05/12/2025
Kæru félagsmenn
Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða á aðventustund FEB sem haldin verður miðvikudaginn 10. des. kl. 14:00 – 16:00. Lagt er upp með að eiga notalega stund saman með hugvekju, kórsöng, heitu súkkulaði og með því 😊
Bókanir fara fram í gegnum bókunarsíðuna klik.is
Við fáum til okkar í heimsókn rithöfundinn Auði Övu Ólafsdóttur, en gaman er frá því að segja að bókmenntahópur FEB var að ljúka við að lesa bók hennar DJ Bambi sem gefin var út árið 2023. Verk Auðar Övu hafa vakið mikla athygli og þau hafa verið þýdd á fjölda tungumála. T.d. vakti skáldsagan Afleggjarinn mikla athygli í Frakklandi á sínum tíma. Auður Ava er margverðlaunaður höfundur og hefur meðal annars hlotið bæði Íslensku bókmenntaverðlaunin og Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs . Við erum því mjög spennt að fá hana í heimsókn til okkar.
Kór FEB stígur síðan á stokk og syngur fyrir okkur nokkur vel valin jólalög undir stjórn Kristínar Jóhannesdóttur.
Í boði verður rjúkandi heitt súkkulaði og jólakökur.
Hvar: Í Ásgarði, sal FEB í Stangarhyl 4
Tímasetning: Miðvikudaginn 10. des. kl. 14:00 – 16:00
Verð: 3,500 kr.
Ekki hika við að hafa samband við starfsmenn FEB í síma 588 2111 eða bara koma við á skrifstofunni, ef skráningaleiðin veldur þér vandræðum.
Njótið með okkur, við hlökkum til að sjá ykkur
Starfsfólk FEB