Ljósið Endurhæfing Fyrir Krabbameinsgreinda

Ljósið Endurhæfing Fyrir Krabbameinsgreinda Ljósið er endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Kynntu þér starfið á www.ljosid.is

Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. Markmið Ljóssins er að fólk fái sérhæfða endurhæfingu- og stuðning, þar sem fagfólk aðstoðar við að byggja upp líkamlegt og andlegt þrek, auk þess að fá stuðning við að setja sér markmið sem auka daglega virkni og hafa þannig áhrif á lífsgæði almennt.

Jólaknús frá okkur í Ljósinu❤Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Hjartans þakkir fyrir allar dýrmætu...
22/12/2025

Jólaknús frá okkur í Ljósinu❤

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Hjartans þakkir fyrir allar dýrmætu stundirnar á árinu sem er að líða, við erum afar þakklát fyrir ykkur öll.

Munið að hlúa vel að ykkur sjálfum yfir hátíðarnar, með því að lágmarka óþarfa álag og viðhalda góðu jafnvægi milli virkni og hvíldar. Það er allt í lagi að hvíla sumar venjur í breyttum aðstæðum eða útfæra þær á annan hátt.

Við sendum ykkur hlýjar jólakveðjur og óskum ykkur notalegrar hátíðar🎄✨

Ég læddist létt á tá til að líta gjafir á...Í litlu Ljósabúðinni okkar er mikið um gullfallegt handverk sem myndi sóma s...
17/12/2025

Ég læddist létt á tá til að líta gjafir á...

Í litlu Ljósabúðinni okkar er mikið um gullfallegt handverk sem myndi sóma sér vel sem jólagjöf til ástvina sem titra öll að tilhlökkun.

Úti í frost og snjó - Ullarsokkkar, vettlingar og treflar
Inni í friði og ró - Leirmunur eða tálgaður jólasveinn
Í það minnsta kerti og spil...

Endilega kíktu til okkar í Ljósið í kaffibolla og græjaðu síðustu jólagjafirnar🎅🎄

Rannsóknir sýna að með næringarríku og fjölbreyttu fæðuvali í hæfilegu magni er hægt að draga úr líkum á krabbameini og ...
12/12/2025

Rannsóknir sýna að með næringarríku og fjölbreyttu fæðuvali í hæfilegu magni er hægt að draga úr líkum á krabbameini og öðrum sjúkdómum. Þannig gegnir næring mikilvægu hlutverki þegar kemur að forvörnum en er ekki síður mikilvæg í tengslum við meðferð og endurhæfingu.

Góð næringarinntaka er sérstaklega mikilvæg í því samhengi, því bæði sjúkdómurinn og meðferðin geta haft áhrif á fæðuval, matarlyst og getu til að borða. Þau geta einnig haft áhrif á hvernig líkaminn þolir ákveðin matvæli og nýtir tiltekin næringarefni.

Við hvetjum ykkur til að lesa grein Lilju Guðmundsdóttur og Rannveigar Björnsdóttur, næringarfræðinga í Ljósinu sem birtist í nýútgefnu Ljósablaði 🌱

Næring gegnir mikilvægu hlutverki þegar kemur að forvörnum en er ekki síður mikilvæg í tengslum við meðferð og endurhæfingu.

Það er engin töfralausn, bara nýr veruleiki.Í Ljósablaðinu er að finna einlægt viðtal við Elvar og Matta. Þeir ræða opin...
10/12/2025

Það er engin töfralausn, bara nýr veruleiki.

Í Ljósablaðinu er að finna einlægt viðtal við Elvar og Matta. Þeir ræða opinskátt um áskoranir karlmanna í veikindum, gildi jafningjastuðnings og þá berskjöldun sem fylgir því að stíga aftur inn í lífið eftir erfiða tíma.

Við hvetjum þig til að lesa viðtalið við þessa frábæru og einlægu karlmenn🌟

(Hægt er að nálgast greinina í heild sinni í fyrstu athugasemd).

☃️Jólapeysudagur í Ljósinu☃️Það var einstaklega notalegt í Ljósinu í dag þegar húsið fylltist af þjónustuþegum og starfs...
09/12/2025

☃️Jólapeysudagur í Ljósinu☃️

Það var einstaklega notalegt í Ljósinu í dag þegar húsið fylltist af þjónustuþegum og starfsfólki í jólapeysum eða öðrum hátíðlegum fatnaði. Mikið var gaman að sjá svona marga mæta og njóta dagsins með okkur❤

Dagskráin hófst með jólagönguþjálfun og skemmtilegum upplestri frá Blekfjelaginu, meistaranemum í ritlist, úr nýju bókinni þeirra Kyngja. Eftir hádegismat var boðið upp á heitt kakó og ljúffengar heimabakaðar smákökur á meðan Einar Kárason, rithöfundur, las upp úr nýjustu bók sinni Sjá dagar koma. Að lokum söng Hafdís Huld nokkur falleg jólalög fyrir okkur✨

„Fyr­ir miðstöð eins og Ljósið sem reiðir sig að stór­um hluta á stuðning þjóðar­inn­ar er verk­efni eins og þetta ómet­...
09/12/2025

„Fyr­ir miðstöð eins og Ljósið sem reiðir sig að stór­um hluta á stuðning þjóðar­inn­ar er verk­efni eins og þetta ómet­an­legt. Við erum virki­lega þakk­lát öllu okk­ar góða fólki hjá Nettó, myndlistamanninum Steingrím Gauta sem og öll­um þeim sem lögðu verk­efn­inu lið með kaup­um á vör­um 💛

Þess­ir fjár­mun­ir gera okk­ur kleift að halda áfram að veita þeim sem grein­ast mik­il­væga end­ur­hæf­ingu,“ seg­ir Eva Guðrún Kristjánsdóttir, verkefnastjóri markaðsmála hjá Ljósinu.

„Fyr­ir miðstöð eins og Ljósið sem reiðir sig að stór­um hluta á stuðning þjóðar­inn­ar er verk­efni eins og þetta ómet­an­legt. Við erum virki­lega þakk­lát öllu okk­ar góða fólki hjá Nettó, listamanninum Steingrím Gauta sem og öll­um þeim sem lögðu verk­e...

Við í Ljósinu erum sífellt að leita leiða til að veita betri þjónustu og er hluti af því að mæla gæði þeirrar endurhæfin...
08/12/2025

Við í Ljósinu erum sífellt að leita leiða til að veita betri þjónustu og er hluti af því að mæla gæði þeirrar endurhæfingar og stuðnings sem boðið er upp á.

Nú hefur Maskína sent út þjónustukönnun í nafni Ljóssins. Engin svör eru rekjanleg til einstaklinga og fyllsta trúnaðar er gætt við framkvæmd og úrvinnslu könnunarinnar. Við biðjum þig um að gefa þér 5-10 mínútur til að svara könnuninni 🙏

Með fyrirfram þökk fyrir ykkar dýrmætu innsýn.

Nú hefur Maskína sent t þjónustukönnun í nafni Ljóssins. Við biðjum þig um að gefa þér 5-10 mínútur til að svara könnuninni. Með fyrirfram þökk fyrir ykkar dýrmætu innsýn.

🎁Uppi á lofti, inni í skáp eru jólapakkar…Í Ljósabúðinni er margt fallegt sem myndi kæta mömmu, frænda, barnabarn, bróðu...
04/12/2025

🎁Uppi á lofti, inni í skáp eru jólapakkar…

Í Ljósabúðinni er margt fallegt sem myndi kæta mömmu, frænda, barnabarn, bróður, vinkonuna og alla hina. Kerti og spil, ullarsokkar og vettlingar nú eða falleg slæða. Þetta og margt fleira fallegt til að setja undir jólatréð hjá þeim sem þér þykir vænt um.

Endilega kíktu til okkar í Ljósið og skoðaðu úrvalið✨

Í Ljósabúðinni er margt fallegt til að setja undir jólatréð hjá þeim sem þér þykir vænt um.

Í nýjasta Ljósablaðinu er að finna fallegt viðtal við Kristínu, sálfræðing, og Kolbrúnu, iðjuþjálfa. Þær leiða jafningja...
03/12/2025

Í nýjasta Ljósablaðinu er að finna fallegt viðtal við Kristínu, sálfræðing, og Kolbrúnu, iðjuþjálfa. Þær leiða jafningjahóp ungs fólks í Ljósinu og ræða þær áskoranir sem ungmennin standa frammi fyrir, meðal annars félagslega einangrun sem oft fylgir veikindum.

Við hvetjum þig til að lesa þetta fróðlega viðtal💛

Í Ljósinu er starfræktur öflugur jafningjahópur fyrir ungt fólk sem greinist með krabbamein. Iðjuþjálfi og sálfræðingur, sem sjá um hópinn, segja hann mæta brýnni þörf enda séu áskoranir ungmenna í krabbameinsmeðferð um margt ólíkar þeim sem eldra fólk glímir við.

Ljósið tók í dag við rúmlega 32 milljónum sem söfnuðust á Takk degi Fossa fjárfestingabanka. Við erum meir og hjartanleg...
02/12/2025

Ljósið tók í dag við rúmlega 32 milljónum sem söfnuðust á Takk degi Fossa fjárfestingabanka. Við erum meir og hjartanlega þakklát fyrir kærleikann sem við finnum frá samfélaginu - Takk fyrir að styðja við Ljósið og láta það skína enn skærar ❤️🌟

Ljósið tók í dag við rúmlega 32 milljónum sem söfnuðust á Takk degi Fossa fjárfestingabanka. Framlag Fossa skiptir gríðarlega miklu máli fyrir starfsemi Ljóssins og óhætt að segja að Takk dagurinn standi undir nafni því þakklætið fyrir söfnun sem þessa er mikið. Fossar fj....

Við hvetjum þig til að lesa viðtalið í Ljósblaðinu við þennan magnaða unga strák❤Eiríkur fór á örfáum dögum frá því að v...
02/12/2025

Við hvetjum þig til að lesa viðtalið í Ljósblaðinu við þennan magnaða unga strák❤

Eiríkur fór á örfáum dögum frá því að vera efnilegur knattspyrnumaður í úrtakshópi landsliðsins yfir í að vera veikasti sjúklingurinn á gjörgæslu. Hann hefur sigrað hvítblæði, bráðabrisbólgu og erfiða dvöl í öndunarvél, en segir að erfiðast hafi verið að detta úr takti við jafnaldrana og upplifa að lífið héldi áfram án hans.

Frá veikasta sjúklingi á gjörgæslu yfir í nýjan kafla.

Address

Langholtsvegur 43
Reykjavík
104

Opening Hours

Monday 08:30 - 16:00
Tuesday 08:00 - 16:00
Wednesday 08:00 - 16:00
Thursday 08:00 - 16:00
Friday 08:30 - 14:00

Telephone

+3545613770

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Ljósið Endurhæfing Fyrir Krabbameinsgreinda posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Ljósið Endurhæfing Fyrir Krabbameinsgreinda:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Ljósið gefur von.

Vilt þú gerast Ljósavinur? Nánar hér: https://ljosid.is/ljosavinur/