FEB Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni

FEB Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni milli kl. 10-16.00
og föstudaga 10-15.00 Félagið var stofnað 15. mars 1986. Hlutverk þess er að gæta hagsmuna eldri borgara í hvívetna.

FEB – Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni
Stangarhyl 4 - 110 Reykjavík • Sími: 588 2111
Netfang: feb@feb.is • Heimasíða: www.feb.is og
Opnunartími skrifstofu:
Opið mánudaga til fimmtud. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni er langstærsta félagið innan Landssambands eldri borgara með yfir 16. 000 félagsmenn. Rétt til að verða félagsmenn eiga þeir sem hafa náð 60 ára aldri og einnig makar þeirra þótt þeir séu yngri. Félagsmenn geta þeir orðið sem náð hafa 60 ára aldri sem og makar þeirra þó yngri séu. Þegar félagsgjaldið hefur verið greitt myndast félagsskírteinið rafrænt í smáforritinu Spara en þar er einnig að finna alla þá afslætti sem félagsmönnum býðst. VIÐ STÖNDUM VÖRÐ UM ÞÍNA HAGSMUNI

Áramótagrein frá formanni LEB
30/12/2025

Áramótagrein frá formanni LEB

Staða eldri borgara er mikilvægt samfélagsmál sem snertir ekki aðeins þá sem eru komnir á eftirlaunaaldur, heldur samfélagið allt. Með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar fjölgar eldra fólki og sífellt meiri þörf er á að tryggja þeim mannsæmandi lífskjör, virðingu og tækifæ...

Kæri félagsmaður. Tryggingastofnun birti nýjar greiðsluáætlanir þann 22. desember fyrir árið 2026, inni á mínum síðum á ...
30/12/2025

Kæri félagsmaður. Tryggingastofnun birti nýjar greiðsluáætlanir þann 22. desember fyrir árið 2026, inni á mínum síðum á TR.
Greitt verður út á nýársdag.
Sjá nánar hér: https://island.is/s/tryggingastofnun/frett/greitt-a-nyarsdag2026

Við vekjum einnig athygli á nýlegum leiðbeiningum varðandi tekjuáætlun og útfyllingu á henni.
Það er mikilvægt að tekjuáætlun sé eins nákvæm og hægt er.
Til að uppfærð tekjuáætlun taki gildi í næsta mánuði þarf að breyta tekjuáætlun fyrir 15. hvers mánaðar.
Sjá nánar um tekjuáætlun hér: https://island.is/s/tryggingastofnun/tekjuaaetlun

Hér: https://www.youtube.com/watch?v=7MsN0M0pPzc&t=1s má sjá myndband sem skýrir hvernig á að fylla út tekjuáætlun inni á mínum síðum TR.

Enjoy the videos and music you love, upload original content, and share it all with friends, family, and the world on YouTube.

Gleðin ræður ríkjum hjá FEB í Zumba og leikfiminni hjá Tönyu 😍
19/12/2025

Gleðin ræður ríkjum hjá FEB í Zumba og leikfiminni hjá Tönyu 😍

Jóla Zumba Gold fjör í FEB í Reykjavík og nágrenniHEILSUSKÓLI TANYUDesember 2025

Opnunartími FEB um hátíðarnar Skrifstofa FEB verður lokuð yfir hátíðarnar frá og með þriðjudeginum 23. desember til og m...
19/12/2025

Opnunartími FEB um hátíðarnar
Skrifstofa FEB verður lokuð yfir hátíðarnar frá og með þriðjudeginum 23. desember til og með fimmtudeginum 1. janúar 2026. Opnum aftur föstudaginn 2. janúar kl. 10:00 hress og kát.

Starfsmenn og stjórn FEB þakka félagsmönnum góð samskipti á árinu sem er að líða og óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra, gleðilegra jóla, farsældar og friðar á komandi ári.

https://www.leb.is/um-leb/frettir/gur-fundur-me-flags-og-hsnismlarherra
10/12/2025

https://www.leb.is/um-leb/frettir/gur-fundur-me-flags-og-hsnismlarherra

Fulltrúum Landssambandsins var boðið á fund með Félags- og húsnæðismálaráðherra, mánudaginn 8. desember  sl. Á fundinn mættu Björn Snæbjörnsson, Sigurður Ágúst Sigurðsson og Oddný Árnadóttir. Við fengum afar góðar móttökur eins og venjulega hjá ráðherra og henna...

10/12/2025

Félagsmenn áttu yndislega aðventustund saman í dag 10. des. Við fengum í heimsókn rithöfundinn Auði Övu Ólafsdóttur sem gerði mikla lukku og kór FEB flutti jólalög m.a. það sem heyrist á myndskeiðinu sem fylgir hér með - stórskemmtilegur söngur. Ekki má gleyma Palla sem hitaði upp með ljúfu harmonikuspili. Takk öll fyrir ykkar framlag.

Kæru félagsmennNú fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða á aðventustund FEB sem haldin verður miðvikudaginn 10. ...
05/12/2025

Kæru félagsmenn

Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða á aðventustund FEB sem haldin verður miðvikudaginn 10. des. kl. 14:00 – 16:00. Lagt er upp með að eiga notalega stund saman með hugvekju, kórsöng, heitu súkkulaði og með því 😊

Bókanir fara fram í gegnum bókunarsíðuna klik.is

Við fáum til okkar í heimsókn rithöfundinn Auði Övu Ólafsdóttur, en gaman er frá því að segja að bókmenntahópur FEB var að ljúka við að lesa bók hennar DJ Bambi sem gefin var út árið 2023. Verk Auðar Övu hafa vakið mikla athygli og þau hafa verið þýdd á fjölda tungumála. T.d. vakti skáldsagan Afleggjarinn mikla athygli í Frakklandi á sínum tíma. Auður Ava er margverðlaunaður höfundur og hefur meðal annars hlotið bæði Íslensku bókmenntaverðlaunin og Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs . Við erum því mjög spennt að fá hana í heimsókn til okkar.
Kór FEB stígur síðan á stokk og syngur fyrir okkur nokkur vel valin jólalög undir stjórn Kristínar Jóhannesdóttur.
Í boði verður rjúkandi heitt súkkulaði og jólakökur.
Hvar: Í Ásgarði, sal FEB í Stangarhyl 4
Tímasetning: Miðvikudaginn 10. des. kl. 14:00 – 16:00
Verð: 3,500 kr.

Ekki hika við að hafa samband við starfsmenn FEB í síma 588 2111 eða bara koma við á skrifstofunni, ef skráningaleiðin veldur þér vandræðum.

Njótið með okkur, við hlökkum til að sjá ykkur

Starfsfólk FEB

Glæsilegur hópur félagsmanna FEB er nú í FEB-aðventuferð í samvinnu við ferðaskrifstofuna Betri Ferðir í Heidelberg/Roth...
03/12/2025

Glæsilegur hópur félagsmanna FEB er nú í FEB-aðventuferð í samvinnu við ferðaskrifstofuna Betri Ferðir í Heidelberg/Rothenburg og nýtur þess í botn - myndirnar tala sínu máli.
Kemur þú ekki með okkur næst?

Address

Stangarhyl 4
Reykjavík
110

Opening Hours

Monday 10:00 - 16:00
Tuesday 10:00 - 16:00
Wednesday 10:00 - 16:00
Thursday 10:00 - 16:00
Friday 10:00 - 15:00

Telephone

5882111

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when FEB Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram