Orka Og Vellíðan

Orka Og Vellíðan Ég er sérfræðingur í Klínískri dáleiðslu og Hugrænni Endurforritun einnig er ég að vinna með Reiki-heilun

Ég heiti Ása ég er Klínískur Dáleiðari og sérfræðingur í Hugrænni Endurforritun frá Dáleiðsluskóla Íslands. Eg er einnig svæðanuddari og heilari . Í dag er ég að einbeita mér að Dáleiðslu meðferð og heilun.

24/12/2024

Gleðileg Jól kæru vinir ættingjar og allir sem hafa komið til mín í meðferð á árinu sem er að líða ❤️‍🩹ég óska ykkur friðsældar og kærleiks um hátíðarnar og munið að njóta augnabliksins🥰Takk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða. Þetta var viðburðaríkt ár og gaman að sjá hvað Dáleiðsla og Hugræn endurforritun er orðin vinsæl meðferð. Hlakka til að sjá ykkur á nýju ári ❤️‍🩹
Kærleikskveðja ❤️‍🩹

08/11/2024

Dáleiðsla og hugræn endurforritun

Ég ætla aðeins að útskýra fyrir þér hvernig dáleiðsla og hugræn endurforritun virkar. Í dáleiðsluástandi erum við að fara úr rökhugsun og ná sambandi við undirvitundina þar sem meðvitundin slakar á er hægt að nálgast undirvitundina. Engu að síður stjórnar dáleiðandi þér ekki, ég er leiðbeinandi. Valdið til að breyta býr í huga þér í dáleiðsluástandi. Það er algengt að fólki finnist það hafa ekki verið dáleitt eftir fyrsta tíma til dáleiðanda vegna þess að það er meðvitað um það sem er að gerast í tímanum. En í dáleiðslu ástandi verður undirvitundin aðgengilegri og meðvituð hugsun dregur sig í hlé en meðvitundin hverfur aldrei á neinu stigi dáleiðslu. Hugræn endurforritun byggir á aðilum fagaðila í sálfræði og geðlækningum til að mynda rannsóknum úr taugasálfræði og öðrum meðferðum eins og Ego state therapy, Trauma Therapy og Sublimal Therapy. Hugræn endurforritun er öflug meðferð sem Ingibergur Þorkelsson skólastjóri Dáleiðsluskólans hefur þróað og er einstök og hraðvirk meðferð sem getur fjarlægt neikvæða forritun og viðbrögð við þeim. Dr. Yager var bandarískur sálfræðingur hann hafði tekið eftir því í sínum fræðum að hægt væri að vinna með okkar kjarna, innri styrk, sálin, innsæi og hafa fleiri orð verið notað um okkar innsta kjarna. Við fæðumst sem tvennd sjálfið og innsti Kjarni Þetta er í raun hinn helmingurinn af okkur sem er einnig okkar innri læknir. İmyndaðu þér að þú hafir innbyggðan lækni sem getur læknað bæði andlega og líkamlega kvilla á einfaldan og fljótlegan hátt. Meðferðavinna í hugrænni endurforritun byggist á því að fá Kjarnann okkar til að gera þær breytingar sem þarf í huga og líkama. İmyndunaraflið er tungumál undir vitundarinnar.Ef þið viljið frekari upplýsingar eða panta tíma hafið endilega samband í skilaboðum. Kærleikskveðja Ása Hrönn

Address

Reykjavík

Telephone

+3546927023

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Orka Og Vellíðan posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Orka Og Vellíðan:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram