13/11/2025
Hljómbað og bæn í sveitakirkjum á Norðurlandi eystra.
Þann 19.nóvember kl.20:00 í Reykjahlíðarkirkju verður boðið upp á bænastund, kertaljós, hugleiðingu, og djúpslökun ásamt dúnmjúkri tónheilun kristalskála.
Tónheilun er ævagömul iðkun sem nýtir lækningamátt hljóðs, fornrar visku og nútímavísinda. Um er að ræða nokkurs konar hljóðbylgjumeðferð sem á að ýta undir slökun, vellíðan og stuðlar að jafnvægi.
,, Hljóð hafa mátt til að græða sár, sem orð ná ekki til” hefur verið sagt.
Verið velkomin í ferðalag með okkur að innri friði.
Ókeypis aðgangur.
Kær kveðja,
Séra Sólveig Halla og Tinna