16/12/2025
Endurheimt er færni. Og hana er hægt að læra! Sendu mér “ENDURHEIMT” í DM ef þú vilt öðlast meiri færni.
Hver einasti andardráttur er tækifæri! Arnór Sveinsson heiti ég, og ég brenn fyrir því að leiða fólk í átt að sjálfsvinnu. Eining milli hugar, líkama og sálar.
Faxafeni 12
Reykjavík
108
Be the first to know and let us send you an email when Anda með Arnóri posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.
Ég hef kennt Jóga og vitundartengd námskeið frá því í september 2013, árið sem ég lauk Jógakennaranámi í Jógaskóla Kristbjargar Kristmundardóttur. Ég hef ferðast víðsvegar um heiminn og sótt fjöldan allan af námskeiðum sem tengjast Jóga, hugleiðslu og andlegri vinnu. Varði dýrmætum tíma með munk í fjöllum norður Tælands þar sem ég fór í djúpa innri vinnu og hugleiðslur sem er undirstaðan í minni nálgun og leiðbeiningum. Ég legg mikla áherslu á öndun og hef meðal annars sótt námskeið hjá "Ísmanninum" Wim Hof og er nú í kennarnámi í þeirri aðferð og hef innleitt þá þekkingu hana í mína kennslu.
Kenndi Jóga í Álftanesskóla í 2 ár og hef góða reynslu sem krakkajóga kennari. Sumarið 2016 fluttist ég að út í sveit og skapaði endurnæringar setur ásamt góðu fólki. Þar bauð ég upp á Endurnæringa-helgar og leiddi þáttakendur inn á við með Jóga, hugleiðslum, samfloti, öndun og stórum skömmtum af íslenskri náttúru. Ári seinna fluttist ég aftur í bæinn og nú leiði ég flest alla timana mína Rope Yoga Setrinu hjá Guðna Gunnarssyni þar sem ég byrðjaður í námi og er sannarlega þakklátur fyrir að vera undir leiðsögn hjá einum fróðasta og reynslumesta kennara sem ég hef hitt. Þar býð ég upp margþætt námskeið. Meðal annars byrjendanámskeið, framhaldsnámskeið, hugleiðslunámskeið, öndunarnámskeið og einkatíma.
Einnig vinn ég með við kakó. Ég fór til Guatemala og lærði að nýta þessa mögnuðu plöntu(eins og Mayanir gerðu og gera) til þess að ferðast dýpra inn sjálfann sig og tengjast uppruna sínum.