FEB Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni

FEB Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni milli kl. 10-16.00
og föstudaga 10-15.00 Félagið var stofnað 15. mars 1986. Hlutverk þess er að gæta hagsmuna eldri borgara í hvívetna.

FEB – Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni
Stangarhyl 4 - 110 Reykjavík • Sími: 588 2111
Netfang: feb@feb.is • Heimasíða: www.feb.is og
Opnunartími skrifstofu:
Opið mánudaga til fimmtud. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni er langstærsta félagið innan Landssambands eldri borgara með yfir 16. 000 félagsmenn. Rétt til að verða félagsmenn eiga þeir sem hafa náð 60 ára aldri og einnig makar þeirra þótt þeir séu yngri. Félagsmenn geta þeir orðið sem náð hafa 60 ára aldri sem og makar þeirra þó yngri séu. Þegar félagsgjaldið hefur verið greitt myndast félagsskírteinið rafrænt í smáforritinu Spara en þar er einnig að finna alla þá afslætti sem félagsmönnum býðst. VIÐ STÖNDUM VÖRÐ UM ÞÍNA HAGSMUNI

Blessuð sé minning Helga
14/11/2025

Blessuð sé minning Helga

Helgi Pétursson fyrrverandi formaður Landssambands eldri borgara lést á líknardeild Landspítalans aðfararnótt 13. nóvember síðastliðinn.

Árið 2021 var Helgi kosinn formaður Landssambands eldri borgara og sinnti því starfi af trúmennsku og þeirri baráttugleði sem einkenndi hann alla tíð. Hann var öflugur talsmaður eldri borgara og það er sjónarsviptir af Helga á þeim vettvangi. Við sem störfuðum með honum minnumst hans með mikilli hlýju enda var hún sá eiginleiki Helga sem stóð upp úr í öllum samskiptum við hann.

Fjölskyldu hans, vinum og fyrrverandi samstarfsfélögum sendum við hugheilar samúðarkveðjur.

Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu
14/11/2025

Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu

Nauðsynlegt að er stjórnvöld bregðist við fjölgun ofbeldismála gegn öldruðum að sögn formanns eldri borgara og sérfræðings hjá Neyðarlínunni. Fjöldi ábendinga hafi borist um slík ofbeldismál á síðustu mánuðum. Nauðsynlegt sé að rannsaka málaflokkinn hér á landi og ef...

Áhugi félagsmanna FEB á gervigreind vekur eftirtekt
12/11/2025

Áhugi félagsmanna FEB á gervigreind vekur eftirtekt

Áhugi á gervigreind meðal eldri borgara hefur reynst gríðarlegur. Um 560 manns hafa nú þegar sótt námskeið Félags eldri borgara í Reykjavík (FEB) og hátt í 100 eru á biðlista eftir að komast að í næstu lotu. „Aðsóknin hefur verið mikil og vonum framar,“ segir Dýrleif Gu....

FEB hóparnir hjá Tönyu eru svo lifandi, taka þátt í öllu og gleðin skín stanslaust af þeim 😍 En þau voru sérstaklega hri...
11/11/2025

FEB hóparnir hjá Tönyu eru svo lifandi, taka þátt í öllu og gleðin skín stanslaust af þeim 😍 En þau voru sérstaklega hrikaleg á hrekkjavökunni 🎃

Aðventustund FEB 2025Miðvikudaginn 10. des. kl. 14:00 – 16:00 ætlum við í FEB að gera okkur dagamun og bjóða upp á notal...
11/11/2025

Aðventustund FEB 2025
Miðvikudaginn 10. des. kl. 14:00 – 16:00 ætlum við í FEB að gera okkur dagamun og bjóða upp á notalega aðventustund með hugvekju og kórsöng.

Við fáum til okkar í heimsókn rithöfundinn Auði Övu Ólafsdóttur, en gaman er frá því að segja að bókmenntahópur FEB er nú að lesa bók hennar DJ Bambi sem gefin var út árið 2023. Verk Auðar Övu hafa vakið mikla athygli og þau hafa verið þýdd á fjölda tungumála. T.d. vakti skáldsagan Afleggjarinn mikla athygli í Frakklandi á sínum tíma. Auður Ava er margverðlaunaður höfundur og hefur meðal annars hlotið bæði Íslensku bókmenntaverðlaunin og Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs . Við erum því mjög spennt að fá hana í heimsókn til okkar.

Kór FEB stígur síðan á stokk og syngur fyrir okkur nokkur vel valin jólalög undir stjórn Kristínar Jóhannesdóttur.
Í boði verður rjúkandi heitt súkkulaði og jólakökur.

Hvar: Í Ásgarði, sal FEB í Stangarhyl 4
Tímasetning: Miðvikudaginn 10. des. kl. 14:00 – 16:00
Verð: 3,500 kr.

Bókanir fara fram í gegnum bókunarsíðuna klik.is eða með því að smella hér https://klik.is/event/buyingflow/134

Ekki hika við að hafa samband við starfsmenn FEB í síma 588 2111 eða bara koma við á skrifstofunni, ef skráningaleiðin veldur þér vandræðum.

Njóttu með okkur, við hlökkum til að sjá þig

11/11/2025

Hófleg, dagleg hreyfing getur hægt á þróun alzheimers-sjúkdómsins. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn vísindamanna.

Rannsóknin var gerð yfir fjórtán ára tímabil og niðurstöður hennar sýndu að hjá þeim sem gengu þrjú þúsund skref eða meira seinkaði breytingum á heilanum og vitsmunalegri hnignun sem alzheimers-sjúklingar upplifa.

Sjá frétt frá RÚV í athugasemd:

Er ekki tilvalið að skella sér í ísbíltúr?
03/11/2025

Er ekki tilvalið að skella sér í ísbíltúr?

Góðan dagFEB vekur athygli félagsmanna á fræðslufundi á vegum TR þann 10. nóv. næst komandi
03/11/2025

Góðan dag
FEB vekur athygli félagsmanna á fræðslufundi á vegum TR þann 10. nóv. næst komandi

Tryggingastofnun býður upp á fræðslufund mánudaginn 10. nóvember kl. 16.00 – 18.00 í Hlíðasmára 11 um ellilífeyrismál.

Address

Stangarhyl 4
Reykjavík
110

Opening Hours

Monday 10:00 - 16:00
Tuesday 10:00 - 16:00
Wednesday 10:00 - 16:00
Thursday 10:00 - 16:00
Friday 10:00 - 15:00

Telephone

5882111

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when FEB Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram