á stórum skjá á f...
10/11/2025

Í vetur höfum við verið að lesa bókina Mávahlátur og í kjölfarið var ákveðið að sýna samnefnda bíómynd á stórum skjá á fyrstu hæðinni hér í Mörk. Eldhúsið bauð upp á snakk og gos og heimilismenn kunnu vel að meta þessa tilbreytingu.

Það er búið að skreyta í Mörk í tilefni hrekkjavöku, skera út grasker og hengja upp skraut sem minnir á það hvaða dagur ...
31/10/2025

Það er búið að skreyta í Mörk í tilefni hrekkjavöku, skera út grasker og hengja upp skraut sem minnir á það hvaða dagur er í dag.
Sumir eru í búningum og skemmta þeim sem á vegi þeirra verða.

Flestir heimilismenn hafa litla reynslu af hrekkjavöku en finnst gaman að fylgjast með og fræðast og taka þátt. Maður lærir svo lengi sem maður lifir. 🥰

Nýverið hóf  Steinar Frímannsson að koma til okkar vikulega hingað í Mörk. Hann er sjálfboðaliði á vegum Rauða krossins....
29/10/2025

Nýverið hóf Steinar Frímannsson að koma til okkar vikulega hingað í Mörk. Hann er sjálfboðaliði á vegum Rauða krossins. Steinar heimsækir til skiptis heimilin á hæðunum og leikur á harmonikku við fögnuð heimilismanna. 🪗

Það er boðið upp á óskalög og það skortir svo sannarlega ekki uppástungur. Frábært að fá Steinar í heimsókn og við þakklát fyrir að hann skuli vera til í að gefa tíma sinn og stytta okkur stundir með þessum hætti.😍

Það hefur verið gaman hér í Mörk að taka á móti frábærum nemendum frá Verslunarskóla Íslands. Hluti af náminu þeirra hef...
13/10/2025

Það hefur verið gaman hér í Mörk að taka á móti frábærum nemendum frá Verslunarskóla Íslands.

Hluti af náminu þeirra hefur verið að sinna ýmsu félagsstarfi með heimilisfólkinu okkar og óhætt að segja að það hafi verið kátína og gleði allt um lykjandi.😍

Nemendur buðu heimilisfólkinu til dæmis í karókí við mikinn fögnuð, farið var í félagsvist og svo síðast en ekki síst sló bingóið í gegn með glæsilegum vinningum.🥰

Vonandi verður framhald á þessu innihaldsríka og fallega samstarfi.❤️

Þegar veðrið er svona napurt, rigning og rok, þá er bara um að gera að hafa það notalegt innandyra. Það gerðu þær Hrönn ...
26/09/2025

Þegar veðrið er svona napurt, rigning og rok, þá er bara um að gera að hafa það notalegt innandyra. Það gerðu þær Hrönn Júlía og Helga hér á fimmtu hæðinni í morgun þegar þær ákváðu að setjast bara niður saman og prjóna.

Grundarheimilin leita að rafvirkja til starfa á fasteignasviði heimilanna.Um fjölbreytt og skemmtilegt starf er að ræða ...
08/09/2025

Grundarheimilin leita að rafvirkja til starfa á fasteignasviði heimilanna.

Um fjölbreytt og skemmtilegt starf er að ræða þar sem viðkomandi fær að takast á við hin ýmsu verkefni og verða hluti af frábærum starfsmannahóp.

Helstu verkefni:
Almennt viðhald raflagna
Ný lagnir við framkvæmdir
Þjónusta við bruna, aðgangs, sjúkrakalls, myndavéla og önnur húskerfi.
Önnur tilfallandi verkefni.

Hæfniskröfur:
Sveinspróf í rafvirkjun
Meistara réttindi kostur en ekki skilyrði
Íslenskukunnátta skilyrði
Vilji til að takast á við fjölbreytt verkefni
Frumkvæði og metnaður
Mikil þjónustulund og samskiptahæfileikar
Sjálfstæði í starfi og hæfni til að vinna undir álagi
Almenn ökuréttindi
Hreint sakavottorð

Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað.

Hvetjum alla áhugasama einstaklinga óháð kyni til að sækja um.

Nánari upplýsingar um starfið veitir:
Hlynur Rúnarsson, sviðsstjóri fasteignasviðs.
hlynur@grund.is

https://jobs.50skills.com/grund-as-mork/

Á þriðjudaginn byrjaði starfsfólkið í iðjuþjálfun að bjóða upp á lestrarstund  sem verður síðan vikulegur viðburður. Fyr...
03/09/2025

Á þriðjudaginn byrjaði starfsfólkið í iðjuþjálfun að bjóða upp á lestrarstund sem verður síðan vikulegur viðburður. Fyrsta bókin sem byrjað var á að lesa er ævisaga Ellýar Vilhjálms. Viðtökurnar voru frábærar og eflaust margir sem bíða bara eftir framhaldinu í næstu viku. 🥰

Við eigum þetta forláta hjól hér í Mörk sem tilvalið er að nota á sólríkum og fallegum dögum. María sjúkraþjálfari greip...
29/08/2025

Við eigum þetta forláta hjól hér í Mörk sem tilvalið er að nota á sólríkum og fallegum dögum. María sjúkraþjálfari greip tækifærið og hjólaði í Elliðaárdalinn með heimilismann. 🚲

Á leiðinni sáu þau fossa, ár, dúfur og minka. Svo var auðvitað stoppað í ísbúð á leiðinni til baka. 🍦

Starfsfólkið í iðjunni hér í Mörk ákvað að nýta sólargeislana, opna dyrnar og færa starfið út. Rebekka tók upp gítarinn ...
29/08/2025

Starfsfólkið í iðjunni hér í Mörk ákvað að nýta sólargeislana, opna dyrnar og færa starfið út. Rebekka tók upp gítarinn og það var boðið upp á söngstund í góðu veðri. 🥰

Reyndar fóru skýin af og til fyrir sólu en það var ágætt að fá smá golu inn á milli. Þá var bara sungið ennþá hærra til að hlýja sér. Nokkrir komu út á svalirnar á næstu hæðu og tóku þátt í söngnum.
Ljúf stund og gefandi fyrir alla. 🌥

Það er sérstaklega dásamlegt þegar sólin skín skært síðsumars. Haustið á næsta leyti en smá framlenging á blessuðu sumri...
29/08/2025

Það er sérstaklega dásamlegt þegar sólin skín skært síðsumars. Haustið á næsta leyti en smá framlenging á blessuðu sumrinu með þessum sólardögum. 😍

Heimilisfólk og starfsfólk var ekkert að tvínóna við hlutina og dreif sig út á svalir til að spjalla og njóta góða veðursins.☀️

Viltu vinna á skemmtilegum og góðum vinnustað. Laust starf aðstoðarmanns iðjuþjálfa til afleysingar í 1 ár. 80-90 % star...
26/08/2025

Viltu vinna á skemmtilegum og góðum vinnustað. Laust starf aðstoðarmanns iðjuþjálfa til afleysingar í 1 ár. 80-90 % starfshlutfall í dagvinnu.

Laus störf og nánari upplýsingar má finna á: http://jobs.50skills.com/grund-as-mork

Í síðustu viku var haldin sumarhátíð í Mörk. Eins og vera ber þegar hátíð er annarsvegar var boðið upp á allskonar leiki...
20/08/2025

Í síðustu viku var haldin sumarhátíð í Mörk.
Eins og vera ber þegar hátíð er annarsvegar var boðið upp á allskonar leiki, andlitsmálningu og blaðrarinn bjó til blöðrufígúrur. Edhúsið bauð upp á dýrindis veitingar og Guðrún Árný hélt uppi stuðinu og söng með heimilisfólki, starfsfólki, aðstandendum og íbúum hjá Íbúðum 60+.😍

Mikil gleði var í loftinu og sumrinu fagnað.😍

Address

Suðurlandsbraut 66
Reykjavík
108

Telephone

560-1700

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Mörk, hjúkrunarheimili posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram