Ljósið Endurhæfing Fyrir Krabbameinsgreinda

Ljósið Endurhæfing Fyrir Krabbameinsgreinda Ljósið er endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Kynntu þér starfið á www.ljosid.is

Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. Markmið Ljóssins er að fólk fái sérhæfða endurhæfingu- og stuðning, þar sem fagfólk aðstoðar við að byggja upp líkamlegt og andlegt þrek, auk þess að fá stuðning við að setja sér markmið sem auka daglega virkni og hafa þannig áhrif á lífsgæði almennt.

Innilegar þakkir til allra sem mættu á laugardaginn við Esjurætur og hjálpuðu okkur að mynda flottasta og bjartast Ljósa...
17/11/2025

Innilegar þakkir til allra sem mættu á laugardaginn við Esjurætur og hjálpuðu okkur að mynda flottasta og bjartast Ljósafossinn hingað til🌟 Það var metmæting, 900 manns tóku þátt í að lýsa upp Esjuna með okkur í ár! Við erum svo ótrúlega þakklát fyrir þennan frábæra stuðning, þið eruð alveg einstök❤

Ýmsir komu að því að gera Ljósafossinn í ár að þessum fallega og kraftmikla viðburði, við viljum hjartanlega þakka ykkur öllum! Þið hjálpuðuð okkur að lýsa upp hlíðar Esjunnar, vekja athygli á endurhæfingarstarfi Ljóssins og minnast þeirra sem við höfum misst í baráttunni við krabbamein og þeirra sem standa í þeirri baráttu núna.

Það var dásamlegt að fá að upplifa Ljósafossinn með ykkur í ár og finna fyrir þessum dýrmæta stuðningi!

🌟Við minnum á Ljósafossgönguna á eftir!🌟📍Hvar: Bílastæðið við Esjuna⏰Hvenær: Í dag, laugardaginn 15. nóvember kl. 15:30V...
15/11/2025

🌟Við minnum á Ljósafossgönguna á eftir!🌟

📍Hvar: Bílastæðið við Esjuna
⏰Hvenær: Í dag, laugardaginn 15. nóvember kl. 15:30
Við leggjum af stað upp að Steini kl. 16:00

Á svæðinu verður hinn vinsæli Möndlubás með ilmandi möndlur og heitt kakó til sölu. Ljósið verður einnig með falleg kerti og höfuðljós til sölu á staðnum.

Sjóvá styrkir Ljósið um 2.000 krónur fyrir hvern sem mætir við Esjurætur, svo við hvetjum alla til að mæta, hvort sem þú ætlar að ganga eða bara hvetja göngugarpana áfram frá Esjurótum. Þátttaka er ókeypis.

Fjalla-Steini leiðir gönguna og Björgunarsveitin Kjölur verður okkur til halds og traust 🤝

Kláraðu hreyfingu dagsins og styrktu góðgerðarmál í leiðinni.
Við hlökkum til að sjá ykkur á Esjunni í dag❤

12/11/2025

“Ég átti mér draum að lýsa upp Esjuna.”

Fyrir rúmum 15 árum fékk Þorsteinn Jakobsson, eða Fjalla-Steini, hugmyndina að Ljósafossinum. Árlegri göngu þar sem myrkrið væri lýst upp fyrir gott málefni💛

Á laugardaginn hittumst við kl. 15:30 við Esjurætur og löbbum saman upp að Steini. Á leiðinni niður þegar myrkrið skellur á, kveikjum við á höfuðljósum og lýsum upp Esjuna saman.

Komdu með og vertu hluti af Ljósafossinum🌟

Nú styttist í Ljósafossinn, sem fer fram laugardaginn næsta, 15. nóvember. Í ár verður Ljósafossinn enn glæsilegri en áð...
11/11/2025

Nú styttist í Ljósafossinn, sem fer fram laugardaginn næsta, 15. nóvember. Í ár verður Ljósafossinn enn glæsilegri en áður. Á svæðinu verður hinn vinsæli Möndluvagn með ilmandi möndlur og heitt kakó til sölu, þar sem 30-40% af verðinu rennur beint til Ljóssins. Ljósið verður einnig með falleg kerti til sölu, skreytt broti úr ljóði eftir Siggu Soffíu. Kertin kosta 4.500 krónur og allur ágóði rennur til Ljóssins.

Veðurspáin á laugardaginn er fullkomin fyrir göngu. Þetta er því tilvalið tækifæri til að fá sér ferskt loft, hreyfingu og styðja gott málefni. Taktu fjölskylduna, börnin og vinina með, það eru allir velkomnir💛

Ljósafossinn fer fram 15. nóvember upp Esjuna. Lýstu upp Esjuna með okkur, njóttu samveru, hreyfingar og styðjið gott málefni með Ljósinu.

Erna Magnússdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins, og Þorsteinn Jakobsson, eða Fjalla-Steini eins og flestir þekkja hann, fór...
11/11/2025

Erna Magnússdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins, og Þorsteinn Jakobsson, eða Fjalla-Steini eins og flestir þekkja hann, fóru í viðtal í Bítið á Bylgjunni í morgun💙

Þau sögðu frá fallegu sögunni á bak við Ljósafossinn og hvernig hann verður enn glæsilegri en áður í ár. Þau hvetja alla þjóðina til að mæta, fá smá hreyfingu og ganga fyrir gott málefni.

Á laugardaginn munum við lýsa upp Esjuna og mynda saman Ljósafoss✨ Hittumst á bílastæðinu við Esjuna kl. 15:30 á laugardaginn!

Hægt er að hlusta á viðtalið hér: https://www.visir.is/k/ce814528-1129-42c0-b445-cc8e8a831129-1762852442501

Krabbameinsfélagið Framför stendur í nóvember fyrir árlegu átaki til vitundarvakningar og fjáröflunar í tengslum við kra...
07/11/2025

Krabbameinsfélagið Framför stendur í nóvember fyrir árlegu átaki til vitundarvakningar og fjáröflunar í tengslum við krabbamein í blöðruhálskirtli.

Í tilefni átaksins tók Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins, við fyrsta Bláa treflinum úr hendi Guðmundar Páls Ásgeirssonar, formanns Krabbameinsfélagsins Framför.

Framför stendur einnig fyrir göngudegi í Heiðmörk, sem fer fram á sunnudaginn og málþingi í samstarfi við Krabbameinsfélag Íslands, sem haldið verður næsta þriðjudag (sjá nánar í athugasemd)💙

Krabbameinsfélagið Framför stendur fyrir árlegu átaki í nóvember til vitundarvakningar og fjáröflunar í tengslum við krabbamein í blöðruhálskirtli.

Sjóvá tvöfaldar styrk sinn til Ljóssins í ár!❤️Þau styrkja okkur um 2.000 krónur fyrir hvern þátttakanda sem mætir í Ljó...
06/11/2025

Sjóvá tvöfaldar styrk sinn til Ljóssins í ár!❤️

Þau styrkja okkur um 2.000 krónur fyrir hvern þátttakanda sem mætir í Ljósafossgönguna við Esjurætur laugardaginn 15. nóvember.

Takk, Sjóvá, fyrir að standa með Ljósinu ár eftir ár✨

Sjóvá tvöfaldar styrk sinn til Ljóssins í ár og styrkir 2.000 kr fyrir hvern sem mætir í Ljósafossgönguna við Esjurætur 15. nóvember.

Við fengum yndislega heimsókn í Ljósið þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, og Ingileif Friðriksdótt...
05/11/2025

Við fengum yndislega heimsókn í Ljósið þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, og Ingileif Friðriksdóttir, aðstoðamaður hennar, komu til okkar💛

Þær tóku sér góðan tíma til að skoða húsnæði Ljóssins og fá kynningu á öllu því faglega starfi sem hér fer fram. Auk þess ræddu þær við þjónustuþega og fengu þannig að heyra beint frá þeim hversu mikils virði endurhæfingin í Ljósinu er í raun og veru.

Við þökkum þeim kærlega fyrir að gefa sér tíma til að koma í heimsókn og sýna starfinu okkar áhuga✨

Á myndinni eru, frá vinstri: Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, Kristín Hulda Gísladóttir, sálfræðingur Ljóssins, og Áslaug Helga Aðalsteinsdóttir, sjúkraþjálfari Ljóssins.

Ljósið lokar kl. 14:00 í dag vegna veðurs.Við hvetjum alla til að fara varlega og eiga notalega og hlýja stund innandyra...
28/10/2025

Ljósið lokar kl. 14:00 í dag vegna veðurs.

Við hvetjum alla til að fara varlega og eiga notalega og hlýja stund innandyra❤

Ljósið lokar kl. 14:00 í dag, þriðjudaginn 28. október, vegna veðurs.

Takk fyrir yndislega mætingu á opna húsið okkar í gær. Það er svo dýrmætt að finna svona mikinn áhuga og hlýju í Ljósinu...
28/10/2025

Takk fyrir yndislega mætingu á opna húsið okkar í gær. Það er svo dýrmætt að finna svona mikinn áhuga og hlýju í Ljósinu❤

Í tilefni Alþjóðadags iðjuþjálfa voru iðjuþjálfar Ljóssins með sjö mismunandi stöðvar þar sem gestir gátu fræðst m.a. um skeiðakenninguna, skynjunarvanda, iðjuhjólið, líkamsstöðu, stuðningshópa, handverk, hvíld og slökun✨

Iðjuþjálfun er mikilvægur hluti endurhæfingar í Ljósinu, þar sem einstaklingar fá stuðning til að endurheimta færni og finna jafnvægi í daglegu lífi, samhliða og eftir lyfjameðferð.

Address

Langholtsvegur 43
Reykjavík
104

Opening Hours

Monday 08:30 - 16:00
Tuesday 08:00 - 16:00
Wednesday 08:00 - 16:00
Thursday 08:00 - 16:00
Friday 08:30 - 14:00

Telephone

+3545613770

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Ljósið Endurhæfing Fyrir Krabbameinsgreinda posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Ljósið Endurhæfing Fyrir Krabbameinsgreinda:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Ljósið gefur von.

Vilt þú gerast Ljósavinur? Nánar hér: https://ljosid.is/ljosavinur/