Bandvefur

Bandvefur Ég heiti Tinna, Arnardóttir og er ég er orkubolti með óbilandi áhuga á öllu sem við kemur heilsu. Námskeiðin eru bæði fyrir byrjendur og lengra komna.

Frá því 2007 hef ég unnið við einkaþjálfun, hóptímakennslu og heilsuráðgjöf ásamt því að vera vinna við bókhald. Á árinu 2018 lenti ég í alvarlegu slysi á hné sem hafði þær afleiðingar að stoðkerfið hrundi ásamt því að ég þurfti að eiga við króníska taugaverki. Við tók löng endurhæfing þar sem ég fór að leita mér leiða til að vinna með verki og minnka þá. Eftir að hafa prófað yinyoga fann ég að þarna var eitthvað sem var að virka. Ég fór því í kennaranám í Yin Yoga og þaðan til Uk í nuddnám og nám í Myofascial release (MFR) sem mætti útleggjast á íslensku sem bandvefslosun. Eftir að hafa gert ýmsar tilraunir á sjálfri mér hvernig best væri að losa um spennu og verki varð til æfingakerfi með því besta úr Yinyoga, Pilates, MFR og nuddnáminu sem stuðlar að því styrkja djúpvöðva kviðsins og mjaðmir, auka liðleika, losa um spennu í bandvefnum, minnka verki og róa hugann. Árið 2020 lenti ég síðan í háorkuárekstri og hjálpaði þetta æfingakerfi mér að lágmarka þá verki í stoðkerfinu sem ég hlaut í kjölfarið. Markmið mitt er að kenna þá þekkingu og aðferðir sem ég hef þróað til að meðhöndla verki í stoðkerfinu, hvort sem það eru áverkar eftir slys, vefjagigt, slitgit eða streita. Með því að fá verkfæri í kistuna sína sem að geta stuðlað að bættri líðan þá aukum lífsgæði okkar og hamingju.

Ég býð upp á lokuð námskeið sem vinna út frá þessu æfingakerfi. Námskeiðin eru ekki eingöngu fyrir verkjapésa eins og mig heldur alla þá sem vilja losa um spennu, ná meiri liðleika og almennri betri líðan.

For - Rest For - Rest er retreat helgi í Skúlagarði á norðurlandi-eysta helgina 13-15 .mars 2026.  Þessi  helgi er hugsu...
28/12/2025

For - Rest

For - Rest er retreat helgi í Skúlagarði á norðurlandi-eysta helgina 13-15 .mars 2026. Þessi helgi er hugsuð til þess að veita konum, körlum, kvárum tækifæri á að næra bæði líkama og sál. Helgi sem er hugsuð til þess að núllstilla sjálfan sig og ná sér í verkfæri til að taka áfram með út í lífið og hið daglega amstur. Þessa helgi förum við í hvernig við getum tæklað streituna og álagið þegar það bankar á dyrnar, lærum hvernig öndun hjálpar okkur að róa taugakerfið og hvernig nuddboltar og Yin yoga getur losað um streitu og spennu í bandvef. Mikil áhersla verður lögð á hljóðböð/tónheilun og nýtum við okkur eiginleika og töfra kristalskála til að ná fram djúpri slökun og upplifa áhrif hljóðbylgna á líkama og sál.

​​​Ef þú ert á tímamótum, ef þér langar að eiga stund með sjálfri/sjálfum þér, hitta aðrar konur, karla og kvár sem eru á sömu vegferð, upplifa heilunarmátt náttúrunnar, ná innri frið og ró og einfaldlega tengjast sjálfri þér betur þá skaltu fjárfesta í helgarferð í For - Rest.

Upplýsingar & skráning
https://www.bandvefur.is/retreat-helgar

Verð & dagskrá
Gisting 2 nætur
2x Morgunverður
2x Hádegisverður
2x Kvöldverður
1x Síðdegsihressing
Bakkaböð
Öll kennsla
Vinnuhefti

​​Innifalið
Gisting í 2ja manna herbergi..........kr.70.000
Gisting í einstaklingsherbergi........kr.83.000​
​Þátttaka án gistingar m/mat...........kr.55.000

Staðfestingargjald kr.20.000

Hægt er að skipta greiðslum í 2 eða 3 hluta.
Einnig er hægt að greiða með kreditkorti

Upplýsingar & skráning
https://www.bandvefur.is/retreat-helgar

Hvaða stefnu ætlar þú að taka með heilsuna á nýju ári?Betri líðan, minni verkir ? Meiri liðleiki, betri hreyfigeta? Betr...
28/12/2025

Hvaða stefnu ætlar þú að taka með heilsuna á nýju ári?

Betri líðan, minni verkir ?
Meiri liðleiki, betri hreyfigeta?
Betri svefn, bætt andleg líðan?

Triggerpunktar & teygjur eru tímar sem hjálpa þér að ná þínu markmiði, það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig og mæta.

Hefst: 6 og 8 janúar (4 vikur )
2x í viku kl. 16:30-17:30

Hvenær: þriðjudaga & fimmtudaga
Hvar: Hvalasafninu Húsavík
Verð 1x viku: 14.000
Verð 2x víku: 24.000

👉🏼 Upplýsingar og skráning á bandvefur.is

Allur búnaður á staðnum.
Lágmarsskráning 8

Athugið að mörg stéttarfélög bjóða upp á endurgreiðslu.

💡Námskeið þar sem unnið er markvisst að losa spennu í bandvef og vöðvum líkamans með mjúkum boltum, hreyfiflæði, Yin yoga teygjum og djúpöndun.

08/12/2025

Tónheilun

Það eru ekki bara töfrar skálanna sem hafa áhrif á okkur fólkið heldur einnig dýrin. Þessi sæta Sansa sem er á myndinni nýtur þess að sitja hjá mér þegar ég er að spila.

Viltu bóka í einkatíma? Kíktu þá á bandvef.is eða hafðu samband í skilaboðum 🤍

02/12/2025

Ég verð í Reykjavík þann 10. og 11 .janúar með dúnmjúka Tónheilun og djúpslökun.

Hvar: Yogasmiðjan/Heilsurækt, Bíldshöfða 16, 2.hæð, gengið inn aftan við húsið.

Tíminn er 75 mínútur
Verð: 4.000 kr.

Skráning á Bandvefur.is

Laugardagur kl.10:30-11:45
🍃 Einungis 10 laus pláss eru eftir

Sunnudagur kl.19:30-20:45
🍃 20 dýnur í boði

Tónheilun & djúpslökun er einstaklega góð fyrir þá sem vilja ná djúpri slökun í kyrrð og ró. Tónheilun styrkir taugakerfið, hefur góð áhrif á blóðrásina og bætir svefn.

Tíminn byrjar á öndunaræfingum og leiddir hugleiðslu til að fara dýpra inn í slökunina.

Í tímanum notast ég við Kristal söngskálar, regnstaf, wind chime og koshi chime. Tónarnir eru róandi, umvefja þig og hjálpa þér að ná djúpslökun.

Einarsstaðakirkja sem við Séra Sólveig Halla  heimsækjumþann fimmtudaginn 27.nóvember kl.20:00  og bjóðum upp á bænastun...
23/11/2025

Einarsstaðakirkja sem við Séra Sólveig Halla heimsækjumþann fimmtudaginn 27.nóvember kl.20:00 og bjóðum upp á bænastund og hljóma úr kristalskálum. Hvet ykkur til að gefa ykkur stund til þess að slaka á, kyrra hugann og eiga friðarstund og leyfa þessum fallegu hljómum að umlykja ykkur.

Ef þú ert að leyta af jólagjöf sem gefur og nærir, þá er For-Rest rétti pakkinn. For - Rest er retreat helgi í Skúlagarð...
22/11/2025

Ef þú ert að leyta af jólagjöf sem gefur og nærir, þá er For-Rest rétti pakkinn.

For - Rest er retreat helgi í Skúlagarði á norðurlandi-eysta helgina 13-15 .mars 2026.  Þessi  helgi er hugsuð til þess að veita tækifæri á að næra bæði líkama og sál. Helgi sem er hugsuð til þess að núllstilla sjálfan sig og ná sér í verkfæri til að taka áfram með út í  lífið og hið daglega amstur. Þessa helgi förum við í hvernig við getum tæklað streituna og álagið þegar það bankar á dyrnar, lærum hvernig öndun hjálpar okkur að róa taugakerfið og hvernig nuddboltar og Yin yoga getur losað um streitu og spennu í bandvef. Mikil áhersla verður lögð á hljóðböð/tónheilun og nýtum við okkur eiginleika og töfra kristalskála til að ná fram djúpri slökun og upplifa áhrif hljóðbylgna á líkama og sál.

Skúlagarður er einstakur staður á Norðurlandi eystra sem býr yfir náttúrufegurð, sjarma og einstakri orku. Skúlagarður er gamla félagsheimili Keldhverfunga í Norður Þingeyjarsýslu. Líkt og mörg önnur gömul og falleg félagsheimili hefur Skúlagarður fengið nýtt hlutverk sem hótel og veitingastaður. Skúlagarður stendur á einstaklega fallegum stað á bökkum Litlu ár sem er sérstæð á landsvísu því í hana rennur heitt vatn árið um kring. 

Um kennarann
Þessa helgi ætlar Tinna Arnar að leiða þátttakendur í gegnum nærandi ferðalag sem heldur áfram að gefa eftir helgina. Tinna er jógakennari, nuddari, bókari, ÍAK þjálfari og hefur kennt ótal hóptíma síðustu 20 árin, hjólatímar, hotfit, teygjutíma og yogatíma. Síðustu 7 árin hefur hún einbeitt sér að tímum sem vinna til jafns við andlega heilsu og líkamlega. Hún hefur staðið að þremur yogaferðum, Þingeyri 2023, Túnis 2023 og 2024. Tinna leggur áherslu á að valdefla konur á sama tíma og sýna þeim hversu gott það er að fara inn á við og ná slökun. Þessa helgi deilir hún með ykkur töfrum tónheilunar ásamt öllum þeim trixum sem hún hefur viðað að sér í gegnum árin.

Upplýsingar um verð og skráningu á bandvefur.is eða á bandvefslosun@gmail.com

Ertu að leyta að réttu jólagjöfinni? Ekki kaupa bara eitthvað. Í tilefni af nægusömum nóvember verð ég með tilboð á vins...
21/11/2025

Ertu að leyta að réttu jólagjöfinni? Ekki kaupa bara eitthvað. Í tilefni af nægusömum nóvember verð ég með tilboð á vinsælu gjafabréfunum í tónheilun.

Er ekki tilvalið að gefa upplifun og afþreyingu í stað þess að velja í enn einn pakkann - sem verður svo skilað eftir jólin?

Tónheilun er öflug og aldagömul lækningaaðferð sem á rætur sínar í fornum menningarsamfélögum eins og hjá Egyptum, Grikkjum og Indverjum, þar sem hljóð og tónar voru notaðir til að lækna, heila og stilla orku í líkamanum.

Tónheilun er hljóðmeðferð sem er mjög áhrifarík til að virkja slökunarviðbrögð okkar sem laskast oft af langvarandi streitu, kvíða og svefnleysi og hjálpa tónar skálanna til við að koma jafnvægi á tilveru okkar.

Í þessum nútímaheimi þurfum við stöðugt að sía út streituvaldandi hljóð, eins og umferð, áreiti frá tækjum og símum og eftir því sem tíminn eykst hjá okkur á stafrænum tækjunum og útivera í náttúrunni minnkar, þá er hljóðmeðferð góð og friðsæl hvíld frá annríki daglegs lífs og tækifæri til að slaka á.

Verð einkatími fyrir 1 kr.11.990
Verð einkatími fyrir 2 kr.15.500

Fyrir frekari upplýsingar og pantanir, hafið samband í gegnum tölvupóst bandvefslosun@gmail.com

Taktu þér smá tíma frá ys og þys hátíðanna til að hugleiða og endurhlaða batteríin með róandi hljóðbaði kristalskálanna....
18/11/2025

Taktu þér smá tíma frá ys og þys hátíðanna til að hugleiða og endurhlaða batteríin með róandi hljóðbaði kristalskálanna.

Dásamlegt hljóðbað og djúpslökun þann 30.nóvember fyrir alla þá sem sækjast eftir endurheimt á líkama og hug.

Hljóðbað er einstaklega góð fyrir þá sem vilja ná djúpri slökun í kyrrð og ró. Hljóðbað styrkir taugakerfið, hefur góð áhrif á blóðrásina og bætir svefn.

Tíminn byrjar á öndunaræfingum og leiddir hugleiðslu til að fara dýpra inn í slökunina.

Í tímanum notast ég við Kristal söngskálar, regnstaf, wind chime og koshi chime. Tónarnir eru róandi, umvefja þig og hjálpa þér að ná djúpslökun.

🍃 Einungis 10 pláss í boði. ( Lágmarksþátttaka er 5 manns)

🍃 Tíminn er 75 mín

🍃 Verð 4.000

🍃 Þeir sem eru á námskeiðinu Triggerpunktar & Teygjur frá 15% afslátt.

Upplýsingar og skráning : bandvefslosun@gmail.com og á bandvefur.is

Hljóðbað/Tónheilun er heildræn iðkun sem nýtir lækningamátt hljóðs, fornrar visku og nútímavísinda. Hún endurheimtir jafnvægi, stuðlar að slökun og eykur vellíðan með því að nota samræmda tóna, titring og tíðni.

Hvernig fer tíminn fram:
Tími í hljóðbaði fer þannig fram að þú liggur/situr á þykkri jógadýnu, með teppi og púða. (Það er allt á staðnum.) Best er að vera í þægilegum fötum, sem þrengja ekki að, hafa með sér þykka sokka og peysu til að vera nógu hlýtt.

Taktu þér smá tíma frá ys og þys hátíðanna til að hugleiða og endurhlaða batteríin með róandi hljóðbaði kristalskálanna....
18/11/2025

Taktu þér smá tíma frá ys og þys hátíðanna til að hugleiða og endurhlaða batteríin með róandi hljóðbaði kristalskálanna.

Dásamlegt hljóðbað og djúpslökun þann 30.nóvember fyrir alla þá sem sækjast eftir endurheimt á líkama og hug.

Hljóðbað er einstaklega góð fyrir þá sem vilja ná djúpri slökun í kyrrð og ró. Hljóðbað styrkir taugakerfið, hefur góð áhrif á blóðrásina og bætir svefn.

Tíminn byrjar á öndunaræfingum og leiddir hugleiðslu til að fara dýpra inn í slökunina.

Í tímanum notast ég við Kristal söngskálar, regnstaf, wind chime og koshi chime. Tónarnir eru róandi, umvefja þig og hjálpa þér að ná djúpslökun.

🍃 Einungis 10 pláss í boði. ( Lágmarksþátttaka er 5 manns)

🍃 Tíminn er 75 mín

🍃 Verð 4.000

🍃 Þeir sem eru á námskeiðinu Triggerpunktar & Teygjur frá 15% afslátt.

Upplýsingar og skráning : bandvefslosun@gmail.com og á bandvefur.is

Hljóðbað/Tónheilun er heildræn iðkun sem nýtir lækningamátt hljóðs, fornrar visku og nútímavísinda. Hún endurheimtir jafnvægi, stuðlar að slökun og eykur vellíðan með því að nota samræmda tóna, titring og tíðni.

Hvernig fer tíminn fram:
Tími í hljóðbaði fer þannig fram að þú liggur/situr á þykkri jógadýnu, með teppi og púða. (Það er allt á staðnum.) Best er að vera í þægilegum fötum, sem þrengja ekki að, hafa með sér þykka sokka og peysu til að vera nógu hlýtt.

Hljómbað og bæn í sveitakirkjum á Norðurlandi eystra.Þann 19.nóvember kl.20:00 í Reykjahlíðarkirkju verður boðið upp á b...
13/11/2025

Hljómbað og bæn í sveitakirkjum á Norðurlandi eystra.

Þann 19.nóvember kl.20:00 í Reykjahlíðarkirkju verður boðið upp á bænastund, kertaljós, hugleiðingu, og djúpslökun ásamt dúnmjúkri tónheilun kristalskála.

Tónheilun er ævagömul iðkun sem nýtir lækningamátt hljóðs, fornrar visku og nútímavísinda. Um er að ræða nokkurs konar hljóðbylgjumeðferð sem á að ýta undir slökun, vellíðan og stuðlar að jafnvægi.

,, Hljóð hafa mátt til að græða sár, sem orð ná ekki til” hefur verið sagt.

Verið velkomin í ferðalag með okkur að innri friði.

Ókeypis aðgangur.
 
Kær kveðja,
Séra Sólveig Halla og Tinna

Address

Reykjavík
640

Opening Hours

Monday 09:00 - 17:00
Tuesday 09:00 - 17:00
Wednesday 09:00 - 17:00
Thursday 09:00 - 17:00
Friday 09:00 - 12:00

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Bandvefur posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram