25/03/2025
Síðastliðin ár hefur ástríða mín tengst því að hjálpa öðrum að sjá ljósið og leiðina í átt að jafnvægi, vellíðan og innri frið. Ekki bara í fjallgöngum heldur líka í jóga hjá Hugarsetrinu. Èg gerði rannsókn um áhrif jóga og jóga nidra á þunglyndi, kvíða og streitu. Í kjölfarið fór ég í Upptekið hljóðver tók og upp fjöldan allan af jóga nidra tímum, hugleiðslum og öndunaræfingum. En gerði aldrei neitt meira við þessar upptökur. Á þessum tímum þar sem hraði, streita og áreiti eru hluti af daglegu lífi hjá okkur, er auðvelt að missa sjónar á eigin velferð. Þess vegna hefur Hugarsetrið var að setja brot af þessum upptökum inn á Spotify, þær eru opnar fyrir alla. Njótið…anda að og frá og vonandi getur þú staldrað við, sleppt taki á áhyggjum og leyft þér einfaldlega að vera ❤ “ Ekki setja lykilinn að hamingjunni í vasann hjá öðrum, því lykillinn að hamingjunni býr innra með þér”.
Podcast · Hugasetrið · Edith Gunnarsdóttir stofnaði Hugarsetrið árið 2012. Hún er með M.Sc. í heilbrigðisvísindum með áherslu á starfsendurhæfingu og B.Sc. í sálfræði og með diplóma í jákvæðri sálfræði. Hún er búin að taka meira en 800 klukkustunda jógakennaranám o...