31/10/2025
Hluti af Unghugum Hugarafls tóku þátt í frábæru Erasmus+ verkefni í Portúgal fyrr í mánuðinum.
Meira um það í fyrstu athugasemd. 🩷
Hugarafl eru notendastýrð félagasamtök fólks með persónulega reynslu af andlegum áskorunum. ✨
Síðumúli 6
Reykjavík
108
| Monday | 10:00 - 15:00 |
| Tuesday | 10:00 - 15:00 |
| Wednesday | 10:00 - 15:00 |
| Thursday | 10:00 - 15:00 |
| Friday | 10:00 - 15:00 |
Be the first to know and let us send you an email when Hugarafl posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.
Félagasamtökin Hugarafl voru stofnuð árið 2003 af einstaklingum með víðtæka þekkingu af geðheilbrigðiskerfinu. Þessir einstaklingar höfðu sameiginlega stefnu um að breyta íslenska geðheilbrigðiskerfinu til hins betra. Enn þann dag í dag er starfsemi Hugarafls mótuð bæði af einstaklingum með persónulega reynslu af andlegum áskorunum (stundum kallað notendur) og einstaklingum með fagmenntun. Þátttaka í starfsemi Hugarafls er fyrir öll sem hafa áhuga á að vinna í geðheilsu sinni á eigin forsendum.
Við leggjum okkur fram um að skapa umhverfi sem ýtir undir valdeflingu og bata einstaklinga með persónulega reynslu af andlegum áskorunum og fjölskyldur þeirra. Sérstaða Hugarafls er einstaklingsmiðuð nálgun sem og samvinna fólks sem tekist hefur á við andlegar áskoranir og fagfólks. Við vinnum saman sem jafningjar, tökum sameiginlegar ákvarðanir um starfsemi Hugarafls og erum hvött til að láta í ljós skoðanir okkar. Við berum sameiginlega ábyrgð á hópastarfi, verkefnum og dagskrá Hugarafls.
Allt starf Hugarafls byggist á hugmyndafræði valdeflingar sem mótuð var af Judi Chamberlin sem og batahugmyndafræði Daniels Fishers. Þetta er ekki einungis leiðarljós starfseminnar heldur nýtast fræðin sem grundvöllur í daglegu starfi Hugarafls og sjálfsvinnu einstaklinga. Þátttaka í starfsemi Hugarafls er á forsendum hvers og eins. Við virðum sjálfræði hvers og eins til að móta sína bataleið.