Bandvefur

Bandvefur Ég heiti Tinna, Arnardóttir og er ég er orkubolti með óbilandi áhuga á öllu sem við kemur heilsu. Námskeiðin eru bæði fyrir byrjendur og lengra komna.

Frá því 2007 hef ég unnið við einkaþjálfun, hóptímakennslu og heilsuráðgjöf ásamt því að vera vinna við bókhald. Á árinu 2018 lenti ég í alvarlegu slysi á hné sem hafði þær afleiðingar að stoðkerfið hrundi ásamt því að ég þurfti að eiga við króníska taugaverki. Við tók löng endurhæfing þar sem ég fór að leita mér leiða til að vinna með verki og minnka þá. Eftir að hafa prófað yinyoga fann ég að þarna var eitthvað sem var að virka. Ég fór því í kennaranám í Yin Yoga og þaðan til Uk í nuddnám og nám í Myofascial release (MFR) sem mætti útleggjast á íslensku sem bandvefslosun. Eftir að hafa gert ýmsar tilraunir á sjálfri mér hvernig best væri að losa um spennu og verki varð til æfingakerfi með því besta úr Yinyoga, Pilates, MFR og nuddnáminu sem stuðlar að því styrkja djúpvöðva kviðsins og mjaðmir, auka liðleika, losa um spennu í bandvefnum, minnka verki og róa hugann. Árið 2020 lenti ég síðan í háorkuárekstri og hjálpaði þetta æfingakerfi mér að lágmarka þá verki í stoðkerfinu sem ég hlaut í kjölfarið. Markmið mitt er að kenna þá þekkingu og aðferðir sem ég hef þróað til að meðhöndla verki í stoðkerfinu, hvort sem það eru áverkar eftir slys, vefjagigt, slitgit eða streita. Með því að fá verkfæri í kistuna sína sem að geta stuðlað að bættri líðan þá aukum lífsgæði okkar og hamingju.

Ég býð upp á lokuð námskeið sem vinna út frá þessu æfingakerfi. Námskeiðin eru ekki eingöngu fyrir verkjapésa eins og mig heldur alla þá sem vilja losa um spennu, ná meiri liðleika og almennri betri líðan.

Hljómbað og bæn í sveitakirkjum á Norðurlandi eystra.Þann 19.nóvember kl.20:00 í Reykjahlíðarkirkju verður boðið upp á b...
13/11/2025

Hljómbað og bæn í sveitakirkjum á Norðurlandi eystra.

Þann 19.nóvember kl.20:00 í Reykjahlíðarkirkju verður boðið upp á bænastund, kertaljós, hugleiðingu, og djúpslökun ásamt dúnmjúkri tónheilun kristalskála.

Tónheilun er ævagömul iðkun sem nýtir lækningamátt hljóðs, fornrar visku og nútímavísinda. Um er að ræða nokkurs konar hljóðbylgjumeðferð sem á að ýta undir slökun, vellíðan og stuðlar að jafnvægi.

,, Hljóð hafa mátt til að græða sár, sem orð ná ekki til” hefur verið sagt.

Verið velkomin í ferðalag með okkur að innri friði.

Ókeypis aðgangur.
 
Kær kveðja,
Séra Sólveig Halla og Tinna

Alchemy Ubud, ég ákvað að prófa þessa stöð í dag þar sem Yoga Barn var lokað. Það urðu veruleg vonbrigði. Salurinn er gí...
20/10/2025

Alchemy Ubud, ég ákvað að prófa þessa stöð í dag þar sem Yoga Barn var lokað. Það urðu veruleg vonbrigði. Salurinn er gífurlega fallegur en umhverfið í stöðunni frekar sjoppulegt, og kennarar engan veginn í sama gæðaflokki og í Yoga barn. Salurinn er opinn, þannig að öll umferð af götunni truflar, framkvæmdir í næsta húsi og nokkrir hanar láta vita af sér með reglulegri millibili. Það er samt alltaf gott að prófa nýja staði og kennara og fá þannig samanburð.

🙏🏼❤️ Loksins komin til Ubud eftir 12 daga ferðalag um Indónesíu. Framundan…alveg hellingur af yoga, breathwork og tónhei...
13/10/2025

🙏🏼❤️ Loksins komin til Ubud eftir 12 daga ferðalag um Indónesíu. Framundan…alveg hellingur af yoga, breathwork og tónheilun.

👉🏼 Námskeið þar sem unnið er markvisst að losa spennu í bandvef og vöðvum líkamans með mjúkum boltum, Yin yoga teygjum, ...
14/10/2024

👉🏼 Námskeið þar sem unnið er markvisst að losa spennu í bandvef og vöðvum líkamans með mjúkum boltum, Yin yoga teygjum, hreyfiflæði og djúpöndun.

💡Í hverjum tíma er unnið með hreyfiflæði til að styrkja bak og kvið, auka hreyfanleika og bæta líkamsstöðu. Boltana notum við til að til að nudda á þrýstipunktum líkamans og þannig losum við um festur, vöðvaspennu, mýkjum upp bandvefinn, aukum blóðflæði og endurnærum sogæðakerfið.

💡Þetta eru rólegir en krefjandi tímar fyrir alla sem sækjast eftir meiri liðleika, vilja létta á spennu í líkamanum, bæta öndun, auka súrefnisupptöku og ná góðri líkamlegri og andlegri slökun.

👉🏼Fyrir hvern hentar námskeiðið?
Fyrir alla sem
👉🏼glíma við eymsli og verki í vöðvum
👉🏼 vilja vinna á vöðvabólgu
👉🏼 vilja minnka stirðleika í liðamótum
👉🏼 vilja bæta hreyfifærni og sofa betur
👉🏼 sem eru að glíma við streitu.

💡Prófaðu þetta magnaða námskeið, komdu þér út úr vítahring verkja og þreytu, endurnærðu þig og upplifðu betri líðan.

Lokað námskeið fyrir konur
2x í viku - Kl. 16:45-17:45
Hvenær: þri& fim 5.nóv,7.nóv,19.nóv,21.nóv,26.nóv,28.nóv.
Hvar: FSH, gengið inn um kennarainngang og niður í kjallara
Verð: 15.000 kr

Dýnur, boltar, kubbar og yogabelti á staðnum.
Lágmarsskráning 8

Upplýsingar og skráning á bandvefslosun@gmail.com

👉🏼 Námskeið þar sem unnið er markvisst að losa spennu í bandvef og vöðvum líkamans með mjúkum boltum, Yin yoga teygjum, ...
14/10/2024

👉🏼 Námskeið þar sem unnið er markvisst að losa spennu í bandvef og vöðvum líkamans með mjúkum boltum, Yin yoga teygjum, hreyfiflæði og djúpöndun.

💡Í hverjum tíma er unnið með hreyfiflæði til að styrkja bak og kvið, auka hreyfanleika og bæta líkamsstöðu. Boltana notum við til að til að nudda á þrýstipunktum líkamans og þannig losum við um festur, vöðvaspennu, mýkjum upp bandvefinn, aukum blóðflæði og endurnærum sogæðakerfið.

💡Þetta eru rólegir en krefjandi tímar fyrir alla sem sækjast eftir meiri liðleika, vilja létta á spennu í líkamanum, bæta öndun, auka súrefnisupptöku og ná góðri líkamlegri og andlegri slökun.

👉🏼Fyrir hvern hentar námskeiðið?
Fyrir alla sem
👉🏼glíma við eymsli og verki í vöðvum
👉🏼 vilja vinna á vöðvabólgu
👉🏼 vilja minnka stirðleika í liðamótum
👉🏼 vilja bæta hreyfifærni og sofa betur
👉🏼 sem eru að glíma við streitu.

💡Prófaðu þetta magnaða námskeið, komdu þér út úr vítahring verkja og þreytu, endurnærðu þig og upplifðu betri líðan.

Lokað námskeið fyrir karlmenn
2x í viku - Kl. 17:00-18:00
Hvenær: þri& fim 5.nóv,7.nóv,19.nóv,21.nóv,26.nóv,28.nóv.
Hvar: FSH, gengið inn um kennarainngang og niður í kjallara
Verð: 15.000 kr

Dýnur, boltar, kubbar og yogabelti á staðnum.
Lágmarsskráning 8

Upplýsingar og skráning á bandvefslosun@gmail.com

Address

Reykjavík
640

Opening Hours

Monday 09:00 - 17:00
Tuesday 09:00 - 17:00
Wednesday 09:00 - 17:00
Thursday 09:00 - 17:00
Friday 09:00 - 12:00

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Bandvefur posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram