Hugarafl

Hugarafl Hugarafl eru notendastýrð félagasamtök fólks með persónulega reynslu af andlegum áskorunum. ✨

Hugarafl eru félagasamtök rekin af fólki með persónulega reynslu af andlegum áskorunum í samstarfi við fólk sem hefur faglega menntun á sviði geðheilbrigðismála. Hugarafl var stofnað árið 2003 og hefur alla tíð verið grasrótarsamtök fólk sem vill nota eigin reynslu til að breyta umræðu um geðheilbrigðismál, koma til leiðar breytingum á geðheilbrigðiskerfinu og finna bata í samfélagi við jafningja. Hugarafl er langstærsti virki hópur fólks með persónulega reynslu af andlegum áskorunum á Íslandi.

Hluti af Unghugum Hugarafls tóku þátt í frábæru Erasmus+ verkefni í Portúgal fyrr í mánuðinum.Meira um það í fyrstu athu...
31/10/2025

Hluti af Unghugum Hugarafls tóku þátt í frábæru Erasmus+ verkefni í Portúgal fyrr í mánuðinum.
Meira um það í fyrstu athugasemd. 🩷

28/10/2025

Sæl öll.
Við lokum í Hugaraflinu núna, vegna færðarinnar
Kær kveðja.
Nefndin

Við höfum nú lokið verkefninu Empowering Futures, sem var styrkt af Erasmus+. Verkefninu lauk með kynningu á helstu viðf...
27/10/2025

Við höfum nú lokið verkefninu Empowering Futures, sem var styrkt af Erasmus+. Verkefninu lauk með kynningu á helstu viðfangsefnum þess ásamt niðurstöðum úr rýnihópum og hæfni- og þarfagreiningu.

Kærar þakkir til allra sem mættu og tóku þátt. Þetta var frábært og lærdómsríkt verkefni!

Fjöldi gesta sóttu Hugarafl heim í dag á alþjóðlegum geðheilbrigðisdegi 10.október. Það fór fram nýliðakynning og rúmleg...
10/10/2025

Fjöldi gesta sóttu Hugarafl heim í dag á alþjóðlegum geðheilbrigðisdegi 10.október.
Það fór fram nýliðakynning og rúmlega 60 manns litu við til að læra og hlusta. Þetta er fjölmennasta nýliðakynningin frá upphafi félagsins. 🩷
Gestir hlýddu á kynningu hjá Grétari og Ninnu, spurðu spurninga og fengu auðvitað góðan kaffisopa. ☕️
Góður dagur og magnað að upplifa áhugann og viljann til þess að stíga inn í bataferli og endurhæfingu.
Takk fyrir og góða helgi. ❤️

Það eru allir dagar skvísudagar hjá Hugaraflsskvísum en þó sérstaklega í október þegar við berum bleiku slaufuna. 🎀🩷🩷 Vi...
07/10/2025

Það eru allir dagar skvísudagar hjá Hugaraflsskvísum en þó sérstaklega í október þegar við berum bleiku slaufuna. 🎀🩷🩷
Við hvetjum öll til að fara á vefverslun.krabb.is eða í næstu verslun, versla slaufuna eða annan bleikan varning og styðja þannig við mikilvægt málefni. 🩷✨️

Hugarafl stendur vaktina á Mannauðsdeginum!! Endilega lítið til okkar og fræðist um samtökin❤️
01/10/2025

Hugarafl stendur vaktina á Mannauðsdeginum!! Endilega lítið til okkar og fræðist um samtökin❤️

Auður Axelsdóttir, framkvæmdastjóri Hugarafls, fór í viðtal í morgunútvarpi Rásar 2 að ræða Hugarafl og niðurstöður Gall...
30/09/2025

Auður Axelsdóttir, framkvæmdastjóri Hugarafls, fór í viðtal í morgunútvarpi Rásar 2 að ræða Hugarafl og niðurstöður Gallup könnunarinnar sem lögð var fyrir félagsfólk i byrjun sumars.
Viðtalið hófst kl. 7:15, hægt er að hlusta hér: https://www.ruv.is/utvarp/spila/morgunutvarpid/23822/b7q95o

Hópur frá Hugarafli dvelur nú í Portúgal á vegum Erasmus+ ungmennaskipta sem snúast um tilfinningar, geðheilsu og sjálfs...
29/09/2025

Hópur frá Hugarafli dvelur nú í Portúgal á vegum Erasmus+ ungmennaskipta sem snúast um tilfinningar, geðheilsu og sjálfstyrkingu. Fimm manns mynda íslenska hópinn: hópstjórinn Sigrún Huld og unghugarnir Blær, Dan, Lovísa og Sylvía.

Nánar má lesa um það hér: https://hugarafl.is/unghugar-i-portugal/

Mikilvægar og jákvæðar niðurstöður þjónustukönnunar Gallup á starfi Hugarafls❤️Auðvelt aðgengi, batalíkur aukast, viðkvæ...
27/09/2025

Mikilvægar og jákvæðar niðurstöður þjónustukönnunar Gallup á starfi Hugarafls❤️Auðvelt aðgengi, batalíkur aukast, viðkvæmur hópur leitar til Hugarafls en þjáningin minnkar verulega eftir dvölina í Hugarafli og sjálvígshætta lækkar mikið. Eftirtektarverðar niðurstöður sem styðja okkar nálgun og hugmyndafræði.

Auður Axelsdóttir, framkvæmdastýra Hugarafls, segir niðurstöður nýrrar Gallup könnunar á þjónustu Hugarafls sýna að þjónusta þeirra og nálgun virkar. Samkvæmt niðurstöðunum líður miklum meirihluta mjög illa við komu til þeirra en líðan batna verulega eftir það. Auður ...

Address

Síðumúli 6
Reykjavík
108

Opening Hours

Monday 10:00 - 15:00
Tuesday 10:00 - 15:00
Wednesday 10:00 - 15:00
Thursday 10:00 - 15:00
Friday 10:00 - 15:00

Telephone

+3544141550

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Hugarafl posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Saga Hugarafls, markmið og starfsemi

Félagasamtökin Hugarafl voru stofnuð árið 2003 af einstaklingum með víðtæka þekkingu af geðheilbrigðiskerfinu. Þessir einstaklingar höfðu sameiginlega stefnu um að breyta íslenska geðheilbrigðiskerfinu til hins betra. Enn þann dag í dag er starfsemi Hugarafls mótuð bæði af einstaklingum með persónulega reynslu af andlegum áskorunum (stundum kallað notendur) og einstaklingum með fagmenntun. Þátttaka í starfsemi Hugarafls er fyrir öll sem hafa áhuga á að vinna í geðheilsu sinni á eigin forsendum.

Við leggjum okkur fram um að skapa umhverfi sem ýtir undir valdeflingu og bata einstaklinga með persónulega reynslu af andlegum áskorunum og fjölskyldur þeirra. Sérstaða Hugarafls er einstaklingsmiðuð nálgun sem og samvinna fólks sem tekist hefur á við andlegar áskoranir og fagfólks. Við vinnum saman sem jafningjar, tökum sameiginlegar ákvarðanir um starfsemi Hugarafls og erum hvött til að láta í ljós skoðanir okkar. Við berum sameiginlega ábyrgð á hópastarfi, verkefnum og dagskrá Hugarafls.

Allt starf Hugarafls byggist á hugmyndafræði valdeflingar sem mótuð var af Judi Chamberlin sem og batahugmyndafræði Daniels Fishers. Þetta er ekki einungis leiðarljós starfseminnar heldur nýtast fræðin sem grundvöllur í daglegu starfi Hugarafls og sjálfsvinnu einstaklinga. Þátttaka í starfsemi Hugarafls er á forsendum hvers og eins. Við virðum sjálfræði hvers og eins til að móta sína bataleið.

Markmið Hugarafls eru að: