14/11/2025
Blessuð sé minning Helga
Helgi Pétursson fyrrverandi formaður Landssambands eldri borgara lést á líknardeild Landspítalans aðfararnótt 13. nóvember síðastliðinn.
Árið 2021 var Helgi kosinn formaður Landssambands eldri borgara og sinnti því starfi af trúmennsku og þeirri baráttugleði sem einkenndi hann alla tíð. Hann var öflugur talsmaður eldri borgara og það er sjónarsviptir af Helga á þeim vettvangi. Við sem störfuðum með honum minnumst hans með mikilli hlýju enda var hún sá eiginleiki Helga sem stóð upp úr í öllum samskiptum við hann.
Fjölskyldu hans, vinum og fyrrverandi samstarfsfélögum sendum við hugheilar samúðarkveðjur.