Hugarafl

Hugarafl Hugarafl eru notendastýrð félagasamtök fólks með persónulega reynslu af andlegum áskorunum. ✨

Hugarafl eru félagasamtök rekin af fólki með persónulega reynslu af andlegum áskorunum í samstarfi við fólk sem hefur faglega menntun á sviði geðheilbrigðismála. Hugarafl var stofnað árið 2003 og hefur alla tíð verið grasrótarsamtök fólk sem vill nota eigin reynslu til að breyta umræðu um geðheilbrigðismál, koma til leiðar breytingum á geðheilbrigðiskerfinu og finna bata í samfélagi við jafningja. Hugarafl er langstærsti virki hópur fólks með persónulega reynslu af andlegum áskorunum á Íslandi.

Gleðidagur í Hugaraflinu, bingó og Pálínuboð❤️🧑‍🎄
22/12/2025

Gleðidagur í Hugaraflinu, bingó og Pálínuboð❤️🧑‍🎄

Dagana 9.–11. desember fór fram fyrsta jafningjastuðningsnámskeið Hugarafls, hannað og haldið innanhúss. Námskeiðinu lau...
12/12/2025

Dagana 9.–11. desember fór fram fyrsta jafningjastuðningsnámskeið Hugarafls, hannað og haldið innanhúss. Námskeiðinu lauk í gær og markar það mikilvæg tímamót í uppbyggingu jafningjastuðnings innan félagsins.

Á námskeiðinu var farið yfir sögu jafningjastuðnings í Hugarafli, grunngildi hans og hlutverk. Lögð var rík áhersla á að skilgreina hvað jafningjastuðningur er – og ekki síður hvað hann er ekki. Þátttakendur fengu tækifæri til að dýpka skilning sinn á mörkum, ábyrgð og þeirri sérstöku þekkingu sem byggir á reynslu af bata.

Námskeiðið var jafnframt djúpt og krefjandi ferli þar sem þátttakendur unnu með eigin lífssögu, upplifun og reynslu, með það að markmiði að greina sigra, styrkleika og þann mannauð sem býr í hópnum. Þar kom skýrt fram hversu mikil verðmæti felast í þessum fjölbreytta hópi fólks – ólíkum bakgrunni, en sameiginlegri reynslu og innsýn.

Þessi fyrsti hópur leggur nú grunninn að jafningjastuðningsteymi Hugarafls, sem mun taka til starfa í upphafi komandi árs. Með því er stigið mikilvægt skref í áframhaldandi þróun bata- og jafningjamiðaðrar þjónustu, þar sem rödd og reynsla fólks með lifaða reynslu er í forgrunni.

Hugarafl er stolt af þessum áfanga og hlakkar til að byggja áfram á þeim styrk, visku og mannlegu tengingu sem birtist svo skýrt í þessu ferli.

Fjóla, Fríða og Grétar voru þjálfararnir á námskeiðinu en öll þrjú hafa þau alþjóðleg réttindi til þess að þjálfa aðra í jafningjastuðningi frá Herstel Talent í Hollandi. (Á myndina vantar Grétar)

Öflugur Batafundur í gangi hjá Hugarafli. Þvílík áskorun að stíga inn í sjálfsvinnu og bataferli með aukin lífsgæði að m...
09/12/2025

Öflugur Batafundur í gangi hjá Hugarafli. Þvílík áskorun að stíga inn í sjálfsvinnu og bataferli með aukin lífsgæði að markmiði. Hér er hópur sem lætur ekki deigann síga❤️

Miðvikudaginn 3.desember áttu Grétar sitjandi framkvæmdastjóri og Málfríður (Fríða) formaður framkvæmdastjórnar Hugarafl...
07/12/2025

Miðvikudaginn 3.desember áttu Grétar sitjandi framkvæmdastjóri og Málfríður (Fríða) formaður framkvæmdastjórnar Hugarafls fund með Ingu Sæland, Félags- og húsnæðismálaráðherra. Með þeim sátu einnig Hreiðar Ingi aðstoðarmaður ráðherra og Eva Margrét yfirlögfræðingur ráðuneytisins.

Þetta var einkar góður fundur þar sem Grétar kynnti vel félagið, umfangið, árangur og almennt líf í Síðumúlanum. Það sem einkenndi fundinn var mikill áhugi og skilningur en ekki síður kátína í aðdraganda jóla. Samtalið mun halda áfram og hlökkum við mikið til að verða við bón Ingu um heimsókn eftir áramót.

Mikið sem er gott þegar móttökurnar eru svona afslappaðar og samtal á milli er byggt á áhuga á okkar umfangsmikla starfi og málaflokknum í heild.

Opið samtal❤️
05/12/2025

Opið samtal❤️

Gestur minn í þessum þætti er Auður Axelsdóttir, framkvæmdastjóri Hugarafls. Hugarafl eru stærstu grasrótarsamtök landsins fyrir fólk með andlegar áskoranir,...

Hugarafl tekur þátt í þessu verkefni.
04/12/2025

Hugarafl tekur þátt í þessu verkefni.

Nýtt og stórt samstarfsverkefni lögreglu, Fangelsismálayfirvalda, félagasamtaka og sveitarfélaga hvað varðar stuðning við fanga að lokinni afplánun var kynnt í morgun. Verkefnastjóri hjá Ríkislögreglustjóra segir fanga oft ekki hafa tækifæri til að snúa blaðinu við.

Hluti af Unghugum Hugarafls tóku þátt í frábæru Erasmus+ verkefni í Portúgal fyrr í mánuðinum.Meira um það í fyrstu athu...
31/10/2025

Hluti af Unghugum Hugarafls tóku þátt í frábæru Erasmus+ verkefni í Portúgal fyrr í mánuðinum.
Meira um það í fyrstu athugasemd. 🩷

28/10/2025

Sæl öll.
Við lokum í Hugaraflinu núna, vegna færðarinnar
Kær kveðja.
Nefndin

Við höfum nú lokið verkefninu Empowering Futures, sem var styrkt af Erasmus+. Verkefninu lauk með kynningu á helstu viðf...
27/10/2025

Við höfum nú lokið verkefninu Empowering Futures, sem var styrkt af Erasmus+. Verkefninu lauk með kynningu á helstu viðfangsefnum þess ásamt niðurstöðum úr rýnihópum og hæfni- og þarfagreiningu.

Kærar þakkir til allra sem mættu og tóku þátt. Þetta var frábært og lærdómsríkt verkefni!

Address

Síðumúli 6
Reykjavík
108

Opening Hours

Monday 10:00 - 15:00
Tuesday 10:00 - 15:00
Wednesday 10:00 - 15:00
Thursday 10:00 - 15:00
Friday 10:00 - 15:00

Telephone

+3544141550

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Hugarafl posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Saga Hugarafls, markmið og starfsemi

Félagasamtökin Hugarafl voru stofnuð árið 2003 af einstaklingum með víðtæka þekkingu af geðheilbrigðiskerfinu. Þessir einstaklingar höfðu sameiginlega stefnu um að breyta íslenska geðheilbrigðiskerfinu til hins betra. Enn þann dag í dag er starfsemi Hugarafls mótuð bæði af einstaklingum með persónulega reynslu af andlegum áskorunum (stundum kallað notendur) og einstaklingum með fagmenntun. Þátttaka í starfsemi Hugarafls er fyrir öll sem hafa áhuga á að vinna í geðheilsu sinni á eigin forsendum.

Við leggjum okkur fram um að skapa umhverfi sem ýtir undir valdeflingu og bata einstaklinga með persónulega reynslu af andlegum áskorunum og fjölskyldur þeirra. Sérstaða Hugarafls er einstaklingsmiðuð nálgun sem og samvinna fólks sem tekist hefur á við andlegar áskoranir og fagfólks. Við vinnum saman sem jafningjar, tökum sameiginlegar ákvarðanir um starfsemi Hugarafls og erum hvött til að láta í ljós skoðanir okkar. Við berum sameiginlega ábyrgð á hópastarfi, verkefnum og dagskrá Hugarafls.

Allt starf Hugarafls byggist á hugmyndafræði valdeflingar sem mótuð var af Judi Chamberlin sem og batahugmyndafræði Daniels Fishers. Þetta er ekki einungis leiðarljós starfseminnar heldur nýtast fræðin sem grundvöllur í daglegu starfi Hugarafls og sjálfsvinnu einstaklinga. Þátttaka í starfsemi Hugarafls er á forsendum hvers og eins. Við virðum sjálfræði hvers og eins til að móta sína bataleið.

Markmið Hugarafls eru að: