Neyðarlínan 112

Neyðarlínan 112 Markmiðið er að fræða og efla vitund á starfsemi Neyðarlínunnar, efla forvarnir og meðvitund. Neyðarlínan ohf - Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík.

Sími skrifstofu: 570-2000. Símanúmerið er 1-1-2 ef þú þarft aðstoð lögreglu, slökkviliðs, sjúkrabíls, björgunarsveita, landhelgisgæslu eða annarra viðbragðsaðila. Neyðarlínan hefur það sem hlutverk að efla öryggi og velferð á Íslandi með því að veita fyrsta flokks neyðar- og öryggisþjónustu. Eitt neyðarnúmer fyrir allt landið samræmir viðbrögð og boðun björgunar- og neyðarsveita á öllu landinu. Það er markmið Neyðarlínunnar að þjónusta fyrirtækisins uppfylli ávallt kröfur og væntingar viðskiptavina og starfsfólks um fagleg vinnubrögð. Til þess að vinna að þessum markmiðum eru þrjú gildi í hávegum höfð: Hjálpsemi – Viðbragðsflýtir - Fagmennska. Hjálpsemi felur í sér alla þá mögulegu aðstoð (þjónustu) sem hægt er að veita viðskiptavinum fyrirtækisins. Í þessu felst þolinmæði og frumkvæði. Í hjálpsemi felst einning samstarf og aðstoð við vinnufélaga og samstarfsaðila. Viðbragðsflýtir felur í sér hröð og örugg viðbrögð gagnvart samstarfsaðilum, vinnufélögum og viðskiptavinum. Fagmennska felur í sér fagleg vinnubrögð gagnvart viðskiptavinum, samstarfsaðilum og vinnufélögum. Fagleg vinnubrögð byggja á að farið sé eftir starfsáætlunum og settum ferlum. Í fagmennsku felast gæði sem öllu starfsfólki ber að halda í heiðri við vinnu sína. VINSAMLEGAST LESIÐ ÞETTA ÁÐUR EN INNLEGG ER SETT Á SÍÐU NEYÐARLÍNUNNAR

1. HVERNIG ER UMSJÓN MEÐ ÞESSARI SÍÐU HÁTTAÐ? Vinsamlegast athugið að Neyðarlínan fylgist ekki með þessari síðu eða innleggjum sem sett eru á hana allan sólarhringinn. Þau sem sjá um uppfærslu hennar sinna því samhliða öðrum störfum innan fyrirtækisins. Svör við spurningum eða ábendingum kalla oftar en ekki á nánari skoðun. Því er ekki hægt að tryggja að svör verði sett inn strax við spurningum sem settar eru inn á síðuna. Ef óskað er eftir skjótri aðstoð viðbragðsaðila skal undantekningarlaust hringja beint í 1-1-2. Ef erindið er af öðrum toga vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Neyðarlínunnar í síma 570-2000. Sömuleiðis er hægt að koma ábendingum á framfæri um hvaðeina með því að senda tölvupóst á netfangið 112@112.is.

2. HVAÐ Á EKKI HEIMA Á ÞESSARI SÍÐU? Innlegg eða athugasemdir hér á síðu Neyðarlínunnar sem falla ekki að skilyrðum Facebook (sjá hér: www.facebook.com/terms.php?ref=pf) eða fela í sér meiðandi, niðrandi eða óviðeigandi ummæli um einstaklinga eða hópa, innihalda ásakanir um refsiverða háttsemi eða hvatningu til að fremja afbrot verður þegar í stað eytt. Innlegg sem sett eru inn af öðrum aðilum eru sett þar inn á ábyrgð viðkomandi einstaklings eða lögaðila. Vinsamlegast athugið að Facebook er ekki rétti staðurinn til að setja inn upplýsingar um tiltekin mál eða kvartanir um störf tiltekinna neyðarvarða Neyðarlínunnar. Óánægju með þjónustu er rétt að koma á framfæri við gæðastjóra fyrirtækisins í gegnum síma eða tölvupósti. Gæðastjóri Neyðarlínunnar er Garðar S. Gíslason, sími 570-2000 og netfang gardar.gislason@112.is. Myndir sem hér er að finna úr starfi Neyðarlínunnar er ekki heimilt að birta í fjölmiðlum eða með öðrum sambærilegum hætti eða sambærilegum miðlum nema með leyfi Neyðarlínunnar. AÐ HAFA SAMBAND VIÐ NEYÐARLÍNUNA

Ef óskað er eftir skjótri aðstoð viðbragðsaðila skal undantekningarlaust hringja beint í 1-1-2. Sömuleiðis er hægt að koma ábendingum á framfæri um hvaðeina með því að senda tölvupóst á netfangið 112@112.is.

11/11/2025

Neyðarlínan hvetur öll til að taka þátt í alþjóðlegum minningardegi fórnalamba umferðarslysa. Munum að hvert slys hefur áhrif á svo miklu fleiri heldur en þau sem fyrir því verða.

Árlegur alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa verður haldinn sunnudaginn 16. nóvember. Þetta verður í f...
06/11/2025

Árlegur alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa verður haldinn sunnudaginn 16. nóvember. Þetta verður í fimmtánda sinn sem minningardagurinn er haldinn á Íslandi. Í ár verður kastljósinu sérstaklega beint að bílbeltanotkun, m.a. hjá ungum karlmönnum en kannanir hafa leitt í ljós nokkurt bakslag í notkun belta í þessum hópi.

Minningarathafnir verða haldnar hringinn í kringum landið af þessu tilefni og þar verður fórnarlamba umferðarslysa minnst með einnar mínútu þögn. Rótgróin minningarathöfn verður haldin við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi kl. 14. Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra munu flytja ávörp en einnig verður sögð reynslusaga af afleiðingum umferðarslysa.

Einkennislag dagsins er lag KK, When I Think of Angels, í flutningi hans og Ellenar sem samið var til minningar um systur þeirra sem lést í umferðarslysi í Bandaríkjunum árið 1992. Lagið verður flutt samtímis á öllum útvarpsstöðum kl. 14 á minningardaginn. Hinsegin kórinn mun flytja lagið á minningarathöfninni í Fossvogi í ár.

Tilgangurinn með deginum er að minnast þeirra sem látist hafa í umferðinni, leiða hugann að ábyrgð hvers og eins í umferðinni. Þá er rík hefð fyrir því á minningardeginum að færa starfsstéttum, sem sinna björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys verður, þakkir fyrir mikilvægt og óeigingjarnt starf.

Minningardagurinn er alþjóðlegur undir merkjum Sameinuðu þjóðanna sem hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember þessari minningu. Um það bil 3.600 einstaklingar láta lífið og hundruð þúsunda slasast í umferðinni í heiminum á degi hverjum. Frá því að fyrsta banaslysið var skráð á Íslandi 25. ágúst 1915, hafa samtals 1632 einstaklingar látist í umferðinni (m.v. 30. október 2025). Enn fleiri slasast alvarlega, takast á við áföll, sorgir og eftirsjá af þessum völdum.

Að baki minningardeginum standa innviðaráðuneytið, Samgöngustofa, Landsbjörg, Neyðarlínan, Lögreglan, Vegagerðin og ÖBÍ réttindasamtök. Þá taka fulltrúar ólíkra viðbragðsaðila þátt í minningarstundinni og farið er í heimsókn með kökur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi.

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2025/11/06/Althjodlegur-minningardagur-um-fornarlomb-umferdarslysa-haldinn-16.-november/

Stuttmyndir eftir 12 ára snillinga sýnd á stóra tjaldinu!Sexan stuttmyndasamkeppni tekur þátt í Alþjóðlegri barnakvikmyn...
29/10/2025

Stuttmyndir eftir 12 ára snillinga sýnd á stóra tjaldinu!

Sexan stuttmyndasamkeppni tekur þátt í Alþjóðlegri barnakvikmyndahátíð en þá verður í fyrsta skipti hægt að sjá allar sigurmyndir Sexunnar frá upphafi á stóra tjaldinu í Bíóparadís laugardaginn 2.nóvember kl.13.

Neyðarínan er hluti af breiðri fylkingu samstarfsaðila sem standa að Sexunni. Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð og Sexan hafa tekið höndum saman og gert ungu kvikmyndagerðarfólki kleift að sýna og sjá stuttmyndirnar sínar á stóra tjaldinu í kvikmyndahúsi! Allar myndirnar eru líka aðgengilegar í streymisveitu Bíóparadísar.

Laugardaginn 2.nóvember kl.13 mun börnum og fullorðnum gefast kostur á að sjá allar sigurmyndir Sexunnar frá upphafi auk þess að taka þátt í örnámskeiði í stuttmyndagerð sem verður stýrt af Örnu Magneu Danks, leikkonu og fyrrum formanni dómnefndar Sexunnar.

Komdu á laugardag og sjáðu myndir eftir unga snillinga á stóra tjaldinu - hlökkum til að sjá þig!

Björnis tekur vaktir á Neyðarlínu! Nýlega flutti Björnis Brunabangsi til Íslands. Björnis kemur frá Þrándheimi í Noregi....
23/08/2025

Björnis tekur vaktir á Neyðarlínu!

Nýlega flutti Björnis Brunabangsi til Íslands. Björnis kemur frá Þrándheimi í Noregi.

Björnis mun vera öllum slökkviliðum landsins til aðstoðar við fræðslu og forvarnarstarf, einkum þegar kemur að fræðslu fyrir yngstu kynslóðina. Björnis hefur nú þegar tryggt sér stað í hjörtum margra íslenskra barna þar sem sjónvarpsþættir um Björnis, eða Bjössa brunabangsa eins og hann er oft kallaður, hafa verið sýndir á RÚV og hafa þættirnir slegið í gegn.

Um er að ræða stórt og metnaðarfullt verkefni sem stuðlar að bættum brunavörnum á heimilum landins til framtíðar.

Að sjálfsögðu kíkti Björnis á varðstofu Neyðarlínu þar sem hann aðstoðaði á vaktinni enda veit Björnis að til þess að fá aðstoð slökviliðs sama hvar á landinu sem er, þarf ávallt að hringja í 1-1-2!

Við birtum hér auglýsingu frá vinum okkar á TV2 í Danmörku en þau leita að manneskju sem kom að lífsbjörgun hér á landi ...
18/08/2025

Við birtum hér auglýsingu frá vinum okkar á TV2 í Danmörku en þau leita að manneskju sem kom að lífsbjörgun hér á landi fyrir 2 árum síðan.

--------------------------------------------------------------------

18. júlí 2023 fékk Niels hjartastopp á leið sinni upp í Reykjadal, þar sem synir hans tveir björguðu honum með því að veita lífsnauðsynlegri fyrstu hjálp. Þegar slysið átti sér stað fengu þeir einnig aðstoð frá danskri stúlku sem var á leiðinni upp í Reykjadal en hún sá um símtalið við 112. Við vitum aðeins að hún heitir Katrine.

Í tengslum við "Hjertegalla 2025", góðgerðarþætti sem sýndur er á dönsku sjónvarpsstöðinni TV2 Charlie, erum við að reyna að finna Katrine svo fjölskyldan geti hitt hana og þakkað fyrir aðstoðina.

Ef þú hefur einhverja vitneskju um Katrine eða upplýsingar um hvernig hægt er að hafa samband við hana, máttu endilega senda póst á: deniz.jorgensen@blu.dk

------------------------------------------------------------

D. 18. juli 2023 var Niels ude for et hjertestop på vej til Reykjadalur, hvor hans to sønner reddede ham med livreddende førstehjælp. Da ulykken skete, fik de hjælp af en tilfældig dansk pige, som også var på vej til Reykjadalur og håndterede opkaldet til 112. Vi ved kun, at hun hedder Katrine og at det var hende, der talte med 112 d. 18. juli 2023.

I forbindelse med Hjertegalla 2025, der sendes på den danske tv-kanal TV2 Charlie i den gode sags tjeneste for Hjerteforeningen, forsøger vi at finde Katrine, så familien kan møde hende, der var med til at redde Niels.

Har du noget kendskab til eller noget information omkring Katrine, eller hvordan vi kan kontakte hende, må du meget gerne skrive til: deniz.jorgensen@blu.dk

------------------------------------------------------
On July 18, 2023, Niels suffered a cardiac arrest on his way to Reykjadalur. His two sons saved his life by performing CPR. When the incident happened, they received help from a random Danish girl who was also on her way to Reykjadalur. She was the one who talked to 112. The only information we have is, that her name is Katrine.

In connection with "Hjertegalla 2025", which will be broadcast on the Danish TV channel TV2 Charlie in support of Hjerteforeningen, we are trying to find Katrine so that the family can meet the person who helped save Niels’s life.

If you have any knowledge of or information about Katrine, or how we might contact her, please write to: deniz.jorgensen@blu.dk

Best regards,
Deniz (Journalist at Blu for TV2)

(Mynd fengin að láni hjá Iceland Trippers)

Address

Skógarhlíð 14
Reykjavík
105

Telephone

+3545702000

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Neyðarlínan 112 posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Neyðarlínan 112:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram