22/12/2025
Jólaknús frá okkur í Ljósinu❤
Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Hjartans þakkir fyrir allar dýrmætu stundirnar á árinu sem er að líða, við erum afar þakklát fyrir ykkur öll.
Munið að hlúa vel að ykkur sjálfum yfir hátíðarnar, með því að lágmarka óþarfa álag og viðhalda góðu jafnvægi milli virkni og hvíldar. Það er allt í lagi að hvíla sumar venjur í breyttum aðstæðum eða útfæra þær á annan hátt.
Við sendum ykkur hlýjar jólakveðjur og óskum ykkur notalegrar hátíðar🎄✨