17/11/2025
Innilegar þakkir til allra sem mættu á laugardaginn við Esjurætur og hjálpuðu okkur að mynda flottasta og bjartast Ljósafossinn hingað til🌟 Það var metmæting, 900 manns tóku þátt í að lýsa upp Esjuna með okkur í ár! Við erum svo ótrúlega þakklát fyrir þennan frábæra stuðning, þið eruð alveg einstök❤
Ýmsir komu að því að gera Ljósafossinn í ár að þessum fallega og kraftmikla viðburði, við viljum hjartanlega þakka ykkur öllum! Þið hjálpuðuð okkur að lýsa upp hlíðar Esjunnar, vekja athygli á endurhæfingarstarfi Ljóssins og minnast þeirra sem við höfum misst í baráttunni við krabbamein og þeirra sem standa í þeirri baráttu núna.
Það var dásamlegt að fá að upplifa Ljósafossinn með ykkur í ár og finna fyrir þessum dýrmæta stuðningi!